fbpx

Geysir X No Nationality

Vöruhönnun

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysi, vann frábært samstarfsverkefni á dögunum með danska hágæða fatamerkinu NN.07 (No Nationality). Fyrir þá sem ekki vita útskrifaðist Erna árið 2012 úr fatahönnun með áherslu á textíl frá hinum virta St. Martins í London. Hún var ráðin til hins heimsfræga tískufyrirtækis Yves St. Laurent strax í kjölfarið og starfaði þar í eitt „season“. Hugurinn leitaði þó heim og ári eftir útskrift hóf hún störf hjá Geysi.

NN.07 hefur unnið örfá samstarfsverkefni áður, meðal annars með Converse, hönnuðu Sjöö Sandström armbandsúr í takmörkuðu upplagi og rakspíra. Þeirra mottó með samstarfsverkefnin er: We’ve always taken our own path. But sometimes other paths crossed it. The like-minded. The same mettle but perhaps not always the most obvious. We like the expression “great minds think alike”.

 nno7

Ég tók Ernu tals og hún sagði mér frá verkefninu sem mér þykir gríðarlega spennandi.

……….

 Segðu okkur aðeins frá samstarfsverkefninu.

Við (Geysir) erum í mjög góðu sambandi við NN.07, þekkjum það fyrirtæki orðið vel og líkar mjög vel við þeirra fatnað, hugmyndir og hvernig þau hafa byggt upp merkið sitt. Við heimsóttum þau í janúar 2014 og þau spurðu okkur hvort við hefðum áhuga á samstarfi, að þeim fyndist Geysir og öll hugmyndin á bakvið okkar konsept mjög góð. Þeir höfðu mikinn áhuga á að vinna með okkur að teppi sem er ein vinsælasta varan okkar í Geysi.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Geysi sem „brand“. Fyrir mig persónulega var áhugavert að vinna með stóru hönnunarfyrirtæki og virkilega gaman að sjá hvað margar erlendar verslanir ákváðu að taka teppið í sölu, svo sem Illums Bolighus og fleiri. Þetta þýðir að við erum greinilega að gera góða hluti hérna hjá Geysi.

Hvaðan kemur munstrið,efnið og litavalið?

Munstrið kemur frá okkur í Geysi. Undanfarin misseri hef ég verið að hanna köflótt teppi fyrir Geysi og því fannst mér að teppið ætti klárlega að vera köflótt. Efnið er 100% íslensk ull og litirnir koma frá NN.07 sem eru navy blár og hvítur, en það eru litir sem þeir vinna mikið með.

Hvað það er við teppi sem hrífur þig sérstaklega?

Teppi eru margnota, þau er hægt að nota sem aukahlut á sófann, rúmið eða í bílinn. Eg hef reyndar gerst svo djörf að vefja mig bara inní teppi yfir úlpu og önnur hlýfðarföt á mjög köldum dögum og nota þau sem flík.

Hvar teppin eru seld?

 Teppin eru seld hjá okkur í Geysi en einnig í mörgum erlendum verslunum sem hluti af „mid-season“ fatalínu NN.07.

Af öðrum búðum má nefna flaggskipsbúð NN.07 í Kaupmannahöfn, NK Stockholm og NK Gautaborg, Magasin í Köben og Arhus, Illums Bolighus og Net-a-porter vefverslunina. Síðan eru mjög margar búðir útum alla Skandinavíu sem eru að selja teppin, en NN.07 selur fötin sín einungis í Skandinavískum búðum, með örfáum undantekningum.

nno71ernaeinars

Erna Einarsdóttir yfirhönnuður Geysis og töffari =)

Lífið; Forsíðuviðtal

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sylvía

    1. February 2015

    Vá hvað skyrtan hennar Ernu er falleg, Væri gaman að vita hvaðan hún er