fbpx

SÍÐUSTU DAGAR

ÁRAMÓTBRÚÐKAUPHEIMILIÐHELGINJÓLINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Hin klassíska “síðustu dagar” færsla í boði fröken Fanneyjar. Ég átti að vísu hálf erfitt með að hafa þessa fyrirsögn í þetta skiptið þar sem færslan er aðalega að sýna frá atburðum sem gerðust á síðasta ári! “Í fyrra”, haha. Þetta er alltaf jafn skrítið svona stuttu eftir áramót að venjast því að segja “í fyrra”.. eitthvað sem að gerðist jafnvel fyrir nokkrum dögum! Allavega þá er langt liðið á janúar sem er alveg jafn skrítið! Tíminn flýgur og ég hef aldrei verið jafn meðvituð um það og nú. Mér finnst það eiginlega hálf óhugnalegt hvað tíminn líður hratt! En hvað um það…

Mig langaði að sýna frá því í máli og myndum sem staðið hefur upp úr hjá mér síðastliðna tvo mánuðina. Dress, heimilið, dóttir mín, jól og áramót og fleira, allt í bland.   Við fórum í stórkostlegt brúðkaup til okkar bestu vina, Eddu og Jóns Hauks þann 16. nóvember. Alltaf jafn dásamlegt að fagna ástinni með sínu nánasta fólki. Þvílíkt partý! <3
Kjóllinn minn er frá Samsoe Samsoe úr Galleri 17.
 Þessar síðustu þrjár myndir tók hin flinka Hildur Erla. Takk elsku brúðhjón enn og aftur fyrir gjörsamlega geggjaða skemmtun. <3    Jólahlaðborð með mínum manni.
Kjóll og skór: Zara
Skart: my letra  Við létum okkur ekki vanta í útgáfupartý hjá snillingunum Frikka og Indíönu. Þvílíkir rithöfundar!   Einn fallegur dagur úti á sleða í desember. 
Blazer: Herradeild Zöru
Buxur: gamlar frá 5units / Galleri 17
Skór: Zara
Bolur: gamall frá Samsoe / herradeild Galleri 17
Belti: Galleri 17    Afar lánsöm með mitt lið <3  Gullmolinn minn. Desember stroll   Aðfangadagur <3  Jóladagur með minni konu <3   Rauðar varir við svartan topp frá Blance sem ég keypti í Húrra Reykjavík fyrir jólin. Ég klæddist þessu kombói þegar við fórum með vinahópnum mínum ásamt mökum út að borða á Fjallkonuna 30. des. Dásamlegur matur og enn betri félagsskapur.    Fjölskyldan mætt í áramótapartý <3 myndatökur gengu misvel haha.
Bolur og kjóll: Galleri 17
Skór: Zara   Mæðgur <3 Söknuðum dönsku, stóru systur minnar. <3  “Thank god for 66 North”. Ég hef búið í þessari úlpu það sem af er ári enda hefur veðrið verið lítið spennandi því miður.   Eins mikið og ég elska að skreyta allt með greni um jólin, elska ég jafn mikið að skipta því út eftir jólin. Ég er algjört jólabarn og elska að skreyta og undirbúa jólin – en mér þótti það afar notalegt að taka niður jólin og koma heimilinu í sitt gamla far.   Elsku litla dásemdin mín í sparikjól frá ömmu sinni, úr Petit Síður fake fur keyptur á janúar útsölunni í Zöru – afar ánægð með þessi kaup!   Veðurguðirnir splæstu í einn dásemdardag hérna á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn síðasta. Hann var vel nýttur í útiveru með fólkinu mínu. 
Þessi dúllumynd fær að slá botninn í þessa löngu færslu. <3

Jæja – ég ætla hér með að tileinka mér það að blogga oftar, og styttra hverju sinni! Sjáumst því aftur hér afar fljótt. Hafið það gott þangað til kæru vinir

PS. ÁFRAM ÍSLAND!

Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars

DRESS

HEIMILIÐHELGINMY LETRANEW INOUTFITSAMSTARF

Ég birti mynd á föstudagskvöldið á Instagram og mér bárust fyrirspurnir úr öllum áttum í kjölfarið. Mér fannst því tilvalið að skella í eina lauflétta og klassíska dress-færslu! Tilefnið var árleg þrettándagleði með frábæra vinkonuhópnum mínum og mökum.  Toppur: ZARA
Buxur: ZARA
Skór: ZARA
Skart: my letra 

Mér finnst eiginlega hálf hlægilegt að vera óvart klædd í flíkur úr Zöru frá toppi til táar. Toppinn keypti ég í USA síðastliðið haust/vetur – en rakst á hann hangandi á slá í Zöru í Smáralind í síðustu viku(!), þar sem ég keypti mér einmitt þessar buxur á útsölu á 2.400 krónur. Ég elska sniðið á þeim og rennilása detail-in neðst á skálmunum. Ég hef varla farið úr þeim. Skórnir eru sem fyrr segir, einnig úr Zöru en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þið ykkar sem fylgið mér á Instagram hafið oft séð þá bregða þar fyrir undanfarna mánuði og mörg verið forvitin að vita hvaðan þeir eru.

Þó að fyrirspurnirnar hafi lang flestar verið dress-tengdar þá svaraði ég líka þó nokkrum heimilistengdum spurningum sem mig langar einnig að svara hér. Gólfmottan fyrir aftan mig er bambus silki motta frá versluninni Seimei í Síðumúla. Hún er algjörlega í uppáhaldi hjá mér og setur punktinn yfir i-ið í stofunni að mínu mati. Allar gardínurnar okkar í íbúðinni eru svo frá Álnabæ og við erum með Voal í off white. Þær gera allt fyrir íbúðina – ég gæti ekki verið ánægðari með hvoru tveggja.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

FYRSTU JÓLIN HEIMA

HEIMILIÐHILDUR YEOMANINNBLÁSTURJÓLINLÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Gleðilega hátíð kæru lesendur! Ég er aðeins of sein þar sem jólin voru jú formlega kvödd í gær á þrettánda degi jóla. Þetta er fyrsta færslan mín á þessu nýja og glæsilega ári, 2020 og því vil ég byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs! Ég vona innilega að þið hafið notið hátíðanna eins vel og kostur er með ykkar fólki. Það gerði ég svo sannarlega. Ég er mikið jólabarn og finnst ofboðslega skemmtilegt að undirbúa jólin í rólegheitum. Það er ekki eins gaman þegar jólin eru farin að snúast upp í stress því jólin koma alltaf sama hvað, það er alltaf gott að minna sig á það. Þó að maður sé ekki með allt tilbúið þá er það bara svoleiðis og óþarfi að stressa sig á því. Við höfum öll mis mikinn tíma og desember er mánuður sem líður hjá á ljóshraða og úr nægu að snúast fyrir jólin. Með vinnu og öllu er eflaust stundum ógerlegt að komast yfir öll verkefnin sem maður er búin/n að setja sér og því mikilvægt að stilla hugann þannig að það sé bara allt í góðu þó að það klárist ekki allt í tæka tíð.

Ég hafði aðeins meiri tíma en vanalega þessi jólin og naut þess í botn að geta dúllað mér við jólaundirbúninginn. Ég var örlítið peppaðri í ár sökum þess að fyrir rúmu ári, eða nánar tiltekið, 1.desember 2018 fengum við nýju íbúðina okkar afhenta. Ég sá það fyrir mér þá að eiga notalegan jólatíma á nýja heimilinu en allt kom fyrir ekki. Hér var ekki tekið upp eitt einasta skraut þau jólin, kassar úti um allt og við í miklum framkvæmdum. Jólabarninu mér þótti það afar erfitt og að öllu leiti mjög skringilegt! Ég var því spennt að geta undirbúið jólin núna og sérstaklega þar sem við ákváðum það í desember að halda í fyrsta skipti upp á jólin heima. Við buðum fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum til okkar á aðfangadagskvöld sem var stórkostlegt og gekk vonum framar. Ég fann mér algjörlega nýtt áhugasvið en ó hvað mér þótti gaman að leggja á borð og gera borðið fínt. Ég fékk ótrúlega góðar undirtektir þegar ég birti myndir af borðhaldi á Instagram og ég ákvað strax að mig langaði að deila myndunum með ykkur hér. Gaman að geta gefið hugmyndir fyrir þá sem áhuga hafa.

Allt matarstellið okkar er frá Bitz living en við höfum safnað okkur í það stell undanfarin ár. Lúkkið höfðar ótrúlega til mín og úrvalið er svo mikið. Mér finnst gylltu hnífapörin frá Bitz svo falleg með, punkturinn yfir i-ið að mínu mati. Bitz er eflaust orðið flestum kunnugt en merkið er m.a. fáanlegt í Bast, Húsgagnahöllinni og Snúrunni. Borðdúkinn, diskamotturnar, könglaseríuna og svörtu jólakertin fékk ég að gjöf frá Bast í Kringlunni. Svo ótrúlega fallegt en ég keypti greni í Garðheimum og lagði seríuna með könglunum yfir. Gylltu stjörnurnar sem ég keypti í Módern og svörtu kertin raðaði ég svo með. Svo þegar maturinn fór á borðið þá færði ég allt saman yfir á skenkinn okkar undir sjónvarpinu þar sem það naut sín svo fallega þar til jólin voru tekin niður núna eftir áramótin. Ég keypti þessi steingráu vatnsglös fyrir jólin en ég er ótrúlega hrifin af þeim! Þau eru frá merki sem heitir Libbey og fæst í Bast. Þau eru á mjög góðu verði, ótrúlega falleg og í þokkabót er glerið í þeim tvöfalt og því erfiðara að brjóta þau. Ég verð líka að segja ykkur betur frá borðdúknum en ég nefndi hér fyrir ofan að ég hafi fengið hann að gjöf frá Bast. Dúkurinn er frá danska merkinu Södahl en hann er stamur undir svo hann helst alveg kyrr á borðinu, tilvalið fyrir matarboð með börnum sem geta þá ekki togað í dúkinn! Ég var yfir mig hrifin og hann reyndist okkur stórkostlega hér yfir hátíðarnar. Dúkurinn var klipptur fyrir mig eftir stærð borðsins en úrvalið af dúkum sem þessum er ótrúlega mikið í Bast – ég mæli með að kíkja á þetta! Tau servíetturnar eru svo frá Seimei, mér finnst þær alveg setja punktinn yfir i-ið á borðinu. Ég var ótrúlega ánægð með borðið þó ég segi sjálf frá og skemmti mér stórkostlega við að dúlla mér við að gera það huggulegt.    Fallegi jólakjóllinn minn er úr smiðju Hildar Yeoman.

Meiriháttar aðfangadagur með mínu fólki. Hátíðarnar minna mig alltaf á að vera þakklát fyrir allt mitt. Þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini, þakklát fyrir að vera hamingjusöm og þakklát fyrir góða heilsu – þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf það sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi.

Ég vona að þið hafið haft það sem allra best kæru vinir <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

ÁRAMÓTADRESS FRÁ HILDI YEOMAN

ÁRAMÓTHILDUR YEOMANJÓLINOUTFITSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við verslunina Yeoman á Skólavörðustíg.

Gleðilega hátíð kæru lesendur! Ég hef aðeins leyft blogginu að sitja á hakanum yfir hátíðarnar en hlakka til að koma tvíefld til baka og segja ykkur betur frá hvað daga mína hefur drifið undanfarið! Ég hef frá nægu að segja svo ég borga þetta upp strax á nýju ári. ;) Nú er ég hinsvegar komin til að tala um áramótadress en íslenska fatamerkið Hildur Yeoman hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér! Ég hef nokkrum sinnum áður farið í “samstarfs-heimsókn” í verslunina Yeoman á Skólavörðustíg þar sem merkið er fáanlegt, og birt myndir hér á blogginu. Núna strax eftir jólin kíkti ég þangað í þeim tilgangi að skoða áramótadress. Ég var sem fyrr alls ekki svikin af úrvalinu og satt best að segja hefur að mínu mati úrvalið sjaldan verið jafn fallegt og nú! Kjólarnir frá Hildi eru jafn misjafnir og þeir eru margir og þar er eitthvað fyrir alla! Printin á kjólunum eru líka svo sérlega falleg þetta season og nóg af glimmeri og glamúr fyrir áramótin sem að framundan eru. Sem fyrr þá komst ég auðvitað alls ekki yfir að máta allt sem mig langaði til að máta og hvet ég ykkur því að gera ykkur ferð á Skólavörðustíginn því sjón er sögu ríkari. Öll fallegu sniðin og öll fallegu printin!

 “The Glamour dress” – kjóll sem ég féll strax fyrir um leið og í hann var komið. Það er að vísu alltaf mín upplifun með kjólana frá Hildi Yeoman – þeir eru fallegir á slánni, en þeir verða allir svo miklu flottari þegar þeir eru komnir á. Ég átti ansi erfitt með að velja minn uppáhalds og hefði auðveldlega geta stolið þeim öllum!    “The Divine dress“. Þessi kjóll átti eiginlega vinninginn að mínu mati. Kannski ekki sá áramótalegasti af þeim en hann er hægt að leika sér með á marga vegu og auðveldlega hægt að klæða upp og niður. Mikið notagildi í mínum augum sem að heillar mig auðvitað sérstaklega.  Kjólnum fylgir band sem hægt er að binda á marga vegu svo að kjóllinn fái að njóta sín eins vel og hentar hverjum og einum. Ég mæli með að biðja skvísurnar í versluninni um að sýna ykkur möguleikana en þeir eru fleiri en mann grunar. Æðislegur kjóll sem er að sjálfsögðu til í fleiri fallegum printum.   Glænýtt snið úr smiðju Hildar Yeoman sem hitti beint í mark hjá undirritaðri. Mér finnst detailin stórkostleg og ermarnar meiriháttar! Þessi er fullkominn áramótakjóll ef þú spyrð mig!   “The Royal dress“. Nýtt og einstaklega fallegt snið, algjör skvísukjóll með fallegum púff-erma detail.   “The Party dress“. Nafnið á þessum kjól finnst mér afar viðeigandi en ó hvað ég kolféll fyrir þessum! Sannkölluð áramótaveisla. Hann er ótrúlega þægilegur í þokkabót – eins og þeir allir reyndar! Fullkominn!   Taaalandi um new years eve!! Hversu tryllt sett! Buxur + bolur sem hægt er að nota saman og í sitthvoru lagi. Elska þetta lúkk. Þetta dress er einnig til í “White Raven” prenti sem er eitt af ólýsanlega mörgum fallegum nýjum prentum þetta season! Jólakjóllinn minn í ár var t.d. hinn vinsæli rúllukragakjóll frá Hildi Yeoman í “White Raven” prentinu. Ótrúlega fallegur! 

Eins og ég segi alltaf að þá er eitthvað fyrir alla í Yeoman og úrvalið fyrir áramótin stórkostlegt! Núna eru tveir dagar til áramóta svo nægur tími til að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og skoða úvalið. Á morgun er klassískur opnunartími, frá 11 – 18 og á gamlársdag er opið frá 11 – 14. Ég mæli með!

Fyrir áhugasama er hægt að skoða frekara úrval HÉR.

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

KER RVK

HEIMILIÐINNBLÁSTURJÓLAGJAFAHUGMYNDIRJÓLINNEW INSAMSTARF

Ég fór í meiriháttar heimsókn á verkstæði KER í Mávahlíðinni í síðustu viku. Guðbjörg Káradóttir er leirkerasmiður og mótar hún alla gripi Ker í höndunum á rennibekk. Ég er svo yfir mig hrifin af verkunum hennar. Ég fór til hennar á eigin vegum en að lokinni heimsókn fékk ég fallegar vörur að gjöf frá Guðbjörgu. Mig langaði að eignast fallegu keramik jólatréin frá Ker, jólatré sem prýða ansi mörg heimili landsmanna og er að mínu mati eitt fallegasta jólaskrautið. Þrátt fyrir að ég sé mjög mikið jólabarn er ég alls ekki mikið fyrir æpandi jólaskraut. Mér finnst guðdómlegt að gera heimilið mitt jólalegt fyrir jólin en stílhreint og klassískt skraut heillar mig meira og því kölluðu jólatréin frá Ker á mig! Ég hinsvegar kom auga á svo margt annað fallegt sem ég þekkti ekki jafn vel áður – kaffibollarnir, vasarnir, skálarnar og kertastjakarnir hittu beint í mark hjá mér og þykir mér vöruúrvalið hjá Ker alveg sérlega hnitmiðað og “spot on”. Hver vara fallegri! Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð, sérstaklega núna fyrir jólin og kíkið á vinnustofu Guðbjargar. Ég var ótrúlega heilluð!

 Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á verkstæði Guðbjargar í Mávahlíðinni – en verkstæðið er einnig heimilisleg og falleg verslun þar sem hún býður viðskiptavini daglega velkomna. Ég mæli því með að kíkja á hana – til að kynna sér opnunartíma mæli ég með að kíkja á Instagram síðu Ker undir: kerrvk.is – Þessar dásamlegu vörur eru annars einnig til sölu hjá snillingunum í Hafstore.   Cappuccino bollarnir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur hér heima og hafa mikið verið notaðir!   Ég er svooo ánægð með þessi fallegu jólatré. Ég fékk mér þau líka hvít.  Jólatré og kertastjakar sem hægt er að nota bæði saman og í sitthvoru lagi.  Teitur færði mér þennan bolla hér í þessum töluðu – espresso bolli í þessum fallega lit! Tilvalin jólagjöf?

Ég mæli með!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HUGMYNDIR AF JÓLADRESSUM

INNBLÁSTURJÓLAGJAFAHUGMYNDIRJÓLINOUTFITSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við NTC/Galleri 17

Ég fór í hádeginu í dag í samstarfi við NTC í heimsókn í verslun Galleri 17 í Kringlunni til að kíkja á fatnað og/eða gjafir sem að mér þóttu tilvalin fyrir hátíðarnar sem að framundan eru. Það er stundum svolítið gott ef að mikið er að gera hjá manni að geta verið “mataður” með upplýsingum sem þessum í gegnum samfélagsmiðla heima í sófanum – sjá mögulega eitthvað sem manni lýst á sem sparar manni tímann sem fer í að leita. Þannig lít ég á þessar heimsóknir mínar sem ég vinn stundum með verslunum. Gott að geta gefið hugmyndir og sýnt úrvalið í verslunum. Ég var allavega alls ekki svikin eftir heimsókn mína í Galleri 17 í dag – mér þótti jólakjóla úrvalið afar mikið og komst ég alls ekki yfir það að máta allt sem að mér leyst á. Nóg í boði af fallegum fatnaði fyrir hátíðarnar og að sjálfsögðu fullt af vörum sem tilvaldar eru í jólapakkann. Ég mátaði fullt af dressum sem mér fannst standa upp úr (þó þau hefðu auðveldlega geta verið fleiri) og langaði mig að deila þeim með ykkur hér.   Fallegur og hátíðlegur kjóll frá Nakd – hann er síður líkt og þið sjáið á seinni myndunum en það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel það kom út að toga hann aðeins ofar. Hægt að nota á báða vegu!   Ótrúlega fallegur og virkilega þægilegur (sem skiptir öllu máli), kjóll einnig frá Nakd. Öll púff-erma detail virðast kalla á mig! Þið munið taka eftir því á næstu myndum haha.  Samsoe Samsoe finnst mér vera að koma sterkir inn þetta season! Margt fallegt úr þeirra smiðju!   Old school og flottur kjóll frá Envii. Það er annað skemmtilegt merki að mínu mati sem ég mæli með að þið kynnið ykkur.   Taaalandi um PÚFF! Þessi finnst mér æði – einnig frá Nakd.    Áramótakjóllinn er fundinn – skvísukjóll frá Minimum sem er tilvalinn fyrir hin ýmsu hátíðartilefni! Ég sé hellings notagildi í þessum kjól.   Ég myndi t.d. eflaust nota hann svona. Í gegnsæum bol frá Moss Reykjavik undir sem að dressar hann örlítið niður en engu að síður alveg jafn hátíðlegur. Ég sé þetta dress meira að segja alveg fyrir mér við buxur og boots!  Þessi græni Samsoe samfestingur kallar á jólin!   Vægast sagt nóg úrval af skvísutoppum sem þessum að finna í Galleri 17.   Meiriháttar dragt frá Samsoe Samsoe með fallegum detail-um. Það sem er svo skemmtilegt við dragtir er hversu auðvelt er að klæða þær upp og niður, sem og nota jafnt saman eða í sitthvoru lagi. Þessi dragt væri t.d. virkilega flott yfir hátíðarnar ef að skipt væri yfir í pallíettu topp eða annan fínni topp innan undir.   Komin í fake fur yfir.     Ég fell auðveldlega fyrir klassískum og þægilegum bolum sem hægt er að girða ofan í buxur eða pils. Hér er einn sem hitti beint í mark hjá undirritaðri. Endalaust notagildi í mínum augum! Einnig frá Samsoe.   Annar sem fellur undir sama hatt að mínu mati – frá Envii.  Falleg skyrta – nóg úrval af mismunandi skyrtum!   Þessi úlpa var ekki lengi að kalla á mig. Ég hef lengi haft augun opin fyrir styttri úlpu – ég á nokkrar síðar (sem ég elska!), en mér hefur stundum langað að geta klætt mig í styttri úlpu. Þessi tikkaði í öll boxin. Hlý og falleg, frá Samsoe Samsoe. Tilvalin jólagjöf ef þú spyrð mig!  Ég rakst á nokkur eintök af leðurbuxunum úr fatalínunni minni, Moss x Fanney Ingvars. Mín uppáhalds flík sem sló heldur betur í gegn og ég fæ reglulega fyrirspurnir um. Geggjuð jólagjöf þó ég segi sjálf frá ;)

 Nokkrar fleiri hugmyndir í jólapakkann úr herradeildinni.

Ég komst alls ekki yfir að máta allt sem mér leyst á. Ég mæli því eindregið með að gera sér ferð í verslanir Galleri 17 í Kringlunni eða Smáralind og skoða úrvalið – sjón er sögu ríkari.

Þangað til næst,

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BOSTON

FERÐALÖGJÓLINOUTFIT

Við Teitur fórum í afar notalegt jólastopp til Boston fyrir skömmu. Boston er alltaf ein af mínum uppáhalds borgum í USA. Mér finnst hún sérstaklega notaleg, allt til alls og einhvern veginn ekki þetta “caos” sem er að finna í öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Borgin er því afar ólík flestum öðrum en oft er talað um að Boston sé “Evrópu” borg Bandaríkjanna.

 Kærustupar á leið á deit!  Ég er algjör útsýnis”perri”, en mér finnst fátt skemmtilegra en að sitja með góðan drykk og geta notið útsýnis í góðum félagsskap. Prudential Tower í Boston er skemmtilegur viðkomustaður fyrir slíkt. Lolita er ótrúlega skemmtilegur mexíkanskur veitingastaður. Mikil upplifun að fara þangað og afar ljúffengur matur!  Ef þú átt leið til Boston fyrir jólin þá máttu sannarlega ekki sleppa því að koma við á Lenox hotel sem er staðsett á Boylston Street! Þar færðu jólin beint í æð! Ég hef komið þangað þó nokkuð oft fyrir jólin og það er alltaf eins og að ganga inn í jólaland!   Úlpa: Brimhólar / 66 Norður
Skór: Ozweego / Adidas Originals
Hattur: Galleri 17

Þangað til næst!

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

Ps! Ég er með meiriháttar gjafaleik í gangi á Instagraminu mínu í samstarfi við my letra. Þrjár af vinsælustu og jafnframt mínum uppáhalds vörum úr línunni minni, my letra by Fanney Ingvars, sem kom út í sumar, snúa aftur fyrir jólin! Þessar vörur kláruðust á örfáum sólarhringum og hefur eftirspurnin verið mikil síðan þá. Við ákváðum að svara kallinu og fá þessar þrjár vörur aftur inn fyrir jólin. Þið getið lesið allt um málið og meira til, getið unnið þessar vörur á Instagraminu mínu. Ég dreg út í kvöld svo nú fer hver að verða síðastur! <3 Smellið á linkinn hér að ofan til að taka þátt! <3

OUTFIT

OUTFIT

Fallegur dagur í Reykjavík í vikunni …. 
Pels: Minimum / Galleri 17
Kjóll: &Other Stories
Buxur: H&M
Skór: Grenson / Geysir
Taska: Gucci 

Annars segi ég bara gleðilegan föstudag og góða helgi! Í næstu viku verður kominn desember – hversu dásamlegt!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

WISHLIST FRÁ PENNANUM / KONUKVÖLD PENNANS

HÚSGÖGNJÓLAGJAFAHUGMYNDIRÓSKALISTINNSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pennann Eymundsson.

Góða kvöldið kæru lesendur! Á hverju ári heldur Penninn Eymundsson stórglæsilegt konukvöld við frábærar undirtektir hverju sinni. Þetta er viðburður sem slær alltaf í gegn og verður stærri með hverju árinu sem líður. Að þessu sinni verður það haldið fimmtudaginn 28. nóvember næst komandi, frá kl. 17:00 – 20:00 í sýningarsal Pennans, sem er til húsa í Skeifunni 10. Það verður sem fyrr, frábær dagskrá, ljúffengar veitingar, spennandi vörukynningar, veglegt og glæsilegt happdrætti og svo að sjálfsögðu frábær tilboð á öllu mögulegu – frá jólapappír til húsgagna!

Happdrættið hefur slegið í gegn en á hálftíma fresti verður heppinn gestur dreginn úr pottinum og hlýtur hann glæsilegan vinning. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en þeir eru nákvæmlega þessir:
Kl. 18:00 – Eames House Bird
Kl. 18:30 – Eames Hang It All fatahengi
Kl. 19:00 – Hnattlíkan með ljósi
Kl. 19:30 – Eames DSR stóll

Öllum vinningum fylgir svo bók Auðar Jónsdóttur, Tilfinningabyltingin. Það er til mikils að vinna og það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt, er að mæta!

Eins verður fjöldi frábæra tilboða – til dæmis á Eames stólunum vinsælu, Eames house bird fuglum, skrifborðsstólum, sófum og ýmsum öðrum húsgögnum, fleiru og fleiru.

Dagskráin er svo ekki af verri endanum, en hún er eftirfarandi:
– Auður Jónsdóttir verður á staðnum og mun rita nýju bókina sína
– Hvítvínskonan kíkir í heimsókn og kítlar hláturtaugarnar
– Penninn Eymundsson býður veislugestum upp á ljúffengar veitingar
– Konfekt kynning

Í tilefni af konukvöldi Pennans setti ég saman smá ‘óskalista’, allt með vörum sem fáanlegar eru í Pennanum. 
1. Eames DSW stóllinn / DSW stóllinn er hluti af stólalínu sem hönnuð var af hjónunum Ray og Charles Eames árið 1950. Hann er til í mörgum mismunandi litum – við eigum 5 stykki af þessum stólum í eldhúsinu okkar og væri ekki slæmt að eignast þann 6.
2. Uten Silo vegghirsla / Uten Silo er fjölnota vegghirsla hönnuð árið 1969 af Dorothee Becker. Hirslan er úr plasti og fæst í 2 stærðum og 3 litum. Mér finnst þetta skemmtileg lausn t.d. inn í tölvuherbergi eða barnaherbergi.
3. Borð frá Pedrali / Þetta þykir mér sérlega fallegt borð sem hentar jafnt úti sem inni. Gyllti fóturinn gerir mikið fyrir mig og sé ég borðið vel fyrir mér á hinum ýmsu stöðum á heimilinu mínu. T.d. sem hliðarborð hjá sófanum undir fallegri plöntu.
4. High Tray / Jasper Morrisson hannaði High Tray út frá hinum vinsæla Rotary Tray. High Tray er úr lituðu harðplasti og fæst í 7 litum. Þetta er falleg vara sem að kæmi sér vel á lang flestum heimilum í hvaða rými sem er. Frá stofu og inn í barnaherbergi.
5. Kinnarps skrifstofustóll / Ég ákvað að setja einn skrifstofustól með á listann en fyrir alla þá sem vinna mikið við tölvu heima fyrir og eiga jafnvel tölvuherbergi, er afar nauðsynlegt að láta fara vel um sig á meðan þeirri vinnu stendur. Þessi skrifstofustóll tikkar í öll box hvað þægindi varðar.
6. Eames house bird / Vinsælu fuglarnir frá Eames eru hin fullkomna gjafavara. Þessi hnotu-litaði yrði fyrir valinu hjá mér en hann er einnig fáanlegur í svörtu og hvítu. Flott punt í hvaða rými sem er!
7. Eames Hang it all snagi / Hang it all fatahengið er klassísk hönnun Eames hjónanna frá árinu 1953. Hengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að “hengja allt upp”. Hengið fæst í mörgum litum, m.a. marglitað sem er skemmtilegt inn í barnaherbergi. Við eigum þetta hengi hér heima, svart með viðarkúlum úr hnotu og prýðir það forstofuna okkar. Afar ánægð með það!
8. Eames RAR ruggustóllinn / RAR ruggustóllinn er einnig hluti af stólalínunni sem hjónin Ray og Charles Eames hönnuðu árið 1950. Ruggustóllinn er fallegur í hvaða rými sem er að mínu mati. Við eigum einn sem að við notum ýmist í stofunni eða inn í svefnherbergi. Ég notaði hann mikið í brjóstagjöfinni með dóttur minni, hann kom sér afar vel þá! Skelin á stólnum fæst í 14 litum, hvorki meira né minna.

Ég mæli með að gera sér glaðan dag með góðu fólki, flottum tilboðum og ljúffengum veitingum, fimmtudaginn 28. nóvember. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að missa af og hlakka til að sjá ykkur þar!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BARNALOPPAN / BÁS 204

BARNALOPPANFATASALASMÁFÓLKIÐ

Hæ kæru vinir! Föstudagur í dag sem er alltaf jafn dásamleg tilfinning. Mig langaði að segja ykkur frá því að ég er með bás í Barnaloppunni þessa dagana. Ég hef aldrei selt föt af dóttur minni áður en lengi verið á leiðinni og fannst mér Barnaloppan tilvalin til þess. Ég er sumsé að selja þar í fyrsta sinn, þrátt fyrir að hafa fengið smjörþefinn af því hvernig þetta gengur fyrir sig þegar ég seldi af sjálfri mér spjarirnar í Extra Loppunni í sumar. Eigendurnir eru þeir sömu og virkar þetta því nákvæmlega eins, sem er afar einfalt og þægilegt. Ég fór í gegnum alla kassa og var ótrúlega góð tilfinning að geta losað svo mikið um, þó að það sé alltaf erfitt! Mér finnst eiginlega erfiðara að láta frá mér flíkur af dóttur minni en af sjálfri mér. Það er þó nauðsynlegt að sikta út og frábært að geta gefið jafn flottum flíkum nýtt líf! Ég hef því verið að selja stærðir frá allra minnstu, þ.e. 50/56 og upp í 98 og allt þar á milli. Ég var að fylla á seinasta stóra hollið í dag og því verða eflaust nóg af gersemum að finna á básnum mínum, sem er númer 204, í Barnaloppunni um helgina. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Básinn er út þriðjudaginn n.k. svo sölunni fer senn að ljúka. Mig langar að setja inn myndir af því sem er/hefur verið á básnum, í von um að einhverjum hér lítist á og langi að endurnýta þennan fallega fatnað.

Ég mæli eindregið með því að gera sér ferð í Barnaloppuna og skoða úrvalið. Básinn minn er sem fyrr, númer 204 fyrir áhugasama! <3 

Eigið dásamlega helgi!

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars