fbpx

Bryan Adams í gær

Lífið

Ég og Emil skelltum okkur á Bryan Adams í Hörpunni í gær og get ég með sanni sagt að ég var með gæsahúð allan tímann.

Ég og æskuvinkona mín Þóranna hlustuðum á Bryan Adams seinni hluta grunnskólagöngunnar og kunnum lögin hans orð fyrir orð utan af. Við ætluðum að fara saman á tónleikana en þar sem hún býr á Akureyri komst hún ekki með….Emil þó til mikillar skemmtunar þar sem hann naut sín líka í botn með öskrandi eiginkonunni sem var með tárin í augunum af aðdáun allan tímann á Bryan.

Bryan Adams er auðvitað snillingur snillinganna í að skifa fallega og ljóðræna, ástmikla texta og hver man ekki eftir ….”When you see your unborn children in her eyes, you know you really love a woman”. Vá, þvílík lína!

Þið sem fóruð ekki…..greyið þið! =)

bryana1 bryana2

 

ME & MY BENTLEY

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sæunn Pétursdóttir

  11. August 2014

  Þessir skór eru ÆÐI! Outfittið reyndar bara mjög kúl í heild sinni en ég er sjúk í skóna. Væri gaman að sjá nærmynd af þeim, fást þeir á Íslandi?

  • Theodóra Mjöll

   11. August 2014

   Takk kærlega fyrir það =) En skóna fékk ég í H&M fyrir um ári síðan. Var að kíkja á heimasíðuna þeirra og þeir virðast ekki vera til lengur….æææi. En ég elska þá, passa við allt!

   • Sæunn Pétursdóttir

    12. August 2014

    Oh well, sparar mér nokkra þúsundkalla, takk fyrir svarið. Þeir eru sjúkir ég bara kemst ekki yfir það!