Fanney Ingvars

DRESS


Kjóll: Weekday
Jakki: Monki
Taska: Blanche / Húrra Rvk
Skór: Adidas Originals / Húrra Rvk
Sólgleraugu: Dior

Spurning hvort að íslenska veðrið bjóði upp á dress af þessu tagi aftur þetta “sumarið”? Vonandi!

xx Fanney

VERSLUNARMANNAHELGIN MÍN

Mig langar að byrja á að segja gleðilegt GayPride kæru Íslendingar! Ég vona að við fögnum fjölbreytileikanum jafn mikið í dag og alla aðra daga! Ást er nefnilega svo stórskemmtilegt fyrirbæri, sama í hvaða mynd hún er! <3

Ég átti vægast sagt meiriháttar verslunarmannahelgi, eða verslunarmannaviku eins og það var í mínu tilfelli. Yndislega stóra systir mín sem er búsett í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni voru öll hér í fríi og nýttum við það vel og skemmtilega. Á mánudaginn fyrir verslunarmannahelgi fórum við fjölskyldan, þ.e. foreldrar mínir, systur mínar, makar og börn í sumarbústað hjá tengdaforeldrum mínum í Úthlíð. Þar áttum við afar notalegar stundir saman fram á miðvikudagskvöld. Dásamleg samvera og enn betra að hafa danska fólkið mitt með!

Á föstudeginum brunuðum við svo upp í Borgarfjörð þar sem við eyddum Verslunarmannahelginni með vinum okkar í sumarbústað! Við vorum 5 pör ásamt börnum og skemmtum við okkur konunglega. Við lifum öll enn á þeirri helgi, svo gaman var það! Við fengum dásamlegt veður en sólin skein á okkur nánast allan tímann, borðuðum góðan mat, drykki og sungum og spiluðum fram á nótt! Við komum svo heim á sunnudeginum en þá átti Inga Rún, stóra systir mín 35 ára afmæli, hvorki meira né minna. Því var haldið beinustu leið í Garðabæinn í meiriháttar afmælisdinner! Sunnudagskvöldið endaði svo óvænt í drykkjum með vinum okkar niðri í bæ!


Fjölskyldan skálar fyrir afmælisbarninu í miðjunni 5. ágúst! Við söknuðum Önnu Guðnýjar litlu systur og Sölva sem voru í Brussel!

Til að slá botninn í þessa mögnuðu helgi var svo haldin afmælisveisla fyrir systur mína á mánudeginum. Það var meiriháttar veður svo úr varð stórskemmtilegt garðpartý með stórfjölskyldunni! Til hamingju með daginn elsku systir mín. Þú ert frábær!

Takk allir sem komu að þessari dásamlegu helgi og fyrir að gera hana svona skemmtilega! Vá hvað við erum heppin með fólkið í kringum okkur! Vonandi var ykkar verslunarmannahelgi jafn skemmtileg!

Þangað til næst,

xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HEIMSÓKN Í YEOMAN

Ég held að við könnumst nú lang flestar við íslensku hönnunina Hildur Yeoman. Fatamerkið er klárlega eitt af mínum uppáhalds íslensku merkjum og er það að finna í ofsalega notalegri verslun sem ber heitið Yeoman og er staðsett á Skólavörðustíg 22B. Ég kíki alltaf reglulega við og fylgist með hvað er nýtt hverju sinni. Um þessar mundir eru stelpurnar að taka upp fullt af nýjum vörum en ásamt því að finna guðdómlega hönnun frá Hildi Yeoman eru þar einnig fallegir skartgripir, skór frá Kalda og Miista og önnur fatamerki eins og t.d. Style Mafia og Love Stories sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég kíkti við í morgun og myndaði mig í nýjum vörum og var í beinni á Story á Instagraminu mínu, undir “fanneyingvars“. Fyrir áhugasama getið þið kíkt HÉR. Ég er ofsalega hrifin af nýju printunum en printin hjá Hildi slá alltaf í gegn! Kjólarnir eru líka afar falleg snið sem að henta öllum, sem mér finnst svo ofboðslega jákvætt. Ég á t.d. vinsæla rúllukragakjólinn frá Yeoman í printi frá því í fyrra, en hann gat ég líka notað þegar ég var kasólétt!
Mig langar líka að minna á að það eru enn nokkrar gersemar að finna á útsöluvegg í Yeoman sem að klárast á morgun! Ég mæli með! Ég ætla að leyfa myndunum hér að neðan að tala sínu máli. Hvað finnst ykkur?

Annars skulda ég ykkur fullt af færslum sem að koma inn á næstu dögum. Ég fékk smá vinnufrí sem var nýtt að mestu leiti úti á landi með fjölskyldu og vinum og fyrir vikið var tölvan bókstaflega ekkert tekin upp! Ég hlakka til að segja ykkur frá. xx

Ég vil líka óska Trendnet til hamingju með frábæru 6 árin! Ég gæti ekki verið stoltari af því að tilheyra þessu flotta teymi og hlakka mikið til alls þess sem framundan er með ykkur! Ég mæli líka með því að fylgjast með krökkunum á tískuvikunni í Köben. Almáttugur hvað ég væri til í að vera með!

Góða helgi xxx

Instagram: fanneyingvars

DRESS

Síðasta helgi fór að mestu leiti í “framkvæmdir” heima. En ég kom inn á það HÉR að við myndum vonandi fljótlega taka fataherbergið okkar í gegn. Fataherbergið er í raun og veru upprunalega hugsað sem kompa, en fyrir fatasjúklinga eins og okkur þarf að nýta hana sem fataherbergi. Stærsta verkefnið var vissulega að fara í gegnum öll fötin mín og losa mig við. Það er afar nauðsynlegt að fara í gegnum fataskápinn annað slagið og var þetta kjörið tækifæri til þess! Ég fyllti allavega tvo stóra svarta ruslapoka af fatnaði sem mig langar að reyna að selja afar ódýrt. –
En við semsagt ákváðum að reyna að gera þetta verkefni eins skemmtilegt og hægt var. Dóttir okkar fór í pössun snemma og nýttum við föstudaginn í að rífa allt út. Íbúðin var vægast sagt undirlögð af fatnaði hvert sem litið var! Eftir mission dagsins skelltum við okkur í sparigallann og fórum á deit. Þar klæddist ég þessu hér:


Jakki: Galleri 17
Samfella: H&M
Buxur: H&M
Skór: Fruit / GS Skór

Það er líka ýmislegt sem hægt er að grafa upp í tiltekt. Þessar buxur hafa til dæmis ekki verið notaðar í nokkur ár núna! Mjög skemmtilegt að finna þær og eignast fyrir vikið “nýjar” buxur! Mig langar líka að segja ykkur frá að þennan blazer keypti ég mér í Galleri 17 um daginn. Ég var búin að leita af hinum fullkomna svarta blazer lengi þegar ég rakst á þennan og þá var ekki aftur snúið. Hann er fullkominn í sniðinu að mínu mati og hef ég bæði verið að nota hann fínt og eins hversdags. Afar ánægð með þessi kaup, mögulega eina flíkin sem mig vantaði í fataskápinn. Að gefnu tilefni langar mig að ítreka aftur að ég er alls ekki að auglýsa hann, einungis að deila því með ykkur hversu ánægð ég er með jakkann.

Daginn eftir þetta stórskemmtilega kvöld hélt svo púlið áfram allan laugardaginn og svo kláruðum við loks á sunnudeginum. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá og sýna ykkur fyrir / eftir myndir af fataherberginu núna á næstu dögum!

Góða helgi! xx
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SAN FRANCISCO

Ég var svo heppin að fá tveggja nátta vinnustopp í San Francisco í síðustu viku. Ég fór með stórskemmtilegu fólki og þræddum við öll helstu kennileiti borgarinnar á þremur dögum. Við fórum á hina frægu Lombard Street, löbbuðum í gegnum Fisherman’s WharfUnion Square og China Town, fórum að Painted Ladies og lágum þar í dágóðan tíma í því fallega umhverfi. Við vorum einnig túristar lífs míns og keyptum okkur miða í svona “hop on, hop off” bus sem fer með fólk í gegnum alla borgina. Ég mæli eindregið með því þar sem San Francisco er svo allt öðruvísi borg en þær flestar sem ég hef komið til! Það var stórkostleg upplifun að mínu mati, ótrúlega gaman að keyra í gegnum borgina og fá allt beint í æð. Við enduðum svo að sjálfsögðu á hinni frægu Golden Gate Bridge sem var ofsalega falleg. Ég hafði nokkrum sinnum komið áður til San Francisco en aldrei í svona langan tíma svo ég var ótrúlega spennt að skoða borgina. Ég hlakka til að taka fjölskylduna mína þangað einn daginn. Nóg eftir að sjá!

Guðdómlega fallega Lombard Street.

Mér fannst svona gaman að skoða Painted Ladies!
Ég fékk óteljandi fyrirspurnir varðandi kjólinn minn sem ég klæddist þennan daginn og ég held ég hafi náð að svara flestum! Ég keypti hann í Zöru í Boston á útsölu um daginn. Ég hef séð einhverjar íslenskar stelpur klæðast honum síðan og því finnst mér afar líklegt að hann hafi verið til hér heima líka?

Kjóll: Zara
Buxur: Zara
Skór: Asos


Leðurjakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Buxur: Dr. Denim
Bolur: WoodWood / Húrra Reykjavík
Skór: Samba Rose – Adidas Originals / Húrra Reykjavík

Ég mæli með San Francisco!

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

 

SUNDAY OUTFIT


Jakki: Zara
Leðurbuxur: Zara
Skór: Adidas Originals SAMBA ROSE / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Ég elska sunnudaga! Við fjölskyldan reynum lang oftast að gera gott úr sunnudögum. Hvort sem það er að fara í heimsókn til fjölskyldu eða vina, fara í góðan brunch eða hvað sem er. Sunnudagar enda svo oftast heima í mat hjá foreldrum mínum, það hefur verið svoleiðis nánast upp á dag síðan ég flutti að heiman. Hefð sem ég er ofsalega ánægð með! Þessi tiltekni dagur var ekki öðruvísi. Afar góður dagur með mínum!
Ég klæddist jakka sem ég hef fengið ótal margar fyrirspurnir um síðan ég deildi mynd af mér í honum á Instagram síðustu helgi. Ég nældi mér í hann á útsölu í Zöru í Boston um daginn. Ég er ekkert smá ánægð með hann og sérstaklega litinn! Jakki sem er 100% hægt að klæða upp og niður. Skóna hef ég einnig fengið þó nokkrar fyrirspurnir um en ég keypti mér þá á dögunum þegar þeir voru nýkomnir í Húrra Reykjavík. Ég spottaði þá á Instagram og var ekki lengi að gera mér ferð í Húrra í kjölfarið. Þeir eru klassískir Samba frá Adidas Originals en það sem ég fýla svo við þá er hái sólinn! Ég hef varla farið úr þeim síðan ég keypti þá. Klárlega einir af mínum mest notuðu strigaskó þessa dagana!

Dóttir mín var svo í guðdómlegu dressi en ég myndaði það ekki sérstaklega. Ég hef svo gaman að því að klæða dóttur mína upp að ég þyrfti helst að gera sérstaka dress-pósta af henni hér inni. ;) Hún var buxum og skyrtu úr Petit, skóm úr Steinari Waage og jakka úr Bíum Bíum.

Þar til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NEW YORK

Ég og mínar dásamlegu vinkonur tókum afar hvatvísa og skemmtilega ákvörðun þegar við hittumst allar í New York um síðustu helgi með “korters” fyrirvara. Þessi helgarferð var fullkomin í alla staði! Við fórum á Sam Smith í Madison Square Garden sem var vægast sagt ólýsanlegt. Ég held að allir sem hafi séð Sam Smith á þessum tónleikatúr viti hvað ég eigi við. Hann er stórkostlegur! Þess fyrir utan áttum við dásamlega New York ferð. Við m.a. hjóluðum um bestu Brooklyn, borðuðum á góðum veitingastöðum, lágum í Central Park og kíktum á rooftop bari sem er alltaf skemmtileg upplifun í svona stórborgum að mínu mati. Í þokkabót fengum við drauma veður, en það var ekki ský á himni alla ferðina og hitinn í kringum 33 gráður. Afar kærkomið þar sem maður fær víst að dúsa í rigningunni þetta sumarið á Íslandi.

Þetta er mögulega besta myndin sem sýnir dressið þetta kvöldið nokkurn veginn. Ég var í skyrtu úr ZARA og leðurstuttbuxurnar eru gamlar vintage úr Spúútnik.

Who did it better?
Samfella: H&M
Pils: Urban Outfitters
Skór: Nike Air Force 1 Upstep / Kox Kringlunni
Sokkar: Nike
Sólgleraugu: RayBan

Vinkonuferð til New York er aldrei slæm hugmynd! Dásamleg ferð í alla staði og enn betri félagsskapur! Ég er ein heppin kona.

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

NEW IN FROM SIGN

Ég hóf nýlega samstarf með skartgripafyrirtækinu Sign, en Sign var stofnað árið 2004 af gullsmiðnum Inga (Sigurði Inga Bjarnasyni). Ég hef lengi verið aðdáandi Sign en Inga kynntist ég fyrst árið 2010, þegar hann lánaði mér skart fyrir Miss World í Kína árið 2010 þar sem merkið vakti heldur betur athygli. Á bakvið Sign er afar falleg skartgripahönnun en fyrirtækið er í dag eitt helsta kennileiti í íslenskri hönnun og smíði skartgripa. Þeir eru líka afar vinsælir fyrir það að helsta skáldagyðja Sign, íslenska náttúran, leggur þeim línurnar í framsækinni starfsemi Sign. Skartgripirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það má með sanni segja að þar sé eitthvað fyrir alla. Ég er afar spennt fyrir þessu samstarfi og hlakka til að sýna ykkur meira. Verkstæði Sign er staðsett við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Það er alltaf ofsalega notalegt að heimsækja þau þangað en þar tekur á móti manni afar heimilislegt andrúmsloft og dásamleg þjónusta!

Helgi minn Ómarsson bloggari hér á Trendnet tók þessar myndir af mér með þetta dásamlega fallega skart. Við vildum hafa myndirnar náttúrulegar og ég er mjög ánægð með útkomuna. Helgi er náttúrulega snillingur í faginu.
Skartið sem ég er með á efri myndinni er t.d. skart sem ég nota daglega. Eyrnalokkarnir og hringarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér!

Hlakka til að sýna ykkur meira og fleiri myndir!

Þar til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BÓKAHIRSLA / SKÓHIRSLA

Hæ frá Boston!

Mig langaði að byrja á því að óska Trendnet-hjónunum þeim Elísabetu og Gunna innilega til hamingju með stórkostlega gærdaginn. Ég held að brúðkaupið hafi ekki farið framhjá neinum en mikið var gaman að geta fylgst með úr fjarska þó svo að ég hefði sannarlega heldur kosið að geta gefið þeim hamingjuknús á stóra daginn! Glæsilegri brúðhjón er afar erfitt að finna! Enn og aftur til hamingju kæru!

Úr því og yfir í allt annað – Föt og skór er eitt af þeim áhugamálum sem ég og kærastinn minn eigum sameiginleg. Fata- og skóbúnaður heimilisins er því ansi mikill og í 90 fermetrum getur það verið erfitt að koma þessu öllu saman fyrir. Ég hef einstaka sinnum birt myndir af hinum og þessum hornum á heimilinu mínu á Instagram Story. Eitt af því eru “skó” hillurnar sem þar er að finna og margir virðast áhugasamir um. Ég ákvað því að minnast á þær hér því þetta fyrirkomulag skítmixaði skóvandamál heimilisins á bæði ódýra og alveg ágætlega fallega vegu. Þegar við flytjum í stærra húsnæði dreymir okkur að sjálfsögðu um að geta útréttað fallegt fataherbergi með góðum innréttingum fyrir föt og skó. En eins og staðan er núna er þetta ofsalega góð lausn! Ég ætla alls ekki að taka credit fyrir þessa hugmynd en Teitur á hana skuldlaust. Við semsagt notumst við einfaldar Billy bókahillur úr IKEA og höfum keypt auka hillueiningar til að bæta við hillum. Við erum komin með tvær slíkar á heimilið, (þyrftum helst tvær í viðbót). Einföld og ódýr lausn sem ég mæli með ef einhver er í sömu pælingum!
Við stefnum að vísu á taka fataherbergið okkar í gegn á næstunni og þá vonandi mun vera hægt að nýta þessar hillur þar inni undir skóbúnaðinn. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með þeim framkvæmdum ef við komum okkur einhverntímann að verki þ.e.a.s. ;)

Eigið góðan sunnudag!

Bestu, Fanney
Instagram: fanneyingvars

SÍÐUSTU DAGAR

Ég á uppsafnað fjöldan allan af myndum sem sýna nokkurn veginn frá hvað ég hef verið að bralla undanfarna daga og vikur. Dagarnir hafa einkennst af ferðalögum, árshátíð vinkonuhópsins, fjölskyldustundum, almennu stússi, 17. júní og mörgu fleira. Ég ætla að deila því með ykkur í máli og myndum.


Kjóll: &Other Stories
Taska: Carhartt
Skór: Asos
Sólgleraugu: Dior

Heimsókn til dásamlegu Boston núna á dögunum. Boston er líkt og New York ein af mínum uppáhalds borgum í Bandaríkjunum. Boston er ótrúlega notaleg og mjög evrópsk borg. Þrátt fyrir stóra borg finnur maður töluvert minna fyrir öllu öngþveitinu og því ótrúlega mannhafi sem er að finna í öðrum borgum Bandaríkjanna. Boston að sumri til er uppskrift af dásamlegu fríi.


Jakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Buxur: American Apparel
Bolur: Zara
Skór: Nike Air Force 1 upstep / Kox Kringlunni

Einn af ca. tveimur sólardögum sumarsins. Við áttum afar ljúfan stússdag í höfuðborginni þennan ágæta sólardag! Gallabuxurnar sem ég klæddist er flík sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um. Ég keypti þær í New York í American Apparel árið 2012. Sniðið er fullkomið að mínu mati. Ég hef notað þær ansi mikið síðastliðin 6(!) ár.

Ég sló heldur betur í gegn þegar ég afhenti Teiti Páli þrítugsafmælisgjöfina. Ég gaf honum kaffivél sem honum hafði dreymt um að eignast í marga mánuði. Vélin er semsagt frá Sage og heitir The Oracle Touch. Ég viðurkenni að ég er orðin ansi montin með hana sjálf. Allir velkomnir í kaffi, við lofum góðum bolla! ;)


Toppur: Zara
Buxur: Zara
Skór: Urban Outfitters

Við vinkonurnar héldum hina árlegu árshátíð vinkonuhópsins fyrstu helgina í júní. Við fengum meiriháttar veður, ótrúlegt en satt og dagurinn var vægast sagt fullkominn. Við byrjuðum í brunch og mimosa í heimahúsi, þar voru afhentir gjafapokar og fullt af allskonar snilld. Leiðinni var svo haldið í Kramhúsið í Beyonce dansa, þaðan fórum við í Hreyfingu þar sem við lágum í spa-i með freyðivín við hönd í dágóðan tíma. Svo enduðum við aftur í heimahúsi þar sem búið var að elda fyrir okkur dásamlegan mat. Kvöldið endaði svo á tveimur topp-leynigestum þar sem að annar hélt fyrir okkur pub-quiz og hinn útbjó meiriháttar kokteila fyrir okkur. VÁ hvað þetta var góður dagur, ég er vægast sagt heppin með konurnar í mínu lífi!


Kápa: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Buxur: Zara

Fyrsta fjölskylduferðin að kíkja á endurnar átti sér stað í Hafnarfirðinum fagra. Kolbrún Anna var yfir sig hrifin!

Meiriháttar foreldrafrí í uppáhalds borg okkar beggja, New York! Ég sýndi ykkur dresspóst fá þessari ferð hér aðeins neðar á blogginu.


Skyrta: Zara
Buxur: Zara
Skór: Asos

Kolbrún Anna:
Skyrta og buxur: Newbie
Skór og slaufa: Petit

Mæðgur í stíl á leið í sjötugs afmæli. Ég er stundum pínu lúða-mamma og finnst afar krúttlegt að vera í stíl. Ég birti þessar myndir í story á Instagram þar sem ég fékk óteljandi fyrirspurnir um skyrtuna mína. Hún er úr Zöru og var keypt á Tenerife um páskana. Ofsalega klæðileg og góð eign í fataskápinn.

Ég fór í stutta heimsókn í Galleri 17 í Smáralind um daginn í þeim tilgangi að kíkja á úvalið á miðnætursprengju. Alltaf nóg af fínu þar að finna! Dressið á seinustu myndinni fékk að koma með mér heim. Ég hef varla farið úr peysunni síðan!


Toppur: Urban Outfitters
Buxur: Zara
Skór: Asos
Sólgleraugu: RayBan

Ég heimsótti Seattle í fyrsta sinn núna um síðustu helgi og horfði á Ísland – Argentína (enn með stírurnar í augunum) kl. 6 um morgun, ásamt tveimur íslenskum áhöfnum. Allt þess virði og rúmlega það! Seattle kom mér skemmtilega á óvart. Virkilega falleg borg og mikið að sjá.

Ég lenti frá Seattle um morguninn þann 17. júní svo við fjölskyldan vorum heldur seint á ferðinni að þessu sinni og misstum af helstu hátíðarhöldum. Við gerðum þó gott úr því og röltum niður í bæ og fögnuðum þjóðhátíðardeginum í besta félagsskapnum.  Talandi um að vera mæðgur í stíl. Ég ákvað að draga fram gamla Dr. Martens skó sem ég hef ekki notað lengi einungis til að vera í stíl við dóttur mína. Enn og aftur, lúða-mamma!

Ég er alltaf virk á Instagram: fanneyingvars

Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND á morgun!!
xxx Fanney