DRESS

HELGINNEW INOUTFIT

Ég er hægt og rólega að vinna mig út úr þeirri blogg-lægð sem ég hef legið í undanfarið. Ég hef enn nóg að segja ykkur frá og sýna sem kemur inn á næstu dögum. Við erum á leiðinni erlendis í byrjun næstu viku, til Ítalíu nánar tiltekið og fyrir vikið er ég að vinna ansi þétt fram að því. Við hinsvegar skelltum okkur í grill hjá góðum vinum um síðustu helgi. Það var dásamlegt!
Ein stutt og klassísk dress-færsla í þetta skiptið en ég fékk margar fyrirspurnir út í dressið sem ég klæddist á Instagram.

Toppur: ZARA
Buxur: ZARA
Skór: ZARA

Óvart allt dressið úr Zöru en skóna og toppinn keypti ég í Barcelona, ég hélt á buxunum þar líka en ákvað að sleppa þeim. Fyrir stuttu fór ég svo til Chicago og aulinn ég stóðst þá ekki mátið þegar ég sá þær hanga þar í Zöru.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

MY LETRA BY FANNEY INGVARS

LÍFIÐMY LETRAMY LETRA BY FANNEY INGVARSPERSÓNULEGTSAMSTARFSKARTGRIPIR

HÆ! Full langt síðan ég heilsaði ykkur hér síðast. Ég hef haft í nógu að snúast, þá aðalega þar sem ég hef verið mikið erlendis síðan um páskana og mömmuhjartað hefur átt erfitt með að réttlæta það að setjast fyrir framan tölvuna loksins þegar ég er heima, eðlilega. Það sem hefur daga mína drifið síðan síðast eru þá aðalega utanlandsferðir, vinna, afmælisundirbúningur fyrir tveggja ára afmælisdís og lokaundirbúningur fyrir nýja skartgripalínu. Ég ætla að nýta tækifærið hér og kynna hana örlítið fyrir ykkur – ég skulda ykkur fullt af færslum sem ég hlakka til að deila með ykkur á næstu dögum!

Ég lauma greinilega á nóg af leyniverkefnum en hér er eitt þeirra. Ég kynni með miklu stolti skartgripalínuna My letra by Fanney Ingvars sem ég hef unnið að undanfarna mánuði með My Letra. Ég hef komið inn á skartgripafyrirtækið My Letra hér á blogginu áður en það er í eigu minna bestu vina og er fyrirtækið aðeins rétt 1 árs. Það hefur verið magnað að fylgjast með þeim vaxa og dafna síðastliðið ár og koma sér á þann stað sem þau eru í dag. Frá fyrsta degi fyrirtækisins hef ég borið frá þeim skart og þegar besta vinkona mín bar þetta undir mig fyrir nokkrum mánuðum að gera samstarfslínu var svarið að sjálfsögðu já. Línan er loksins tilbúin og fer hún í sölu í kvöld(!) á www.myletra.is á slaginu 20:00. Línan inniheldur 8 mismunandi skartgripi sem allir eru fáanlegir í bæði gull- og silfurlituðu. Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vera veglegar og vandaðar, klassískar, stílhreinar og að sjálfsögðu ótrúlega fallegar, þó ég segi sjálf frá. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að bæta þessari línu við stórkostlega vöruúrvalið sem My Letra hefur upp á að bjóða. Við Sóley, besta vinkona mín og eigandi My Letra erum ótrúlega stoltar af afrakstrinum og vonum að ykkur muni líka línan jafn vel og okkur! Ég fer vandlega yfir hverja vöru fyrir sig á Instagram Story hjá mér fyrir ykkur sem áhugasöm eruð, þar er ég undir fanneyingvars.
Í línunni eru fjórir eyrnalokkar, þrjú hálsmen og eitt armband.

Eclipse eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Circle eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Mini Circle eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Dot eyrnalokkar by Fanney Ingvars
Rope keðja by Fanney Ingvars
Best Friend hálsmen by Fanney Ingvars
Lace keðja by Fanney Ingvars
Lace armband by Fanney Ingvars

Ljósmyndari: Birgitta Stefáns

Ég segi það aftur að línan fer í sölu Í KVÖLD á slaginu 20:00 á heimasíðu My Letra, myletra.is. Línan er í mjög takmörkuðu upplagi! Snyrtivörur frá heildsölunni Terma Snyrtivörur fylgja fyrstu 30 kaupum á línunni í kvöld og vil ég þakka þeim kærlega fyrir að vera með okkur í liði. <3

Annars er rétt rúmlega klukkutími eftir af gjafaleiknum sem er í gangi á Instagraminu mínu: @fanneyingvars – þar sem að einn heppinn fylgjandi vinnur ALLA línuna eins og hún leggur sig og getur viðkomandi valið hvort hann taki vörurnar í gull- eða silfurlituðu. Ég mæli með að vera með og hafa hraðar hendur!

Ég vona annars innilega að ykkur líki línan mín jafn vel og okkur. <3

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

PÁSKASÆLAN

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐPÁSKARPERSÓNULEGTSVEITIN

Síðbúnar páskakveðjur til ykkar allra! Já og gleðilegt SUMAR! Fyrsti sumardagur virðist ætla að taka nokkuð ágætlega á móti okkur hér á höfuðborgarsvæðinu í það minnsta. Sól og fallegt veður. Vonandi er dagurinn að leggja línurnar fyrir komandi sumar!

Vonandi höfðuð þið það dásamlegt um páskana. Mínir voru sannarlega gleðilegir en ég eyddi þeim með fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum uppi í sumarbústað. Það var ótrúlega ljúft, mikil slökun og notalegheit. Dóttir mín skemmti sér stórkostlega að kíkja á litlu nýfæddu lömbin og hestana en það var einmitt það sem við gerðum mest af. Ásamt því að borða, að sjálfsögðu! Ég lenti frá New York á föstudaginn langa þar sem ég var svo óheppin að fá svo mikið í eyrun – ég hef því verið hálf heyrnalaus síðan þá og lét loksins kíkja á mig í gær þar sem kom í ljós að ég væri með eyrnabólgu. 27 ára gömul með eyrnabólgu þykir mér fyndið en glöð er ég að vera búin að fá útskýringu og núna treysti ég á að sýklalyfin losi þetta burt! Við tókum þó nokkrar myndir af gleði helgarinnar sem mig langaði að láta fljóta með. 

Sveitasæla eins og hún gerist best. Hlakka strax til að komast aftur upp í bústað – vonandi sem fyrst! Svo notalegt fyrir líkama og sál.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRESS

MOSS X FANNEY INGVARSNEW INOUTFITSAMSTARF

Sóley samfestingur / Moss X Fanney IngvarsGalleri Sautján
Skór: Tatuaggi / GS Skór

Þessi fallegi samfestingur er úr línunni minni, Moss X Fanney Ingvars. Hann kom örlítið seinna í verslanir Galleri Sautján en vegna óvæntrar uppákomu seinkaði komu hans til landsins. Ég var ótrúlega spennt að sýna ykkur hann í svörtu en fram að því hafði ég bara sýnt ykkur hann í hvíta litnum / HÉR. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á samfestingnum. Hann er fallegur bæði bundinn og óbundinn, er klæðilegur, þægilegur og hentar öllum. Efnið er þykkt og veglegt sem gerir hann örlítið meira fínni, þó auðvelt sé að dressa hann niður við meira casual tilefni. Þessi verður mikið notaður og ég mæli með að drífa sig áður en hann klárast í Galleri Sautján! Xxx

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

MOSS X FANNEY INGVARS / TAKK

LÍFIÐMOSS X FANNEY INGVARSOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Ég er bókstaflega ennþá að ná mér niður á jörðina eftir viðtökur á fatalínunni minni, Moss X Fanney Ingvars sem kom í verslanir Galleri Sautján í síðustu viku, fimmtudaginn 11. apríl nánar tiltekið. Ég á ennþá ekki til nein orð sem lýsa tilfinningum mínum en bókstaflega allt, fór langt fram úr mínum væntingum. Þegar við opnuðum dyrnar á slaginu 18 hafði myndast biðröð sem náði yfir hálfa Kringluna! Ég trúði því ekki – enda skældi ég bara þegar við hleyptum inn!
Ég er orðlaus, stolt og óendanlega þakklát!! Takk takk takk allir sem gerðuð ykkur ferð og fögnuðu með okkur þegar línan mín fór í sölu. Þessu kvöldi mun ég aldrei gleyma! Ég ætla að leyfa myndum frá kvöldinu að tala sínu máli. TAKK aftur fyrir frábærar móttökur á fatalínunni minni, Moss X Fanney Ingvars! Þið eruð öll stórkostleg <3

Ég klæddist ‘Elín‘ samfellunni og ‘Edda‘ leðurbuxunum úr Moss X Fanney Ingvars línunni, skórnir eru gamlir úr GS Skóm og eru frá Tatuaggi.  Sara Dögg Johansen farðaði mig svona fínt fyrir kvöldið með vörum frá NYX Professional Make-Up. Hún farðaði mig líka fyrir myndatökuna fyrir Moss X Fanney Ingvars og ég var svo ólýsanlega ánægð. Hún er snillingur fram í fingurgóma. Svo gaman að vera ánægður með sig á svona stórum mómentum.  Dásamlega litla fjölskyldan mín. <3 Myndir frá MBL.is sem Elsa Katrín tók.  Elsku mamma mín, systir mín og dóttir mín. <3  Jóhann Fannar mætti að sjálfsögðu í opnunarteiti frænku sinnar. <3 <3 Elsku amma mín kom og fagnaði með mér. Við erum alnöfnur, einu tvær ‘Fanney Ingvarsdóttir’ á landinu. <3<3Línan mín alveg að verða klár í uppstillingu rétt áður en að klukkan sló 18. Þrátt fyrir stórkostlega mannmergð og mikil þrengsli og læti náði starfsfólk Galleri Sautján að halda þessu ólýsanlega vel! Þær voru algjörlega með puttana á púlsinum og fylltu á jafn óðum og náðu að halda þessu ótrúlega vel! Þær eiga hrós skilið fyrir frábæra þjónustu og frábærlega unnið starf þetta kvöld! Ekki bara mín orð heldur höfðu einnig margir sem ég hitti orð á því! Þjónusta skiptir öllu og mér finnst dásamlegt að allt hafi gengið svona vel þetta kvöld! Takk enn og aftur stelpur fyrir ykkar vinnu! <3

Hún Viktoría okkar sem vinnur hjá NTC tók fullt af myndum af gestum og gangandi sem mig langar að leyfa að fylgja með hér. Takk elsku Viktoría! Ótrúlega gaman að skoða þessar myndir – ég tók ekki eina einustu mynd og því þykir mér vænt um að geta skoðað þessar myndir. Endilega deilið að vild ef þið sjáið kunnuleg andlit! TAKK enn og aftur fyrir komuna og að gera þetta kvöld ógleymanlegt fyrir mig.  Hvað er meira viðeigandi en að popp og kók-istinn sjálfur bjóði upp á popp og kók?

Enn og aftur vil ég þakka Galleri 17 kærlega fyrir tækifærið, trúna og traustið! Elsku Maya mín sem sat með mér á öllum fundum síðan í maí í fyrra og fæddi allar mínar hugmyndir. Takk Helena og Viktoría fyrir okkar frábæra samstarf undanfarna mánuði! Ég var sannarlega heppin með drauma teymi á bakvið mig! <3

TAKK!

Ykkar einlæg,
Fanney

Línan mín er enn í sölu í verslunum Galleri 17 í bæði Kringlunni og Smáralind. Einhverjar flíkur eru búnar en enn er hægt að finna þar fallegar gersemar.

Ég minni á að merkja okkur á Instagram:
@mossxfanneyingvars
@fanneyingvars

ÞÉR ER BOÐIÐ…

MOSS X FANNEY INGVARSSAMSTARF

Ég trúi ekki að það sé komið að þessu, það er sannarlega ekki á hverjum degi sem maður “launch-ar” fatalínu!
Af því tilefni þætti mér ótrúlega vænt um ef þið mynduð gleðjast með mér í kvöld!

Verið öll hjartanlega velkomin…. 

Fyrstu 20 sem versla úr línunni minni fá veglegan gjafapoka sem ég lagði mikið upp úr að yrði veglegur og flottur. Pokinn er að andvirði rúmlega 30.000 krónur og eru vörurnar sem að í honum eru allar í minni daglegu rútínu. Þar er meðal annars að finna æðislega pakka frá Marc Inbane, BIOEFFECT, NYX Professional Make Up og MorrocanOil. Ég er ótrúlega stolt af gjafapokanum og þakklát þessum fyrirtækjum að gera mér kleift að leyfa ykkur sem verslið úr línunni minni að eignast vörurnar sem ég nota.

Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest í Kringlunni í kvöld en línan fer í sölu á slaginu 18:00 í Galleri 17.

Endalaus ást og þakklæti
Xxx Fanney

Instagram:
@fanneyingvars
@mossxfanneyingvars

MOSS X FANNEY INGVARS

MOSS X FANNEY INGVARSOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Mig langaði að segja ykkur í stuttu máli frá sögunni á bakvið MOSS X FANNEY INGVARS og hvaðan línan í raun og veru kemur. Í fatalínunni sæki ég í raun svolítið innblástur í minn eigin fatastíl. Þ.e. margar af þessum flíkum einkenna fatastíl minn mikið og eru allar flíkur sem ég myndi telja að væru “must have” í fataskápinn. Þær eru ótrúlega praktískar og búa allar yfir miklu notagildi sem mér þykir ótrúlega mikilvægt. Blanda af “basic” flíkum sem og aðeins óhefðbundnari flíkum sem skemmtilegt er að tvinna saman. Í línunni eru til að mynda flíkur sem að mig hefur lengi vantað í minn fataskáp en rétta sniðið aldrei almennilega fundið, gott dæmi um það eru uppháu leðurbuxurnar. Þetta ákveðna, svokallaða “mom jeans” lúkk, nema í leðurbuxum var því fyrsta hugmynd sem ég skissaði niður á blað í upphafi og er ég ólýsanlega ánægð með þær. Línan er að mínu mati skemmtileg blanda af hversdags flíkum sem og flíkum fyrir fínni tilefni en þó er hægt að dressa þær allar upp og niður eftir því sem við á hverju sinni. Það sem að mér þykir sérstaklega skemmtilegt er hvað flíkurnar í línunni ganga allar upp saman og í sitthvoru lagi en þeim er hægt að púsla saman á alls konar vegu, sem ég er mjög stolt af! Sem dæmi þá er að finna dásamlega dragt í línunni minni sem gengur jafn vel saman og í sundur. Dragtar jakkinn gengur við nánast hvaða flík sem er og eins væru dragtar buxurnar jafn flottar við stuttermabolinn/skyrtuna og svo leðurjakkann yfir, sem dæmi.

Ef ég ætti að lýsa línunni minni langar mig að segja að hún sé bæði töff og elegant í bland, já og bara svolítið Fanneyjar-leg haha. Þegar ég tilkynnti línuna mína var ein kunningja vinkona sem skildi fallegar hamingjuóskir eftir í athugasemdum hjá mér á Instagram – en þar skrifaði hún meðal annars eftirfarandi: “Þessi lína er sturluð, töff og elegant í bland, eins og þinn persónulegi stíll hefur alltaf verið.” Besta vinkona mín endurtók svo þessi orð og vitnaði einmitt í um rædda athugasemd og ég áttaði mig pínu á því þá að þessi orð væru eflaust þau réttu til að lýsa mínum stíl og fatalínunni minni í heild. Flíkurnar eru stílhreinar og tímalausar og eru allar hugsaðar til að hafa notagildi til lengri tíma. Ég lagði upp með að gæðin yrðu sem best sem mér finnst að hafi tekist vel upp hjá okkur. Ég er því ánægðust með hvað flíkurnar eru vandaðar en munu þó koma til með að vera á sanngjörnu verði. Það setur punktinn yfir i-ið!

Línan er að sjálfu sér ekki bundin neinni sérstakri árstíð enda höfum við Íslendingar alls ekki alltaf getað klætt okkur eftir árstíðum. Ef ég ætti að velja eina árstíð sem væri hvað mest í takt við línuna væri það sennilega vorið. Því finnst mér einstaklega skemmtilegt og viðeigandi að hún sé að koma út núna, þó að flíkurnar gangi allt árið um kring.

Ég er ótrúlega stolt af línunni þó ég segi sjálf frá en samstarfið gekk vonum framar og útkoman betri en ég þorði að vona. Ég vil þakka NTC og Galleri Sautján hjartanlega fyrir tækifærið, trúna og traustið. Elsku Maya og Helena, takk fyrir samstarfið og trúna á mér og mínum hugmyndum, hjálpa mér við að fæða þær allar, leyfa mér að spila þetta svo mikið eftir mínu höfði og treysta mér fyrir því. Þetta verkefni kenndi mér ótrúlega margt og undirstrikaði enn frekar minn brennandi áhuga á tísku og hönnun. NTC hefur alltaf verið góður skóli fyrir mig en þar starfaði ég um margra ára skeið, fyrst í Galleri Sautján og svo í GS Skóm þar sem ég endaði svo sem verslunarstjóri. Nú fékk ég tækifæri til að vinna að heillri fatalínu með þeim undir mínu nafni. Ég er ótrúlega þakklát, vægt til orðanna tekið!

Íris Dögg Einarsdóttir myndaði og Sara Dögg Johansen farðaði. Dream-team!

Ég vona innilega að ykkur líki línan mín og hlakka til að sjá ykkur sem flest þann 11. apríl kl. 18 í verslun Galleri 17. <3

Endalaust þakklæti til ykkar allra!
Xxx Fanney

Instagram: 
@fanneyingvars
@mossxfanneyingvars

DRESS / MOSS X FANNEY INGVARS

MOSS X FANNEY INGVARSOUTFITSAMSTARF

Ég vil byrja á að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum KÆRLEGA fyrir áhugann og viðbrögðin í kjölfar tilkynningu á fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS, sem ég hef unnið að með NTC undanfarna mánuði. Ég á sannarlega ekki til orð sem lýsa tilfinningunni nægilega vel svo eina sem ég get sagt er takk, takk og aftur takk! Viðbrögðin fóru fram úr mínum björtustu vonum og fyrir vikið er ég ykkur ólýsanlega þakklát!! <3

Ég fór á tryllt show Hildar Yeoman á föstudagskvöldið fyrir rúmri viku síðan! Ég klæddist samfesting sem ég birti myndir af mér í á Instagram og ég fékk vægast sagt margar fyrirspurnir út í. Mér þótti það í hreinskilni sagt pínu erfitt að geta ekki svarað þeim ótal mörgum fyrirspurnum sem mér bárust fullnægjandi en loksins get ég útskýrt málið. Samfestingurinn er sumsé í fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS og heitir ‘Sóley samfestingur‘. Hann er einn af mínum uppáhalds en ég er ólýsanlega ánægð með hvernig hann tókst til. Sniðið finnst mér fullkomið en hann er líka mjög töff óbundinn. Hann er úr fallegu efni og kemur í bæði svörtu og hvítu. Ég var ótrúlega ánægð að sjá hvað þið elskuðuð hann jafn mikið og ég! <3


Samfestingur: ‘Sóley samfestingur’ / MOSS X FANNEY INGVARS / Væntanlegur í Galleri 17
Skór: Tatuaggi / GS Skór
Skart: My Letra Store

Línan mín kemur út 11. apríl, kl. 18 nánar tiltekið en ég verð þó að tilkynna ykkur að samfestingurinn verður ekki hangandi þar á slá en vegna óvæntrar uppákomu (líkt og gengur og gerist), eigum við von á honum ca. viku seinna! Mikið er ég spennt! Ég minni á @mossxfanneyingvars á Instagram og að merkja okkur alltaf á myndirnar ykkar þegar að því kemur. <3

Góða helgi!
Xxx Fanney

Instagram: @fanneyingvars

LOKSINS

MOSS X FANNEY INGVARSSAMSTARF

Loksins, loksins, LOKSINS get ég deilt því með ykkur sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði. Síðasta vor, eða nánar tiltekið í maí í fyrra, var fyrsti undirbúnings fundur formlega haldinn svo ferlið er því orðið ansi langt og margir stórskemmtilegir mánuðir af vinnu að baki. Hingað til hefur þetta verið algjört “leyniverkefni” og hef ég í allan þennan tíma haldið því fyrir sjálfa mig og mína nánustu. Undanfarna daga og vikur hefur verið meira en nóg að gera hjá mér enda er loksins komið að því að deila með ykkur gleðinni og útkomunni. Þetta litla (samt risastóra) leyniverkefni er sumsé samstarfsverkefni mitt við NTC sem samanstendur af nýrri fatalínu sem ég vann með Galleri 17, MOSS X FANNEY INGVARS. Þið hafið eflaust mörg hver tekið eftir smá “tease-i” á samfélagsmiðlum undanfarna daga en ég hef verið að klæðast og birta myndir af mér í flíkum úr línunni. Það reyndist á endanum mjög erfitt því mér bárust óteljandi fyrirspurnir um flíkurnar og þótti mér mjög erfitt að geta ekki svarað ykkur með fullnægjandi svörum, þó ég væri að sjálfsögðu óendanlega þakklát að finna fyrir áhuganum! Nú get ég loksins skýlt mér á bakvið það en þessar flíkur tilheyra sumsé fatalínunni minni, MOSS X FANNEY INGVARS sem ég er ofsalega stolt af.

Þann 11. apríl næst komandi munum við “launcha” MOSS X FANNEY INGVARS í verslun Galleri 17 og ég einfaldlega get ekki beðið. Undanfarna daga hafa allar heimsins tilfinningar komið yfir mig en núna get ég ekki annað en brosað út að eyrum. Ég varð einfaldlega smá meyr af stolti þegar ég sá allar flíkurnar mínar hangandi saman á slá í fyrsta sinn í síðustu viku.

Ég mun á næstu dögum segja ykkur meira frá línunni sjálfri en hún samanstendur af hvorki meira né minna en 18 flíkum, 23 ef við teljum liti með og er ég vægast sagt ólýsanlega ánægð og stolt með útkomuna. Allar flíkurnar skírði ég í höfuðið á mínum nánustu vinkonum en mér þótti það viðeigandi þar sem þær voru mér afar mikilvægur stuðningur í gegnum þetta ferli. Alltaf tilbúnar að gefa mér ráðleggingar þegar ég þurfti og eins gáfu mér nauðsynleg “pepp” á þeim stundum sem ég leyfði mér að efast. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát og fyrir vikið langaði mig að skíra flíkurnar mínar í höfuðið á þeim.
Ég vona innilega að þið verðið jafn ánægð með línuna og ég er. <3 Ég hlakka til að segja ykkur meira frá henni núna á næstu dögum.

Í síðustu viku skutum við svokallað lookbook fyrir línuna en við fengum landsliðið í þessu fagi með okkur í lið. Sara Dögg Johansen sá um förðun og Íris Dögg Einarsdóttir myndaði. Dagurinn var langur, 10 klukkustundir nánar tiltekið en þrátt fyrir það var hann ólýsanlega skemmtilegur og var það eiginlega bara svolítið skemmtilegt að setjast aftur fyrir framan myndavélina og reyna að rifja upp gamla takta. Með þetta svokallaða dream-team á bak við mig tókst það bara nokkuð ágætlega til. Takk fyrir meiriháttar dag stelpur. Ég mun sýna ykkur miklu, miklu meira á næstu dögum kæru lesendur og halda ykkur  vel upplýstum svo fylgist vel með! <3 Ég hlakka svo til að bjóða ykkur formlega velkomin í opnunarpartý línunnar minnar svo takið 11. apríl frá kæru vinir.

Hér er smá sneak peek úr myndatökunni en ég hlakka til að sýna ykkur miklu meira. Aftur, þá var það Íris Dögg Einarsdóttir sem myndaði og Sara Dögg Johansen farðaði. Fagmanneskjur fram í fingurgóma og hefðum við aldrei getað fengið betra team með okkur í þetta.

Allar fyrstu upplýsingar verða birtar hér á Trendnet að sjálfsögðu, þar fyrir utan er ég ansi virk á Instagraminu mínu, @fanneyingvars varðandi allt sem kemur að línunni. Mig langar líka að minna á reikning @galleri17 á Instagram og einnig bjó ég til sérstakan aðgang fyrir línuna mína, @mossxfanneyingvars þar sem okkur langar að vera dugleg að birta myndir af öllum þeim sem klæðast flíkunum mínum og vil ég biðja ykkur um, sem gerist svo elskuleg að fjárfesta í þeim að merkja MOSS X FANNEY INGVARS á Instagram og nota myllumerkið #MossXFanneyIngvars svo ég sjái ykkur! <3 <3

Vá hvað ég er spennt að sýna ykkur meira!

Endalaust þakklæti!!! <3
Xxx Fanney

SÍÐUSTU DAGAR

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Síðustu dagar, vikur og jafnvel mánuðir. Tíminn líður svo hratt og allt í einu á ég uppsafnaðan myndabanka frá því sem ég hef verið að gera undanfarið. Ég ákvað að deila nokkrum af því með ykkur hér, allt í bland og ekki beint mikið skipulag né ákveðið þema sem ég er að vinna með, haha. Einfaldlega myndir úr daglega lífinu undanfarið. Ég hef verið að vinna að stóru verkefni núna í marga mánuði – ég mun segja ykkur frá því eftir nokkra daga – fyrst hér á Trendnet að sjálfsögðu. Ég er að pissa í mig úr spenningi, svo einfalt er það!

 Stórskemmtilegt fertugsafmæli.   Mamma og Kolbrún Anna á konudaginn <3

_________________________________________________________

 

Ég er enn að komast yfir það hvað við búum í fallegu umhverfi. Engin þörf fyrir filter fyrir slíka fegurð!

Mamma og Kolbrún Anna á Fabrikkunni á Konukvöldi Kringlunnar.  Einn aðeins of góður dagur með liðinu mínu. Guð hvað allt verður einhvernveginn betra þegar sólin skín!

Ekkert sem toppar knús af þessu tagi! 

 Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinningin er að vera byrjuð að æfa aftur. Ég hef því miður alls ekki náð að koma því í rútínu hjá mér að æfa síðan áður en ég varð ólétt. Mig hefur alveg vantað drifkraftinn og orkuna í það. Ég er líka ein af þeim sem finnst glatað að vera “léleg” í einhverju þegar ég veit að ég á að geta miklu betur og þessi byrjunarreitur eftir meðgöngu var því erfitt fyrir mig að takast á við. Þetta er bara spurning um nokkrar æfingar og svo ertu komin af stað. Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum fjölbreyttum tímum að halda til að koma mér af stað og þá allra helst í góðum felagsskap. Ég skráði mig í Absolute Training í World Class hjá Aðalheiði Ýr, ásamt tveimur af mínum bestu vinkonum. Svo gaman!!

Jæja, þá er þessi myndafærsla búin í bili. Fylgist með hér á Trendnet næstu daga <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars