fbpx

THIRD TRIMESTER

HELGINHILDUR YEOMANMEÐGANGANOUTFIT

Jæja þá erum við komin inn á síðasta þriðjung meðgöngunnar. Þetta líður afar hratt sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mér líður vel enn sem komið er þrátt fyrir að vera komin með ansi sára verki í mjóbak og mjaðmir, sem bendir til að tengist þá mögulega grindinni. Ég fann fyrir svipuðum verkjum á fyrri meðgöngu en það hófst töluvert seinna, eða í kringum 35. viku. Núna fór ég að finna fyrir þessum verkjum í kringum 24. viku og hefur þeim farið versnandi sérstaklega núna síðustu daga. Þetta fylgir þessu og ég er mjög meðvituð um það – ég hef lesið mig til um þessa verki á netinu og þeir gætu bæði verið grindargliðnun og eins venjulegir mjaðmaverkir án þess að tengjast grindinni sérstaklega. Maður er hinsvegar hvattur til að kanna málið hjá fagaðila þar sem ef að um grindargliðnun er að ræða er mikilvægt að beita sér rétt í samræmi við það. Það er því næsta mál á dagskrá hjá mér. Ég fór í meðgöngunudd í vikunni og vona að það skili mér einhverju. Annars þarf maður bara að hlusta á líkamann og hvíla hann eins vel og kostur er.

Ég er að detta í 28. viku og allt í einu hefur bumban tekið vaxtarkipp og litli strákurinn í bumbunni hreyfir sig á fullu, sem er ekkert nema dásamlegt. Ég er alltaf svo þakklát kroppnum mínum fyrir að geta gengið með barn og það er eitthvað sem ég tek aldrei með sjálfsögðum hlut.

Við fórum í þrítugsafmæli um síðustu helgi og minn allra besti ljósmyndari, maðurinn minn smellti nokkrum myndum í tilefni af ‘third trimester’. ;)

Bolur: Hildur Yeoman / Yeoman á Skólavörðustíg
Kjóll: gamall úr H&M
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór
Skart: my letra

______________________________________________________________________

Ég hlakka til að segja ykkur í næstu færslu frá draumaferðalaginu okkar um norðurlandið!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SNÆFELLSNESIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1