fbpx

IKEA BARNAELDHÚS FYRIR & EFTIR

BARNAHERBERGIÐHEIMILIÐHÚSGÖGNKOLBRÚN ANNASAMSTARF

Góða kvöldið! Ég setti inn nýlega færslu á Instagram þar sem ég deildi með ykkur fyrir og eftir myndum af eldhúsi dóttur okkar. Flestir kannast við barnaeldhúsið klassíska úr IKEA – það er semsagt það sem um ræðir en við gáfum dóttur okkar það fyrir tæpum tveimur árum. Við keyptum eldhúsið með það í huga að mála það og gera það meira að “okkar”. Við hinsvegar gerðum þau grundvallar mistök að setja það strax saman sem varð til þess að verkið frestaðist í aaansi langan tíma – og nú eru liðin næstum tvö ár haha. Eldhúsið er klassískt og fallegt en mjög auðvelt að gera það að sínu á hina ýmsu vegu. Það má segja að okkur leiðist það ekki að breyta húsgögnum heimilisins með málningarpenslinum – en ég er alltaf mjög stolt af því hversu miklu við höfum breytt hér heima með því að mála/lakka. Nú höfum við því gefið tveimur eldhúsum heimilisins nýtt útlit og ég er ekki síður stolt af því seinna. ;) Við fengum vörur frá Slippfélaginu í verkið (samstarf) og eins og ég segi, er ég ótrúlega ánægð með útkomuna.


Eldhúsið fyrir –


Efnið sem við notuðum. Liturinn ‘glæsilegur‘, grunnur og hvítt lakk. Málningin sem fór á eldhúsið sjálft. 
Búið að grunna eldhúsið.
Hér er ég nýbúin að spreyja öll áhöld og blöndunartæki með gylltu, möttu spreyi. Kolbrún Anna dóttir mín að eignast gylltu blöndunartækin sem móður hennar dreymir um að eignast. ;)

Hér er spreyið sem ég notaði – einnig úr Slippfélaginu.

Svona lítur svo eldhúsið út eftir! Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og finnst mér þetta lita-kombó ganga virkilega vel saman. Þessi fallegi græni litur, hvítur og gyllt á móti öllu ljósbleika og hvíta í herberginu hennar. Mubblan er eins og ný og Kolbrún Anna dóttir mín er meira að segja afar montin með “nýja” eldhúsið sitt. Við erum ótrúlega glöð með þetta verkefni.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

THIRD TRIMESTER

HELGINHILDUR YEOMANMEÐGANGANOUTFIT

Jæja þá erum við komin inn á síðasta þriðjung meðgöngunnar. Þetta líður afar hratt sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mér líður vel enn sem komið er þrátt fyrir að vera komin með ansi sára verki í mjóbak og mjaðmir, sem bendir til að tengist þá mögulega grindinni. Ég fann fyrir svipuðum verkjum á fyrri meðgöngu en það hófst töluvert seinna, eða í kringum 35. viku. Núna fór ég að finna fyrir þessum verkjum í kringum 24. viku og hefur þeim farið versnandi sérstaklega núna síðustu daga. Þetta fylgir þessu og ég er mjög meðvituð um það – ég hef lesið mig til um þessa verki á netinu og þeir gætu bæði verið grindargliðnun og eins venjulegir mjaðmaverkir án þess að tengjast grindinni sérstaklega. Maður er hinsvegar hvattur til að kanna málið hjá fagaðila þar sem ef að um grindargliðnun er að ræða er mikilvægt að beita sér rétt í samræmi við það. Það er því næsta mál á dagskrá hjá mér. Ég fór í meðgöngunudd í vikunni og vona að það skili mér einhverju. Annars þarf maður bara að hlusta á líkamann og hvíla hann eins vel og kostur er.

Ég er að detta í 28. viku og allt í einu hefur bumban tekið vaxtarkipp og litli strákurinn í bumbunni hreyfir sig á fullu, sem er ekkert nema dásamlegt. Ég er alltaf svo þakklát kroppnum mínum fyrir að geta gengið með barn og það er eitthvað sem ég tek aldrei með sjálfsögðum hlut.

Við fórum í þrítugsafmæli um síðustu helgi og minn allra besti ljósmyndari, maðurinn minn smellti nokkrum myndum í tilefni af ‘third trimester’. ;)

Bolur: Hildur Yeoman / Yeoman á Skólavörðustíg
Kjóll: gamall úr H&M
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór
Skart: my letra

______________________________________________________________________

Ég hlakka til að segja ykkur í næstu færslu frá draumaferðalaginu okkar um norðurlandið!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SNÆFELLSNESIÐ

FERÐALÖGHELGINÍSLANDLÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARF

Góðan daginn! Ég minntist á það í síðustu færslu að við fjölskyldan hefðum eytt langri helgi á Snæfellsnesinu um þar síðustu helgi. Ég fékk ógrynni af skilaboðum á persónulega Instagram reikninginn minn á meðan ferðalaginu stóð en ég náði því miður ekki að svara neinum. Ferðalagið byrjaði heldur óheppilega þar sem að síminn minn krassaði strax fyrsta kvöldið og ég var því símalaus út ferðalagið – ég rétt skaust inn á Instagram til að deila myndum í gegnum símann hans Teits og meira var það ekki. Fyrirspurnirnar voru mikið tengdar því hvar hinn og þessi staður væri sem við heimsóttum og ég svara því öllu í þessari færslu. Við fjölskyldan lögðum af stað á fimmtudegi og brunuðum beint í uppáhalds Stykkishólm. Við eyddum einni nótt í Hólminum góða og á föstudeginum fórum við svo á Búðir þar sem við gistum í tvær nætur. Þetta ferðalag var algjörlega meiriháttar og verður lengi í minnum haft! Dóttir mín Kolbrún Anna toppaði sig algjörlega og var sannkallaður drauma ferðafélagi sem var svo dásamlegt. Snæfellsnesið er allra fallegasti staður landsins að mínu mati. Ég fer alls ekkert ofan af því.

Fimmtudagur:

Við komum í fallega Stykkishólm og checkuðum okkur inn á Hótel Egilsen sem er staðsett á besta stað í miðbænum. Ég var að vinna í Stykkishólmi sumarið 2012 þegar Egilsen opnaði og það hefur verið draumur að fá að gista þar síðan þá og upplifa það að vera “ferðamaður” í heimabænum mínum. Ég segi heimabær því að foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin í Stykkishólmi en fluttu í Garðabæinn rétt áður en að ég fæddist. Ég eyddi því allri minni æsku, sumrum, jólum og áramótunum í Stykkishólmi hjá ömmu og afa og fjölskyldunni minni þar – allt mitt fólk er frá Stykkishólmi í báða ættliði svo Hólmurinn hefur alltaf verið mér afar heimakær og standa minningarnar þaðan úr æsku upp úr og eru mér virkilega dýrmætar. Mér finnst því einstaklega gaman að fá að sýna Teiti og Kolbrúnu Önnu Hólminn minn og staðina sem má segja að ég hafi alist upp á. // Við fengum frábæra díla á gistingum okkar bæði á hótel Egilsen og á hótel Búðum. Samstarf í formi góðra kjara ef svo má að orði komast.

Við borðuðum kvöldmat á Narfeyrarstofu og löbbuðum svo upp á Súgandisey, sáum ferjuna Baldur koma í höfn frá Flatey og fylgdumst með lífinu á Breiðafirðinum sem skartaði sínu fegursta þetta kvöld. Dásamleg kvöldstund með mínum.

Kolbrún Anna myndaði mömmu og pabba í fyrsta skipti og foreldrarnir gátu ekki annað en hlegið!
Eitthvað svo fullkomið vibe á Egilsen.

Föstudagur:

Byrjuðum á drauma morgunverði á hótelinu. Checkuðum okkur út í hádeginu og röltum í kjölfarið um bæinn, fengum okkur að borða og fórum í heimsókn til frænku minnar. Við keyrðum svo af stað á næsta áfangastað með viðkomu á Ytri-Tungu, það er strönd á Snæfellsnesinu sem er m.a. fræg fyrir seli – en við sáum fullt af selum gægjast upp úr sjónum sem var ótrúlega skemmtilegt, ásamt því að við nutum þess að slaka á á ströndinni í sólinni. Ég fékk margar spurningar á Instagram út í hvar þessi strönd væri staðsett. Eftir dágóða veru á ströndinni á Ytri-Tungu héldum við áfram á Hótel Búðir þar sem við checkuðum okkur næst inn. Hótel Búðir er eitt fallegasta hótel landsins, ég bara verð að segja það. Það er fallegt hvert sem augað lítur og er staðsett á besta stað á nesinu, frábær staðsetning ef manni langar að fara hringinn í kringum Snæfellsnesið t.d. Ég hafði aldrei gist þar áður en m.a. farið þangað í brúðkaup en Búðir er m.a. frægt fyrir fallegu, litlu svörtu kirkjuna sem þar stendur. Við borðuðum kvöldmat á hótelinu þetta kvöldið.

Laugardagur: 

Við vöknuðum og fórum í dýrindis morgunmat. Bæði hótelin mega eiga það að morgunmaturinn stendur klárlega upp úr. Ég veit ekkert betra en að byrja daginn á jafn dásamlegum morgunmat sem að lagði 100% línurnar fyrir dagana. Fullkomið. Við fengum okkur svo kaffibolla í fallegustu setustofu landsins á hótelinu. Þið afsakið hvað ég get ekki hætt að dásama hótelin, en setustofan er klárlega ein af þeim hlutum sem hótel Búðir er frægt fyrir.

Við vorum sumsé búin að ákveða að eyða laugardeginum í það að fara hringinn í kringum Snæfellsnesið. Við lögðum af stað í hádeginu og byrjuðum á Rauðfeldsgjá, en við löbbuðum að og inn í gjánna. Þvílík náttúrufegurð sem ég mæli með fyrir alla sem ætla sér að taka hringinn. Eftir gott stopp þar keyrðum við á Arnarstapa og því næst yfir á Hellnar. Við eyddum dágóðum tíma á Hellnar þar sem við settumst á kaffihúsið í fjörunni og fengum okkur kaffi, kökur og vöfflur. Teitur fékk sér einnig fiskisúpu. Hellnar er ein falin perla sem er algjörlega must see. Að setjast niður á kaffihúsið, drekka kaffi og njóta útsýnisins er eitthvað sem allir þurfa að prófa. Við röltum svo niður í fjöruna og virtum fyrir okkur fegurðina sem blasti við hvert sem augað leit. Algjör draumur. Eftir Hellnar keyrðum við svo yfir á Djúpalónssand þar sem við eyddum einnig góðum tíma, sátum á sandinum og horfðum á öldurnar. Meiriháttar upplifun. Eftir góða viðveru þar keyrðum við áfram og í gegnum Hellissand og Rif og enduðum í Ólafsvík. Þar snæddum við kvöldmat, pizzur á veitingastaðnum Sker áður en við héldum til baka á Hótel Búðir. Meiriháttar hringferð um Snæfellsnesið og ég gæti ekki mælt meira með þessum stöðum sem ég nefndi. Ég hefði alls ekki viljað sleppa neinum þeirra! Kvöldið okkar endaði svo á kvöldgöngutúr hjá hótelinu en það eru nóg af náttúruperlum þar. Við löbbuðum framhjá svörtu kirkjunni og fundum fallega strönd þar aðeins lengra. Það var svo hlýtt og fallegt þennan dag. Við Teitur enduðum svo á afar rómantískum nótum á hótelinu þar sem við spiluðum Yatzy við arineld. Fullkomið ef þú spyrð mig!


Rauðfeldsgjá.

Mömmukoss í fjörunni á Hellnum.

Ég fékk ótrúlega margar spurningar út í hvaða buxur frá 66 Norður þetta væru og eins hvaðan peysan væri. Buxurnar keypti ég fyrir löngu en þær heita Vatnajökull, týpa sem er alltaf til hjá þeim. Peysan er einnig gömul, keypt í H&M þegar verslunin opnaði fyrst hér á landi. 
Djúpalónssandur.
Komin til baka á Hótel Búðir en sést örlítið gægjast í hótelið þarna á bakvið. 
Drauma endir á drauma degi.

Sunnudagur: 

Við vöknuðum við 20 stig á mælinum. Við tjekkuðum okkur út af hótelinu í hádeginu en gátum ekki hugsað okkur að keyra heim strax á þessum stórkostlega degi. Við keyrðum til baka í Stykkishólm, fórum í bakaríið og þaðan í sund. Eftir sundið hittum við frænkur mínar, fórum í ísbíltúr og ákváðum að lokum að eyða seinni partinum af deginum á ströndinni á Ytri-Tungu, aftur, áður en við myndum bruna í bæinn. Það var ótrúlega ljúft að taka daginn svona á stemningunni en við lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en um 18 leitið. 
Draumadísin mín eftir dásamlega veru á Hótel Búðum, með Snæfellsjökulinn beint fyrir framan sig.
Endum þetta á fjölskyldumynd á Snæfellsnesinu. <3

Fullkominn endir á frábærri ferð. Snæfellsnesið fær öll mín meðmæli og ég vona að þetta hafi bæði svarað spurningum ykkar og gefið ykkur þó nokkrar hugmyndir ef þið eruð í ferðahugleiðingum um þennan drauma stað. Frábær viðbót væri svo auðvitað að taka dagsferð og fara með Baldri út í Flatey, sem er paradísar eyja á Breiðafirðinum en Baldur siglir þangað frá Stykkishólmi. Við náðum því ekki í þetta skiptið en eigum það inni næst. <3

Strax farin að hlakka til næsta ferðalags!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HELGIN

HELGINLÍFIÐNEW INOUTFIT

Góða kvöldið til ykkar eftir smá sjálfskipað “sumarfrí” frá Trendnet hjá undirritaðri. ;) Ég biðst afsökunar á fjarveru minni en ég ætla að koma sterk inn eftir smá frí hér með! Ég vona að þið hafið haft það sem allra best það sem af er sumri. Við fjölskyldan höfum verið mikið á flakkinu, farið í nokkrar sumarbústaðarferðir ásamt draumaferð á Snæfellsnesið um síðustu helgi sem er efni í bloggfærslu sem kemur von bráðar. Ég fékk margar fyrirspurnir um staði sem við heimsóttum á Snæfellsnesinu sem ég vil glöð deila með ykkur og gaman að geta látið upplýsingarnar hér á bloggið. Góð tips fyrir þá sem ætla að heimsækja fallegasta stað landsins í sumar! Ferðahugur minn er í hæðstu hæðum í augnablikinu en ég vil helst vera sem minnst heima hjá mér. Ég er afar spennt fyrir ferðalögum innanlands í sumar!

Helgin var dásamleg. Gærdagurinn byrjaði á afar ljúffengum hádegismat í sólinni á Duck & Rose, við enduðum á að eyða öllum deginum í miðbænum. Hittum vini og röltum á milli hina ýmsu staða – ótrúlega mikið líf í fallegu miðborginni okkar á þessum fallega degi. Við enduðum daginn heima í grilli. Meiriháttar dagur.

Kjóll: ZARA
Leðurjakki: Moss x Fanney Ingvars / Galleri 17
Skór: ZARA

Ég fékk nokkar fyrirspurnir út í kjólinn minn á Instagram – en hann (og skórnir) eru hvoru tveggja afar góð úsölukaup sem ég gerði í Zöru í síðustu viku. Kjóllinn er fullkominn með stækkandi bumbu og virkar einnig frábærlega auðvitað þegar ég er búin að eiga. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði mitt go-to óléttu dress í sumar, síður kjóll og leðurjakki! Þægindi út í eitt en á sama tíma nokkuð huggulegt. ;)

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

2x OUTFIT

OUTFIT

2x dress frá síðustu dögum. Xxx

Blazer: Herradeild Zöru
Buxur: Jamie Topshop maternity / ASOS
Skyrta: Hildur Yeoman / Yeoman
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík
Skór: Zara
Sólgleraugu: Zara

Leðurjakki: Moss x Fanney Ingvars / Galleri Sautján
Kjóll: Weekday
Skór: Alexander Wang
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

3 ÁRA AFMÆLIÐ

AFMÆLIFRAMKVÆMDIRHÚSGÖGNINNBLÁSTURKOLBRÚN ANNAOUTFITPERSÓNULEGTSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Í þessari færslu bregða fyrir vörur frá Partývörum, Sætum Syndum og Coca-Cola European Partners Íslandi sem fengnar voru að gjöf.

Dóttir mín hún Kolbrún Anna varð þriggja ára 21. maí síðastliðinn. Það má með sanni segja að við höfum tekið veisluhöldin alla leið en prinsessan var svo heppin að fá að halda tvö afmæli þetta árið. Afmælisdagurinn sjálfur var á uppstigningardaginn sem var frídagur en við sumsé ákváðum í þetta skiptið að bjóða fjölskyldunni okkar og vinum í sitthvoru lagi. Kolbrún Anna fékk ömmur sína og afa, frænkur, frændur og langömmu og langafa til sín á afmælisdaginn, við gerðum ljúffengar pizzur og svo fékk hún að sjálfsögðu afmælisköku. Afmælisdagurinn var dásamlegur með okkar fólki.

 Photobomb í boði afa haha.

Afmælisprinsessan var í sumargjöfinni frá ömmu og afa – dásamlegur kjóll keyptur í Petit.

Kjólinn minn keypti ég síðasta sumar í USA í Zöru.

Afmælisdagurinn var dásamlegur í faðmi okkar nánustu og litla dúllan alsæl með daginn, vægast sagt. Takk fyrir daginn elsku fjölskylda.

Húsmóðirin var svo búin að fylgjast grimmt með veðurspánni fyrir laugardaginn en við treystum á að veðurguðirnir yrðu með okkur í liði því draumurinn var að geta haldið afmæli með okkar frábæru vinum þar sem hægt væri að njóta úti á pallinum líka. Við höfum undanfarnar vikur tekið pallinn okkar alveg í gegn. Byggðum við hann á tveimur stöðum, olíubárum og keyptum okkur svo ný garðhúsgögn. Framkvæmd sem hefur mætt afgangi síðan við fluttum inn en loksins skelltum við okkur í hana. Pallurinn er því eins og nýr og ég mun segja ykkur betur frá þessari framkvæmd á næstu dögum. Okkur langaði að geta boðið vinum okkar á pallinn og geta notið í sólinni og viti menn, okkur varð að óskinni og rúmlega það. Síðasti laugardagur var by far allra besti dagur ársins hingað til og eflaust verður erfitt að toppa hann. Veðrið var dásamlegt og brugðum við okkur einu sinni inn fyrir, rétt í þeim tilgangi að leyfa afmælisbarninu að blása á kertin og syngja afmælissönginn. Annars fóru veisluhöld aðeins fram utandyra og það var dásamlegt. Dagurinn var fullkominn í alla staði og var þetta eiginlega blanda af þriggja ára afmæli og sumargleði með vinum.

 
Afmælistertan fór fram úr mínum björtustu vonum en fallegri köku hef ég varla séð! Ég átti ansi erfitt með að skera í kökuna og skemma þetta meistaraverk en kakan var jafn ljúffeng og hún var falleg! Sætar Syndir voru svo yndislegar að gefa okkur hana í afmælisgjöf – kakan var fullkomið “borðskraut” og vakti dásamlega lukku hjá bæði afmælisbarni og gestum. Takk fyrir okkur Sætar Syndir! <3 Við völdum kisu í þetta skiptið og kusum að hafa hana með hár haha – hárið var í uppáhalds litum Kolbrúnar Önnu, bláum og bleikum. Afmælisbarnið var himinlifandi, vægast sagt!


Þessi kökutoppur setti að mínu mati punktinn yfir i-ið á afmælisborðinu. Vá hvað ég var ánægð með hann! Yndislegu mæðgurnar hjá Partývörum gera persónulega kökutoppa eftir óskum hvers og eins og ég valdi skrift, lit og hvað ætti að standa og útkoman var hreint út sagt fullkomin að mínu mati. Ótrúlega skemmtileg leið til að persónugera kökur og setja punktinn yfir i-ið. Ég hef verið í samstarfi við Partývörur fyrir þessi tilefni áður og endurtókum við það aftur núna. Það þarf ekki mikið meira en fallegt borðskraut og blöðrur til að setja fallegan svip á afmælisveislu sem þessa að mínu mati en í Partývörum fékk ég allt “props” sem ég þurfti fyrir veisluna. Það er góð og gild ástæða fyrir því af hverju ég fer alltaf þangað aftur og aftur en úrvalið af blöðrum, borðbúnaði, borðskrauti og öllu tengt veislum er framúrskarandi að mínu mati og hvergi fallegra. Mér finnst svo gaman að dunda mér við að leggja á borð fyrir barnaafmæli og raða hinum og þessum vörum saman og skreyta. Kolbrúnu Önnu þykir það heldur ekki leiðinlegt þegar hún sér útkomuna. Ég gæti einfaldlega ekki mælt meira með Partývörum, mig langar bara að koma því á framfæri. Fullkomið fyrir allar heimsins veislur, sama af hvaða tagi.


Í þessari veislu höfðum við þetta örlítið einfaldara – við buðum upp á grillaðar pulsur, pastasalatið vinsæla sem að mamma gerir fyrir mig og slær alltaf í gegn, tvær týpur af kökum og nóg af drykkjum úti á palli fyrir þyrsta gesti. Þetta sló heldur betur í gegn og við gátum ekki verið ánægðari með þetta.


Við færðum tjaldið hennar Kolbrúnar Önnu út og klæddum það í smá partýbúning í boði Partývörur. Mjög skemmtilegt tvist!

0,0% bjór fyrir okkur óléttu konurnar og þá sem vildu bjór án áfengis. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram með óáfenga bjóra núna á meðgöngunni til að geta upplifað bjórstemninguna í sumar án áfengis auðvitað. Þessi er hands down sá besti sem ég hef smakkað so far. Minn uppáhalds hingað til var óáfengi frá Peroni en þessi slær honum við og rúmlega það, að mínu mati! Margir spurðu mig hvar hann fengist á Instagram og fæst hann í Krónunni og Hagkaup.


Við vorum nýbúin að kaupa okkur ný garðhúsgögn og komu þau, bókstaflega, rétt í tæka tíð fyrir þennan fullkomna dag. Við fórum í síðustu viku og keyptum okkur garðhúsgögn drauma minna í ILVU á Korputorgi. (samstarf í formi afsláttar) – þegar ég segi garðhúsgögn drauma minna er ég alls ekkert að ýkja. Mig dreymdi um að eignast svona falleg, jafnt hlýleg garðhúsgögn sem myndu setja pallinn okkar á hærra plan. Þessi gera það sannarlega. Langa borðið, stólarnir, sófinn, litla borðið með tveimur stólum, teppið á sófanum og síðast en ekki síst útimottan. Útimottan var eitt af því fyrsta sem við heilluðumst af þegar við gengum inn í ILVU í þessum leiðangri. Mér finnst hún bæði ramma sófarýmið örlítið inn auk þess sem hún gerir pallinn hlýlegri að öllu leiti. Margir spurðu mig hvort að mottan mætti standa úti í öllum veðrum, já – hvort hún má. Hún má blotna og mjög þægilegt að spúla hana t.d. þegar hún er orðin skítug. Ég mæli sannarlega með útimottum! Borðið okkar er einnig borð sem má standa úti allan ársins hring sem mér finnst nauðsynlegur bónus því við höfum ekki pláss til að geyma jafn stórt borð inni yfir vetrartímann! Eina sem okkur vantar er sófaborðið okkar sem ég hlakka til að sýna ykkur þegar það kemur. Það mun koma með “pallafærslunni” sem væntanleg er. Ég mæli með Ilvu fyrir þá sem eru í garðhúsgagnaleiðangri – svo sannarlega.

 
Litlu dásamlegu vinkonur.

Elsku bestu og dýrmætu vinkonur mínar.

Ég ætlaði að vera svo dugleg að mynda gesti, lengra náði ég ekki haha.

Ég var svo innilega ánægð með dressið hennar Kolbrúnar Önnu minnar þennan daginn – hversu fallegt. Allt saman úr Petit.

Mamman rétt tæplega hálfnuð með meðgönguna.

Margir spurðu mig hvaðan kjóllinn minn væri, ég keypti hann fyrir ca mánuði í Zöru.

Þvílíkur dagur, þvílíkt veður! Hjartans þakkir fyrir dásamlegan dag elsku frábæru vinir. Kolbrún Anna sem og foreldrarnir voru í skýjunum eftir daginn, enda ekki annað hægt. Ég vona að ég hafi líka náð að svara flestum spurningum ykkar en ég reyndi að svara þeim fyrirspurnum hér jafn óðum sem mér bárust á Instagram um helgina. Ef það er eitthvað – ekki hika við að skilja eftir athugasemd og ég reyni að svara fljótt.

Ef að þið hélduð að veisluhöldum hefði lokið á laugardaginn þá hélduð þið vitlaust haha. Daginn eftir hátíðarhöldin miklu, á sunnudeginum átti svo draumaprinsinn okkar Kolbrúnar Önnu afmæli og fórum við eftir notalegan morgun í brunch í Sjálandi. Til hamingju með afmælin ykkar elsku bestu gullin mín. Ég leyfi þessum dásamlegu myndum af þeim feðginum fylgja – orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir þau.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

CHEER UP LÍNA HILDAR YEOMAN

HILDUR YEOMANINNBLÁSTUROUTFITSAMSTARF

Ég skellti mér fyrir rúmri viku í verslunina Yeoman á Skólavörðustíg í þeim tilgangi að skoða nýju línuna úr smiðju Hildar Yeoman en Hildur Yeoman er eitt af mínum uppáhalds íslensku fatamerkjum. Heimsóknin var í samstarfi við verslunina en eins og margir vita fer ég þangað reglulega enda þykir mér afar skemmtilegt að gera mér þangað ferð og skoða þær gersemar sem í boði eru hverju sinni. Ég er aldrei svikin og það sem að mér finnst alltaf einkenna flíkurnar frá Yeoman er hversu glæsilegur maður upplifir sig þegar maður mátar þær. Flíkurnar eru allar svo fallegar á!

Nýja línan frá Hildi Yeoman í þetta skiptið fékk nafnið Cheer Up og þykir mér allt conceptið í kringum hana hitta beint í mark. Nafnið á línunni finnst mér segja allt sem segja þarf – framundan eru loksins bjartari tímar, bæði veðurfarslega og í lífinu almennt og því um að gera að hressa sig við og njóta þess. Línan er ótrúlega falleg, sumarleg og printin & sniðin fegurri en nokkru sinni fyrr. Tilvalin fyrir sumarið. Sniðin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sem ég elska!

Þegar ég fór í heimsóknina var ég gengin rúmar 17 vikur og fannst mér flíkurnar gera svo mikið fyrir litlu bumbuna sem er að gægjast út. Þegar ég gekk með dóttur mína á síðustu meðgöngu notaði ég kjólana mína frá Yeoman nánast fram á síðustu metra – þeir eru svo þægilegir og henta svo vel, ólétt eða ekki! Ég ætla að leyfa myndum af flíkunum sem ég mátaði að fylgja en ég komst ekki yfir að máta allt. Bæði eru fleiri týpur í línunni og eins eru sömu snið til í fleiri printum. ♡ Ég gæti ekki mælt meira með ferð í miðborgina okkar fallegu og kíkja á Skólavörðustíginn í verslunina Yeoman sem þar stendur á besta stað – sjón er sögu ríkari, eins og ég segi alltaf! ♡

The pink snake dress.

The Cher Dress.

The Party Top in Purple Flower. Klædd í undirkjól frá Hildi Yeoman og með sólgleraugu frá versluninni.

The Neon Flower Dress.


The Neon Sparkle Dress.

The Party Dress in Lilac.

Fyrir ykkur sem viljið skoða línuna betur og sjá úrvalið í heild sinni þá getið þið smellt HÉR ♡ Þó ég mæli alltaf með því að gera sér ferð og máta.

Njótið sumarsins í gleðilegum og sumarlegum klæðnaði – það gerir mann glaðari. ♡

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

SPURT & SVARAÐ / MEÐGANGAN

MEÐGANGANMÖMMULÍFIÐPERSÓNULEGT

Hæ kæru lesendur. Í gærmorgun ákvað ég að setja inn svokallað “spurningabox” í story á Instagram síðunni minni, tengt meðgöngunni. Ég hef ekki verið að vinna með þessi spurningabox áður en ákvað að slá til í gær því ég hafði fengið nokkrar fyrirspurnir út í meðgönguna sendar persónulega og langaði að prófa. Ég fékk þó nokkrar skemmtilegar spurningar sem ég svaraði í story og mig langaði að setja svörin mín hingað inn. Persónulegar upplýsingar um hitt og þetta tengt mér og minni meðgöngu… kannski gaman fyrir þær sem eru á svipuðum stað að lesa?

Mynd frá síðustu meðgöngu ♡

 1. Hvað ertu komin langt?
  Ég er gengin rétt tæpar 17 vikur, rúma 4 mánuði.
 2. Hvenær ertu sett?
  16. október. ♡
 3. Ætliði að fá að vita kynið?
  Já! Við getum ekki beðið eftir því að vita hvort að Kolbrún Anna dóttir okkar sé að eignast lítinn bróður eða systur. ♡
 4. Hvenær færðu að vita kynið?
  Í 20 vikna sónar eftir rétt tæpar 3 vikur – styttist!
 5. Hvenær komstu að því að þú værir ólétt?
  Um miðjan febrúar – þá gengin rúmar 5 vikur.
 6. Má ég spyrja þig hvaða vítamín þú ert að taka á meðgöngunni?
  Ég tek fólínsýru, D-vítamín og 2x Omega töflur og hef gert það mest megnis síðan ég komst að því að ég væri ólétt. Ég bætti Omega töflunum við á 10. viku og mun svo eflaust bæta járni við síðar á meðgöngunni. Eins og er þarf ég ekki á því að halda.
 7. Innilega til hamingju. Hvernig líður þér, hvernig ertu búin að hafa það?
  Kærar þakkir og takk fyrir að spyrja! Ég er öll að koma til þó ég geti ekki sagt annað en að fyrstu 14-15 vikurnar hafi verið örlítið strembnar. Ég var rosalega orkulaus, með mjög mikla ógleði þó ég hafi ekki verið að kasta upp. Ég var alltaf þreytt. Þessi tími gerði ekkert rosalega mikið fyrir sálartetrið þar sem ég upplifði mig sérlega lata. Ég kom litlu sem engu í verk og nennti nánast engu. Ég sofnaði undantekningarlaust með dóttur minni öll kvöld á milli 20-21. Ég var svipuð þegar ég var ólétt af Kolbrúnu Önnu en munurinn er sá að þá gat ég lagt mig öllum stundum á meðan núna er ég alltaf með lítinn gorm sem þarf að sinna. (Tíminn líður líka grilljón sinnum hraðar sem er mikill plús). Ég er öll að koma til en á aðeins í land með að endurheimta orkuna. Þetta fylgir þessu bara og sem betur fer er maður fljótur að gleyma – um leið og þetta líður hjá er þessi upplifun nánast gleymd og grafin. Fyrir utan hvað allt verður sannarlega þess virði og rúmlega það að lokum. ♡
 8. Hvað gerðiru í sambandi við ógleðina?
  Ég gat ósköp lítið annað gert en að bíða eftir að hún myndi líða hjá. Ég borðaði (og geri í rauninni ennþá) öllum stundum og upplifði mig með endarlausa matarlyst líkt og ég væri botnlaus. Ég þurfti að passa að verða ekki svöng því þá varð ógleðin mun verri. Ég fann það líka að ef ég svaf minna/illa var ógleðin mun verri daginn eftir svo ég reyndi að sofa sem mest. Ég var yfirleitt skárri yfir daginn og upplifði mun meiri seinniparts ógleði, um 16 leitið helltist hún yfir mig og fylgdi mér þar til ég fór að sofa. Ég myndi eins og ég segi reyna að sofa sem best, passa að verða ekki svöng og reyna eftir bestu getu að taka vítamín. Svo bara bíða og þrauka þar til þetta líður hjá.
 9. Er þessi meðganga lík eða ólík fyrri meðgöngu?
  Ég myndi segja að þær væru mjög svipaðar svona hvað líðan mína varðar. Ég var svooo fljót að gleyma þessum fyrstu vikum þegar ég gekk með Kolbrúnu Önnu en það rifjaðist strax upp núna þegar sömu tilfinningar helltust yfir mig á þessari meðgöngu. Þær eru hinsvegar afar ólíkar að því leitinu til að tíminn líður milljón sinnum hraðar núna, sem ég þakka mikið fyrir og eins að ég kemst töluvert minna upp með alla þessa þreytu og orkuleysi með lítinn gorm á kanntinum – sem útskýrir kannski af hverju ég er lengur að endurheimta orkuna í þetta skiptið.
 10. Ef þú fékkst ógleði ertu með einhver solid ráð við því?
  Nei í rauninni hef ég enga lausn á því fyrir mitt leiti því miður Ég þurfti bara að bíða eftir að hún myndi líða hjá. Ég myndi þó alltaf passa að verða alls ekki svöng, hafa alltaf eitthvað matarkyns meðferðis ef þú ert á ferðinni til að koma í veg fyrir að verða svöng, sofa eins vel og hægt er og taka vítamín eftir bestu getu. Þetta er ótrúlega pesónubundið og misjafnt hvað virkar á hverja og eina. Í mínu tilfelli gat ég ekki komist hjá ógleðinni, heldur bara passað að hún yrði ekki verri með þessum aðferðum, og svo bíða eftir að hún líður hjá.
 11. Breytast matarvenjur þínar þegar þú ert ólétt? Ertu með meiri matarlyst?
  Já 100%! Báðar meðgöngurnar mínar hafa verið nákvæmlega eins hvað matarlyst varðar en strax á 5.-6. viku fann ég miklu meiri þörf fyrir að borða. Ég borða bæði mun oftar og mun meira í hvert sinn. Eg borða t.d. meira en Teitur í öll mál og það er alls engin lygi haha. Strax á 12. viku meðgöngu var ég búin að þyngjast um 4kg þrátt fyrir að baunin í bumbunni væri á stærð við lime sem vóg örfá grömm. Þetta var nákvæmlega eins með Kolbrúnu Önnu. Mér þótti þetta skrítið í fyrstu en svo breyttist hugsunarhátturinn – ég borða það sem líkaminn minn kallar eftir og geri það sem ég þarf til að líða betur. Hver líkami er misjafn og hvert kraftaverk í bumbu kallar eftir mismunandi hlutum. ♡
 12. Uppáhalds spurningin mín til óléttrar konu! Cravings?
  Það er pínu glatað að spyrja mig að þessu því flestar óléttar konur hafa frá einhverju fyndnu að segja haha – ég get eiginlega ekki sagt að ég muni eftir einhverjum cravings né finni fyrir einhverjum so far á þessari meðgöngu. Nema jú, kannski kolvetni yfir höfuð. Ég held að ég hafi sett einhverskonar met í pizzuáti þegar ég gekk með KA – við grínuðumst með að hún kæmi hringlaga í heiminn og það er eflaust eina “cravings” sem ég man eftir. Það kemur kannski eitthvað þegar líða tekur á. // Teitur kærastinn minn var svo fljótur að leiðrétta mig og minna mig á það að hann var sendur út í ísbúð öll kvöld að kaupa ís fyrir alls ekki svo löngu. Ég var án gríns búin að gleyma því haha – en það er alls ekki langt síðan ég sendi elsku Teitsann minn í ísbúðina öll kvöld að kaupa fyrir mig bragðaref haha. Eg held að það megi flokka það undir cravings!
 13. Hvenær byrjaðiru að finna almennilegar hreyfingar á fyrri meðgöngu?
  Fylgjan lá framan á hjá mér svo frekar seint, eða í kringum 22.-23. viku fann ég fyrstu hreyfingu, svona hreyfingu sem fór ekki á milli mála að væri hreyfing frá litla krílinu. Fylgjan er aftur að framanverðu núna svo þetta verður eflaust svipað.
 14. Hvaða einkenni fannstu fyrst og hvenær byrjaðiru að finna einkenni?
  Fyrstu einkenni með Kolbrúnu Önnu voru verkir í brjóstum á 5. viku.. þá vissi ég ekki að ég væri ólétt, mér þótti það frekar sérstakt og ákvað að pissa á próf fyrir vikið. Ógleðin kom ekki fyrr en á 8. viku með hana en núna fann ég ekki þessa verki í brjóstum heldur kom ógleðin og þreytan strax á 6. viku svo ég myndi því segja að það hafi verið fyrstu einkennin.
 15. Ertu með hugmyndir að fötum á meðgöngu & í brjóstagjöf? Kv. ein hugmyndasnauð!
  Ég hef ekki alveg kynnt mér þennan markað nógu vel ennþá en ég mun eflaust gera það þegar ég verð orðin stærri. Ég pantaði mér nokkur klassísk meðgöngu föt á ASOS um daginn og finnst úrvalið þar mjög gott. Ég mæli með því. Eins ef þú ert að hugsa um gjafatoppa og annað mæli ég alltaf með Lindex – ég notaði eingöngu toppa þaðan á síðustu meðgöngu og í brjóstagjöfinni.
 16. Hvernig er húðin þín á meðgöngu? Hvaða húðvörur ertu að nota?
  Húðin mín er vanalega frekar blönduð, ég er þurr en á sama tíma með olíumyndun og fæ bólur. Hinsvegar hefur húðin mín blessunarlega verið nokkuð fín á báðum meðgöngum – ég fæ alveg bólur en þá er það iðulega tengt miklu nammiáti frekar en hormónum. Mikið nammiát bitnar alltaf á húðinni minni. Þá á ég ekki við í hófi mér er alveg óhætt að fá mér nammipoka eitt kvöld án þess að útkoman verði skelfileg – en um leið og það verður kvöld eftir kvöld sést það strax. Samkomubannið og fyrstu vikur meðgöngu einkenndist því miður af mjög miklu nammiáti svo húðin mín var alls ekki góð á þeim tíma. Hinsvegar um leið og ég minnkaði nammið varð húðin betri! Síðastliðna tvo mánuði hef ég verið í algjörlega nýju prógrami hvað varðar hina daglegu húðrútínu. Ég er að prófa nýtt merki frá Húðlæknastöðinni sem heitir Skin Ceuticals, og setti ég allt það sem ég var vön að nota á hold á meðan. Smá prufukeyrsla í von um að húðin mín verði betri. Þetta var algjörlega óháð meðgöngunni en þetta var ákveðið áður en ég vissi að ég væri ólétt. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá því en ég hef sumsé, notað vörurnar í 2 mánuði og vildi fá góða reynslu áður en ég myndi segja ykkur frá vörunum. Ég er vægast sagt í skýjunum með þær og mun segja ykkur betur frá þeim asap.

Takk kærlega fyrir að lesa og fyrir að senda þessar spurningar. Ég hafði mjög gaman að þessu sjálf og mun jafnvel henda í vol. 2 síðar á meðgöngunni. ♡

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: @fanneyingvars

ÞRJÚ, BRÁÐUM FJÖGUR ♡

LÍFIÐMÖMMULÍFIÐPERSÓNULEGT

Þrjú, bráðum fjögur. ♡ Mig langaði að deila því með ykkur að litla fjölskyldan mín stækkar. Ó hvað við erum spennt fyrir nýjum fjölskyldumeðlim sem er væntanlegur í október. Ég er gengin rúma fjóra mánuði á leið og munu þessar fyrstu vikur meðgöngunnar alltaf koma til með að vera eftirminnilegar, á hápunkti heimsfaraldurs. Þessar vikur hafa verið örlítið sérstakar með töluvert meiri inniveru en góðu hófi gegnir, full mikið af ógleði og þreytumörk sem náð hafa nýjum hæðum. Allt verður það þess virði í október þegar við fáum litla krílið í hendurnar í október. Við erum ólýsanlega þakklát fyrir að vera þeirrar gæfu njótandi. ♡

Ég get ekki beðið eftir því að sjá þessa litlu mús í hlutverki stóru systur. Hún er svo spennt og kíkir reglulega á mallann á mömmu til að athuga með litla barnið. Við erum ótrúlega lánsöm og ég hlakka til að koma með nýjan mömmuvinkil á ný hingað á bloggið. Þessi litli bumbubúi er einnig ástæðan fyrir fjarveru minni á blogginu undanfarið en heilsan hefur ekki verið nógu góð hingað til. Ég er öll að koma til og hlakka til að deila þessu nýja ævintýri með ykkur. ♡ Tveggja barna móðir, þaaað er fullorðins haha – og svo stórkostlegt.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

FORSTOFAN Í NÝRRI MYND

FORSTOFANHEIMILIÐHÚSGÖGNINNBLÁSTURNEW IN

Góðan daginn kæru lesendur! Forstofan okkar er rými sem að við höfum frá upphafi verið rosalega óákveðin með. Við höfum haft ýmsar hugmyndir í huga, prófað ótal margt – fært hluti til og frá en aldrei verið fullkomnlega sátt. Forstofan okkar er ca 4 metra langur gangur með forstofuskáp – einhverjir hér muna eftir því að við lökkuðum innanverða útidyrahurðina og forstofuskápinn í svörtu möttu lakki sem breytti henni strax til hins betra. Hvernig við ættum svo að útfæra hana hefur aðeins verið að væflast fyrir okkur.

Ég get loksins sagt að það sé komin lending í forstofuna. Eftir miklar pælingar og breytingar fram og til baka er niðurstaðan stílhrein forstofa með fáum hlutum sem þrengja ekki ganginn. Við fjárfestum í nýjum speglum frá íslenska fyrirtækinu Vigt, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Speglarnir fá að njóta sín en þeir eru einstök mubbla út af fyrir sig. Við sáum þá fyrir ekki svo löngu og hugsuðum bæði, þetta er málið í forstofuna! Speglarnir eru nýir hjá Vigt en ég hef haft ótrúlega gaman af því að fylgjast með þessu frábæra fjölskyldufyrirtæki, sem staðsett er í Grindavík stækka undanfarin ár. Þegar við fluttum þá keyptum við okkur hringborð í eldhúsið frá Vigt sem mig hafði dreymt um að eignast lengi. Ég gæti ekki mælt meira með að gera sér góðan bíltúr til Grindavíkur og kíkja í heimsókn. Ég elska að fylgjast með fallegum íslenskum fyrirtækjum gera góða hluti og finnst gaman að mæla með slíku. Sérstaklega svona fjölskyldufyrirtækjum. Fíni Hang it all, Vitra snaginn okkar frá Eames úr Pennanum fékk að halda sínum stað en hann höfum við átt í nokkur ár og er frá tímum Barmahlíðarinnar. Fyrir rúmum mánuði keypti ég fallegan renning frá Kara Rugs sem ég keypti upprunalega til að hafa í eldhúsinu. Eftir að speglarnir fóru upp prófuðum við að færa renninginn í forstofuna og þá var ekki aftur snúið. Við erum ótrúlega ánægð með þetta stílhreina útlit forstofunnar og svona mun hún koma til með að líta út, í óákveðinn tíma allavega haha.

Ég fékk strax fyrirspurnir eftir að ég birti myndir á Instagram af forstofunni út í speglana, en til að forðast misskilning að þá er þetta ekki einn spegill. Það skemmtilega við þessa spegla er að maður getur alfarið ráðið uppröðun þeirra eftir eigin hentisemi. Þetta eru semsagt þrjár einingar. Einingarnar koma í tveimur stærðum og getur maður keypt eina, tvær, þrjár eða fleiri einingar og raðað þeim eins og maður vill. Við keyptum okkur þrjár, tvær 25 cm og þriðju í 40 cm og erum vægast sagt himinlifandi með útkomuna.

Ég er ofsalega glöð að vera loksins orðin fullkomnlega ánægð með forstofuna. Stílhreint og látlaust og ekkert sem þrengir ganginn.

Þangað til næst og eigið ljúfa helgi,

Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars