Vinna & verkefni

Helgin með augum Kára Sverriss

Jæja, þá er vinnutörn lífs míns lokið (!!). Búin að skila af mér Frozen bókunum, RFF er búið og önnur verkefni sem komu öll á sama tíma. Nú sit ég á skrifstofunni minni í hjarta Reykjavíkur með kaffibolla og góðu samstarfsfólki sem ég hef saknað sárt síðustu 5 vikur og […]

Á bak við tjöldin; Júróvisjón með Regínu Ósk

Ég var ráðin sem alhliða stíllisti fyrir júróvisjón atriði Regínu Óskar sem hefur verið mjög gaman og lærdómsríkt ferli, en ég hef ekki mikið verið voðloðin Júróvisjón áður. Ég er ekki frá því að ég sé orðin forfallin Júró aðdáandi eftir þetta skemmtilega verkefni. Þetta er í fyrsta skiptið sem […]

Frozen tökurnar…

Jæja, þá vorum við að klára annan daginn af tökum á nýju hárbókinni sem ég er að gera fyrir Disney samsteypuna, Frozen ll. Viðurkenni að ég er pínu búin á því líkamlega og andlega, en þetta verður eitthvað dásamlegt! Saga Sig tók myndirnar, Magnea Einarsdóttir sá um stíliseringu og Karin […]

Vinnuferð til Ísafjarðar

Ég fékk skemmtilegt símtal fyrr í mánuðinum, en eigandi hárgreiðslustofunnar Hárstofa Maríu á Ísafirði hringdi í mig og bað mig um að koma og halda krullunámskeið þar í bæ ásamt Baldri eiganda heildsölunnar Bpro. Við að sjálfsögðu slógum til og á föstudaginn síðastliðinn fórum við bæjarrotturnar með flugi til Vestfjarða með […]

Disney ævintýrið frá A-Ö

Mig langar aðeins að deila með ykkur Disney ævintýrinu mínu sem er búið að vera ótrúlega magnað! Í sumar gerði ég semsagt tvær hárbækur fyrir Disney samsteypuna, annars vegar bókina Disney Prinsess Hairstyles og hins vegar Disney Frozen Hairstyles. Munurinn á milli þessara tveggja bóka er sá að fyrsta bókin, […]

Frozen myndatakan – á bak við tjöldin

Í dag lauk fyrsta tökudegi Frozen bókarinnar. Tökurnar stóðu yfir í 12 klst og verður annar eins dagur á morgun, svo ég ætla ekki að skrifa mikið þar sem heilinn á mér er ekki alveg á sínum stað…. Vísir.is kom við í tökurnar og fjallaði um okkur. Fyrir forvitna er […]

Vinna; Ígló&Indí

Í síðustu viku fór ég í hressilega myndatöku með Ígló&Indí þar sem Íris Dögg ljósmyndari var að taka myndir af sumarlínunni ’15. Eins og svo oft gerist í útitökum þá er ekki hægt að stóla á veðrið og fengum við já, allhressilegt veður. Rok og rigning eins og hún gerist […]

Andrea í kvöld

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður verður með glæsilega tískusýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld þar sem hún mun sýna sumarlínu ´14. Frumsýnd verður í leiðinni fyrsta skartgripalína Andreu sem er brjálæðisleg. Ég og Erna Hrund erum að sjá um lúkkið á módelunum sem verður mjög sumarlegt og kynþokkafullt. Spennnnóóó!!! Ég og […]

Leita að hármódelum

Nú vantar mig smá hjálp frá ykkur. Ég er að leita að níu stelpum á aldrinum 6-12 ára til að taka þátt í spennandi verkefni með mér eftir tæpar tvær vikur. Ef þið eigið dásamlegar stelpur eða frænkur sem þið getið bent mér á, væri það mér ómetanlegt! Ég leita […]

Dream team myndataka <3

Mánudaginn eftir RFF fór ég í kreisí myndatöku með Hildi Yeoman þar sem fötin úr sýningu hennar Yulia voru mynduð. Þið sem fóruð á sýninguna hennar muna eftir kraftinum í sýningunni, taktinum, uppreisninni og pönkinu sem fylgdi. Þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan sem Saga Sig tók að hún […]