fbpx

FLORIDA

FERÐALÖGFLORIDAKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Góðan daginn! Við litla fjölskyldan erum tiltölulega nýkomin úr fríi í Florida. Við eyddum þar 10 dögum með frábærum vinum okkar. Við leigðum saman hús í Kissimmee í Florida sem var alveg meiriháttar. Stórt og rúmgott og vel fór um alla sem var lykilatriði. Frábær sundlaug í garðinum og stutt í alla helstu afþreyingu fyrir börnin, sem var einmitt ætlunin með fríinu. Það var nýfarið að kólna verulega hér á klakanum þegar við fórum út svo tímasetningin var fullkomin fyrir frí. Við vorum í 10 daga yfir mánaðarmótin október – nóvember. Það var 30 stiga hiti allan tímann sem var dásamlegt en sólin hefði hinsvegar alveg mátt skína meira á okkur seinni helming ferðarinnar! Engu að síður frábært frí í alla staði og meiriháttar að komast í frí með Kolbrúnu Önnu. Það var komið full langt síðan síðast! Hún naut sín í botn með vinkonum sínum sem var svo gott í hjartað að sjá! Ég ætla að leyfa fullt af myndum að fylgja þessari færslu – er ekki alveg í lagi að setja smá sólarmyndir inn í nóvember?

Fyrsti dagurinn, rölt um garðinn og fallega hverfið okkar. 

Áttum svo dásamlegar stundir í sundlaugargarðinum í hverfinu okkar. Ótrúlega barnvænn garður svo þetta var hin mesta skemmtun og þægindi fyrir alla! <3 

  Krúttlegasta samkoman. <3  Fjölskyldan í Disney Springs.

Elsku litla mömmu músin mín <3   Ósvikin gleði hjá litlum sundgarpi. <3

 Vægast sagt góðir tímar sem við áttum í garðinum okkar.

Litlar vinkonur <3   Fyrsta og eina fjölskyldu-myndatakan áður en við fórum á sædýrasafn og út að borða. <3

 Algjörlega ógleymanleg ferð með þessum bestu vinkonum mínum og fjölskyldum þeirra. <3   Og að sjálfsögðu þessum tveimur uppáhöldum. <3

Smá sól í hjarta úr kuldanum.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars 

LÍFIÐ SÍÐUSTU DAGA

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

Góða kvöldið úr rokinu á höfuðborgarsvæðinu! Mig langaði að skella inn færslu sem að lýsir síðustu dögum og vikum. Einhvers konar myndadagbók um það sem staðið hefur upp úr. Ég á þetta til að skella í slíkar færslur þegar ég hef verið óvirk á blogginu og á uppsafnaðan myndabunka frá lífinu. Hér er slík færsla með smá “dress-færslu” ívafi, í fullorðins og barna-búningi í þetta skiptið. ;)


Litla músin mín úti að kríta með mömmu sinni.
Húfa: Soft Gallery / Petit
Úlpa: Ver de Terre / Petit
Buxur: Gro / Petit
Stígvél: Kongessljoed / Petit
Trefill: Petit

Kápa: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Weekday
Buxur: Levi’s
Skór: ZARA
Elsku besta mamma mín átti afmæli þann 21. september sl. Við nutum dagsins að sjálfsögðu saman <3 
Jakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Anine Bing / GK Reykjavík
Buxur: Levis
Skór: ZARA
Eftirminnilegur sunnudagur með gleðigjafanum okkar. Fimleikar, brunch á VOX og barnaafmæli. Þvílíkt stuð!
Peysa: Mi Loves / Míní Lúx
Kjóll: One in the family / Petit
Buxur: One in the family / Petit
Skór: Nike / Petit
Slaufa: Petit 
Leðurjakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Bolur: Acne Studios
Buxur: Miss Guided
Skór: Adidas Originals – Ozweego

Elsku besta vinkona mín, Edda, ritstýrði nýju blaði á vegum Rauða Krossins, Endurnýtt líf. Svo ofboðslega flott og vel unnið blað. Innihald og efni blaðsins sannarlega í takt við nútímann. Ég mæli með að þið sem eigið eftir að lesa, gerið það strax. Við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í útgáfuteitið sem haldið var í Rauða Kross búðinni við Hlemm til að fagna þessari flottu ritstýru! Ég er ein stolt vinkona. <3 
Mömmugullið mitt. Starfsdagur í leikskólanum á föstudegi og yfirkrúttið fagnaði snemmbúnu helgarfríi.
Húfa og trefill: Mi Loves / Míní Lúx
Úlpa: Ver de Terre / Petit
Buxur: Soft Gallery / Petit
Kuldaskór: Petit Nord Copenhagen / Petit

Við Teitur fórum í indverskt matarboð til vinafólks um síðustu helgi! Vægast sagt meiriháttar kvöld! Gestgjafarnir voru með þemað upp á 10. Indverskur matur eldaður frá grunni, tónlist og borðbúnaður, dagskrá og svona gæti ég lengi talið áfram – og svo ég tali nú ekki um félagsskapinn. Gjörsamlega geggjað! 


Tvær dúllu vinkonur úti að leika með foreldrum sínum. Dásamlegar stundir!
Pollagallarnir eru báðir frá Kongessljoed / Petit – ó svo guðdómlega fallegir.
Haustið komið til Toronto. Elsku uppáhalds borgin mín – alltaf svo gaman að koma þangað.
Kápa: 2NDDAY / GK Reykjavík
Peysa: Champion
Buxur: Dr. Denim
Skór: Adidas Originals Ozweego
Sólgleraugu: Dior


Basic er best…
Leðurjakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Buxur: Levis
Skór: Alexander Mcqeen
Taska: Prada (gömul frá tengdamömmu)

Ég elska nýja skartið frá mínu uppáhalds merki, my letra. Líkt og margir vita er besta vinkona mín eigandi fyrirtækisins og hef ég verið dyggur aðdáandi frá fyrsta degi, enda er ég sjálfsskipaður brand ambassador, haha ;) I love it! Þið getið skoðað nýju línuna sem var að detta í hús nánar HÉR. 
Haust dress eins og það gerist best.
Pels: Spúútnik
Peysa: H&M
Buxur: Dr. Denim
Skór: Alexander Mcqeen

Eigið dásamlega viku kæru lesendur <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC OUTFIT

MY LETRAOUTFIT

Ég var svo heppin að fá stutt stopp í minni uppáhalds borg, New York núna í byrjun október. Ég náði seinasta skammti af sumrinu í New York svo það var ekki slæmt að njóta í 33 stiga hita og sól í byrjun október.


Stuttbuxur: Spúútnik
Bolur: Weekday
Skór: Dr. Martens
Skart: my letra
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

IT’S MY BIRTHDAY

AFMÆLILÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARF

… eða í gær réttara sagt. Ég varð semsagt 28 ára gömul í gær, 24. september. Ég er alltaf eins og barn á jólunum þegar kemur að því að eiga afmæli. Mér finnst alltaf einstaklega skemmtilegt að gera mikið úr þessum dögum hvort sem það er minn eigin eða fólksins í kringum mig. Það er alltaf smá sérstök tilfinning að vera afmælisbarn, þessi tilfinning sem við munum flest eftir þegar við vorum yngri – nema svo eru það ákveðnir aðilar (ég), sem eldast ekki upp úr henni, haha. Ég ákvað með mjög litlum fyrirvara að hafa smá hádegishitting fyrir mínar nánustu vinkonur í gær. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara var boðið nákvæmlega eins og ég vildi hafa það og dásamlegt hvað það komust margar. Ég veit ekkert betra en að geta fagnað afmælisdeginum mínum með fólkinu mínu og þetta var fullkomin leið til þess! Takk elsku vinkonur mínar fyrir mig og fyrir komuna. Meiriháttar boð í alla staði og ég er ein þakklát kona! <3

Mér finnst einstaklega skemmtilegt að undirbúa boð, líkt og ég hef áður komið inn á þegar ég hef deilt með ykkur myndum úr barnaafmælum dóttur minnar. Það þarf alls ekki að vera mikið að mínu mati, blöðrur og fallegt borðskraut setur strax fallegan og hátíðlegan svip á veisluborðið og oft þarf alls ekki meira. Dásamlegu mæðgurnar í Partývörum voru svo yndislegar að gefa mér falleg “props” fyrir veisluna mína þar sem fyrirvarinn var nánast enginn. Útkoman var einstaklega falleg að mínu mati og ég var ótrúlega anægð! Ég hef oft verslað við Partývörur áður og ég gæti ekki mælt meira með þeim. Þar er ALLT til sem maður þarfnast fyrir veisluna – ein heimsókn þangað og kviss bamm búmm, allt klárt!  

Ég gekk svo á lagið við hana elsku Unu vinkonu mína sem er algjör bakarameistari og bað hana um að baka afmæliskökuna fyrir mig. Hún kom færandi hendi fyrir afmælisbarnið með fallegustu og ljúffengustu köku í heimi. Takk aftur elskan mín. Fyrir áhugasama þá finnið þið hana á instagram undir una_bakstur <3 
Það má með sanni segja að þetta hafi verið sannkallað “stelpu” hádegisboð eins og maður ímyndar sér það. Freyðivín, freyðivínsblöðrur, jarðaber og kökur. Ég bauð vinkonum mínum upp á mitt allra uppáhalds freyðivín frá Allegrini. Ég má til með að mæla með því við ykkur hér. 
Vinsælasta fyrirspurnin á Instagraminu mínu í gær var hinsvegar ÁN EFA út í kjólinn minn. Ég fékk ótrúlega margar spurningar um það hvaðan hann væri en ég keypti hann í ZARA fyrr í sumar í Seattle í Bandaríkjunum. Ég vissi ekki hvort hann hafi verið til hér heima en svo fékk ég þær fregnir frá einni að hún hafi séð hann í Zöru í ágúst hér á Íslandi. Ég er ofboðslega ánægð með hann og gaman að geta nýtt hann á afmælisdaginn minn. <3

Afmælisdagurinn endaði svo þannig ég fékk fjölskyldu og tengdafjölskyldu í kökur og kaffi. Við litla fjölskyldan enduðum svo daginn á ljúffengum kvöldverði á Mathúsi Garðabæjar. <3 Á svona dögum er þakklæti alltaf mér efst í huga en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir góða heilsu, fjölskylduna mína og þá sem standa mér næst. Þegar öllu er á botninn hvolft er það það eina sem að skiptir máli í þessu lífi. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

POP UP STORE MY LETRA

MY LETRASAMSTARFSKARTGRIPIR

Á morgun, 7. september verður my letra store með sérstaka Pop-Up verslun á Garðatorgi í Garðabæ. my letra er skartgripa netverslun sem að selur lang flestar vörur sínar á netinu. Það eru hinsvegar klassískar vörur líkt og stafamenin þeirra sem eru að finna í verslunum eins og Hrím og Petit. Á markaðnum á morgun verður hinsvegar allt vöruúrval my letra aðgengilegt og tilvalið fyrir fólk að koma og skoða vörurnar með berum augum! Þið vitið það eflaust mörg að eigendur my letra eru mínir bestu vinir og hef ég verið þeim “innan handar” frá upphafi fyrirtækis. Við gerðum meðal annars sameiginlega línu, my letra by Fanney Ingvars síðastliðið vor sem vakti ótrúlega mikla lukku. Ég hef borið frá þeim skart frá fyrsta degi fyrirtækisins. Úrvalið er stórkostlegt og stækkar og stækkar! Í vöruflóru my letra er m.a. að finna klassísk stafamen í bæði gull- og silfurlituðu. Þau koma á bæði stórum og litlum skífum, í hástöfum sem og lágstöfum með alla íslenska stafi innanborðs. Einnig eru hringlaga tölustafir hannaðir af listakonunni Rakel Tómas – sem og kassalaga og hringlaga stjörnumerki og allt þetta er hægt að versla með mismunandi keðjum. Svo er eyrnalokka, keðju og armbanda úrvalið orðið stórkostlegt. Ég elska að blanda fallegum keðjum við persónuleg men eins og með upphafsstöfum dóttur minnar. Ég gæti einfaldlega ekki mælt meira með skartgripum my letra, svo einfalt er það! Ég mun standa vaktina með þeim einhvern part úr deginum á morgun svo ég hlakka til að sjá ykkur öll! ♡

Smá brot af þeim fallegu keðjum, eyrnalokkum og armböndum sem verða til sölu á Garðatorgi á morgun. I looove it ♡

Klassísku og fallegu stafamenin verða til sölu í öllum stærðum og gerðum, sem og stjörnumerkin og tölustafirnir by Rakel Tómas.

Endalaust fallegt skart í bland, og líkt og þið sjáið á síðustu myndinni eru lang flestar vörur my letra unisex.

“my letra verður með Pop Up verslun á Garðatorgi á laugardaginn 7.september. Við opnum kl: 11:00 og lokum þegar allir eru farnir heim ♡

Við verðum með tilboð á ýmsum vörum, afslátt, nýjar vörur sem við höfum ekki sýnt áður, drykki og nammi fyrir gesti og gangandi og að sjálfsögðu gjafapoka fyrir þá fyrstu ♡

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur

xx
my letra.”

Pop-Up Store my letra verður sumsé á Garðatorgi í Garðabæ á morgun frá kl. 11, í svörtu litlu húsi við hliðina á Dominos (auðvitað) á Garðatorgi nánar tiltekið! Ef þið viljið kynna ykkur vöruúrvalið betur mæli ég með heimasíðu my letra HÉR, eða Instagram síðu my letra HÉR.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR ♡

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HURÐIR FYRIR & EFTIR

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐINNBLÁSTURPERSÓNULEGT

Jæja, ég er stórskuldug í íbúðaruppfærslum hér á blogginu. Mér finnst ofboðslega gaman að deila með ykkur fyrir og eftir myndum af íbúðinni því mér finnst sjálfri sérlega skemmtilegt að sjá útkomuna. Líkt og þið mörg vitið þá fluttum við inn í íbúðina okkar rétt fyrir jólin í fyrra. Við keyptum íbúðina með miklar breytingar í huga og núna (bráðum 9 mánuðum síðar) get ég loks sagt að verkinu sé að ljúka! Íbúðin er sumsé loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Vinna að baki sem hefur kostað dass af þolinmæði og þrautseigju en allt þess virði þegar útkoman lítur dagsins ljós! Eins og ég lýsti fyrir ykkur í upphafi þá var planið að losa okkur við eikarlitinn sem umlukti íbúðina alla. Allar innréttingar, parket og hurðir voru í misjöfnum eikarlitum en voru hinsvegar veglegar, nýjar og vel með farnar svo við ákváðum að nýta allt sem við gátum og gefa því nýtt líf með því að pússa og lakka. Áður en við fluttum inn í desember í fyrra vorum við búin að klára eldhúsinnréttinguna og forstofuskápinn. Við ákváðum að byrja á því einu þar sem við vildum sjá útkomuna fyrst áður en við myndum henda öllu í sömu framkvæmd. Við vorum ólýsanlega ánægð og því héldum við okkur við upprunalegt plan. Við hinsvegar fluttum fljótt inn því okkur lá á að komast inn fyrir jólin og svo leið tíminn….! Það sem ég mæli með er að vera búin með sem flest áður en fólk flytur inn því almáttugur hvað það er auðvelt að fresta hlutunum eftir að maður er fluttur inn! Little did we know að 7 mánuðum síðar myndi ferlið hefjast á ný, haha!!

Fyrir ca. tveimur mánuðum síðan fékk ég svo smá “ógeð” af stöðunni ef ég á að segja eins og er, sem var góður drifkraftur. Þá hófst ferlið á ný og við tókum þá allar hurðir í íbúðinni og eins baðherbergisinnréttinguna og lökkuðum. Um leið og hurðirnar voru tilbúnar og komnar upp var íbúðin orðin eins og ný og þetta lúkk sem við sáum fyrir okkur frá upphafi loksins orðið að veruleika! Sá léttir var ómetanlegur og vá hvað við erum ánægð með útkomuna! Við búum í fjölbýli og því lökkuðum við bara þá hlið af útidyrahurðinni sem við sjáum inni í íbúðinni. Í síðustu viku skelltum við okkur svo að lokum í það að lakka fataskápana. Við byrjuðum á skápunum í aukaherbergjunum sem eru tilbúnir og komnir upp og Teitur (þar sem ég er stödd erlendis), er að leggja lokahönd á seinni lakk-umferð á fataskápinn inni hjá okkur, sem fer þá upp á morgun! Þá getum við formlega sagt hér með að þessari tilteknu framkvæmd sé lokið!! Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur fataskápana og baðherbergið í næstu færslu en núna langar mig að sýna ykkur hurðirnar en um leið og þær voru komnar upp settu þær svo stórkostlegan svip á íbúðina. Ég segi það enn og aftur, loksins loksins, er íbúðin okkar farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Allt annað líf og íbúðin eins og ný, þó ég segi sjálf frá!

FYRIR:

EFTIR:

Allt annað líf, ekki satt?

Mig langar aftur að benda á færsluna mína sem ég gerði eftir að eldhúsinnréttingin var tilbúin – ég fæ alltaf fjöldan allan af fyrirspurnum um framkvæmdina, efni, aðferð og fleira um leið og ég sýni frá svo mig langar strax að benda ykkur sem áhugasöm eruð á færslu sem ég gerði sem inniheldur ALLAR upplýsingar og svör við öllum helstu fyrirspurnum sem ég hef fengið. Ferlið hefur verið nákvæmlega eins, hvort sem það er eldhús- og baðherbergisinnréttingin, hurðir og/eða fataskápar. Ég lýsi framkvæmdinni skref fyrir skref svo allir ættu að geta fengið svör við spurningum sínum þar: HÉR! 

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

NEW INOUTFIT

Hæ úr rokinu á Íslandi! Ég fór í stutt stopp á laugardaginn til Philadelphiu, kvaddi Ísland í dásamlegu veðri og lenti í morgun í þessu klassíska roki og rigningu sem við Íslendingar þekkjum vel! Enn meiri áminning um hvað við höfum haft það gott í sumar! Mikið vona ég að þetta óveður stoppi stutt! Ég átti ljúft stopp í Philadelphiu, einstaklega falleg borg sem ég hlakka til að skoða betur við tækifæri. Ég eyddi gærdeginum í rölt um borgina í góðu veðri með ansi fallegt útsýni alls staðar í kring um mig. Ég klæddist þessu hér:


Bolur: Nike / Hverslun
Hjólabuxur: Nike / Hverslun
Sokkar: Nike / Hverslun
Skór: Adidas Yeezy Boost 350 / Húrra Reykjavík

Ég fékk ansi margar fyrirspurnir út í stuttbuxurnar eftir að ég birti mynd á Instagram. Ég keypti þær í síðustu viku í Hverslun. Líklega ennþá til?

Stutt innslag í þetta skiptið!
Þangað til næst,

Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

EXTRA LOPPAN – BÁSAR 168 & 169

FATASALA

Eftir því sem ég eldist og þroskast hef ég gengið upp úr því að eiga allt of mikið af fötum. Fatnaður, skór og tíska yfir höfuð hefur verið eitt af mínum stærstu áhugamálum síðan ég man eftir mér og frá unglingsárum hafa fataskáparnir mínir alltaf verið troðfullir af fatnaði. Ég hef sem betur fer þroskast mikið upp úr þessu en í dag langar mig ofsalega að eiga minni og hnitmiðaðri fataskáp, með eigulegum flíkum sem ég nota mikið. Ég seldi gríðarlega mikið af mér þegar við fluttum í desember og núna á dögunum tók ég allt í gegn á ný! Ég bókaði bása í Extra Loppunni í Smáralind fyrir bæði mig og Teit og hafa þeir verið uppi síðan á mánudaginn. Síðast seldi ég flíkurnar af mér á Instagram – það gekk ótrúlega vel en vinnan var gríðarleg og meiri en nokkurn grunar. Það að taka myndir af öllum flíkum og skóm, vera í stöðugu sambandi við alla í skilaboðum, mæla mér svo mót við hvern og einn, fara á pósthúsið og fleira. Ég er þakklát fyrir hvað það gekk vel en í þetta sinn var ég ofboðslega heilluð af því að gera þetta öðruvísi og spara mér vinnuna. Extra Loppan er stórsniðug hugmynd og hef ég í raun beðið eftir því að hugmynd sem þessi líti dagsins ljós hér á landi en svipað fyrirkomulag hefur maður séð erlendis. Ég er í raun laus við alla vinnu, þó að það taki að sjálfsögðu tíma að setja básinn upp og halda honum fínum, þá er maður laus við að standa vaktina og alla hina vinnuna. Maður einfaldlega setur básinn upp og þau sjá svo um rest. Ég fylgist svo með sölunni í beinni í gegnum aðganginn minn á heimasíðunni þeirra – mér finnst fyrirkomulagið og þjónustan hreint út frábær og má til með að lofsama og mæla með!

Fyrir utan þetta vinnulega séð, finnst mér einnig frábært hvað þetta fær fólk til að hugsa meira um að vera umhverfisvæn en ég trúi ekki öðru en að þetta ýti undir að fólk sé duglegra að selja af sér og gefa flíkum og öðrum vörum nýtt líf. Það sem einn er kominn með leið á getur nýst öðrum vel o.sv.frv. Einnig gefur þetta fólki að sjálfsögðu kost á að kaupa veglegar vörur á miklu lægra verði. Það eru fullt af földum fjársjóðum sem að leynast á básunum svo fólk getur gert frábær kaup!

Við Teitur Páll erum sumsé með sitthvorn básinn, hlið við hlið í Extra Loppunni, bása nr. 168 & 169. Við reynum eftir bestu getu að vera dugleg að fylla á en ég er enn með heila fataslá af flíkum hér heima sem að bíða eftir að komast upp! Ég er að selja allt á milli himins og jarðar. Skó, yfirhafnir, buxur, boli, peysur, pils, stuttbuxur, skyrtur, kjóla, samfestinga, íþróttaföt og fleira. Ég ætla að deila með ykkur þó nokkrum myndum sem ég hef sett í story undanfarið til að gefa ykkur smá brot af því sem er og hefur verið á básnum mínum. Þarna eru t.d. fullt af hugmyndum ef ykkur vantar ennþá dress fyrir helgina! ;)  Teitur er svo líka með ótrúlega veglegan herrabás með ótúlega flottum og vel með förnum vörum frá mega flottum merkjum! Ég mæli ótrúlega með!!

Hér er brot af því sem ég er að selja á mínum bás, nr. 169:

Hér eru svo örlítið brot af því sem er að finna á básnum hans Teits, nr. 168:

Mæli með að gera sér ferð í Smáralindina og gera góð kaup í Extra Loppunni. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT/APPRECIATION POST

LÍFIÐMOSS X FANNEY INGVARSMY LETRA BY FANNEY INGVARSOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARFSKARTGRIPIR

Skyrta: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Stuttbuxur: Weekday
Skór: Urban Outfitters
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn / Húrra Rvk
Taska: Blanche / Húrra Rvk
Skart: My Letra by Fanney Ingvars / myletra.is

Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi farið út á fallegu sumarkvöldi á ÍSLANDI, klædd svona! Þetta sumar hefur verið svo dýrðlegt að ég á ekki til aukatekið orð. Það sem að fallega landið okkar getur boðið upp á á dögum sem þessum er ómetanlegt. Klukkan 20 á fallegu kvöldi rölti ég svona klædd í matarboð – þurfti engan jakka. Ég þekki ekki svona klæðnað annars staðar en í útlöndum. Ó, þetta fallega sumar! <3Ég setti þessa mynd á Instagram hjá mér einfaldlega vegna þess að ég áttaði mig á því að hér bæri ég hluti sem eru eru mér afar dýrmætir og henti í svokallað “appreciation post”. Ég ætla að láta það fylgja hér það sem ég skrifaði undir myndina:
“Með skart úr skartgripalínunni minni og í skyrtu úr fatalínunni minni. Eitthvað sem mér hefði sennilega aldrei grunað að ég myndi gera einn daginn. Ofsalega stolt og þakklát fyrir lífsins tækifæri og þeim sem trú á mér hafa og treysta mér fyrir jafn stórum verkefnum. Here’s to life and all the wonderful opportunities that comes with it. #myletrabyfanneyingvars #mossxfanneyingvars”.

Þakklát kona kveður í bili,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SUMARDAGUR

HELGINLÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGTSMÁFÓLKIÐ


Pils: Just Female / Galleri 17
Skyrta: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Leðurjakki: Moss X Fanney Ingvars / Galleri 17
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Einn af dásamlegu dögum sumarsins fyrir skömmu síðan gerðum við fjölskyldan okkur góðan dag í miðbæ höfuðborgarinnar. Við prófuðum Fjallkonuna í fyrsta skipti og buðum systur minni með. Sérstaklega skemmtilegur dagur. <3 

Litla músin mín – klædd í fatnað sem allur var keyptur í Petit frá toppi til táar.

Dásamlegur dagur. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars