Fanney Ingvars

DRESS

Gleðilegt Eurovision! Ísland stígur á svið í kvöld í fyrri undanúrslitarriðlinum og ég er afar spennt! Ég hef alltaf jafn gaman af þessari keppni og vonandi verða úrslitin okkur í hag svo við getum  kallað áfram Ísland á laugardaginn næsta!

Dagurinn í dag fór í stúss af ýmsu tagi. Ég klæddist þessu hér:

Kjóll: & Other Stories
Flauelsbuxur: H&M
Leðurjakki: Mads NorgaardHúrra Reykjavík
Skór: Tatuaggi / GS Skór
Taska: Gucci 

Instagram: fanneyingvars

xx Fanney

ALL ENDINGS HAVE ANOTHER BEGINNINGS

Full dramatískur titill kannski? Vissulega! Þessi setning á samt við svo margt og oft gott að hafa þessi orð á bakvið eyrað. Oft eigum við það til að festast í sama sessi og vera hrædd við að breyta til. Sumir þurfa þess alls ekki á meðan aðrir hafa ofboðslega gott af því. Megin ástæða þessarar færslu var nú samt sem áður á persónulegu nótunum, eins og svo oft áður. Ég var nú bara að breyta um starfsvettvang, eða öllu heldur skipta um fyrirtæki. Sem er alls ekki svo stórkostleg breyting. Það er hinsvegar margt annað í gangi á okkar heimili núna en dóttir mín er líka að byrja í aðlögun á ungbarnaleikskóla. Við mæðgur höfum verið svo heppnar að fá heilt ár saman heima í orlofi svo það er ansi mikil breyting í vændum hjá okkur. Þessari breytingu fylgir ansi mikill aðskilnaðarkvíði af hálfu móðurinnar en almáttugur hvað ég held að við höfum báðar gott af þessu. Ég er spennt að fara að koma lífi okkar nokkurn veginn í rútínu og koma okkur almennilega út í lífið.

Ég semsagt hef starfað sem flugfreyja hjá WOW Air frá nánast upphafi fyrirtækisins og tók þá ákvörðun að færa mig yfir til Icelandair. WOW Air er frábært fyrirtæki sem ég kveð með miklum söknuði og þá allra helst alla dásamlegu samstarfsfélaga mína sem ég kynntist þar. Það hefur verið ótrúlegt ævintýri að byrja hjá fyrirtæki, sem var þá, ansi lítið en á mikilli uppleið. Þegar ég byrjaði flaug WOW til að mynda aðeins til Evrópu svo að stoppin komu ekki fyrr en seinna. Ég var orðin fyrsta freyja sem var ofsalega skemmtilegt og margir eflaust sem spyrja sig af hverju ég ákvað að skipta. Það er allavega spurning sem ég hef svarað ansi oft! Ég er hreinlega ekki með neitt rétt svar. Í miðju fæðingarorlofi ákvað ég einfaldlega að sækja um á hinum staðnum, fékk inngöngu og svo í kjölfarið ákvað ég að skella mér á það. Ég er mjög spennt fyrir sumrinu í bláa búningum og að kveðja orlofs-kósýgallann!

Hér notaði ég myndavélina mína, Canon EOS M100 sem ég er virkilega ánægð með!

Annars er maí mánuður runninn upp og það er ansi mikið um að vera að þessu sinni. Bæði er ég að byrja að fljúga aftur og dóttir mín að byrja á leikskóla. Það er mikið um frídaga, gamla góða Eurovision er á sínum stað, minn maður verður þrítugur og dóttir mín 1 árs. Þessi mánuður mun eflaust fljúga hjá en það er lang skemmtilegast þegar mikið er um að vera!

Þangað til næst,
xx Fanney

Ég er alltaf virk á Instagram: fanneyingvars

 

 

SÍÐUSTU DAGAR

Mikið líður tíminn hratt! Ég held að við getum öll verið sammála um það. Undanfarnir dagar hafa verið vægast sagt dásamlegir. Ég tala allavega fyrir sjálfa mig þegar ég segi að með hækkandi sólu fylgi aukin hamingja. Þegar veðrið er gott og sólin skín er lífið einfaldlega bara betra! Mig langaði aðeins að segja ykkur frá bæði í máli og myndum hvað ég hef verið að bralla undanfarna daga.

Þar síðustu helgi hittumst við vinkonurnar í mat og drykk. Ég held að flestar mæður tengi við það að svona vinkonuhittingum fækki (eðlilega) við það að verða móðir, en fyrir vikið verða þeir töluvert dýrmætari.

Á mánudaginn var kíktum við mæðgur í heimsókn í Yeoman á Skólavörðustíg. Tilgangurinn var til að kíkja á sample sale hjá Kalda shoes sem eru til sölu í versluninni. Það er alltaf gaman að heimsækja Yeoman, nóg af fallegum vörum þar sem hugurinn girnist. Á myndunum hér að ofan klæðist ég skyrtu frá Yeoman, mig dreymir enn um að eignast hana! Stígvélin eru guðdómleg og eru frá Kalda, sem og bleiku skórnir. Ég fékk þó nokkrar spurningar um hvítu buxurnar mínar. Þær keypti ég í Zöru árið 2012 og uppgötvaði þær aftur síðasta sumar og klippti þær aðeins til. Ótrúlega ánægð með þær og gaman hvað maður les úti um allt núna að hvítar buxur verði aftur aðal málið í sumar?

Regalo Fagmenn. Stutt stopp hér til að halda dúinu góðu – bestu vörurnar. Ég skiptist á að nota Moroccanoil og Maria Nila í hárið mitt.

Á miðvikudaginn tókum við aldeilis mikla skyndiákvörðun og brunuðum upp í sumarbústað beint eftir vinnu. Sumardagurinn fyrsti var á fimmtudeginum svo við ákváðum að nýta fríið og gera eitthvað skemmtilegt. Við fórum fjórar vinkonur ásamt mökum og börnum og mikið var gaman! Svo gaman að þetta eru einu myndirnar sem voru teknar. Við keyrðum aftur í bæinn á föstudagsmorguninn svo fríið var nýtt til hins ítrasta. Dásamleg ferð í meiriháttar félagsskap!

Á föstudagskvöldið ákváðum við að gera vel við okkur og fórum út á borða á Út í bláinn, veitingastaður sem er staðsettur á efstu hæð í Perlunni. Við höfðum aldrei komið þangað áður og vorum mjög forvitin að smakka. Þetta var aðeins öðruvísi stefnumót að því leitinu til að okkur langaði að taka Kolbrúnu Önnu með okkur og pöntuðum því borðið snemma og vorum farin snemma. Þar sem við búum nálægt ákváðum við líka að rölta með vagninn. Þetta var fullkomið kvöld. Góður matur, skemmtilegur staður og besti félagsskapurinn.

Hér er ég í öðrum hvítum buxum, en þessar eru frá Lee og voru í eign mömmu minnar fyrir langa löngu. Ég gróf þær upp fyrr í vetur. Ég held að ég sé alveg sammála sumar trendinu, það er nokkuð ljóst!

Á sunnudaginn fengum við Íslendingar á höfuðborgarsvæðinu sannkallað draumaveður. Við fjölskyldan byrjuðum daginn snemma í sundi í Vesturbæjarlaug. Það er algjör skylda (allavega á okkar heimili) að grilla þegar veðrið er svona svo við buðum góðum vinum yfir til okkar seinni partinn í dýrindis mat. Fullkominn sumardagur!

Á laugardaginn varð dóttir mín, Kolbrún Anna 11 mánaða. Það er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að ég hef lagt það í vana minn að taka alltaf myndir af henni á mánaðarafmælinu hennar. Þó svo að ég nenni því alls ekki alltaf og krafan um þolinmæði í kringum myndatökurnar eftir því sem hún verður eldri verður meiri veit ég að ég verð afar þakklát að eiga þessar myndir í framtíðinni. Ég smellti af henni myndum sem mig langaði að deila með ykkur.

Dressið hennar er allt saman úr Petit og er svo guðdómlegt. Ég notaðist við myndavélina mína sem fylgir mér allt þessa dagana, hún heitir Canon EOS M100 og er frá Origo. Þið getið fundið hana HÉR.

Þar til næst,

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

BARNAHERBERGIÐ

Þegar ég var kasólétt (gengin um 35 vikur), ákváðum við að skella okkur í framkvæmdir heima. Þessar framkvæmdir fólu sumsé í sér að færa eldhúsið inn í borðstofu og gera barnaherbergi úr eldhúsinu. Þessi hugmynd hafði blundað í okkur lengi og í raun ótrúlegt að við höfum beðið svona lengi með að framkvæma hana. Verðandi móðurinni til mikillar gleði ákvað minn maður að byrja á verkinu þegar það var “korter í barn”, en líkt og kannski gefur að skilja fylgdi þessum framkvæmdum mikið stress og þá aðallega við tilhugsunina að vera ekki búin í tæka tíð fyrir komu prinsessunnar. EN allt þetta tókst vel til með hjálp okkar allra nánustu sem við hefðum ekki getað gert þetta án! Herbergið hennar hefur breyst mikið síðan hún kom í heiminn en mér finnst ótrúlega gaman að útfæra, gera og græja algjörlega eftir mínu (og pínulítið Teits) höfði. ;)

Íbúðin meikar töluvert meiri sens svona og við erum ótrúleg ánægð með útkomuna. Sérstaklega í ljósi þess að hafa “grætt” auka herbergi og einnig að geta haft Kolbrúnu Önnu og allt sem henni fylgir, út af fyrir sig. Ég myndaði herbergið bak og fyrir og ætla að leyfa þeim myndum að fylgja. Ef einhver er forvitin að vita hvaðan hlutirnir eru er ykkur velkomið að skilja eftir athugasemd.

xx Fanney

Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Ég átti stórskemmtilegt gærkvöld! Það var nóg um að vera og spennandi event í gangi úti um allan bæ. Ég náði þó bara að mæta í tvö og voru þau bæði mjög skemmtileg. Sigríður vinkona mín, ásamt fríðu föruneyti var að opna vefverslunina Allora.is og hélt hún glæsilegt opnunarteiti í Litlu Hönnunarbúðinni í Hafnarfirði. Eftir stopp þar brunaði ég upp í Ögurhvarf og mætti í virkilega flott Marc Inbane launch partý í heildversluninni Bpro. Ég segi ykkur betur frá því síðar – ég setti mynd af mér á Instagram frá gærkvöldinu og fékk margar fyrirspurnir út í dressið og ákvað því að skella í fljótlega dress-færslu!

Ég fékk fjölmargar fyrirspurnir varðandi dragtina en hana keypti ég í H&M þegar ég var ólétt. Ég notaði hana síðast þegar ég var gengin 34 vikur á RFF svo það var gaman að draga hana fram á ný og í þetta skiptið ekki með bumbuna út í loftið. Einnig fæ ég alltaf reglulega spurningar út í leðurjakkann minn. Ég held að hann sé mín besta eign en ég fer varla úr honum. Kærastinn minn gaf mér hann í afmælisgjöf eftir að mig hafði lengi dreymt um að eignast hann. Fullkominn og passar við allt – úr Húrra Reykjavík. Þið hafið einnig margar tekið eftir skónum en ég held ég hafi dásamað þá við lang flesta sem hafa spurt mig út í þá. Þeir eru fullkomnir að mínu mati og ég keypti þá í Zöru síðastliðið haust.

Leðurjakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
Dragt: H&M
Skór: Zara

Ég segi ykkur betur frá gærkvöldinu fljótlega. Það er föstudagur í dag og það er alltaf dásamleg tilfinning. Dóttir mín er búin að vera lasin alla vikuna en var loksins öll önnur í gærkvöldi svo móðirin gat skroppið út fyrir húsins dyr. Góða helgi öll sömul xx

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

PÁSKAR Á TENERIFE

Ég eyddi páskunum með fjölskyldunni minni og dásamlegu tengdafjölskyldunni minni á Tenerife. Fríið hefði ekki getað verið betra. Ég var að koma í annað skiptið á stuttum tíma til Tenerife en við fórum þangað seinast þegar ég var ólétt af Kolbrúnu Önnu. Tenerife er hinn fullkomni staður að mínu mati. Hreinn, fallegur, fullkomið hitastig, fjölskylduvænn og allt þar á milli. Svo virðist sem að fleiri Íslendingar séu á sama máli þar sem við vorum mikið vör við samlanda okkar á eyjunni. Við vorum á fallegu og afar notalegu hóteli á Costa Adeje í þetta skiptið. Við vorum á amerísku ströndinni seinast svo það var ótrúlega gaman að prófa nýtt svæði. Þetta frí var vægast sagt meiriháttar. Áhyggjulaust og notalegt! Mikið af góðum mat, drykkjum, sól og sælu og síðast en ekki síst félagsskap!

Þetta frí var aðeins öðruvísi að því leitinu til að ég var lítið sem ekki neitt á samfélagsmiðlum. Það var alls ekki planið en einhvernveginn þróaðist fríið algjörlega þannig. Það eina sem ég gerði var að skjótast örstutt inn á Instagram í einungis þeim tilgangi að deila myndum og meira var það ekki. Eftir á fann ég hvað ég hafði ekki misst af neinu og fyrir vikið naut ég frísins mun betur. Það er alls ekki í neinum plönum hjá mér að hætta á samfélagsmiðlum en ég held að allir hafi gott af smá fríi frá þeim inn á milli. Við tókum fjöldan allan af myndum og ég ætla að deila með ykkur “nokkrum” hér í smá seríu.

Ég vona innilega að ykkar páskar hafi verið notalegir og gleðilegir.

Þar til næst,

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

DRESS

Ég átti loksins langþráð helgarfrí! Ég hafði beðið lengi eftir þessari helgi og naut hennar í botn með fjölskyldunni minni. Það skemmdi alls ekki fyrir hversu vel viðraði, eigum við ekki bara að segja að vorið sé rétt handan við hornið?
Gærdagurinn einkenndist af síðbúnum hádegismat á Coocoo’s Nest, laugardagsbíltúr, góðum dinner og sjónvarpsglápi – akkúrat eins og það átti að vera.

Leðurjakki: Mads Norgaard / Húrra Reykjavík
T-shirt: Húrra Reykjavík
Buxur: Zara
Skór: Common Projects / Húrra Reykjavík
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Vonandi áttuð þið jafn góða helgi og ég! Sú gula gleður svo sannarlega!

x Fanney

KAUPHLAUP Í SMÁRALIND

Í tilefni þess að það er Kauphlaup þessa dagana í Smáralind fór ég í skemmtilega heimsókn í verslunarmiðstöðina í gær. Ég fór í þeim tilgangi að kíkja á tilboðin sem verslanir eru að bjóða upp á í tilefni Kauphlaups og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég gekk á milli verslana þar sem ég sá fullt af flottum flíkum og vörum á frábærum afslætti, en lang flestar verslanir voru með í Kauphlaupinu og margar hverjar að bjóða upp á allt að -50% afslátt. Ég var í beinni á Instagram Story hjá Smáralind og fyrir áhugasama getið þið enn kíkt á það undir nafninu @smaralind á Instagram. Kauphlaupið er í fullum gangi og verður til og með 8. apríl svo ég hvet ykkur eindregið til að kíkja í Smáralindina og gera góð kaup.

Fyrir áhugasama er hægt að skoða tilboðsbækling Smáralindar HÉR

Annars eyddi ég páskunum mínum á Tenerife með fjölskyldunni, ég hlakka til að segja ykkur betur frá því um helgina.

Eigið góða helgi öll sömul!

x Fanney

 

SNYRTIVÖRURNAR MÍNAR

PERSÓNULEGT

Góðan daginn!

Líkt og ég kom örlítið inn á í síðustu færslu þá er ég að sitja 5 vikna námskeið um þessar mundir. Ég mæti nánast alla daga vikunnar svo það er því lítill frítími sem gefst. Það útskýrir bæði hversu óvirk ég hef verið á samfélagsmiðlum undanfarið og einnig hversu lítinn tíma ég hef til að blogga. En þetta er stutt tímabil sem klárast fljótt – ég lofa að vera ofsalega skemmtileg þegar þessum annasama tíma líkur! ;)

Ein af þeim færslum sem ég ákvað strax að ég myndi skella í þegar ég byrjaði hér á Trendnet var að segja frá hvaða snyrtivörur ég nota. Inboxið mitt fyllist daglega af fyrirspurnum varðandi hvaða snyrtivörur ég nota og fannst mér því tilvalið að henda í eina slíka færslu.

Af gefnu tilefni langar mig að koma því fram að þessi færsla er alls ekki kostuð, þetta eru allt vörur sem ég kaupi mér sjálf og hef fundið með tímanum að henta mér. 

Húð:

Þegar ég hef þrifið húðina á morgnanna og borið á mig dagkrem nota ég þetta fullkomna kombó í kjölfarið. Ég á það til að glansa og hef alltaf verið með mjög mismikla olíuframleiðslu. Mér finnst Photo Finish primerinn frá Smashbox henta mér fullkomnlega til að halda olíuframleiðslunni í skefjum og minnka glansinn yfir daginn. Í kjölfarið læt ég svo Bronzing gel frá Sensai en það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í nokkur ár. Það er komið ca. ár síðan ég hætti að nota farða svo þetta læt ég duga á húðina ásamt svo hyljara, setting powder og sólarpúðri.

Ég byrjaði að nota þennan “drug-store” hyljara frá Maybelline eiginlega um leið og hann kom út. Ég keypti hann alltaf þegar ég flaug reglulega til Bandaríkjanna og finnst hann henta mér fullkomnlega. Hann set ég undir augu og á þau svæði sem mér finnst þurfa aðeins meiri þekju hverju sinni. Ég er ótrúlega ánægð með hann og var mjög glöð þegar hann kom svo loksins til Íslands. Ég ber hann á mig og nota svo Beauty Blender til að dreifa honum.

Þegar hyljarinn er kominn á læt ég setting powder frá Laura Mercier undir augu og dreifi svo restinni sem er í burstanum yfir allt andlitið. Þetta finnst mér æðislegt laust púður sem hjálpar mér einnig að koma í veg fyrir glans og heldur farðanum betur yfir daginn. Þetta kaupi ég í Sephoru og er ekkert smá ánægð með þessa vöru.

Sólarpúðrið sem ég nota er frá Too Faced og það kaupi ég í Sephora. Mér finnst það æðislegt. Ég hef prófað þau nokkur en ég sé mig ekki skipta þessu tiltekna út á næstunni. Það er enginn glans í því svo ef mig langar að poppa það aðeins upp bæti ég við smá high-lighter á kinnbeinin. Ég vil ekki hafa highlighter hér í þessari færslu þar sem ég nota slíkan alls ekki daglega, en sá sem ég nota kaupi ég einnig í Sephora og er frá Becca. Mér finnst hann fullkominn. Hann er nýkominn í sölu í Hagkaup fyrir áhugasama.

Augu og augabrúnir:

Nú lýg ég ekki en ég held ég fái að minnsta kosti 10 spurningar á hverjum einasta degi varðandi hvaða maskara ég nota. Einnig er ég stundum spurð hvort að ég sé með gerviaugnhár, en svarið er nei við því. Ég hef alltaf verið með mjög löng augnhár og aldrei notað augnhárabrettara eða neitt slíkt. Ég hef forðast það að byrja að nota hann þar sem ég er hrædd um að það muni skemma náttúrulega útlitið. Ég hinsvegar lenti í því að nánast missa augnhárin í kjölfarið eftir að ég fæddi dóttur mína. Það fannst mér ansi skondin viðbrögð. En þau eru öll að koma til og að komast í sitt eðlilega gamla horf. En nóg um það – það eru tveir maskarar í algjöru uppáhaldi hjá mér og báða hef ég notað mikið og lengi. Annar er frá Lancome Paris og heitir Drama og hinn er frá Gosh og heitir Bombastic. Mér finnst mjög gaman að mæla með þessum frá Gosh þar sem hann er töluvert ódýrari og er þessi svokallaða “drug store” vara. Ég mæli ótrúlega með honum. Drama maskarinn frá Lancome er einnig æðislegur sem og allir maskarar frá því merki að mínu mati. Ég hef fundið það að þessir tveir henta mér ofboðslega vel og það sem ég geri til að ná að greiða vel úr augnhárunum er að láta þunnt lag, ca tvær umferðir af maskara og bíða svo örstutt svo að hann þorni örlítið. Síðan maskara ég aðra umferð og þannig finnst mér auðveldara að greiða þau og móta.

Í augabrúnirnar nota ég svo Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills og augabrúnagel frá Benefit til að greiða úr hárunum til að reyna að “boosta” þær örlítið.

Ég vona að þetta hafi svarað nokkrum spurningum og sé einhverjum gagnlegt. Ef þið hafið einhverjar spurningar megið þið endilega skilja eftir athugasemd.

Þangað til næst,

x Fanney

Instagram: fanneyingvars

 

DRESS

Ég skellti mér á stórskemmtilegan viðburð á mánudaginn var, en hann var í boði snyrtivörumerkisins Sensai og tískutímaritsins Glamour. Viðburðurinn var haldinn á Grillinu á Hótel Sögu með pompi og prakt. Veitingar, dagskrá og staðsetning var algjörlega upp á tíu og svo fengu gestir að sjálfsögðu vænlegan gjafapoka með heim.
Þessa dagana sit ég á námskeiði nánast alla daga vikunnar svo ég greip tækifærið og smellti nokkrum dress myndum áður en haldið var í teitið, sólin skein enn klukkan 18:00 og það gladdi mig ansi mikið.

Fake loðfeldur: H&M
Buxur: ASOS
Sokkastígvéli: ZARA
Taska: Blanche / Húrra Reykjavík

Takk fyrir mig Sensai og Glamour. Alltaf gaman að fá sér kampavínsglas á sólríkum mánudegi!

x Fanney

Instagram: fanneyingvars