fbpx

Magnea hannar fyrir dótturfyrirtæki Ralph Lauren

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður kannast flestir við, en hún er ung Reykjavíkurmær með háleita drauma um að komast langt í tískuheiminum með fyrirtækið sitt MAGNEA. Draumar þessarar einstæðu móður og dugnaðarforks eru svo sannarlega að verða að veruleika en nýjasta verkefnið hennar var að hanna fyrir dótturmerki Ralph Lauren – Club Monaco!

Ég spurði hana spjörunum út um þetta spennandi verkefni.

……………..

 

Hvernig kom þetta til?

Þetta gerðist mjög óvænt. Yfirhönnuður knitwear hjá Club Monaco hafði samband eftir að hún og yfirmenn hennar höfðu uppgötvað merkið. Hún kom til Íslands og við hittumst og ræddum mögulegt samstarf og í framhaldi af því kom tilboð um að gera hliðarlínu sem verður seld undir merkinu magnea fyrir Club Monaco. Í kjölfarið fór ég til New York og kynnti hugmyndir í höfuðstöðvum Club Monaco og er á leiðinni aftur núna í desember til að skoða fyrstu prótótýpur.

 

Hvað gerir þetta fyrir þig sem fatahönnuð?

Þetta er auðvitað frábært tækifæri og virkilega gaman og gott pepp að finna fyrir því að magnea sé að vekja áhuga og athygli erlendis. Þessu mun fylgja kynning og markaðssetning á Bandaríkjamarkaði og víðar á næsta ári.

 

 

Hvernig líta flíkurnar út?

Ég vil ekki segja of mikið en þetta verða prjónaðar flíkur og fylgihlutir úr kasmír og ull.

 

 

Þurftiru að fara langt frá þínum persónulega stíl eða fékkstu algjörlega að ráða hönnuninni?
Já og nei, það sem þau heilluðust af við merkið var okkar stíll og nálgun á prjón en auðvitað var nauðsynlegt að aðlaga flíkurnar að þeirra hugmyndafræði líka. Þetta er stórt fyrirtæki með ákveðinn markhóp sem þau þekkja vel en það var ekkert minna áhugavert að vinna eftir þeirra reglum og ég er mjög ánægð með útkomuna.

 

Hvað eiga flíkurnar eftir að seljast í mörgum löndum?
Club Monaco er með 140 verslanir út um allan heim, aðallega í Bandaríkjunum en eru að færa sig út til Evrópu líka og eru þegar búin að opna verslanir til dæmis í London og Stokkhólmi. Línan verður seld í völdum verslunum en ekki komið á hreint hversu mörgum.

…………….

magnea

Óskum Magneu Einars INNILEGA til hamingju =)

Sykurlaus í 6 vikur

Skrifa Innlegg