Lífið

Síðustu misseri…

Síðustu fjórar til fimm vikur í lífi mínu hafa verið í einu orði sagt kreisí. Það virðist allt í lífinu gerast á sama tíma, sem er kannski einskonar test á hversu mikið maður þolir….veit ekki? Ég kvarta þó ekki því að vera frílans getur verið mjög erfitt og verkefnin koma […]

Nú byrjar þetta krakkar!

Ég er ein af þeim trilljón sem ákváðu að tileinka sér heilbrigðari og hraustari lífsstíl árið 2015. Ákvað að byrja í ræktinni í byrjun janúar en nennti ekki alveg strax (æi, það var bara svo kalt og eitthvað), áður en ég vissi af þá var kominn febrúar og núna allt […]

Vinnuferð til Ísafjarðar

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með […]

Sykurlaus í 6 vikur

Ég freistaðist til að skrá mig á sex vikna SYKURLAUST námskeið hjá Gunnari Má einkaþjálfara og rithöfundi LKL bókanna. Ég fæ mér sykur á hverjum einasta degi, hvort sem það er í formi drykkja eða í föstu formi (með öðrum orðum súkkulaði), ég er einfaldlega sjúk í sykur. Finn þó […]

Bryan Adams í gær

Ég og Emil skelltum okkur á Bryan Adams í Hörpunni í gær og get ég með sanni sagt að ég var með gæsahúð allan tímann. Ég og æskuvinkona mín Þóranna hlustuðum á Bryan Adams seinni hluta grunnskólagöngunnar og kunnum lögin hans orð fyrir orð utan af. Við ætluðum að fara […]

Dragtin

Dragtina fékk ég í Gallerí Sautján í Kringlunni og var ást við fyrstu sýn. Ég elskana enn og mun um ókomna tíð….

Disney-Vogue-Lífsstíll-Rauðhetta-Köben og lífið!

Ég get sagt það með sönnu að síðustu 4 vikur lífs míns hafa verið þær brjálæðustu, vinnulega séð, sem ég hef upplifað! Hef án gríns ekki sofið jafn lítið, verið jafn stressuð en afkastamikil síðan ég man eftir mér. Það sem er að frétta er að Lífsstíll höf göngu sína […]

Öðruvísi fjölskyldumyndir

Ég hef mjög gaman og mikinn áhuga á ljósmyndun. Vinn mikið með ljósmyndurum og finnst alltaf gaman að sjá hvernig þeir vinna og hversu ólíkir þeir eru. Ég var að vafra á pinterest í leit að smá innblæstri fyrir komandi verkefni, en það er eitthvað sem ég geri alltaf þegar […]

Jakkinn

Ég er búin að fá ótrúlega margar fyrirspurnir um jakkann minn sem ég fékk mér nýlega og elska út af lífinu. Fyrir þá forvitnu er hann frá Samsöe Samsöe og fékkst í EVU á Laugaveginum =)  

Ísak Freyr farðar Cöru

Já þið lásuð rétt. Förðunargúrúinn Ísak Freyr og yndislegi vinur minn fékk það verkefni á dögunum að farða Cöru vinkonu okkar fyrir kvöldverð með Burberry. Ég spurði hann út í förðunina og hvernig þessi umtalaða og heimsfræga “IT” stelpa væri…… “Ég sat bara heima í sólbaði og fékk símtal um […]