fbpx

OUTFIT

MEÐGANGANOUTFIT

Það er langt síðan ég setti síðast inn ‘outfit’ færslu – ég klæddist þessu dressi í gær og fékk margar spurningar út í hvaðan hitt og þetta væri svo ég ákvað að skella í stutta færslu. Ég er gengin 34 vikur á leið og með stækkandi bumbu verður sífellt erfiðara að klæða sig fínt upp finnst mér, valmöguleikarnir ekki jafn margir og þægindin að sjálfsögðu alltaf í fyrirrúmi. Ég hef mikið sótt í víða boli og/eða kjóla við sokkabuxur. Uppáhalds go to dressið mitt í sumar var klárlega þegar ég gat verið berleggja við slíkan klæðnað haha! Núna hafa sokkabuxurnar tekið við! Ég hef ekki keypt mér mikið af meðgöngufatnaði en fyrir mína parta eru alltaf nokkrir hlutir sem eru ómissandi, þá vanalega neðripartur eins og sokkabuxur, hjólabuxur, góðar leggings sem eru fullkomnar heima og jafnvel 1-2 meðgöngugallabuxur.

Bolur: Weekday (keyptur í Danmörku fyrir 5 árum)
Skyrtujakki: H&M
Skór: Pavement / GS Skór
Meðgöngu sokkabuxur: Tvö Líf(dásamlegar, mæli með)
Taska: Prada (Gömul frá tengdamömmu) 
Sólgleraugu: Rayban 

Læt þetta duga í bili – við höfum verið á fullu að gera upp bæði barnaherbergin heima sem ég hlakka til að sýna ykkur frá. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

MY SKINCARE ROUTINE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    3. September 2020

    Sæta bumbulína!