Fanney Ingvars

NEW YORK

Ég og mínar dásamlegu vinkonur tókum afar hvatvísa og skemmtilega ákvörðun þegar við hittumst allar í New York um síðustu helgi með “korters” fyrirvara. Þessi helgarferð var fullkomin í alla staði! Við fórum á Sam Smith í Madison Square Garden sem var vægast sagt ólýsanlegt. Ég held að allir sem hafi séð Sam Smith á þessum tónleikatúr viti hvað ég eigi við. Hann er stórkostlegur! Þess fyrir utan áttum við dásamlega New York ferð. Við m.a. hjóluðum um bestu Brooklyn, borðuðum á góðum veitingastöðum, lágum í Central Park og kíktum á rooftop bari sem er alltaf skemmtileg upplifun í svona stórborgum að mínu mati. Í þokkabót fengum við drauma veður, en það var ekki ský á himni alla ferðina og hitinn í kringum 33 gráður. Afar kærkomið þar sem maður fær víst að dúsa í rigningunni þetta sumarið á Íslandi.

Þetta er mögulega besta myndin sem sýnir dressið þetta kvöldið nokkurn veginn. Ég var í skyrtu úr ZARA og leðurstuttbuxurnar eru gamlar vintage úr Spúútnik.

Who did it better?
Samfella: H&M
Pils: Urban Outfitters
Skór: Nike Air Force 1 Upstep / Kox Kringlunni
Sokkar: Nike
Sólgleraugu: RayBan

Vinkonuferð til New York er aldrei slæm hugmynd! Dásamleg ferð í alla staði og enn betri félagsskapur! Ég er ein heppin kona.

Þangað til næst,
xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

NEW IN FROM SIGN

Ég hóf nýlega samstarf með skartgripafyrirtækinu Sign, en Sign var stofnað árið 2004 af gullsmiðnum Inga (Sigurði Inga Bjarnasyni). Ég hef lengi verið aðdáandi Sign en Inga kynntist ég fyrst árið 2010, þegar hann lánaði mér skart fyrir Miss World í Kína árið 2010 þar sem merkið vakti heldur betur athygli. Á bakvið Sign er afar falleg skartgripahönnun en fyrirtækið er í dag eitt helsta kennileiti í íslenskri hönnun og smíði skartgripa. Þeir eru líka afar vinsælir fyrir það að helsta skáldagyðja Sign, íslenska náttúran, leggur þeim línurnar í framsækinni starfsemi Sign. Skartgripirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það má með sanni segja að þar sé eitthvað fyrir alla. Ég er afar spennt fyrir þessu samstarfi og hlakka til að sýna ykkur meira. Verkstæði Sign er staðsett við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Það er alltaf ofsalega notalegt að heimsækja þau þangað en þar tekur á móti manni afar heimilislegt andrúmsloft og dásamleg þjónusta!

Helgi minn Ómarsson bloggari hér á Trendnet tók þessar myndir af mér með þetta dásamlega fallega skart. Við vildum hafa myndirnar náttúrulegar og ég er mjög ánægð með útkomuna. Helgi er náttúrulega snillingur í faginu.
Skartið sem ég er með á efri myndinni er t.d. skart sem ég nota daglega. Eyrnalokkarnir og hringarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér!

Hlakka til að sýna ykkur meira og fleiri myndir!

Þar til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

BÓKAHIRSLA / SKÓHIRSLA

Hæ frá Boston!

Mig langaði að byrja á því að óska Trendnet-hjónunum þeim Elísabetu og Gunna innilega til hamingju með stórkostlega gærdaginn. Ég held að brúðkaupið hafi ekki farið framhjá neinum en mikið var gaman að geta fylgst með úr fjarska þó svo að ég hefði sannarlega heldur kosið að geta gefið þeim hamingjuknús á stóra daginn! Glæsilegri brúðhjón er afar erfitt að finna! Enn og aftur til hamingju kæru!

Úr því og yfir í allt annað – Föt og skór er eitt af þeim áhugamálum sem ég og kærastinn minn eigum sameiginleg. Fata- og skóbúnaður heimilisins er því ansi mikill og í 90 fermetrum getur það verið erfitt að koma þessu öllu saman fyrir. Ég hef einstaka sinnum birt myndir af hinum og þessum hornum á heimilinu mínu á Instagram Story. Eitt af því eru “skó” hillurnar sem þar er að finna og margir virðast áhugasamir um. Ég ákvað því að minnast á þær hér því þetta fyrirkomulag skítmixaði skóvandamál heimilisins á bæði ódýra og alveg ágætlega fallega vegu. Þegar við flytjum í stærra húsnæði dreymir okkur að sjálfsögðu um að geta útréttað fallegt fataherbergi með góðum innréttingum fyrir föt og skó. En eins og staðan er núna er þetta ofsalega góð lausn! Ég ætla alls ekki að taka credit fyrir þessa hugmynd en Teitur á hana skuldlaust. Við semsagt notumst við einfaldar Billy bókahillur úr IKEA og höfum keypt auka hillueiningar til að bæta við hillum. Við erum komin með tvær slíkar á heimilið, (þyrftum helst tvær í viðbót). Einföld og ódýr lausn sem ég mæli með ef einhver er í sömu pælingum!
Við stefnum að vísu á taka fataherbergið okkar í gegn á næstunni og þá vonandi mun vera hægt að nýta þessar hillur þar inni undir skóbúnaðinn. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með þeim framkvæmdum ef við komum okkur einhverntímann að verki þ.e.a.s. ;)

Eigið góðan sunnudag!

Bestu, Fanney
Instagram: fanneyingvars

SÍÐUSTU DAGAR

Ég á uppsafnað fjöldan allan af myndum sem sýna nokkurn veginn frá hvað ég hef verið að bralla undanfarna daga og vikur. Dagarnir hafa einkennst af ferðalögum, árshátíð vinkonuhópsins, fjölskyldustundum, almennu stússi, 17. júní og mörgu fleira. Ég ætla að deila því með ykkur í máli og myndum.


Kjóll: &Other Stories
Taska: Carhartt
Skór: Asos
Sólgleraugu: Dior

Heimsókn til dásamlegu Boston núna á dögunum. Boston er líkt og New York ein af mínum uppáhalds borgum í Bandaríkjunum. Boston er ótrúlega notaleg og mjög evrópsk borg. Þrátt fyrir stóra borg finnur maður töluvert minna fyrir öllu öngþveitinu og því ótrúlega mannhafi sem er að finna í öðrum borgum Bandaríkjanna. Boston að sumri til er uppskrift af dásamlegu fríi.


Jakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Buxur: American Apparel
Bolur: Zara
Skór: Nike Air Force 1 upstep / Kox Kringlunni

Einn af ca. tveimur sólardögum sumarsins. Við áttum afar ljúfan stússdag í höfuðborginni þennan ágæta sólardag! Gallabuxurnar sem ég klæddist er flík sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um. Ég keypti þær í New York í American Apparel árið 2012. Sniðið er fullkomið að mínu mati. Ég hef notað þær ansi mikið síðastliðin 6(!) ár.

Ég sló heldur betur í gegn þegar ég afhenti Teiti Páli þrítugsafmælisgjöfina. Ég gaf honum kaffivél sem honum hafði dreymt um að eignast í marga mánuði. Vélin er semsagt frá Sage og heitir The Oracle Touch. Ég viðurkenni að ég er orðin ansi montin með hana sjálf. Allir velkomnir í kaffi, við lofum góðum bolla! ;)


Toppur: Zara
Buxur: Zara
Skór: Urban Outfitters

Við vinkonurnar héldum hina árlegu árshátíð vinkonuhópsins fyrstu helgina í júní. Við fengum meiriháttar veður, ótrúlegt en satt og dagurinn var vægast sagt fullkominn. Við byrjuðum í brunch og mimosa í heimahúsi, þar voru afhentir gjafapokar og fullt af allskonar snilld. Leiðinni var svo haldið í Kramhúsið í Beyonce dansa, þaðan fórum við í Hreyfingu þar sem við lágum í spa-i með freyðivín við hönd í dágóðan tíma. Svo enduðum við aftur í heimahúsi þar sem búið var að elda fyrir okkur dásamlegan mat. Kvöldið endaði svo á tveimur topp-leynigestum þar sem að annar hélt fyrir okkur pub-quiz og hinn útbjó meiriháttar kokteila fyrir okkur. VÁ hvað þetta var góður dagur, ég er vægast sagt heppin með konurnar í mínu lífi!


Kápa: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Buxur: Zara

Fyrsta fjölskylduferðin að kíkja á endurnar átti sér stað í Hafnarfirðinum fagra. Kolbrún Anna var yfir sig hrifin!

Meiriháttar foreldrafrí í uppáhalds borg okkar beggja, New York! Ég sýndi ykkur dresspóst fá þessari ferð hér aðeins neðar á blogginu.


Skyrta: Zara
Buxur: Zara
Skór: Asos

Kolbrún Anna:
Skyrta og buxur: Newbie
Skór og slaufa: Petit

Mæðgur í stíl á leið í sjötugs afmæli. Ég er stundum pínu lúða-mamma og finnst afar krúttlegt að vera í stíl. Ég birti þessar myndir í story á Instagram þar sem ég fékk óteljandi fyrirspurnir um skyrtuna mína. Hún er úr Zöru og var keypt á Tenerife um páskana. Ofsalega klæðileg og góð eign í fataskápinn.

Ég fór í stutta heimsókn í Galleri 17 í Smáralind um daginn í þeim tilgangi að kíkja á úvalið á miðnætursprengju. Alltaf nóg af fínu þar að finna! Dressið á seinustu myndinni fékk að koma með mér heim. Ég hef varla farið úr peysunni síðan!


Toppur: Urban Outfitters
Buxur: Zara
Skór: Asos
Sólgleraugu: RayBan

Ég heimsótti Seattle í fyrsta sinn núna um síðustu helgi og horfði á Ísland – Argentína (enn með stírurnar í augunum) kl. 6 um morgun, ásamt tveimur íslenskum áhöfnum. Allt þess virði og rúmlega það! Seattle kom mér skemmtilega á óvart. Virkilega falleg borg og mikið að sjá.

Ég lenti frá Seattle um morguninn þann 17. júní svo við fjölskyldan vorum heldur seint á ferðinni að þessu sinni og misstum af helstu hátíðarhöldum. Við gerðum þó gott úr því og röltum niður í bæ og fögnuðum þjóðhátíðardeginum í besta félagsskapnum.  Talandi um að vera mæðgur í stíl. Ég ákvað að draga fram gamla Dr. Martens skó sem ég hef ekki notað lengi einungis til að vera í stíl við dóttur mína. Enn og aftur, lúða-mamma!

Ég er alltaf virk á Instagram: fanneyingvars

Góða helgi og ÁFRAM ÍSLAND á morgun!!
xxx Fanney

DRESS & MY LETRA

Ég klæddist þessu dressi síðastliðinn sunnudag – dagurinn einkenndist af brunch á Jamie’s Italian með góðum vinum og svo IKEA ferð. Ég var í heldur fínni kanntinum en mig langaði að klæðast skóm sem ég fékk mér nýlega í Yeoman á Skólavörðustíg sem ég hafði ekki enn fundið tilefni til að nota. Ég ákvað því einfaldlega að vera pæja þó að tilefnið væri ekki mikið. ;) Skórnir eru frekar sérstakir svo að þeir brjóta basic dress skemmtilega upp. Ég klæddist buxum úr H&M en þær eru rússkinslíki og mjög flottar fyrir vikið. Buxur af þessu tagi leynast víða í verslunum H&M fyrir slikk og eru margar hverjar mjög “ekta-legar”, ef svo má að orði komast. Peysuna fékk ég mér nýlega í Galleri 17 og er hún strax í miklu uppáhaldi! Kápan mín er flík sem ég fæ reglulega fyrirspurnir um en hún er frá Won Hundred úr GK Reykjavík. Fullkomin eign!

Kápa: Won Hundred / GK Reykjavík
Peysa: Envii / Galleri 17
Buxur: H&M
Skór: Kalda / Yeoman

Ég var einnig með uppáhalds hálsmenin mín frá My Letra Store. Stafamen hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér en ég hef átt eitt slíkt frá Andreu í nokkur ár núna sem ég hef ekki tekið af mér. Afar nánir vinir mínir opnuðu nýlega skartgripaverslun á netinu sem selur þessi dásamlegu stafamen ásamt fleiru guðdómlega fallegu skarti! Ég var svo heppin að vera ein af þeim fyrstu sem eignaðist stafamen frá My Letra en það hefur ekki verið tekið af hálsinum síðan. Ég hef frá upphafi átt bæði F og KA (fyrir Kolbrún Anna), en T (fyrir Teitur) bættist nýlega í safnið. Einnig á ég mismunandi keðjur svo það er gaman að leika sér með hvernig maður notar menin – mis grófar og mis síðar. Ég fæ óteljandi fyrirspurnir út í menin á Instagram og hef lengi ætlað að minnast á My Letra hér á blogginu. Mér finnst ofsalega notalegt að vera alltaf með upphafsstafi dóttur minnar um hálsinn, eins brenglað og það hljómar finnst mér það tengja mig við hana þegar ég er t.d. í stoppum erlendis. Persónulegt og fallegt. Ég mæli með að kíkja á MY LETRA og skoða úvalið sem þar er að finna. Einnig fóru stafamenin nýlega í sölu bæði í verslunum Hrím og barnaversluninni Petit í Ármúlanum fyrir þá sem vilja skoða menin nánar. Ég gæti ekki mælt meira með!

Annars segi ég bara GLEÐILEGT heimsmeistaramót, eins og eflaust flestir vita var flautað til fyrsta leiks í dag. Megi okkar gjörsamlega geggjaða landsliði ganga sem allra, allra best! Ég er vægast sagt(!) ólýsanlega spennt að fylgjast með!

xxxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

NYC OUTFIT

Þessu dressi klæddist ég þegar ég heimsótti New York á dögunum. Ég elska að koma til New York, það er klárlega ein af mínum uppáhalds borgum að heimsækja. Mig hefur lengi dreymt um að búa þar í eitt ár í hið minnsta. Ég var byrjuð að telja upp hvað ég elska við borgina, en listinn var orðinn svo langur svo ég ákvað að sleppa því. Ég einfaldlega elska þessa borg!

Samfestingur: ZARA
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík

Ég klæddist einnig þessum samfesting í barnaafmæli dóttur minnar sem var haldið í maí. Ég hafði keypt hann stuttu áður í Zöru í Vancouver í Canada, (þeirri fallegu borg sem ég mæli eindregið með að heimsækja, þó flugið sé langt). Ég finn hvað falleg print á flíkum heilla mig mikið! Ef ég spotta fallegt print í góðri fjarlægð í verslunum kíki ég oftar en ekki á flíkina! Skemmtilegt að brjóta upp dress með því að vera t.d. í skyrtu eða buxum með fallegu printi! Það er líka eitthvað sumarlegt við það, þó að við á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki enn notið nógu góðs af sumrinu. En það má alltaf leyfa sér að vona að sumarið sé handan við hornið er það ekki? Skórnir eru svo ofnotaðir frá Common Projects úr Húrra Reykjavík. Þeir eru hinir fullkomnu strigaskór að mínu mati. Penir og fallegir, ekki of klunnalegir og ganga því líka fínt.

Myndirnar eru teknar á Canon EOS M100 myndavélina mína.

Þangað til næst,
xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

PERFECT WEEKEND GET AWAY

Ég var búin að lofa að segja ykkur frá dvöl minni á ION Adventures Hotel á Nesjavöllum sem átti sér stað fyrir skömmu. Minn maður varð þrítugur þann 24. maí og mig langaði til að bjóða honum í eitthvað öðruvísi og skemmtilegt í tilefni af stórafmælinu. Enda held ég að það sé erfitt að finna meira afmælisbarn en mig! Okkur finnst báðum fátt skemmtilegra en að vera túristar í eigin landi, enda eigum við ofsalega fallegt land. Það að gista á hóteli hér innanlands gefur manni strax sjarmann af því hvernig það er að vera túristi á Íslandi og er einstaklega skemmtileg upplifun sem ég mæli mikið með. Við höfðum hvorug komið á ION hótelið en það hefur lengi verið í umræðunni hjá okkur að prófa það! Ég ákvað því að koma honum á óvart með gistingu og þriggja rétta máltíð á veitingahúsinu Silfru sem er staðsett á hótelinu. Þetta var upplifun í lagi, guð minn góður hvað þetta var notalegt og rúmlega það. Það kannast eflaust flestir við sundlaugina sem staðsett er fyrir utan hótelið? Þar lágum við líka heillengi í leti báða dagana með tærnar upp í loft.

Afmælisdagurinn var sumsé á fimmtudegi, honum var eytt í spa og dýrindis mat með vinum og fjölskyldu. Á föstudeginum hófst svo “óvissuferðin”. Keyrslan tekur ca 40 mínútur svo við vorum mætt í þessa náttúruparadís um 16 leitið. Við byrjuðum á því að skoða hótelið fram og til baka, settumst niður í drykk (ok, drykki), í Norðurljósasalnum og skelltum okkur í laugina. Við fórum svo upp á herbergi, opnuðum kampavín og græjuðum okkur fyrir dinner í Silfru. Skothelt plan!

Gallajakki: WoodWood / Húrra Reykjavík
Bolur: Asos
Buxur: Dr. Denim
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Gucci

Þvílík paradís eins og sést á þessum myndum!

Skyrta: ZARA
Flauelisbuxur: H&M
Skór: Urban Outfitters

Skál fyrir þér my love!

Silfra er veitingastaður á hótelinu sem er að mínu mati falinn fjársjóður. Fyrrverandi landsliðskokkar standa á bakvið matseðilinn og við vorum sannarlega ekki svikin. Dýrindis þriggja rétta máltíð og dásamlegir drykkir.

Ferðin endaði svo að sjálfsögðu á því að liggja heillengi í lauginni. Tókum fullt af myndum en nutum okkar líka alveg heilan helling án myndavélarinnar ;) Mikilvægt.

Jæja, þá hefur þessi langa færsla loksins tekið enda. Ég segi það aftur, þetta var fullkomin ferð og líkt og ég skrifaði í titlinum, the perfect weekend get away! Það þarf ekki alltaf að fljúga út fyrir landsteinana til að fara í fríi. Það er nóg í boði á landinu okkar fagra!

Myndirnar eru allar teknar á Canon EOS M100.
Góða helgi öllsömul!! xxx

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

BARNAAFMÆLIÐ

Jæja, það er alveg komin dágóður tími síðan ég lét síðast til mín taka hér inni á. Það er sannarlega ekki “normið” og svoleiðis mun það ekki koma til með að vera. Dóttir mín tók sig til og nældi sér í tveggja vikna(!) flensu takk fyrir pent! Á milli fluga hef ég því undanfarið legið sem algjör sófakartafla með dóttur minni. Hún rétt náði sér í tæka tíð fyrir afmælisdaginn sinn sem betur fer, en hún varð 1 árs á mánudaginn var, 21. maí. Við héldum upp á afmælið með nánustu vinum og fjölskyldu þann 20. maí og vorum við einstaklega lukkuleg með daginn. Veislan heppnaðist stórkostlega og sú litla var í banastuði allan daginn. Litla fjölskyldan gjörsamlega í skýjunum eftir fyrstu afmælisveisluna. Þetta var í fyrsta sinn sem við skipulögðum veislu af þessu tagi og mig langaði að hafa veisluna flotta með fallegum skreytingum og veitingum, en vildi samt ekki fara yfir um. Það tókst svo sannarlega til að mínu mati.

Fánarnir sem hanga á veggjunum fengum við í Petit, allar aðrar skreytingar ásamt stóru blöðrunni fengum við í Partývörum. Dásamlega afmæliskakan hennar er úr Sætum Syndum og aðrar veitingar voru gerðar af mér og dásamlega fólkinu í kringum okkur. Gott að eiga góða að þegar halda skal afmæli! Fallegt borðskraut, bollar, diskar, servíettur, rör, blöðrur og fleira fallegt í stíl setur ótrúlega skemmtilegan og fallegan svip á veislu af þessu tagi að mínu mati. Ég get ekki annað en mælt með Partývörum, úrvalið af slíku propsi er endalaust. Einnig langar mig að segja frá myndaveggnum en ég er ofsalega stolt af þessu mission-i mínu sem ég nennti sjaldnast að standa í en ákvað þó í hvert sinn að gera. Ég tók sumsé myndir af Kolbrúnu Önnu á hverju mánaðarafmæli fyrsta árið og prentaði svo sjálf myndirnar út og hengdi upp á vegg fyrir afmælið. Ótrúlega dýrmætt að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir. Breytingin fyrsta árið er svo ótrúlega mikil svo þetta er ofsalega gaman að eiga – þetta var einstaklega skemmtilegt að hafa í afmælinu og gestir höfðu einnig gaman af!

Elsku litla dásemd! Ég var svo ánægð með dressið hennar (ekki annað hægt), en það er allt eins og það leggur sig úr Petit. Ég fékk þó nokkrar fyrirspurnir varðandi það á Instagram – en ég var dugleg að deila myndum þar úr veislunni. Ég trúi ekki að þessi litla rófa sé orðin 1 árs. Þetta dásamlega, krefjandi, skemmtilega, lærdómsríka, erfiða og á endanum fullkomna ár leið svo hratt að það hálfa væri hellingur. Kolbrún Anna hefur fært okkur meiri ást og hamingju en okkur nokkurn tímann hefði grunað.

Takk elsku vinir og fjölskylda fyrir að gera fyrsta afmælisdaginn hennar Kolbrúnar Önnu ógleymanlegan. Núna er það bara að sinna næsta afmælisbarni því að minn maður er þrítugur í DAG!! Við ætlum að njóta heilan helling næstu daga og ég hlakka til að segja ykkur frá því.

Samfestingurinn sem ég var í er úr ZARA og ég keypti hann í Vancouver á dögunum. Gæti verið til hér heima?
Ég tók allar myndir úr afmælinu á Canon EOS M100 myndavélina mína sem ég er svo ánægð með.
Instagram: fanneyingvars

Þar til næst,

xx Fanney

 

 

DRESS

Gleðilegt Eurovision! Ísland stígur á svið í kvöld í fyrri undanúrslitarriðlinum og ég er afar spennt! Ég hef alltaf jafn gaman af þessari keppni og vonandi verða úrslitin okkur í hag svo við getum  kallað áfram Ísland á laugardaginn næsta!

Dagurinn í dag fór í stúss af ýmsu tagi. Ég klæddist þessu hér:

Kjóll: & Other Stories
Flauelsbuxur: H&M
Leðurjakki: Mads NorgaardHúrra Reykjavík
Skór: Tatuaggi / GS Skór
Taska: Gucci 

Instagram: fanneyingvars

xx Fanney

ALL ENDINGS HAVE ANOTHER BEGINNINGS

Full dramatískur titill kannski? Vissulega! Þessi setning á samt við svo margt og oft gott að hafa þessi orð á bakvið eyrað. Oft eigum við það til að festast í sama sessi og vera hrædd við að breyta til. Sumir þurfa þess alls ekki á meðan aðrir hafa ofboðslega gott af því. Megin ástæða þessarar færslu var nú samt sem áður á persónulegu nótunum, eins og svo oft áður. Ég var nú bara að breyta um starfsvettvang, eða öllu heldur skipta um fyrirtæki. Sem er alls ekki svo stórkostleg breyting. Það er hinsvegar margt annað í gangi á okkar heimili núna en dóttir mín er líka að byrja í aðlögun á ungbarnaleikskóla. Við mæðgur höfum verið svo heppnar að fá heilt ár saman heima í orlofi svo það er ansi mikil breyting í vændum hjá okkur. Þessari breytingu fylgir ansi mikill aðskilnaðarkvíði af hálfu móðurinnar en almáttugur hvað ég held að við höfum báðar gott af þessu. Ég er spennt að fara að koma lífi okkar nokkurn veginn í rútínu og koma okkur almennilega út í lífið.

Ég semsagt hef starfað sem flugfreyja hjá WOW Air frá nánast upphafi fyrirtækisins og tók þá ákvörðun að færa mig yfir til Icelandair. WOW Air er frábært fyrirtæki sem ég kveð með miklum söknuði og þá allra helst alla dásamlegu samstarfsfélaga mína sem ég kynntist þar. Það hefur verið ótrúlegt ævintýri að byrja hjá fyrirtæki, sem var þá, ansi lítið en á mikilli uppleið. Þegar ég byrjaði flaug WOW til að mynda aðeins til Evrópu svo að stoppin komu ekki fyrr en seinna. Ég var orðin fyrsta freyja sem var ofsalega skemmtilegt og margir eflaust sem spyrja sig af hverju ég ákvað að skipta. Það er allavega spurning sem ég hef svarað ansi oft! Ég er hreinlega ekki með neitt rétt svar. Í miðju fæðingarorlofi ákvað ég einfaldlega að sækja um á hinum staðnum, fékk inngöngu og svo í kjölfarið ákvað ég að skella mér á það. Ég er mjög spennt fyrir sumrinu í bláa búningum og að kveðja orlofs-kósýgallann!

Hér notaði ég myndavélina mína, Canon EOS M100 sem ég er virkilega ánægð með!

Annars er maí mánuður runninn upp og það er ansi mikið um að vera að þessu sinni. Bæði er ég að byrja að fljúga aftur og dóttir mín að byrja á leikskóla. Það er mikið um frídaga, gamla góða Eurovision er á sínum stað, minn maður verður þrítugur og dóttir mín 1 árs. Þessi mánuður mun eflaust fljúga hjá en það er lang skemmtilegast þegar mikið er um að vera!

Þangað til næst,
xx Fanney

Ég er alltaf virk á Instagram: fanneyingvars