fbpx

HEIMABRÖNS

HEIMILIÐHELGININNBLÁSTURLÍFIÐPERSÓNULEGT

Ég hef ekki lagt það í vana minn að setja inn færslur tengda mat. Einhverntímann er allt fyrst og hér er frumraun mín í slíkri færslu haha. Við fjölskyldan reynum alltaf að brjóta upp helgarnar með því að gera vel við okkar með góðum bröns, oftast er hann heima fyrir en oft gerum við okkur líka glaðan dag, förum út og fáum okkur góðan hádegismat. Síðasti sunnudagur var engin undantekning. Ég skellti í fljótlegan en afar ljúffengan morgunmat/bröns fyrir okkur og fyrir vikið varð dagurinn strax betri. Ég mæli eindregið með þessu í allri inniverunni sem við stöndum í um þessar mundir. Bara það að gera skemmtilegan, fallegan, öðruvísi og ljúffengan mat í hádeginu er maður strax búin að brjóta vel upp á daginn og gera vel við sig með þeim hætti. Það þarf alls ekki að vera flókið.

Svona leit heimabrönsinn út í þetta skiptið. Pönnukökurnar eru nánast allar helgar á okkar borðum í hádeginu, en þetta er uppskrift sem ég kynnti fyrir Teiti fljótlega eftir að við byrjuðum saman og hefur verið gerð grilljón sinnum síðan þá. Uppskriftin er byggð á uppskrift sem við vinkonurnar vorum oft að leika okkur að gera þegar við vorum eflaust í um 7. bekk.

Undirstaðan í þessum afar einföldu pönnukökum er:

 • 3 egg
 • 1 banani
 • Dass af haframjöli

Svo í seinni tíð hef ég bætt hinu ýmsu út í og ásamt hráefnunum hér fyrir ofan vinn ég oftast með:

 • Dass af hörfræum
 • Dass af hampfræum
 • 1 tsk vanilludropar
 • Smá af haframjólk til að þynna, ef ég á hana ekki til þá bara venjulega mjólk

Hráefnin set ég öll í blender og steiki svo pönnukökurnar á pönnu upp úr kókosolíu. 100% hægt að steikja upp úr venjulegri steikingarolíu líka en ég hef alltaf vanið mig á kókosolíuna með þessa tilteknu uppskrift. Svo hitaði ég crossaint og á þau fór súkkulaði sem vöktu mikla lukku, sérstaklega þá hjá þeirri yngstu. Einnig setti ég laktósa fría jarðaberja AB mjólk í glös, yfir það setti ég múslí og bláber. Allt þetta sló rækilega í gegn á mínu heimili. Ég mæli eindregið með því að gera vel við sig á dögum sem þessum. Það þarf heldur alls ekki að vera helgi til að gera vel við sig, þetta má gera á hverjum degi þess vegna! Svo er líka gaman að undirbúa slíkan bröns í sameiningu með fjölskyldunni. Skemmtileg afþreying.

Fanney matarbloggari kveður í bili!

Xxx
Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC (& SMÁ PÆLINGAR)

FERÐALÖGINNBLÁSTUROUTFITPERSÓNULEGT

Góðan daginn úr Garðabænum á þessum skrítnu tímum. Ég vona að allir hafi það sem allra best og haldi sig heima eins og kostur er, reyni að sjá fegurðina í hversdagsleikanum eftir bestu getu og njóti þess að eyða tíma með sínum nánustu. Þetta eru skrítnir tímar og ég vona að við komumst öll sem best frá þessu. Ég held að þetta sé gott próf fyrir okkur öll til að einmitt læra betur að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Það er eitthvað sem ég er alltaf með á bakvið eyrað og reyni að minna mig á. Það er kúnst og svo magnað þegar manni raunverulega tekst það. Ekki misskilja mig, ég er þakklátasta kona í heimi fyrir allt mitt og það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. En það að geta notið stundarinnar án þess að vera með símann stöðugt á lofti, og geta notið hins raunverulega hversdagsleika án þess að sækja stöðugt í afþreyinguna í símanum er mikil gjöf á þessum tíma sem við lifum á og eitthvað sem ég er alltaf að æfa sjálfa mig í. Ég setti mér ekki áramótaheit – en ég man að ég las þessa setningu einhverntímann í desember, “að sjá fegurðina í hversdagsleikanum”, og hún sat einhvern veginn föst í mér og ég hugsaði að ég ætlaði að tileinka mér það á nýja árinu. Það getur verið kúnst sérstaklega þegar maður hálf partinn starfar á samfélagsmiðlum og á bloggi að kunna að aðskilja það frá lífinu á réttum tímum. Ég er alls ekki fullkomin í þessu og á langt í land en ég hef verið að æfa mig og tekið mig á. Það skiptir öllu. Þetta er eflaust mjög djúpt en þegar maður spáir í þessari setningu er svo mikið í hana spunið sem að hreyfði við mér. Mig langaði að deila þessu með ykkur sérstaklega í ljósi aðstæðna sem við, og heimurinn allur gengur í gegnum. <3

_______________________________________________________________________

Annars úr þessum djúpu pælingum og yfir í allt annað og töluvert léttari tóna…

Ég og litla systir mín, Anna Guðný, skelltum okkur saman í smá stopp til New York í síðustu viku. Það var sérstaklega gaman hjá okkur og dásamlegt að hafa hana með. Hún var að koma í fyrsta sinn til New York og mér þótti alls ekki leiðinlegt að fá að sýna henni uppáhalds borgina mína og þótti henni það ekki síður skemmtilegt. Eftir klukkustundaflug á leiðinni heim til Íslands barst út sú frétt afar hratt um vélina alla að herra Trump hefði lokað Bandaríkjunum… enn og aftur, afar sérstakir tímar!

 Kápa: 2nd Day / GK Reykjavik
Bolur: H&M
Buxur: American Apparel (ég fæ alltaf endalaust af fyrirspurnum út í þessar buxur – ég keypti þær árið 2012, einmitt í New York og eru þær því orðnar 8 ára gamlar! Ekki lengur fáanlegar því miður).
Skór: Dr. Martens Jadon / GS skór
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík   Fallegi dagur. Við fórum upp í Top of the rock í Rockafeller Center fyrir þetta útsýni. Ég mæli eindregið með því.  Skyrta: H&M
Buxur: Zara
Skór: Dr. Martens Jadon / GS Skór
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík

Takk fyrir frábæra ferð elsku systir. <3

Bless í bili og enn og aftur sendi ég hugheilar kveðjur til allra – hugsið vel um ykkur sjálf og fólkið sem ykkur stendur næst á þessum stórskrítnu tímum. Við erum öll í þessu saman!

Góða helgi xxx

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HEIMILIÐ MITT

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURPERSÓNULEGTSAMSTARFSVEFNHERBERGIÐ

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Gleðilegan mánudag. Mig langaði að bjóða ykkur í smá “heimsókn” heim til mín, en tilgangur færslunnar er einnig til að segja ykkur frá litapallettunni sem við völdum okkur inn á heimilið okkar. Ég hef leyft ykkur að fylgjast aðeins með framkvæmdunum sem stóðu hvað hæst yfir á síðasta ári. Það mesta er yfirstaðið sem betur fer og tilfinningin er dásamleg. Íbúðin okkar er loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi. Endalaus vinna að baki, vinna sem kostaði dass af þolinmæði og þrautseigju en svo sannarlega þess virði þegar útkoman leit dagsins ljós. Við eigum að vísu eftir að fara í allsherjar breytingar inni á baðherbergi, það verður farið í það eftir góða pásu og þegar buddan leyfir. Þvottahúsið þarf einnig betra skipulag sem við stefnum á hvað úr hverju og svo hlakka ég mikið til að taka pallinn okkar í gegn í sumar. Eins er á stefnuskránni að endurnýja alla tengla í íbúðinni. Já, og ég sem var byrjuð að segja að framkvæmdum væri að mestu lokið en hinsvegar tókst mér að nefna ansi stór verkefni sem bíða eftir að við göngum í. Haha!

Það sem við erum búin að gera er:

 • Við erum búin að lakka eldhús- og baðherbergisinnréttingu, alla fataskápa, forstofuskáp, allar hurðir í íbúðinni sem og innanverða útidyrahurð, allt lakkað í sama lit.
 • Við létum húða allar höldur íbúðarinnar í svörtum möttum lit. Þ.e. höldur á fataskápum og innréttingum. Það létum við gera í Pólýhúðun í Kópavogi.
 • Við máluðum alla veggi í íbúðinni og máluðum öll loft sem og gólflista í sama lit í hverju rými. Ég er svo ánægð með þá ákvörðun og mæli innilega með því. Að mínu mati lengir það veggina og virðist hærra til lofts.
 • Við létum pússa parketið vel niður og losuðum okkur við gula glans litinn. Við létum svo lakka yfir í glæru, alveg möttu lakki.
 • Við skiptum svo einnig um ljós í allri íbúðinni sem að mér finnst setja stórkostlegan svip á heildarmyndina. Það kom mér verulega á óvart hvað það var mikilvægur þáttur en falleg ljós í alrými og auðvitað rétt lýsing skipta sköpum. Öll ljósin okkar eru úr Pfaff á Grensásvegi.
 • Við settum nýjar gardínur í alla glugga en við erum með off white Voal í öllum gluggum ásamt ‘sunscreen’ rúllugardínum frá Álnabæ. Íbúðin væri einfaldlega ekki eins án gardínanna, ég er vægast sagt mjög lukkuleg með þær!

_______________________________________________

ALRÝMI:

Í öllu alrýminu völdum við litinn Volgur frá Slippfélaginu. Við erum ótrúlega ánægð með hann og finnst mér hann vera hinn fullkomni litur fyrir alrými. Líkt og ég nefndi hér að ofan þá máluðum við einnig loftin og listana með Volgum sem mér finnst gera allt! Hurðir og skápa lökkuðum við svo svart, alveg matt en í það notuðum við umhverfisvottað og lyktarlaust lakk frá Slippfélaginu.

________________________________________________________________

ELDHÚS:

Í eldhúsinu erum við einnig með Volgur frá Slippfélaginu á veggjum og eins lökkuðum við innréttinguna með svörtu, möttu lakki frá Slippfélaginu. Allt annað líf og ég er svo ánægð með að hafa bókstaflega getað nýtt allt sem var fyrir. Í stað þess að rífa innréttinguna út og kaupa nýja gátum við notað þessa veglegu Brúnás innréttingu með því að lakka hana og húða höldurnar. Útkoman er eins og við höfum fjárfest í nýju eldhúsi! Þetta sama gerðum við einnig við baðherbergisinnréttinguna, sem og alla fataskápa og hurðir í íbúðinni. Stórkostleg breyting og það bara með því að lakka!

_____________________________________________________________

HJÓNAHERBERGI:

Í hjónaherberginu erum við með fallega litinn Blágrýti frá Slippfélaginu og sem fyrr, er fataskápurinn lakkaður líkt og ég lýsti hér að ofan. Mér finnst Blágrýti æðislega fallegur litur sem breytist mikið eftir birtustigi. Hann er ótrúlega notalegur og er fyrir mitt leiti, tilvalinn inn í hjónaherbergið. Ég fýla ótrúlega þetta dökka yfirbragð – hér sofum við vægast sagt vel!

____________________________________________________________

AUKA HERBERGI:

Í auka herbergjunum báðum erum við með litinn Stilltur frá Slippfélaginu. Hann er töluvert ljósari en Volgur, sá sem við erum með í alrýminu og er ótrúlega fallegur ljósgrár litur. Stilltur er einnig litur sem myndi klárlega sóma sér vel í alrými að mínu mati – fyrir þá sem vilja hafa lit en þora/vilja ekki fara of dökkt.

__________________________________________________________________

Hér eru nokkrar FYRIR myndir í bland af íbúðinni þegar við fengum afhent. Bara til gamans svo þið áttið ykkur betur á muninum.

__________________________________________________________________

Ég er ótrúlega ánægð með litavalið inni á heimilinu okkar en málning er svo stór partur af heildarmynd heimilisins. Í okkar tilfelli var það nánast bara málning og lakk sem breytti íbúðinni þetta mikið! Ég fæ alltaf fyrirspurnir út í hvaða liti við erum með á veggjum þegar ég birti myndir af heimilinu mínu á samfélagsmiðlum svo það stóð alltaf til að gera “litapallettu-færslu” sem ég get alltaf nálgast. Ég er ótrúlega stolt af því hvernig heimilið okkar lítur út í dag þó ég segi sjálf frá. Mjög stolt af breytingunni þ.e.a.s. en við nýttum nánast allt – þó að okkur hafi langað að breyta nánast öllu. Það er nefnilega hægt að gera stórkostlegar breytingar án þess að henda öllu út og kaupa allt nýtt inn. Það er auðvitað matsatriði hverju sinni en í okkar tilfelli var þetta möguleiki sem ég sá strax og er svo ánægð að það hafi tekist. Ég er líka svo stolt af því að allt gerðum við sjálf, mikil þolinmæðisvinna en svo sérstaklega mikið þess virði þegar útkoman leit dagsins ljós.

Ég gerði sérstaka færslu fyrir ári síðan þar sem ég útskýri skref fyrir skref aðferðina um hvernig við lökkuðum innréttingar, bað, hurðir og fataskápa. Allt fór í sama ferli og fyrir ykkur sem viljið vita meira bendi ég ykkur á að smella HÉR.

Mig langar að gera stutta samantekt hér í lokin á litunum heima.
Alrými: Volgur
Hjónaherbergi: Blágrýti
Auka herbergi: Stilltur
Eldhús- og baðherbergisinnrétting, hurðir og fataskápar: Umhverfisvottað svart matt lakk.
Allt frá Slippfélaginu.

Takk fyrir að lesa, í von um að þetta gagnist ykkur og gefi jafnvel 1-2 hugmyndir. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að skilja eftir athugasemd hér og ég reyni að svara fljótt. Xx

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

SVEITASÆLAN

HELGINLÍFIÐPERSÓNULEGTSVEITIN

Við litla fjölskyldan skelltum okkur upp í sumarbústað um helgina. Einhvernveginn hefur verið nóg um að vera það sem af er ári og var ég farin að þrá nauðsynlega að skipta um umhverfi og slaka á með mínu fólki. Engar áhyggjur, bara ferskt sveitaloftið og fólkið sem ég elska hvað mest. Sérstaklega eftir erfiða ársbyrjun er nauðsynlegt að geta kúpplað sig út. Ó hvað helgin okkar var notaleg, svo notaleg að mig langaði helst ekkert að keyra aftur í bæinn í gær. Við vorum ótrúlega heppin með veður í þokkabót en helginni var mikið varið í góða og langa göngutúra. Ég þurfti svo sannarlega á þessu að halda!


Ég fékk margar spurningar út í heitin á útifatnaðinum okkar Teits um helgina. Úlpurnar okkar eru Jökla Parka en við keyptum okkur þær bæði fyrir 3-4 árum síðan. Ég er í svarta litnum en Teitur í dökkbláa. Útivistarbuxurnar mínar heita ‘Vatnajökull’ en Teits ‘Snæfell’. Ég var einnig spurð að því hvort að mínar buxur væru svokallaðar “utan yfir” buxur, ég hef notað þær á báða vegu. Ég er oftast í íþróttabuxum undir en líka hægt að nota þær einar og sér þegar hlýrra er í veðri. Frá 66 Norður. Xx

Endum þetta á þessum guðdómlegu gleðisprengju myndum. <3

Dásamleg helgi. <3

Þangað til næst,
Fanney Xxx

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

DRAUMA RÚMGAFLINN

GÁ HÚSGÖGNHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURSAMSTARFSVEFNHERBERGIÐ

Þessi færsla er unnin í samstarfi við GÁ húsgögn.

Ég hef lengi verið á leiðinni að deila með ykkur rúmgaflinum í svefnherberginu okkar. Ég var búin að láta mig dreyma um þennan tiltekna rúmgafl í eflaust 3 ár ca. en ég sá hann fyrst hjá Söru Dögg, innanhúsráðgjafa og fagurkera. Á þeim tíma bjuggum við í Barmahlíðinni og svefnherbergið okkar lá þannig að rúmið var undir glugga, og því ómögulegt að vera með rúmgafl – þó að allar mögulegar leiðir hefðu verið kannaðar! Svo mikið langaði mig að eignast hann. Þegar við keyptum nýju íbúðina okkar var það því að sjálfsögðu alltaf á dagskránni að fjárfesta í drauma rúmgaflinum. Það var ýmislegt sem að mætti forgangi hér heima því það voru framkvæmdir sem og önnur húsgögn sem lá meira á að fjárfesta í – biðin var algjörlega þess virði en í september í fyrra varð hann loksins okkar og breytti hjónaherberginu í svítu að mínu mati. Það er magnað hvað rúmgafl gerir mikið fyrir heildar myndina en hann er algjörlega punkturinn yfir i-ið í svefnherberginu. Hann býr til þessa svokölluðu hótel-stemningu, svo hlýlegt og notalegt. Svefnherbergið er einmitt staðurinn sem ætti ekki að mæta afgangi, því þar er hvað mestum tíma varið. Ekki síður mikilvægt að líða vel og hafa fallegt í kringum sig í svefnherberginu.

Rúmgaflinn okkar var þó með smávægilegum detail breytingum frá þeim upprunalega, en gaflinn er frá GÁ húsgögn. Kostirnir við gaflinn að mínu mati, fyrir utan hvað hann er fallegur er t.d. þykktin á honum, en þó að rúmgaflinn virki massívur er hann aðeins um 6 cm á þykkt sem mér finnst frábært, þá tekur hann alls ekki mikið pláss. Einnig er hann festur á vegginn svo hver og einn ræður hæðinni. Mér finnst líka algjör bónus að þegar dóttir mín kemur upp í að þá á hún ekki á hættu að reka höfuðið í harðan vegginn, sem á auðvitað við um alla mjúka rúmgafla. Þeir hjá GÁ smíða rúmgaflana eftir óskum en rúmið okkar er 200×200 cm, það tók um 3 vikur eftir að gengið var frá pöntun og þar til hann var kominn upp á vegg heima. Ég er svo ólýsanlega ánægð með hann að það hálfa væri hellingur. Ég ætla alls ekki að spara nein orð þar. Ég ætla að bjóða ykkur í smá heimsókn inn í svefnherbergið okkar sem ég hef notið þess að nostra við síðan við fluttum inn.

     Mig langaði að leyfa fyrir og eftir myndum að fylgja með, þ.e. með og án rúmgaflsins. Mér þykir svolítið magnað að sjá hversu miklu munar um hann.

 Þessa mynd tók ég í janúar fyrir ári, mánuði eftir að við fluttum inn.   September í fyrra þegar rúmgaflinn var kominn.    Hér eru myndir sem ég tók svo í desember – í samstarfi við verslunina Bast í Kringlunni fyrir jólin. Rúmteppið, rúmföt og koddar eru frá danska hágæða merkinu Södahl. Södahl fæst sumsé í Bast og var ég með gjafaleik með þeim fyrir jólin þar sem einn heppinn gat unnið þessar dásamlegu vörur og meira til. Ó hvað það munar að sofa með slík hágæða rúmföt – ég gæti ekki mælt meira með þessu dásamlega merki en úrvalið er stórkostlegt. Ég mæli með að gera sér ferð í Bast og kynnast merkinu betur. Ég segi aftur, svefnherbergið er staðurinn sem maður má leyfa sér að nostra við.   Hér eru svo myndir sem ég tók núna í janúar eftir að við hengdum loksins upp myndir á veggina. Ég er ofboðslega ánægð með svefnherbergið okkar þó ég segi sjálf frá og hér líður okkur dásamlega.

Þið sem hafið áhuga á að vita meira um fallega rúmgaflinn – bendi ég á að hafa samband beint við GÁ húsgögn.

Takk kærlega fyrir að lesa og vonandi gaf þetta ykkur 1-2  hugmyndir fyrir svefnherbergið.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

HELGIN

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Ég átti dásamlega helgi! Það var einhvern veginn nóg um að vera hjá okkur að þessu sinni og má eiginlega segja að við höfum framlengt helginni í þokkabót. Á föstudaginn tókum við mikla skyndiákvörðun og skelltum okkur á Þorrablót Stjörnunnar í fyrsta skipti með vinafólki okkar. Það var ólýsanlega mikið fjör og ég verð að gefa Garðbæingum og Sjörnunni gott hrós fyrir meiriháttar viðburð. Umgjörð, dagskrá, matur (já ég segi matur þó að ég hafi ekki snert þorramatinn heldur hélt mig algjörlega á “aumingja”borðinu – en góður var hann), og allt þar á milli!


Ég klæddist kjól sem ég keypti í Zöru fyrir eflaust ca 3-4 árum síðan.  

Á sunnudaginn fórum við svo í langþráða heimsókn á Listasafn Reykjavíkur til þess að sjá verk Hrafnhildar Árnadóttur eða Shoplifter. Í verkum hennar fjallar hún um þráhyggju okkar um hár og hvernig hár kemur sífellt við sögu sem birtingarmynd sköpunar í samtímamenningu, en skúlptúrar hennar eru ýmist úr gervihári og/eða ekta hári og hefur hún vakið mikla athygli um allan heim. Þegar við Teitur vorum staðsett í Feneyjum á Ítalíu síðasta sumar var hún einmitt með listasýningu þar sem okkur dauðlangaði að heimsækja, en tókst ekki þar sem tíminn var naumur. Við vorum því mjög spennt að geta sótt þessa mögnuðu sýningu hér heima í Reykjavík og urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Sannkallaður drauma dagur og það var svo gaman að hafa tekið dóttur okkar með. Henni fannst þetta ekki síður magnað líkt og foreldrunum.

Við “framlengdum” svo helginni en í gærkvöldi fórum við út að borða á Fjallkonuna með góðum vinum. Kl. 21 byrjaði svo stuðið en þá mætti Go Go Star á sviðið með alls konar stórskemmtileg atriði! Þetta kvöld kom stórkostlega á óvart og ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel á þriðjudegi lengi haha. Stórkostlegur matur og drykkir, félagsskapur og skemmtunin upp á 10! Í fullri hreinskilni gæti ég ekki mælt meira með – tilvalið fyrir þá sem vilja krydda upp á annars frekar basic þriðjudag. 

Það var svo aldeilis ljúft að vakna við jafn fallegan dag og hann var í dag, þrátt fyrir smá ryðg haha. Ég fór á smá stúss um miðborgina –

 

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

SÍÐUSTU DAGAR

ÁRAMÓTBRÚÐKAUPHEIMILIÐHELGINJÓLINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Hin klassíska “síðustu dagar” færsla í boði fröken Fanneyjar. Ég átti að vísu hálf erfitt með að hafa þessa fyrirsögn í þetta skiptið þar sem færslan er aðalega að sýna frá atburðum sem gerðust á síðasta ári! “Í fyrra”, haha. Þetta er alltaf jafn skrítið svona stuttu eftir áramót að venjast því að segja “í fyrra”.. eitthvað sem að gerðist jafnvel fyrir nokkrum dögum! Allavega þá er langt liðið á janúar sem er alveg jafn skrítið! Tíminn flýgur og ég hef aldrei verið jafn meðvituð um það og nú. Mér finnst það eiginlega hálf óhugnalegt hvað tíminn líður hratt! En hvað um það…

Mig langaði að sýna frá því í máli og myndum sem staðið hefur upp úr hjá mér síðastliðna tvo mánuðina. Dress, heimilið, dóttir mín, jól og áramót og fleira, allt í bland.   Við fórum í stórkostlegt brúðkaup til okkar bestu vina, Eddu og Jóns Hauks þann 16. nóvember. Alltaf jafn dásamlegt að fagna ástinni með sínu nánasta fólki. Þvílíkt partý! <3
Kjóllinn minn er frá Samsoe Samsoe úr Galleri 17.
 Þessar síðustu þrjár myndir tók hin flinka Hildur Erla. Takk elsku brúðhjón enn og aftur fyrir gjörsamlega geggjaða skemmtun. <3    Jólahlaðborð með mínum manni.
Kjóll og skór: Zara
Skart: my letra  Við létum okkur ekki vanta í útgáfupartý hjá snillingunum Frikka og Indíönu. Þvílíkir rithöfundar!   Einn fallegur dagur úti á sleða í desember. 
Blazer: Herradeild Zöru
Buxur: gamlar frá 5units / Galleri 17
Skór: Zara
Bolur: gamall frá Samsoe / herradeild Galleri 17
Belti: Galleri 17    Afar lánsöm með mitt lið <3  Gullmolinn minn. Desember stroll   Aðfangadagur <3  Jóladagur með minni konu <3   Rauðar varir við svartan topp frá Blance sem ég keypti í Húrra Reykjavík fyrir jólin. Ég klæddist þessu kombói þegar við fórum með vinahópnum mínum ásamt mökum út að borða á Fjallkonuna 30. des. Dásamlegur matur og enn betri félagsskapur.    Fjölskyldan mætt í áramótapartý <3 myndatökur gengu misvel haha.
Bolur og kjóll: Galleri 17
Skór: Zara   Mæðgur <3 Söknuðum dönsku, stóru systur minnar. <3  “Thank god for 66 North”. Ég hef búið í þessari úlpu það sem af er ári enda hefur veðrið verið lítið spennandi því miður.   Eins mikið og ég elska að skreyta allt með greni um jólin, elska ég jafn mikið að skipta því út eftir jólin. Ég er algjört jólabarn og elska að skreyta og undirbúa jólin – en mér þótti það afar notalegt að taka niður jólin og koma heimilinu í sitt gamla far.   Elsku litla dásemdin mín í sparikjól frá ömmu sinni, úr Petit Síður fake fur keyptur á janúar útsölunni í Zöru – afar ánægð með þessi kaup!   Veðurguðirnir splæstu í einn dásemdardag hérna á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn síðasta. Hann var vel nýttur í útiveru með fólkinu mínu. 
Þessi dúllumynd fær að slá botninn í þessa löngu færslu. <3

Jæja – ég ætla hér með að tileinka mér það að blogga oftar, og styttra hverju sinni! Sjáumst því aftur hér afar fljótt. Hafið það gott þangað til kæru vinir

PS. ÁFRAM ÍSLAND!

Xxx Fanney
Instagram: fanneyingvars

DRESS

HEIMILIÐHELGINMY LETRANEW INOUTFITSAMSTARF

Ég birti mynd á föstudagskvöldið á Instagram og mér bárust fyrirspurnir úr öllum áttum í kjölfarið. Mér fannst því tilvalið að skella í eina lauflétta og klassíska dress-færslu! Tilefnið var árleg þrettándagleði með frábæra vinkonuhópnum mínum og mökum.  Toppur: ZARA
Buxur: ZARA
Skór: ZARA
Skart: my letra 

Mér finnst eiginlega hálf hlægilegt að vera óvart klædd í flíkur úr Zöru frá toppi til táar. Toppinn keypti ég í USA síðastliðið haust/vetur – en rakst á hann hangandi á slá í Zöru í Smáralind í síðustu viku(!), þar sem ég keypti mér einmitt þessar buxur á útsölu á 2.400 krónur. Ég elska sniðið á þeim og rennilása detail-in neðst á skálmunum. Ég hef varla farið úr þeim. Skórnir eru sem fyrr segir, einnig úr Zöru en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þið ykkar sem fylgið mér á Instagram hafið oft séð þá bregða þar fyrir undanfarna mánuði og mörg verið forvitin að vita hvaðan þeir eru.

Þó að fyrirspurnirnar hafi lang flestar verið dress-tengdar þá svaraði ég líka þó nokkrum heimilistengdum spurningum sem mig langar einnig að svara hér. Gólfmottan fyrir aftan mig er bambus silki motta frá versluninni Seimei í Síðumúla. Hún er algjörlega í uppáhaldi hjá mér og setur punktinn yfir i-ið í stofunni að mínu mati. Allar gardínurnar okkar í íbúðinni eru svo frá Álnabæ og við erum með Voal í off white. Þær gera allt fyrir íbúðina – ég gæti ekki verið ánægðari með hvoru tveggja.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

FYRSTU JÓLIN HEIMA

HEIMILIÐHILDUR YEOMANINNBLÁSTURJÓLINLÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Gleðilega hátíð kæru lesendur! Ég er aðeins of sein þar sem jólin voru jú formlega kvödd í gær á þrettánda degi jóla. Þetta er fyrsta færslan mín á þessu nýja og glæsilega ári, 2020 og því vil ég byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs! Ég vona innilega að þið hafið notið hátíðanna eins vel og kostur er með ykkar fólki. Það gerði ég svo sannarlega. Ég er mikið jólabarn og finnst ofboðslega skemmtilegt að undirbúa jólin í rólegheitum. Það er ekki eins gaman þegar jólin eru farin að snúast upp í stress því jólin koma alltaf sama hvað, það er alltaf gott að minna sig á það. Þó að maður sé ekki með allt tilbúið þá er það bara svoleiðis og óþarfi að stressa sig á því. Við höfum öll mis mikinn tíma og desember er mánuður sem líður hjá á ljóshraða og úr nægu að snúast fyrir jólin. Með vinnu og öllu er eflaust stundum ógerlegt að komast yfir öll verkefnin sem maður er búin/n að setja sér og því mikilvægt að stilla hugann þannig að það sé bara allt í góðu þó að það klárist ekki allt í tæka tíð.

Ég hafði aðeins meiri tíma en vanalega þessi jólin og naut þess í botn að geta dúllað mér við jólaundirbúninginn. Ég var örlítið peppaðri í ár sökum þess að fyrir rúmu ári, eða nánar tiltekið, 1.desember 2018 fengum við nýju íbúðina okkar afhenta. Ég sá það fyrir mér þá að eiga notalegan jólatíma á nýja heimilinu en allt kom fyrir ekki. Hér var ekki tekið upp eitt einasta skraut þau jólin, kassar úti um allt og við í miklum framkvæmdum. Jólabarninu mér þótti það afar erfitt og að öllu leiti mjög skringilegt! Ég var því spennt að geta undirbúið jólin núna og sérstaklega þar sem við ákváðum það í desember að halda í fyrsta skipti upp á jólin heima. Við buðum fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum til okkar á aðfangadagskvöld sem var stórkostlegt og gekk vonum framar. Ég fann mér algjörlega nýtt áhugasvið en ó hvað mér þótti gaman að leggja á borð og gera borðið fínt. Ég fékk ótrúlega góðar undirtektir þegar ég birti myndir af borðhaldi á Instagram og ég ákvað strax að mig langaði að deila myndunum með ykkur hér. Gaman að geta gefið hugmyndir fyrir þá sem áhuga hafa.

Allt matarstellið okkar er frá Bitz living en við höfum safnað okkur í það stell undanfarin ár. Lúkkið höfðar ótrúlega til mín og úrvalið er svo mikið. Mér finnst gylltu hnífapörin frá Bitz svo falleg með, punkturinn yfir i-ið að mínu mati. Bitz er eflaust orðið flestum kunnugt en merkið er m.a. fáanlegt í Bast, Húsgagnahöllinni og Snúrunni. Borðdúkinn, diskamotturnar, könglaseríuna og svörtu jólakertin fékk ég að gjöf frá Bast í Kringlunni. Svo ótrúlega fallegt en ég keypti greni í Garðheimum og lagði seríuna með könglunum yfir. Gylltu stjörnurnar sem ég keypti í Módern og svörtu kertin raðaði ég svo með. Svo þegar maturinn fór á borðið þá færði ég allt saman yfir á skenkinn okkar undir sjónvarpinu þar sem það naut sín svo fallega þar til jólin voru tekin niður núna eftir áramótin. Ég keypti þessi steingráu vatnsglös fyrir jólin en ég er ótrúlega hrifin af þeim! Þau eru frá merki sem heitir Libbey og fæst í Bast. Þau eru á mjög góðu verði, ótrúlega falleg og í þokkabót er glerið í þeim tvöfalt og því erfiðara að brjóta þau. Ég verð líka að segja ykkur betur frá borðdúknum en ég nefndi hér fyrir ofan að ég hafi fengið hann að gjöf frá Bast. Dúkurinn er frá danska merkinu Södahl en hann er stamur undir svo hann helst alveg kyrr á borðinu, tilvalið fyrir matarboð með börnum sem geta þá ekki togað í dúkinn! Ég var yfir mig hrifin og hann reyndist okkur stórkostlega hér yfir hátíðarnar. Dúkurinn var klipptur fyrir mig eftir stærð borðsins en úrvalið af dúkum sem þessum er ótrúlega mikið í Bast – ég mæli með að kíkja á þetta! Tau servíetturnar eru svo frá Seimei, mér finnst þær alveg setja punktinn yfir i-ið á borðinu. Ég var ótrúlega ánægð með borðið þó ég segi sjálf frá og skemmti mér stórkostlega við að dúlla mér við að gera það huggulegt.    Fallegi jólakjóllinn minn er úr smiðju Hildar Yeoman.

Meiriháttar aðfangadagur með mínu fólki. Hátíðarnar minna mig alltaf á að vera þakklát fyrir allt mitt. Þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini, þakklát fyrir að vera hamingjusöm og þakklát fyrir góða heilsu – þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf það sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi.

Ég vona að þið hafið haft það sem allra best kæru vinir <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

ÁRAMÓTADRESS FRÁ HILDI YEOMAN

ÁRAMÓTHILDUR YEOMANJÓLINOUTFITSAMSTARF

Þessi færsla er unnin í samstarfi við verslunina Yeoman á Skólavörðustíg.

Gleðilega hátíð kæru lesendur! Ég hef aðeins leyft blogginu að sitja á hakanum yfir hátíðarnar en hlakka til að koma tvíefld til baka og segja ykkur betur frá hvað daga mína hefur drifið undanfarið! Ég hef frá nægu að segja svo ég borga þetta upp strax á nýju ári. ;) Nú er ég hinsvegar komin til að tala um áramótadress en íslenska fatamerkið Hildur Yeoman hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér! Ég hef nokkrum sinnum áður farið í “samstarfs-heimsókn” í verslunina Yeoman á Skólavörðustíg þar sem merkið er fáanlegt, og birt myndir hér á blogginu. Núna strax eftir jólin kíkti ég þangað í þeim tilgangi að skoða áramótadress. Ég var sem fyrr alls ekki svikin af úrvalinu og satt best að segja hefur að mínu mati úrvalið sjaldan verið jafn fallegt og nú! Kjólarnir frá Hildi eru jafn misjafnir og þeir eru margir og þar er eitthvað fyrir alla! Printin á kjólunum eru líka svo sérlega falleg þetta season og nóg af glimmeri og glamúr fyrir áramótin sem að framundan eru. Sem fyrr þá komst ég auðvitað alls ekki yfir að máta allt sem mig langaði til að máta og hvet ég ykkur því að gera ykkur ferð á Skólavörðustíginn því sjón er sögu ríkari. Öll fallegu sniðin og öll fallegu printin!

 “The Glamour dress” – kjóll sem ég féll strax fyrir um leið og í hann var komið. Það er að vísu alltaf mín upplifun með kjólana frá Hildi Yeoman – þeir eru fallegir á slánni, en þeir verða allir svo miklu flottari þegar þeir eru komnir á. Ég átti ansi erfitt með að velja minn uppáhalds og hefði auðveldlega geta stolið þeim öllum!    “The Divine dress“. Þessi kjóll átti eiginlega vinninginn að mínu mati. Kannski ekki sá áramótalegasti af þeim en hann er hægt að leika sér með á marga vegu og auðveldlega hægt að klæða upp og niður. Mikið notagildi í mínum augum sem að heillar mig auðvitað sérstaklega.  Kjólnum fylgir band sem hægt er að binda á marga vegu svo að kjóllinn fái að njóta sín eins vel og hentar hverjum og einum. Ég mæli með að biðja skvísurnar í versluninni um að sýna ykkur möguleikana en þeir eru fleiri en mann grunar. Æðislegur kjóll sem er að sjálfsögðu til í fleiri fallegum printum.   Glænýtt snið úr smiðju Hildar Yeoman sem hitti beint í mark hjá undirritaðri. Mér finnst detailin stórkostleg og ermarnar meiriháttar! Þessi er fullkominn áramótakjóll ef þú spyrð mig!   “The Royal dress“. Nýtt og einstaklega fallegt snið, algjör skvísukjóll með fallegum púff-erma detail.   “The Party dress“. Nafnið á þessum kjól finnst mér afar viðeigandi en ó hvað ég kolféll fyrir þessum! Sannkölluð áramótaveisla. Hann er ótrúlega þægilegur í þokkabót – eins og þeir allir reyndar! Fullkominn!   Taaalandi um new years eve!! Hversu tryllt sett! Buxur + bolur sem hægt er að nota saman og í sitthvoru lagi. Elska þetta lúkk. Þetta dress er einnig til í “White Raven” prenti sem er eitt af ólýsanlega mörgum fallegum nýjum prentum þetta season! Jólakjóllinn minn í ár var t.d. hinn vinsæli rúllukragakjóll frá Hildi Yeoman í “White Raven” prentinu. Ótrúlega fallegur! 

Eins og ég segi alltaf að þá er eitthvað fyrir alla í Yeoman og úrvalið fyrir áramótin stórkostlegt! Núna eru tveir dagar til áramóta svo nægur tími til að gera sér ferð á Skólavörðustíginn og skoða úvalið. Á morgun er klassískur opnunartími, frá 11 – 18 og á gamlársdag er opið frá 11 – 14. Ég mæli með!

Fyrir áhugasama er hægt að skoða frekara úrval HÉR.

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars