HELGIN

HELGINKOLBRÚN ANNALÍFIÐOUTFITPERSÓNULEGT

Helgin var stórskemmtileg! Á fimmtudagskvöldið útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur líkt og ég kom inn á í færslunni hér á undan. Á föstudagskvöldið fórum við þrjár vinkonur ásamt mökum út að borða á Sushi Social og enduðum á Mið-Ísland. Fullkomin uppskrift af kvöldi í frábærum félagsskap. Laugardagurinn fór í allsherjar tiltekt hér heima og notalegheit með fjölskyldunni. Gærdagurinn fór svo í barnaafmæli hjá góðum vinum og kvöldmat hjá tengdó. Afar hugguleg helgi!


Meiriháttar föstudagur! 
Grillaðir hamborgarar er alltaf góð hugmynd á laugardagskvöldi.
 
Jakki: Galleri 17 (gamall)
Buxur: H&M
Skór: Dr. Martens Jadon / GS skór
Bolur: WoodWood / Húrra Reykjavík

Krúttan mín á leið í afmæli til vinkonu sinnar!

Fam <3

Afar ljúf held að baki. Mánudagurinn tekur á móti okkur með grenjandi rigningu! Hafið það gott!
Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

FÖRÐUNARFRÆÐINGUR

LÍFIÐMAKE-UP STUDIOOUTFITPERSÓNULEGT

Í gærkvöldi útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur frá Make-Up Studio Hörpu Kára. Ég má til með að segja ykkur í stuttu máli frá minni upplifun enda hefur námið einkennt alla mína daga það sem af er ári en í byrjun janúar mætti ég á minn fyrsta skóladag í þessum gullfallega skóla. Það kannast eflaust margir við Mood Make-Up School sem þá var og hét en Harpa Kára, skólastjóri Make-Up Studio Hörpu Kára var þar sem kennari. Harpa Kára, keypti Mood þegar hann lokaði, umturnaði húsnæðinu, fór í bilaðar framkvæmdir og breytti conceptinu algjörlega eftir sínu höfði. Það er varla að maður trúi því að þetta sé sama húsnæðið, svo miklar og FALLEGAR eru breytingarnar en þetta er ein allra fallegasta kennslustofa landsins, leyfi ég mér að segja! Þetta vita ekki margir en margir halda að Mood Make-Up School sé ennþá starfandi, sem er ekki. Það er magnað að sjá drifkraftinn í Hörpu, ó guð hvað henni hefur tekist vel til með þetta verkefni sitt og gott betur. Mig langaði einfaldlega að koma þessu á framfæri því sjálfri finnst mér þetta aðdáunarvert. Í gær útskrifaði hún 31 nemanda ásamt sínu fríða föruneyti sem hún hefur fengið í lið með sér, allar snillingar með tölu.

Eins og ég nefndi í fyrri færslu um námið mitt var þessi ákvörðun að skrá mig í skólann tekin í nokkuð mikilli hvatvísi. Förðunarnám var eitthvað sem ég hafði oft hugsað um að væri gaman að læra og gott að búa yfir. Nám sem nýtist á miklu fleiri stöðum en fólki nokkurn tímann grunar. Ég hef aldrei talið mig vera flinka að farða, hvorki sjálfa mig né aðra. Ég trúi einfaldlega ekki hversu mikið ég lærði á þessu 8 vikna námi en líkt og ég hef sagt áður þá kom ég sjálfri mér á óvart með hverri vikunni sem leið. Ég sá framfarir hjá sjálfri mér á hverjum degi sem var ofboðslega mikil hvatning og jók áhuga á faginu umtalsvert! Diplóman mín sem ég vann mér inn í gærkvöldi og ég er sannarlega stolt og montin með mun geta nýst mér á svo marga vegu, hvernig sem ég kýs að nýta hana. Ég er ofboðslega þakklát, meyr og stolt yfir þessum áfanga! Mig langar að deila með ykkur lokaverkefnunum mínum sem ég er sannarlega montin með!

 Lokaverkefnið mitt í ‘No make up, make up’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Kristín Svabo. Ljósmyndari: Anna Kristín Óskars.
 Lokaverkefnið mitt í ‘Beauty’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Svava Guðrún. Ljósmyndari: Saga Sig.
 Lokaverkefnið mitt í ‘Fashion’. Förðun, hár og stílisering eftir mig. Módel: Ellen Helena. Ljósmyndari: Anna Kristín Óskars.

Ég er óendanlega ánægð með lokaverkefnin mín enda fékk ég gullfallegar stelpur til liðs við mig sem gerðu þetta töluvert auðveldara fyrir mig. Ég er ótrúlega þakklát með Hörpu mína og alla hina kennarana, samnemendur mína, módelin mín að sjálfsögðu, já og síðast en ekki síst þessa flottu diplómu sem ég nældi mér í í gærkvöldi! <3

Ég gæti ekki mælt meira með Make-Up Studio Hörpu Kára!

Góða helgi kæru vinir!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars 

 

LJÓSIN Í ELDHÚSINU

FRAMKVÆMDIRHEIMILIÐHÚSGÖGNSAMSTARF

Jæja núna eru ljósin í íbúðinni okkar hægt og rólega að smella. Við eigum aðeins baðherbergið eftir en annars er allt annað að verða klárt. Mér lá svo á að koma “fyrir og eftir” færslunni um framkvæmdina okkar í eldhúsinu í loftið svo að ég deildi henni áður en að loftljósin voru tilbúin. Núna eru þau loksins tilbúin og allt annað að sjá eldhúsið. Fyrir áhugasama getið þið fundið “uppskrift” af eldhúsframkvæmdinni okkar í færslunni minni HÉR, og getið hlegið af hangandi ljósunum sem prýða loftin í leiðinni haha. Ég talaði um í færslunni að ég skildi birta myndir þegar rétt ljós væru komin upp og lokamynd komin á rýmið, hún kemur því hér!

Það eitt sem ég hef lært er hvað lýsing spilar ótrúlega stórt hlutverk á heimilum. Bæði útlitslega séð að sjálfsögðu, en ekki síður hvað lýsinguna sjálfa varðar en það er ofboðslega mikilvægt að hafa rétta og góða lýsingu á heimilinu sínu. Við búum á Íslandi þar sem getur orðið ansi grátt úti meirihluta ársins. Það er magnað þegar maður áttar sig á því hvað rétt lýsing heima fyrir getur spilað mikinn þátt fyrir andlega heilsu, sérstaklega fyrir þá sem glíma við skammdegisþunglyndi sem við höfum eflaust flest á einhverjum tímapunkti fundið fyrir. Það er því mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að hafa góða birtu á heimilum okkar. Þetta er eitthvað sem hvarflaði ekki að mér, alls ekki! En eftir á meikar þetta sens. Góð og mikil lýsing er ofsalega mikilvæg á heimilum og er ekki verkefni sem ætti að mæta afgangi, að mínu mati. Ég fékk frábæra lýsingarráðgjöf í þessu ferli okkar og nú er ég full fróðleiks varðandi hitt og þetta sem kemur að ljósum og lýsingu á heimilum og fékk fullt af góðum ráðum sem nýtast okkur.

Núna er ég einungis að taka eldhúsið fyrir því ætla ég að halda mig við það. Hitt kemur síðar ;) Við fórum á marga staði í leit að ljósum fyrir íbúðina okkar en það kom ekki annað til greina en að fá okkur ný í allt rýmið. Ljósin sem voru fyrir voru mörg hver biluð, illa farin og ljót svo við komumst ekki upp með annað en að skipta þeim út. Ég endaði á að fara í verslunina PFAFF á Grensásvegi þar sem ég fékk svo dásamlega þjónustu. Þjónusta skiptir mig öllu máli nú til dags og myndi ég aldrei versla við fyrirtæki þar sem þjónustan er ekki almennileg! Upplifunin af kaupunum eru svo allt önnur ef þjónustan er góð. Eruð þið ekki sammála mér þar? – Í PFAFF var úrvalið stórkostlegt og mikið úrval af öllu því sem við höfðum í huga. Í kjölfarið myndaðist frábært samstarf við verslunina eftir að ég hafði þegar fallið fyrir bæði vörum og þjónustu! Ég fékk meiriháttar lýsingarráðgjöf hingað heim til mín sem PFAFF bíður viðskiptavinum sínum upp á. Það finnst mér ofsalega mikilvægt skref þar sem þau hafa miklu betra auga og geta bent manni á ýmsa punkta sem hvarfla ekki að manni. T.d. hvar ljósin eiga að vera staðsett, hvað skal hafa í huga, hvert eiga kastararnir að lýsa, þarf að nýta öll ljósastæðin, hvar þarf aukna lýsingu og hvar ekki og fleira. Ég mæli með því fyrir ALLA að fá lýsingarráðgjöf sem eru í ljósahugleiðingum! Ég var pínu “amazed” eftir þá heimsókn, mér fannst svolítið magnað að heyra þessa punkta sem mig hefði ekki grunað.

Ég var fegin því að sá sem kom hingað heim í lýsingarráðgjöf frá PFAFF hafi verið sammála mér í því að kastarabraut væri sniðug fyrir eldhúsið. Kastarabrautir eru vanalega nýttar í þeim tilgangi ef lítið er um ljósastæði og meiri lýsing er þörf. Þá er sniðugt að tengja kastarabraut við eitt ljósastæði og svo er hægt að raða eins mörgum kösturum á og viðkomandi þarf. Það var hinsvegar ekki vöntun á ljósastæðum í eldhúsinu okkar, né hvergi í íbúðinni. Mér fannst kastarabraut einfaldlega bara svo flott að ég vildi hafa slíka í eldhúsinu! ;) Ég fékk það samþykkt og sé alls ekki eftir því! Við settum líka sömu kastarabraut með sömu kösturum í svefnherbergið okkar.


Hér er nærmynd af kastaranum sem við fengum okkur fyrir ljósabrautirnar en mér fannst þeir ótrúlega stílhreinir og flottir. Þessi er mjórri en flestir aðrir og mega flottir fyrir vikið, að mínu mati og urðu þess vegna fyrir valinu. Fyrir áhugasama eru þeir HÉR. Ljósabrautin okkar í eldhúsinu er 3 metrar. Við erum ótrúlega ánægð með þessa útkomu, vægast sagt!

Ég má til með að leyfa nokkrum “fyrir” myndum af eldhúsinu fylgja með!

 

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRAUMA BORÐSTOFUBORÐIÐ

HEIMILIÐHÚSGÖGN

Drauma borðstofuborðið okkar kom loksins til okkar í byrjun febrúar. Frá því að við keyptum íbúðina okkar höfðum við lengi haft augun opin fyrir borðstofuborði þar sem íbúðin bauð upp á þetta fallega borðstofurými með gólfsíðum gluggum. Við fórum í margar verslanir hér heima og fannst okkur þetta verkefni pínulítið yfirþyrmandi því að okkar mati var þetta ansi stór ákvörðun og mikilvægt að vera viss með kaupin. Borðstofan okkar er mikill miðpunktur í íbúðinni og því vildum við vanda valið vel. Ég er ofsalega hrifin af dökkbrúnni reyktri eik og var það eiginlega alltaf það sem greip mitt auga fyrst, og í raun það eina sem ég leit á. Við litum einnig á þessi kaup sem fjárfestingu til frambúðar svo við vildum hafa það fallegt, veglegt, tímalaust og stílhreint. Líkt og ég nefndi fórum við á ótal marga staði. Fyrsta verslunin sem við heimsóttum með borðstofuborð í huga var Módern. Þar sáum við drauma borðið okkar, LAX borðið frá More. Ég held að ég hafi hreinlega aldrei séð fallegra borðstofuborð ef ég á að segja sjálf frá en það hafði einhvern veginn allt. Dökkbrúna reykta eikin var óaðfinnanleg, fæturnir ótrúlega stílhreinir og fallegir og það sem er svo ofboðslega hentugt við hönnunina á fótunum er hvernig hægt er að raða eins mörgum stólum og mögulega komast við borðið án þess að fæturnir á borðinu séu fyrir. Það er ótrúlega mikill kostur en hver hefur ekki lent í því að sitja við borð þar sem fæturnir á borðinu eru stöðugt að þvælast fyrir manni og í raun alls ekki hægt að raða stólum hvernig sem er við borðið. Þetta þótti okkur afar mikill kostur.

Við tókum okkur margar vikur til umhugsunar, fórum á milli óteljandi staða og rákumst á mörg fín borð en ekkert sem heillaði okkur líkt og LAX borðið gerði. Það var mjög erfitt að reyna að sjá annað fyrir sér, sama hvað við reyndum! Það var einhvern veginn ekkert sem komst með tærnar þar sem LAX borðið hafði hælana. Eftir nokkrar vikur vorum við sannfærð um að þetta borð yrði okkar. Það kom svo í byrjun febrúar og fullkomnaði rýmið að mínu mati. Ég er svo ólýsanlega ánægð með það að það nær engri átt – við gætum ekki verið ánægðari með borðið og það passar fullkomnlega inn í litasamsetninguna í íbúðinni en dökkbrúna eikin nýtur sín ótrúlega vel á móti gráum veggjum og svörtum innréttingum. <3

     Borðstofuborð: LAX frá More / Módern

Við keyptum okkur borðið í stærð 220 cm og óstækkanlegt. Það er hægt að fá það í mörgum stærðum og að sjálfsögðu líka stækkanlegt en við ákváðum að taka það örlítið lengra og í staðinn hafa það óstækkanlegt. Þá er bara að byrja að safna sér fyrir borðstofustólum en það er önnur stór ákvörðun sem þarf að taka og aftur, mikilvægt að vanda valið vel. Ég er ofboðslega hrifin af “Sjöunni” frá Arne Jacobsen en þær þykja mér alltaf ofboðslega fallegar og stílhreinar. Þessir stólar sem við notum núna eru gamlir sem við áttum úr Rúmfatalagernum (heiðarleg eftirlíking af Sjöunni) og bekkur úr IKEA. Látum það duga þar til síðar. <3 Borðið nýtur sín fullkomnlega á meðan!

Ég ákvað að uppfæra bloggið örlítið þegar lúðinn ég áttaði sig á því að myndirnar sem ég væri að deila með ykkur innihéldu gömlu hangandi ljósin haha – mér þótti það pínu synd þar sem að við erum loksins búin að uppfæra ljósin okkar. Ég ætla einn góðan veðurdag að gera sérstaka færslu um ljósin okkar í alrýminu því ég hefði sjálf verið til í að geta fundið mér smá innblástur þegar við vorum í því verkefni. Við eigum ennþá eftir að fjárfesta í ljósakrónu yfir borðstofuborðið, það kemur einn daginn. Íbúðin er vægast sagt allt önnur og ótrúlegt hvað lýsing í alrými setur mikinn svip á heildarlúkkið, eitthvað sem mig hefði ekki grunað fyrir. Ljósin okkar eru öll úr Pfaff á Grensásvegi (samstarf) og við erum vægast sagt lukkuleg með útkomuna. Veðrið í dag er svo óskaplega fallegt og fyrir vikið dásamleg birta sem skín inn, ég smellti nokkrum myndum rétt í þessu af örlítið snyrtilegri borðstofu. (Þ.e. ljósalega-séð) haha.

Lovelovelove it!

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

GJAFALEIKUR MEÐ TE OG KAFFI

GJAFALEIKURSAMSTARF

Jæja kæru vinir! Í samstarfi við mitt uppáhalds kaffihús, Te og Kaffi, er ég með afar veglegan og skemmtilegan gjafaleik á Instagram síðunni minni. Fyrir ykkur sem ekki vitið finnið þið mig þar undir @fanneyingvars – eða getið smellt HÉR. Leikurinn fer sumsé fram á Instagram en mig langaði þó að benda ykkur á hann hér fyrir ykkur kaffiáhugafólk sem ekki viljið missa af en það er til mikils að vinna! Vinningurinn er glæsilegur og að andvirði um 30.000 krónur. Það er mynd af pakkanum hér fyrir neðan en hann inniheldur eftirfarandi:

  • 20 fríbollakort á kaffihúsum Te og Kaffi
  • Karamellusýróp
  • Keep Cup ferðamál
  • 3 kaffitegundir úr Micro Roast línu Te og Kaffi
  • Hario Kvörn
  • French Roast kaffipoki
  • Espresso Roma kaffipoki (vinsælasta kaffi Te og Kaffi)

Til þess að þátttaka teljist fullnægjandi þarf að fylgja Te og Kaffi á Instagram, fylgja mér á Instagram og svo merkja eins marga vini og vandamenn og þið kjósið í skilaboðum undir myndinni. (Því fleiri, því meiri eru vinningslíkur).

Annars vil ég segja góða helgi og gleðilegan MARS! Guð hvað tíminn líður hratt! Njótum augnabliksins og verum góð hvert við annað!

Þangað til næst,
xxx Fanney

OUTFIT

HELGINOUTFIT

  Jakki: Galleri 17
Peysa: Calvin Klein / Galleri 17
Buxur: H&M
Skór: ZARA
Sólgleraugu: Rayban

Stutt og einföld dress færsla í þetta skiptið.

Eigið dásamlegan KONUDAG á morgun kæru, flottu og dásamlegu konur nær og fjær.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRAUMA MOTTAN Í STOFUNNI

HEIMILIÐHÚSGÖGNNEW IN

Ég hef staðið mig af því að byrja nánast allar færslur af heimilinu mínu á því að segja eitthvað líkt og: “Jæja, enn pínu hrátt en nú er þetta alveg að taka á sig mynd”. Mér líður einhvern veginn eins og ég þurfi að “afsaka” það með einum eða öðrum hætti að vera ekki komin lengra en við í raun erum. Það er náttúrulega bara hlægilegt að segja þetta upphátt því pressan er bara frá sjálfri mér komin. Ég ætla að hætta að orða hlutina með þessum hætti því á sama tíma og við jú, vissulega héldum að við yrðum komin lengra, er fólk úti stöðugt að hrósa okkur fyrir hvað við erum komin langt. Það er ekki hægt að gera allt í einu því hvorki erum við með auka klukkustundir í sólahringnum né með tekjur sem bjóða upp á að allt verði tilbúið einn tveir og bingó. Okkur hefur hins vegar langað til að gera þetta nýja heimili eins fallegt og mögulegt er því hér stefnum við á að vera í óákveðinn tíma. Við höfum gert ótrúlega mikið sjálf sem við erum mjög stolt af og safnað okkur fyrir nokkrum drauma mubblum. Við vorum loksins að fá okkur ný ljós sem komu til okkar í síðustu viku og var helgin nýtt í að setja þau upp.

Jóna, besta vinkona mín, á einstaklega fallega húsgagna verslun ásamt móður sinni sem staðsett er í Síðumúlanum. Verslunin heitir Seimei og kíkti ég til hennar í síðustu viku í kaffibolla. Þessi kaffibolli endaði svo að við vinkonurnar bárum út nýþunga, gullfallega gólfmottu sem ég þóttist taka í heimlán og ætlaði að máta heima. Það var alls ekki forgangsatriði að kaupa nýja mottu en það var vissulega á stefnuskránni þar sem gamla góða IKEA mottan okkar sem prýddi stofuna nokkuð ágætlega var of lítil að okkar mati. Þegar við höfðum lagt nýju mottuna var ekki aftur snúið. Mottuna hef ég horft á í marga mánuði og vissi að þessi yrði fyrir valinu þegar að því kæmi. Mottan er kölluð “bambus silkimotta” en hana er hægt að fá í öllum heimsins litum og stærðum en þær eru sérpantaðar eftir óskum hvers og eins. Við fengum okkur litinn “Iceland Grey” og er hún í þeirri klassísku stærð 300×200. Ég er ólýsanlega ánægð með hana! Hún er guðdómlega falleg og gerir stofuna bæði fallegri og töluvert hlýlegri. Munar ótrúlega um stærðina. Ég mæli sannarlega með.

Það má segja að hér sé um einhvers konar “samstarf” að ræða en Jóna vinkona mín gaf mér vinkonu-afslátt. Ég tók svo fallegar myndir af mottunni í síðustu viku og fékk margar fyrirspurnir á Instagram – fyrir vikið langaði mig að deila þeim með ykkur hér. Verst að ljósin hafi ekki verið komin upp þegar myndirnar voru teknar haha! ;)

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

HELGINNEW INOUTFITSAMSTARF

Við kíktum út á föstudagskvöldið en það var svokallað ‘þorrablót’ vinahópsins. Vá hvað það var gaman og mikið eigum við skemmtilega vini! Ég klæddist þessu hér:


Skyrta: Style Mafia / Yeoman
Buxur: 5 Units / Galleri 17
Skór: Kalda / Yeoman

Ég nældi mér í þessa skyrtu þegar ég kíkti á útsöluna í Yeoman í vikunni. Ég sýndi ykkur hana í “beinni” í story og dásamaði mikið. Ég fékk margar fyrirspurnir eftir að ég deildi mynd af mér í henni á föstudaginn en ég fékk því miður þær upplýsingar að hún hefði klárast strax svo hún er því miður ekki fáanleg lengur. Falleg er hún og eru ermarnar náttúrulega í aðalhlutverki sem heillaði mig strax – ég elska einhvers konar öðruvísi detail á ermum!

Annars hefur helgin farið í ljósa mission hér heima en við erum búin að hengja upp öll ljósin í alrýminu – þá eigum við herbergin og eldhúsið eftir sem við erum að vinna í í þessum töluðu! Við erum sumsé að skipta um ljós í allri íbúðinni og ég hlakka mikið til að sýna ykkur útkomuna.

Þangað til næst!
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

GERSEMAR Á ÚTSÖLU Í YEOMAN

OUTFITSAMSTARF

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja stúlkurnar í Yeoman á Skólavörðustíg. Ég fer þangað reglulega í samstarfi við verslunina til að sína frá einhverju ákveðnu hverju sinni. Í þetta skiptið fór ég að skoða þær gersemar sem enn eru að finna á útsölunni en lokadagar útsölunnar standa nú yfir. Mér finnst einstaklega gaman að styðja íslenska hönnun og er merkið Hildur Yeoman eitt af mínum allra uppáhalds. Ásamt því er einnig að finna önnur falleg merki eins og Style Mafia, skómerkin Miista og Kalda, sérstaklega fallegt skart, undirföt og fleira í versluninni. Sjón er sögu ríkari. Seinasti dagur útsölunnar er á morgun, laugardag! Tilvalið að skella sér á þessum fallega degi, já eða á morgun, niður í bæ og næla sér í gersemar á einstaklega góðu verði! Ég pikkaði út nokkrar útsöluflíkur og setti saman sem ég hafði augastað á en það er nóg í boði fyrir alla. Flíkur og skór á allt að 50% afslætti, 10% afsláttur af skarti og 15% afsláttur af vinsælu ullarpeysunum frá Hildi Yeoman út morgundaginn. Ég gæti ekki mælt meira með. <3

Happy shopping og njótið helgarinnar <3
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

MAKE UP STUDIO

LÍFIÐMAKE-UP STUDIOPERSÓNULEGTSNYRTIVÖRUR

Það sem að hefur einkennt mína daga það sem af er ári er förðunarnámið sem ég stunda í Make-Up Studio Hörpu Kára. Eins og ég talaði um í fyrri færslu þá var þessi ákvörðun tekin í nokkuð mikilli hvatvísi og sé ég alls ekki eftir henni. Förðunarnám er eitthvað sem ég hef oft hugsað um að væri gaman að læra og gott að búa yfir. Nám sem nýtist á fleiri stöðum en mann nokkurn tímann grunar. Þetta hefur lofað einstaklega góðu hingað til og hefur áhugi minn á förðun aukist jafnt og þétt frá fyrsta degi. Við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi og það hvetur mann líka sérstaklega að sjá eigin framfarir! Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa skellt mér í námið og hlakka til að mæta á hverjum degi. Þar sem þetta er eitthvað sem að einkennir mína daga ákvað ég að gefa ykkur smá innsýn inn í það hvað ég hef verið að gera frá viku eitt, nokkurs konar samantekt. Það er partur af öllu saman að búa til ‘make-up’ Instagram aðgang fyrir okkur sjálfar. Tilgangurinn er nokkurs konar rafræn mappa, bæði fyrir kennara skólans að fylgjast með og eins fyrir okkur sjálfar að eiga allt sem við gerum í skólanum á einum og sama staðnum – og auðvitað síðast en ekki síst til að sjá framfarir. Það er strax ótrúlega magnað að sjá muninn á fyrstu myndunum og þeim sem nýlegastar eru. Það er alls engin pressa að hafa þennan aðgang opinn öllum en það er ákvörðun hvers og eins. Ég hef hingað til haldið honum fyrir mig sjálfa og kennara skólans – aldrei að vita nema ég opni hann einn daginn.


First day of school!

Á fimmtudögum eru “módel” tímar í skólanum. Þórhildur, fallega besta vinkona mín, kom í fyrsta módel tímann minn sem var á annarri viku í ‘smokey‘ og ‘dökkar varir‘.


Sterkar varir við no make-up look.


Fríða María, ein allra flottasta og eftirsóttasta sminkan í bransanum var með ‘no make-up, make-up’ masterclass og notaði mig sem módel. Ekkert smá magnað að fylgjast með henni að störfum!

Í mínum öðrum módel tíma fékk ég fallegu vinkonu mína, Elínu Lovísu til að sitja fyrir hjá mér. Ekki erfitt að farða þessa fallegu vinkonu en við gerðum tvö lúkk þennan daginn, það fyrra var ‘no make-up, make-up‘ og það seinna var ‘brúðarförðun‘.


Happy Monday.

Glæsilega Anna Þrúður mega flott með ‘beauty’ förðun eftir mig. Heppin með bekkjarsystur!


Og hér er ég með beauty förðun eftir Önnu Þrúði.

Heppin ég að eiga svona margar vinkonur, hver annarri fallegri. Katla, mín elsta og besta kom til mín í dag í ‘soft glam‘ förðun og ég gerði svokallaða ‘halo‘ förðun á hana. Mér hefur alltaf þótt þessi förðun flott og lengi langað að prófa. Guðrún okkar Sortveit hér á Trendnet var með soft-glam sýnikennslu á mánudaginn þar sem hún sýndi okkur ‘halo’ förðun. Ég var ótrúlega ánægð með útkomuna í dag þó ég segi sjálf frá! Líkt og ég nefndi ofar í færslunni finnst mér sérstaklega gaman að sjá framfarir með tímanum sem líður. Maður er að læra miklu meira en mann grunar einhvern veginn – ég allavega kem sjálfri mér reglulega á óvart og er oftast betri en ég þori að vona (þó ég segi sjálf frá), sem þýðir að þetta er að skila ansi miklu og ég gæti ekki verið sáttari. Núna er seinni helmingur námsins genginn í garð og ég hlakka til að gera svipaða samantekt að námi loknu þegar ég verð vonandi útskrifaður förðunarfræðingur.

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars