Fanney Ingvars

UNIF Á ÍSLANDI

Ég keypti mér fyrir um ári síðan skó á netinu frá UNIF. Mig hafði lengi langað í þessa sérstöku týpu en hún kallast Bonnie boots. Gróf boots sem passa við allt! Þegar ég fékk þá heim í fangið deildi ég mynd af þeim í Instastory og í kjölfarið fylltist inboxið mitt af fyrirspurnum um hvaðan skórnir væru. Ég fæ reglulega fyrirspurnir en þennan daginn voru þær óteljandi. Ég tók meira að segja mynd þegar ég hafði svarað öllum, mér þótti það svo magnað. Ég var að reyna að leita af myndinni í myndaflóðinu í símanum mínum núna, því miður ekki með góðum árangri!

Mig langaði að deila því með ykkur að UNIF fæst nú loksins á Íslandi og þar á meðal hin vinsælu Bonnie boots. UNIF er sumsé komið í verslanir Galleri 17 fyrir áhugasama og því mjög auðvelt að nálgast parið! Ég fór í heimsókn í G17 í Kringlunni í gær og kíkti á týpurnar sem voru teknar inn frá merkinu en ásamt Bonnie boots komu þrjár afar fallegar týpur. Allar mjög viðeigandi fyrir haustið og veturinn. Ég var í beinni á Instastory (@fanneyingvars) fyrir áhugasama! Ég ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli! Miðað við áhugann sem mér var sýndur fyrir ári síðan ættu þessar fréttir að gleðja ansi marga!

 Bonnie Boots – eins og mínir. Dýrka þá!  Þessir fannst mér afar töffaralegir úr glansandi leðri.  

Mínir uppáhalds eru klárlega Bonnie Boots, þar á eftir koma skórnir í glansandi leðrinu og þessir lágu. Mega töffaralegir!

Ég mæli með að gera sér ferð í Galleri 17 og kíkja á úrvalið.

Xxxx Fanney

NYC OUTFIT

Bolur: Blanche / Húrra Reykjavík
Leðurstullur: Spúútnik
Skór: Adidas Originals Yung-1 / Húrra Reykjavík
Taska: Carhartt wip / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Eigið góðan sunnudag!
Xxx Fanney

SNEAKERS OF THE DAY –

Ég held að skófíkillinn sem býr innra með mér eldist seint af mér. Ég starfaði lengi sem verslunarstjóri í GS skóm þar sem ég held að ást mín á skóm hafi byrjað almennilega fyrst! Núna í seinni tíð hefur strigaskó-tískan náð að heilla mig, líkt og flesta aðra, en ég á orðið ansi gott safn af strigaskóm. Ég fæ aldrei leið á þeim og dýrka hvað þeir ganga bæði fínt og hversdags. Ég var mætt á dyrnar í morgun hjá Húrra Reykjavík þegar verslunin opnaði þar sem ég vissi að von væri á Adidas Originals YUNG-1 skónum í hvítum/beige lit. Ég hafði haft augastað á þeim þegar þeir komu fyrst fyrr í sumar. Þá komu þeir rauðir og hvítir en voru því miður uppseldir þegar ég fór á stjá. Ég fjárfesti í þeim í morgun og er afar lukkuleg með nýja skóparið, líka sérstaklega skemmtilegt því mig hefur lengi langað í þá! Ég elska lúkkið á þeim, töff og smá grófir og ég sé þá fyrir mér við fullt af mismunandi outfitum. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað þeir voru á sanngjörnu verði.

Skór: Adidas Originals Yung-1 Cloud White / Húrra Reykjavík
Buxur: Cheap Monday / Galleri 17
Skyrta: Zara

Ég þori ekki öðru en að láta þetta leiðinlega input fylgja – þetta er ekki auglýsing þar sem ég greiddi fyrir vöruna. Persónulegt líkt og bloggið mitt í heild sinni endurspeglar sig.

Þar til næst,
xxx Fanney

ÍTALÍA PART 2 – FLORENCE & MILAN

Jæja, þá er komið að því að sýna og segja frá seinnipart Ítalíu ferðarinnar stórkostlegu. Líkt og ég sagði ykkur frá í seinustu færslu þá eyddum við deginum eftir brúðkaupið í Flórens og gerðum gott úr þeim degi eftir partý ársins kvöldið áður. Daginn eftir það checkuðum við okkur út af hótelinu og héldum af stað á næsta áfangastað sem var hinum megin við Flórens. Þar höfðum við, fjögur pör, leigt okkur saman hús í nokkra daga. Sú upplifun var ekki síðri. Meiriháttar hús, garður, útsýni yfir fallegu Flórensborg og síðast en ekki síst gjörsamlega geggjaður félagsskapur. Þessa daga gerðum við ýmislegt, fórum í vínsmökkun, röltum um Flórens og gerðum vægast sagt vel við okkur í mat og drykk í ÖLL mál! Wine and dine á Ítalíu hljómar bara einfaldlega of vel.

  Allir nývaknaðir og ferskir og komnir með mimosu við hönd. Allt eins og það á að vera!  Heilsan var eðlilega í fyrirrúmi þar sem aðal áhersla var lögð á vatnsleikfimi í umsjá Heiðu Bjarkar. ;)Fallega kirkjan í Florence. 
Samfestingur: Urban Outfitters
Hattur: Urban Outfitters
Skór: ASOS
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Dásamleg kvöldstund í Florence. Einstaklega falleg og rómantísk borg sem ég mæli eindregið með að heimsækja. Það var hægt að rölta endalaust um miðbæinn og aldrei fá leið!

Skyrta: ZARA
Stuttbuxur: Spúútnik
Skór: ZARA
Eyrnalokkar: ZARA
Sólgleraugu: ZARA
Klútur: Hildur Yeoman / Yeoman
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Við fórum í vínsmökkun þetta hádegið á veitingastað í miðbæ Flórens. Ekki beint hefðbundin vínsmökkun en vínsmökkun var það þó. Svo röltum við í kjölfarið um miðbæ Florence. Eftir því sem ég labbaði oftar um borgina, því mun meira kunni ég að meta hana.

 Rómantíkin alls ráðandi <3 

Seinasta daginn okkar Teits eyddum við saman tvö í Mílanó. Þangað höfðum við hvorug komið áður og eyddum við deginum í miðborginni. Löbbuðum alls staðar í kringum kirkjuna fögru, stoppuðum í hinum og þessum búðum, keyptum kíló af parmesan osti til að taka með heim ásamt svo mikilvægum Aperol Spritz stoppum hér og þar um borgina. Steikjandi sól og hiti þennan fallega dag í tískuborginni!

Dragt: Moss Reykjavík / Galleri 17
Bolur: WoodWood / Geysir
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Ég mun lengi lifa á þessari dásamlega mögnuðu ferð. Ég get hreinlega ekki lýst hamingjunni sem átti sér stað hvern einasta dag á Ítalíu. Takk fyrir okkur Lísa og Frikki, takk fyrir bestu ferð í heimi elsku Teitur ástin mín og okkar mögnuðu vinir og takk fyrir okkur Ítalía! Ég ætla að nefna það aftur ég að hef highlight-að nánast allt sem ég setti í Instagram story í þessari ferð á Instagraminu mínu: fanneyingvars – fyrir áhugasama (þá mig sérstaklega), er það ennþá aðgengilegt.

Þangað til næst,

xxxx Fanney

 

 

BRÚÐKAUP Á ÍTALÍU – PART 1

Ég er enn að ná mér almennilega niður á jörðina eftir skemmtilegustu viku í heimi á Ítalíu, (já ég ætla ekkert að skafa af því!). Við komum heim í vikunni en aðal ástæða ferðarinnar var brúðkaup hjá dásamlegum vinum, þeim Lísu og Friðriki Dór. Ferðasagan var nokkurn veginn svohljóðandi; við flugum til Mílanó og gistum þar í eina nótt. Leigðum bíl eldsnemma morguninn eftir og keyrðum þaðan til Flórens. Þar check-uðum við okkur inn á hótel þar sem aðrir brúðkaupsgestir dvöldu, rétt utan við Flórens. Þar myndaðist líkt og gefur að skilja meiriháttar stemning og var þar stöðugt partý frá morgni til kvölds. Eftir hádegi fyrsta daginn sóttu rútur brúðkaupsgesti á hótelið og fóru með okkur í rehearsal dinner þar sem við hittum brúðhjónin verðandi á vægast sagt glæsilegri villu með guðdómlegt útsýni yfir Flórens. Þar áttum við öll saman dásamlega stund og þvílík fegurð all staðar í kring svo langt sem augað eygði. Eftir á var poppað kampavín á sundlaugarbakkanum og svo matur um kvöldið í meiriháttar félagsskap. Daginn eftir var stóri dagurinn en hann byrjaði á sundlaugarbakkanum þar til maður neyddist til að fara inn og græja sig fyrir brúðkaup aldarinnar eftir hádegið. Ég ætla bara að leyfa mér að segja ‘brúðkaup aldarinnar’ því ég held að það hafi sjaldan átt jafn vel við. Rútur ferjuðu okkur á áfangastað sem var villa úti í sveit þar sem athöfnin og veisla fóru fram. Ég held ég tali fyrir sjálfa mig og alla aðra brúðkaupsgesti þegar ég segi að önnur eins fegurð hefur aldrei sést. Ég fékk ólýsanlega mörg viðbrögð frá fylgjendum mínum á Instagram þar sem fólk minntist á að “þetta væri eins og að horfa á bíómynd, slík væri fegurðin”. Það var bara nákvæmlega svoleiðis og lítið öðruvísi hægt að lýsa þessum degi en fullkomnum frá upphafi til enda! Þessi athöfn (þar sem undirrituð grét frá upphafi til enda), veisla, staðsetning, fólkið og síðast en ekki síst brúðhjónin! Elsku Lísa og Frikki, enn og aftur til hamingju með ykkur og takk fyrir partý ársins. Þið voruð svo glæsileg!! Hér eftir þorir enginn í vinahópnum að gifta sig má með sanni segja. ;)

KEF -> MILAN.

 Rehearsal dinner með þetta stórkostlega útsýni yfir Flórens í bakgrunn. Ég klæddist:
Toppur: Urban Outfitters
Buxur: Miss Guided
Taska: LoomRack 
Skór: GS Skór

Þessi hópur <3
Fallega Lísa, verðandi brúður.Minn eini sanni. <3

Stemningin á sundlaugarbakkanum, svona nær oftast!

Brúðkaupsdagurinn. Ég klæddist:
Kjóll: Style Mafia / Yeoman
Skór: GS Skór
Taska: LoomRack


Fullkominn dagur í alla staði. <3

Daginn eftir brúðkaupið fórum við til Flórens. Við reyndum að gera okkur glaðan dag í þynnkunni, sem gekk vonum framar!

Kjóll: Vero Moda / ASOS
Skór: ZARA
Sólgleraugu: Dior

Annar fullkominn dagur í paradís!
Eins og þið eflaust tókuð eftir skrifaði ég PART 1 efst í færslunni. Restin af þessari dásamlegu Ítalíuferð kemur inn von bráðar!

Fyrir áhugasama hef ég “highlight-að” nánast allt sem ég setti í Instagram Story á Instagraminu mínu: @fanneyingvars svo þið getið enn kíkt á það sem fór fram þessa meiriháttar viku á Ítalíu.

Góða helgi öll sömul,

Þangað til næst,
xx Fanney

HEIMILIÐ OKKAR –

Mig langaði að leyfa ykkur að koma í heimsókn inn á heimilið mitt á þessum sólríka sunnudegi. Við höfum alltaf verið pínu feimin og spéhrædd við að sína svona ítarlega inn á heimilið okkar. Ég fæ reglulega fyrirspurnir varðandi hin og þessi horn sem ég hef sýnt frá íbúðinni og fólk virðist mjög áhugasamt um hvernig við höfum komið okkur fyrir og hvernig við búum. Við búum sumsé í Hlíðunum, en eins og margir vita er ég fædd og uppalin Garðabæjarmær og eins og eflaust flestir kannast við gat ég ekki ímyndað mér að líða vel á öðrum stað en í Garðabæ. Þegar ég flutti inn til Teits breyttist sú hugsun nánast samdægurs. Hér er dásamlegt að vera, vægast sagt! Ég elska að vera svona miðsvæðis og nálægt öllu. Fæðingarorlofið var draumur einn en við vorum ótrúlega dugleg að labba með vagninn niður í bæ, fá okkur að borða og njóta með allt þetta líf í kringum okkur. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim dásamlegu minningum sem hafa átt sér stað hér – já ég ætla bara að leyfa mér að vera væmin. Fyrsta heimilið eftir að ég flutti frá foreldrum mínum, fyrsta alvöru ástin, fyrsta meðgangan, fyrsta barnið og allt þar á milli.

Þegar Teitur Páll keypti þessa íbúð var hún vægast sagt öðruvísi útlítandi. Það má segja að þetta hafi verið týpísk “hólfuð” íbúð í Hlíðunum – með grænum og brúnum innréttingum og afar illa skipulögð ef mér leyfist að segja. Teitur tók strax niður allar innréttingar og braut niður veggi, stækkaði rýmið og breytti skipulagi íbúðarinnar. Þegar ég kom svo í leikana breyttum við henni enn frekar og færðum eldhúsið inn í borðstofu og gerðum barnaherbergi úr gamla eldhúsinu. Þannig varð íbúðin aftur tveggja svefnherbergja (þriggja herbergja), og meikaði strax töluvert meiri sens. Við hlægjum oft af því að með komu minni höfum við breytt íbúðinni úr piparsveina íbúð yfir í fallega fjölskylduíbúð, en það er eiginlega ekki hægt að orða það betur. Kompuna notum við svo sem fataherbergi en ég sagði ykkur frá breytingunum sem áttu sér stað um daginn. Við tókum semsagt gömlu innréttingarnar sem voru þar og settum upp skápa og gerðum það töluvert huggulegra. Þó það sé alltaf erfitt að koma jafn miklu magni af fötum fyrir í litlu rými og láta það líta vel út.

Svefnherbergið okkar. Við keyptum okkur fyrir um hálfu ári síðan nýtt rúm í Svefn&Heilsu. Við ákváðum að fá okkur stærðina 200×200, svo það er örlítið þröngt í þessu rými en reddast samt alveg.

Gangurinn. Þetta litla útskot finnst mér gera heilan helling fyrir ganginn og stækka hann mikið. Einnig fá “kraftaverkahillurnar” okkar góðu, Billy bóka/skóhillurnar að prýða ganginn en það er önnur slík akkúrat hinum megin við vegginn. Ég gerði ítarlegri færslu um skóhirslurnar okkar HÉR fyrir áhugasama.

Eldhúsið. Þetta svæði var í raun borðstofa sem nýttist ekki í neitt annað. Þessi breyting bæði stækkaði og opnaði eldhúsið og við erum vægast sagt himinlifandi með þessa útkomu. Við gátum líka bætt við skápum með þessu móti og aukið því skápaplássið í eldhúsinu sem er aldrei nóg af! Ég er líka alltaf jafn ótrúlega skotin í SMEG ísskápnum okkar. Þetta var klárlega breyting til hins betra. Hér göngum við svo út á notalega pallinn okkar og stóran garð.

Stofan. Hér er ofsalega notalegt að vera. Gamla sófaborðið var alls ekki nógu barnvænt svo því var skipt út – þetta ágæta og ódýra IKEA sófaborð prýðir því stofuna á meðan.

Barnaherbergið. Hér var eldhúsið fyrir breytingar. Meikar miklu meiri sens svona ekki satt? – ég gerði ítarlega færslu um barnaherbergið hennar dóttur minnar sem þið getið skoðað HÉR!

Baðherbergið. Mér finnst innréttingarnar inni á baði ótrúlega fallegar og sturtan sérstaklega. Vel nýtt í litlu rými.

Fataherbergið. Það er töluvert huggulegra en það var þó það sé alltaf eins og ég nefndi áðan, mjög erfitt að koma svona miklu magni af fötum fyrir á jafn litlu svæði og láta það líta huggulega út.

________________________________________________________________

Það sem að mér þykir LANG erfiðast að skrifa hér með þessari færslu er það að þessi dásamlega fallega eign okkar er komin Á SÖLU!! Við vorum alls ekki í neinum flutningahugleiðingum enda líður okkur ótrúlega vel hérna og íbúðin alveg nógu stór fyrir okkur þrjú. Við hins vegar rákumst á fasteign sem að heillaði okkur ótrúlega mikið svo við í hvatvísi okkar fórum að skoða eignina. Sú hvatvísi endaði allavega svo að nú neyðumst við til að setja elsku Barmahlíðina okkar á sölu. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að hlægja eða gráta – þetta gerðist allt svo hratt og ég get ekki ímyndað mér að kveðja þessa dásamlegu íbúð og þessa drauma staðsetningu. En heimilið er þar sem hjartað er og ég veit fyrir víst að okkur mun líða vel á nýja staðnum. Allar dásamlegu minningarnar héðan munu alltaf fylgja okkur. <3

Fyrir áhugasama eru nánari upplýsingar og upplýsingar um opna húsið að finna á fasteignavef Vísis – þið farið beint inn á eignina með því að smella HÉR! <3

Þangað til næst,

xxxx Fanney

MY SKIN CARE ROUTINE

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá minni daglegu húðumhirðu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að skrifa hér á Trendnet gerði ég færslu um snyrtivörurnar, þ.e. förðunarvörur, sem ég nota dags daglega. Sú færsla vakti mikla lukku þar sem spurningar af slíku tagi eru daglegar í inboxið mitt. Fyrir áhugasama er hana að finna HÉR, en lítið sem ekkert hefur breyst síðan þá. Þegar ég skrifaði þá færslu ákvað ég strax að gera færslu varðandi mína rútínu hvað varðar húðumhirðu. Það eru einnig fyrirspurnir sem ég fæ oft og því fannst mér sniðugt að skella upp færslu.

Ég hef alls ekki alltaf haft mikinn áhuga á húðumhirðu neitt sérstaklega. Þegar ég var yngri var ég með nokkuð feita húð og fékk gjarnan bólur. Ég var með það stimplað inn í höfuðið á mér að allar vörur sem færu á mitt andlit yrðu að vera olíulausar til þess að halda olíuframleiðslu húðarinnar í skefjum. Ég man að það fór oft í taugarnar á mér þegar ég fór að glansa og svo framvegis. Þetta er eflaust eitthvað sem að ótrúlega margir tengja við, en þetta er auðvitað bara partur af því að þroskast og er eitthvað sem að flestir unglingar þurfa að þola á einum tímapunkti eða öðrum. Ég hef samt í seinni tíð alveg stundum þurft að díla við bólur og hef alltaf þurft að passa mig hvað ég læt framan í mig. Þess vegna hef ég alltaf verið mjög passasöm og frekar hrædd við að prófa nýjar vörur eins og dagkrem, næturkrem og margt fleira. Þegar ég hef fundið mína vöru hef ég oftast haldið mig við hana í ansi langan tíma. Mig langar að segja ykkur í mikilli hreinskilni og beint frá hjartanu mína upplifun síðustu ár og hvert ég er komin í dag varðandi húðina mína og húðumhirðu.

Ég semsagt kynntist BIOEFFECT (sem þá hétu EGF), vörunum fyrir nokkrum árum síðan og þá var sama sagan. Ég ákvað það hreinlega fyrirfram að þessar vörur væru alls ekki fyrir mig. Ég var viss um að með notkun þeirra myndi ég auka olíuframleiðslu og fyrir vikið glansa meira og fá bólur. Ég prófaði einu sinni dropana vinsælu sem þá hétu EGF dropar, en í dag heita BIOEFFECT EGF SERUM. Ég samstundis hafði ekki trú á því að þeir hentuðu mér og síðan þá leið langur tími. Fyrir ca þremur árum síðan fór ég svo að prófa vörurnar aftur, ég prófaði mig hægt og rólega áfram en einhvern veginn festust þessar vörur aldrei í rútínunni minni einungis vegna þess hversu ákveðin ég var í því að þetta myndi verða til þess að ég myndi glansa meira. Fyrir rúmlega ári síðan fór ég svo að vinna aðeins með BIOEFFECT á Íslandi en fyrirtækið hefur stækkað ótrúlega mikið undanfarið. Mér var boðið að koma á stórkostlega og eftirminnilega kynningu í höfuðstöðvum þeirra þar sem ég lærði öll vísindin á bakvið hverja einustu vöru frá BIOEFFECT, sem eru vægast sagt stórkostleg! Það sem er lagt í hverja einustu vöru er með hreinum ólíkindum og eitthvað sem allir ættu að kynna sér. Ég fékk þá afar veglegan pakka frá BIOEFFECT sem innihélt allar helstu vörur þeirra. Ég gat ekki hugsað mér annað eftir þessa stórkostlegu kynningu en að byrja að nota BIOEFFECT og í þetta skiptið ætlaði ég að reyna að losa mig við allar þessar fyrirfram ákveðnu hugmyndir í kollinum á mér. Ég byrjaði strax að nota Day Serum á hverjum morgni og bar dropana á mig kannski ca 4 sinnum í viku. Ég notaði Eye Serum líka alltaf reglulega. Ég fann það til að byrja með að húðin mín breyttist örlítið við þessar nýju snyrtivörunotkun og í fyrstu fannst mér eins og ég væri að byrja að glansa meira. En það voru bara fyrstu viðbrögð og ég ákvað að halda áfram að nota vörurnar þrátt fyrir það. Eftir örfáa daga sá ég það strax að ég hafði sannarlega rangt fyrir mér í þessum málum og BIOEFFECT hentaði mér alveg eins og það hentaði öllum öðrum. Síðan þá hef ég nánast aðeins notað vörur frá BIOEFFECT og ég gæti ekki verið ánægðari með húðina mína. Mig langar að segja ykkur hér hvaða vörur það eru sem eru fastar í minni rútínu:

BIOEFFECT Micellar Cleansing Water: 
Þessi vara er glæný á markaðnum og ég fagnaði komu hennar mikið. Þetta var í raun eina varan sem mig vantaði til þess að fullkomna rútínuna. Þetta er hreinsivatn sem ég nota til að þrífa af mér farðann á kvöldin með bómul. Ég notaði áður hreinsi frá Biotherm sem ég var alltaf ótrúlega ánægð með. En ég er mjög glöð að geta nú sagt að allar vörur sem ég nota á andlitið séu undir einum og sama hattinum.

BIOEFFECT Day Serum og Day Time:
Ég nota þessar vörur sem dagkrem á hverjum morgni. Ég nota Day Serum nánast alla morgna en finnst stundum gott að breyta yfir í Day Time dagkremið. Mér var svo bent á það um daginn frá fagaðila að ef að maður er sérstaklega þurr í húðinni er sniðugt að prófa að blanda kremunum saman og bera á sig. Ég hef ekki enn prófað það en það verður eflaust nauðsynlegt á köldustu dögunum í vetur.

BIOEFFECT EGF Serum:
Þetta eru droparnir vinsælu og lang mest selda varan. Ég ber þá ekki á mig á hverju kvöldi en ætla alltaf að vera duglegri við það! Það er auðvitað tilgangurinn með þeim að nota þá á hverju kvöldi á móti Day Serum á morgnanna. Ég myndi segja að ég væri að bera þá á mig ca 3-4 sinnum í viku. Stundum oftar.

BIOEFFECT Eye Serum:
Þessi vara er æðisleg og hana ber ég á mig undir augun á kvöldin, ca 4 sinnum í viku. Stundum á morgnanna líka.

BIOEFFECT Body Intensive:
Þetta ber ég á líkamann ca 2 sinnum í viku eftir sturtu. Ég bíð eftir að þessi vara komi í stærri umbúðum, þá fer ég kannski að týma að nota hana daglega! Ég er mjúk í húðinni alveg fram á næsta dag eftir að ég ber þessa vöru á mig! Ég fékk svo að heyra það í gær að þessa vöru mætti vel nota sem “after sun” í sólarlöndum! Einnig sé ég hana alveg fyrir mér á óléttar stækkandi bumbur. Ekki amalegt það!

BIOEFFECT Osa Water Mist:
Þessi vara kom nýlega á markað líkt og Cleansing Water. Ég hef haft þessa vöru í flugfreyjutöskunni síðan og gæti ekki án hennar verið. Þetta er rakasprey þar sem aðal undirstaðan er íslenskt vatn. Ég spreyja þessu framan í mig á flugum og bara hvenær sem er yfir daginn til að gefa húðinni raka.

BIOEFFECT Volcanic Exfoliator:
Þessi vara er algjör snilld en þetta er djúphreinsir sem ég nota á kvöldin. Ég nota hann ca 2 sinnum í viku á hreina húð og nudda honum vel inn í húðina eða þar til kornin eru horfin. Húðin verður tandurhrein og silkimjúk, vægast sagt!

Svo langar mig líka að nefna BIOEFFECT EGF + 2A Daily Treatment sem er vara sem kemur í tvennu lagi en er notuð saman. Þessi vara er sannkölluð bomba og inniheldur öll helstu efni til að halda húðinni unglegri og frískri. Þetta er kombó sem ég nota stundum á morgnanna, þá í stað fyrir Day Serum. Ég nota þessa vöru þegar mér finnst ég extra þurr og þurfa á einhverju kraftaverki að halda. Ég nota þetta kombó reyndar alltaf þegar ég er í vinnustoppum erlendis. Það hefur alveg óvart orðið að vana en þá fer ég í tvö löng flug á tveimur dögum og mér finnst voða gott að byrja daginn úti á að skella á mig þessari bombu. Einnig lærði ég það nýlega að þessi blanda á að koma í veg fyrir roða í húð og hentar því slíku vel. Önnur vara sem mig langar að koma að er BIOEFFECT 30 Day Treatment. Í janúar tók ég 30 Day Treatment, þá notaði ég vöruna á morgnanna og á kvöldin og ekkert annað í 30 daga með sjáanlega góðum árangri. Þetta Treatment er mælt með að nota 1 x til 2 x á ári, fer eftir ástandi húðarinnar.

_______________________________________________

Eins og ég segi að þá hafði ég því miður alls ekki hugsað vel um húðina mína fram að þessu. Ég bar lengi ekki einu sinni á mig dagkrem á morgnanna og það litla sem ég hef sett á húðina mína undanfarin ár hefur innihaldið lítinn sem engan raka eða uppbyggjandi efni. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja. Ég er líka svo ánægð með hvað húðumhirða almennt er “in” í dag. Fólk virðist áhugasamara um heilbrigði húðar heldur en förðunarvörur og því ber að fagna. Því fallegur farði nýtur sín jú töluvert betur á heilbrigðri húð. Það þurfa allir að sjálfsögðu að finna sínar vörur og ég veit að hér að ofan er ég að nefna nánast alla línuna. Þær eru eins og ég nefni misjafnlega fastar í minni daglegu rútínu.
Fyrir alla til að byrja með, myndi ég mæla með combo-inu Day Serum á morgnanna og EGF Serum á kvöldin. Sú blanda gerir kraftaverk! Einnig mæli ég með því, sem mér var eitt sinn bent á, að alltaf á morgnanna eftir að ég er búin að bera á mig dagkrem, þá er mikilvægt að bíða í ca 10 mínútur til að leyfa kremunum að gera sitt áður en við berum svo farða eða annað slíkt á andlitið.

Svo finnst mér einnig vert að nefna að Teitur Páll, kærastinn minn er gjörsamlega húkkt á þessum vörum líka. Spurning hver kom þeirri bakteríu fyrir í honum? Haha.. En mig langaði að minnast á að þessar vörur eru allar uni-sex og því alveg jafn mikilvægar fyrir karlmenn. Þær vörur sem Teitur notar eru: Day Serum, EGF Serum og Volcanic Exfoliator. Svo stelst hann oft í Water Mist og Eye Serum hjá mér líka. Hann elskar þessar vörur og mælir mikið með og hann talar sérstaklega um hvað honum hefur alltaf liðið frísklega í húðinni síðan hann byrjaði að nota BIOEFFECT.

Fljótlega í september ætla ég svo að hafa gjafaleik í samstarfi við BIOEFFECT á Íslandi og gefa einum karlmanni og einum kvenmanni afar veglegan pakka frá BIOEFFECT. Fylgist vel með hér og á Instagraminu mínu; fanneyingvars.

Þangað til næst,

xxx Fanney

PODCAST HJÁ HELGA

Fyrir nokkrum vikum settist ég í settið hjá honum Helga okkar Ómarssyni. Tilgangurinn var að gera podcast fyrir podcast þættina hans vinsælu, Helgaspjallið. Við eigum nú ekki í erfiðleikum með að spjalla saman svo þetta var eins þægilegt og það gerist. Ég ræddi m.a. í einlægni um Ungfrú Ísland ferlið og það sem kom í kjölfarið af því, meðgönguna, fæðinguna, móðurhlutverkið og bara almennt um lífið sjálft.

Fyrir áhugasama getið þið hlustað á þáttinn HÉR. Annars er líka hægt að finna podcastið undir “Helgaspjallið” í Podcast appinu i símanum hjá flestum – sniðugt í eyrun í ræktinni á morgun. ;)

Takk fyrir að hafa mig elsku besti Helgi!

Þangað til næst,

xx Fanney

HELGIN

Ég fór í stórskemmtilegt afmæli til vinkonu sem er mér afar kær um helgina. Ég dressaði mig upp fyrir tilefnið, þá sjaldan sem maður fær tækifæri til að vera álíka fínn! Leðurpils, berleggja og hælar – greinilega öllu tjaldað. ;)
Annars voru veitingar, afmælisbarn og félagsskapur upp á 10 þetta kvöld! Takk fyrir mig elsku Alexandra!


Ég gróf upp dress úr fataskápnum sem hefur legið þar ansi lengi en þetta var útkoman:
Bolur: H&M
Pils: Asos
Skór: Zara
Skart: Sign Jewelry

Fyrr um daginn fórum við í 90 ára afmæli hjá langömmu Kolbrúnar Önnu. Ég tók myndir af dóttur minni eftir veisluna og mig langaði að deila þeim með ykkur, mér fannst þær bara svo ofur krúttlegar af þessari litlu dásemd sem ég á.


Kolbrún Anna klæddist samfesting, sokkabuxum og var með slaufu úr Petit. Skóna fékk hún frá ömmu sinni en þeir eru úr Fló&Fransí. <3

Þar til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

DRESS


Kjóll: Weekday
Jakki: Monki
Taska: Blanche / Húrra Rvk
Skór: Adidas Originals / Húrra Rvk
Sólgleraugu: Dior

Spurning hvort að íslenska veðrið bjóði upp á dress af þessu tagi aftur þetta “sumarið”? Vonandi!

xx Fanney