fbpx

MY SKINCARE ROUTINE

SAMSTARFSKIN CEUTICALSSKINCARESNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húðlæknastöðina.

Jæja þá er komið að færslu sem ég hef lengi ætlað að skrifa. Mig hefur lengi langað til að festa þær upplýsingar hér á blogginu um mína daglegu húðrútínu. Ástæðan er einföld, það eru mörg ár síðan ég var jafn ánægð með húðina mína og hún hefur verið undanfarna mánuði. Rútínan mín hefur breyst ansi mikið síðustu misseri og er góð og gild ástæða fyrir því. Ég ætla að segja ykkur frá því fyrir áhugasama.

Á síðasta ári fékk ég boð frá Húðlæknastöðinni um að koma í húðmeðferð hjá þeim. Fyrst í viðtal hjá húðlækni sem myndi þá skoða húðina mína vel og vandlega, hlusta á mína sögu og meta út frá því hvaða meðferð myndi henta mér best.

Ég er með mjög blandaða húð. Hún basically skiptist á að vera góð og slæm. Ég var orðin þreytt á því að vera 28, (að verða 29) ára gömul, enn að díla við ójafna húð og bólur. Mig hefur lengi langað að vinna á þessum “vanda” og gera róttækar breytingar í von um betri árangur. Í byrjun þessa árs sendi ég Húðlæknastöðinni línu til að kanna hvort að boð þeirra stæði enn. Þær voru fljótar að svara því játandi mér til mikillar ánægju og fljótlega í byrjun febrúar fór ég í viðtalstíma til Jennu, dásamlegur húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni sem veit sannarlega hvað hún syngur. Það að fara í viðtalstíma er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla sem eru í einhverskonar húðveseni. Það er vissulega hægt að fá fullt af góðum ábendingum og lesa sig til um hinar og þessar vörur á veraldarvefnum – virkar stundum, en stundum alls ekki. Húðin okkar er jafn misjöfn og við erum mörg, svo viðtalstími við faglærðan húðlækni sem metur þína húð algjörlega út frá þér og ráðleggur í kjölfarið, er aldrei vitlaus hugmynd. Ég sé sannarlega ekki eftir því. Hún lét mig hafa vörur frá Skin Ceuticals sem eru háþróaðar medical skincare vörur sem unnar eru í samvinnu við húðlækna – sem og lagði hún til að ávaxtasýrumeðferð yrði góð fyrir mig.

Ég gæti talað endalaust í kringum þetta en mig langar ofsalega að koma því að hversu skeptísk ég iðulega er á að breyta til í minni daglegu húðrútínu. Ef ég er ánægð með mitt, vil ég síður breyta út af vananum. Semsagt í stuttu máli, þá er ég mjög vanaföst! Ég hef nánast bara notað vörur frá Bioeffect síðastliðin ár og taldi mig vera ofsalega ánægða með þær vörur. Ég vissulega var það að lang flestu leiti en var alltaf að díla við þessi óhreinindi í húðinni sem ég vildi segja skilið við. Til þess þurfti ég að breyta aðeins til og vera tilbúin að prófa nýtt í von um betri árangur. Jenna hafði trú á að vörurnar frá Skin Ceuticals myndu henta mér og ég sló til. Síðan um miðjan febrúar hef ég sumsé nánast sett allt mitt sem ég var vön að nota “á hold” og aðeins notað vörur að lang mestu leiti frá Skin Ceuticals – ss í að verða 6 mánuði núna. Ég sé ótrúlega mikinn mun á húðinni minni og finn hvað þessar medical skincare vörur henta mér mun betur en aðrar eins og staðan er núna. Ég vildi fá góða reynslu af vörunum áður en ég færi að segja frá þeim á mínum miðlum. Ég er búin að taka mér góða 6 mánuði í að kynnast þeim núna og gæti ekki verið sannfærðari um hversu frábærar þessar vörur eru fyrir mig.

Samhliða þessu hef ég svo farið í 3svar sinnum í ávaxtasýrumeðferð hjá Húðlæknastöðinni á þessum 6 mánuðum. Sýrurnar hafa gert mér ofboðslega gott og mun ég héðan í frá alltaf fara reglulega í þessa meðferð. Ávaxtasýrumeðferð hentar flestum húðgerðum og er styrkleiki sýru valinn eftir húðgerð. Meðferðin vinnur á efsta húðlagi, fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðar. Ég byrjaði á 30% styrk, fór svo í 50% og í síðustu meðferðinni endaði ég á hæðsta styrk, eða 70%. Húðin tekur nokkra daga að jafna sig í kjölfarið eftir meðferð og eftir það er sýnilegur árangur strax!

Mig langaði að sýna ykkur rútínuna mína, kvölds og morgna, sem og þær vörur sem ég nota inn á milli, maska og slíkt sem maður notar ekki á hverjum degi. Planið var að taka upp myndband og sýna ykkur það þannig, á örlítið skemmtilegri og persónulegri hátt – ég hinsvegar er ekki enn nógu tæknivædd í myndbandabransanum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við að reyna að kenna sjálfri mér það undanfarin misseri hefur árangurinn alls ekki verið nógu góður haha. Ég tók því myndir af vörunum og langar að segja ykkur frá hverri og einni vöru og hvernig ég nota þær.

Hér eru vörurnar frá Skin Ceuticals sem allar eru í minni daglegu húðrútínu. Ég hlakka ofboðslega til að prófa Retinol-ið frá Skin Ceuticals en það er ekki æskilegt fyrir óléttar konur. Það er vara sem ég held að muni gera ofboðslega mikið fyrir mig þegar að því kemur.

MORGUNRÚTÍNA:

Ég byrja alla morgna á að þrífa á mér húðina með hreinsinum, Blemish + Age Cleanser. Því næst set ég C vítamín dropana C E Ferulic. Í kjölfarið af því ber ég H.A. Intensifier serumið á húðina og enda á augnkreminu A.G.E. Eye Complex. Ég hef notað fyrstu þrjár vörurnar meira og minna síðan í febrúar og finnst þær stórkostlegar. Ég þurfti að byrja rólega á C vítamín dropunum því í fyrstu fannst mér húðin mín bregðast illa við – ég tók mér smá pásu og prófaði aftur um hálfum mánuði seinna og notaði þá töluvert minna af vörunni en upphaflega, maður þarf ekki nema 3-4 dropa á andlitið. Húðin mín samþykkti vöruna um leið og ég var því svo vegin því virknin í vörunni er gríðarleg. Augnkremið fékk ég hinsvegar fyrir þremur vikum ca. svo ég hef ekki jafn langa og góða reynslu af því en mér finnst það alveg dásamlegt á þessum stutta tíma sem ég hef notað það.


Blemish + Age Cleanser, fyrsta sem ég geri á hverjum morgni er að þrífa andlitið með þessum hreinsi. Hreinsigelið er fyrir feita, blandaða og þroskaða húð. Inniheldur salicilic- og glycolic sýru sem hreinsa burtu dauðar húðfrumur svo áferð húðarinnar verður mýkri, hreinni og unglegri.


Eftir hreinsun á morgnanna ber ég alltaf C E Ferulic C vítamín dropana á tandurhreina húð. Varan er einstök samsetning andoxunarefna sem verja húðina gegn umhverfisáhrifum. Dregur úr fínum línum og eykur ljóma. Verndar gegn skaðlegum áhrifum sindurefna, styrkir húðina og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun og fyrirbyggir viðvarandi breytingar á húð. Í kjölfarið ber ég svo H.A. Intensifier serumið á andlitið. Serum sem eykur magn hyaluronic sýru í húðinni. Þéttir, sléttir og styrkir húðina. H A intensifier inniheldur proxylane, lakkrísrótarkraft og hyaluronicsýru og bindur raka í efsta lagi húðarinnar.


Því næst set ég svo A.G.E. Eye Complex sem er tiltölulega nýkomið inn í rútínuna mína og ég elska það. Háþróðað augnkrem sem dregur úr baugum, þrota, hrukkum og finum línum. Þetta silkimjúka augnkrem er sérstaklega samsett fyrir viðkvæmt augnsvæðið með blöndu af bláberjaseyði og proxylane og peptíðum. Inniheldur einnig ljósagnir sem veita þreyttum, daufum augum útgeislun og ljóma.

Það er ekki langt síðan ég náði loksins almennilega að koma sólarvörn inn í mína húðrútínu. Vinkona mín benti mér á þessa frá Eucerin en hún er oílulaus og hentar mér fullkomnlega. Annan til þriðja hvern dag blanda ég 2-4 dropum af Marc Inbane Tanning Drops út í vörnina í lófann, blanda því saman og ber þannig á andlitið. Brúnkudroparnir frá Marc Inbane eru hin fullkomna lausn til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma sem er sérsniðinn að óskum hvers og eins. Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun. Þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku. Ég kýs að blanda þeim við sólarvörnina og ég er strax mun frísklegri og komin með allt það sem húðin mín þarf fyrir daginn. Mikilvægt er að muna að þrífa lófana vel og vandlega eftir á. Ég er svo fegin að hafa fundið þetta æðislega combo sem að hentar mér fullkomnlega og gefur mér það sem ég þarf. Þetta er það síðasta sem ég geri í minni skincare rútínu að morgni til.

KVÖLDRÚTÍNA: 


Kvöldrútínan inniheldur svo þessar þrjár vörur. Blemish + Age Cleanser nota ég fyrst bæði til að þrífa farða og til að djúphreinsa húðina á kvöldin. Glycolic 10 Renew Overnight og A.G.E. Eye Complex.

Því næst ber ég Glycolic 10 Renew Overnight á andlitið en forðast augnsvæðið. Glycolic sýra er AHA sýra sem tekur ysta lagið af húðinni ásamt því að hjálpa til við að birta, fríska upp húðina og að vinna vel á litabreytingum og örum. Glycolic sýran gengur djúpt í húðina okkar og endurnýjar hana innan frá, með reglulegri notkun verður húðin mun jafnari, fær aukin ljóma og raka. Reynist mörgum vel í baráttu við bólur. Ég hef notað þessa vöru á kvöldin meira og minna síðan í febrúar. Ég kláraði hana í sumar og beið í nokkurn tíma eftir nýrri vöru og fann strax hvað ég gæti ekki án hennar verið.

Ég enda svo á augnkreminu A.G.E. Eye Complex sem ég sagði ykkur frá hér ofar. Ber það ss. 2x á dag.

___________________________________________________________________________

Svo finnst mér ofboðslega gott að tríta húðina mína endrum og eins með maska og djúphreinsi. Minn uppáhalds djúphreinsir er Volcanic Exfoliator frá Bioeffect. Svo finnst mér Silica Mud Mask frá Blue Lagoon Skincare og Clarifying Clay Mask frá Skin Ceuticals báðir stórkostlegir maskar sem gera svipað fyrir mig. Þeir eru báðir leirmaskar sem djúphreinsa húðina ofboðslega vel. Mér finnst þeir klárlega hjálpa til fyrir bóluvandamál og til að halda olíuframleiðslu í skefjum.

________________________________________________________________________

Þá held ég að ég sé búin að fara yfir hvert eitt og einasta atriði í minni húðumhirðu. Ég er ótrúlega ánægð með húðina mína núna og það er langt síðan ég hef getað sagt það. Þetta voru breytingar sem húðin mín þurfti á að halda og ég er himinlifandi með árangurinn. Ég mun nota þessar vörur áfram á meðan árangurinn leynir sér ekki. Mér finnst líka magnað hvað áhugi minn um húðumhirðu hefur aukist gríðarlega undanfarna mánuði! Það er virkilega skemmtilegt.

Vöruúrvalið hjá Skin Ceuticals er stórkostlegt – ég gæti ekki mælt meira með þeim. HÉR getið þið smellt og fært ykkur beint yfir á vefverslun Húðlæknastöðvarinnar fyrir ykkur sem viljið kynnast vörunum betur. Mig langaði líka að mæla með því að fylgja Húðlæknastöðinni á Instagram en þau eru ótrúlega dugleg við að færa okkur alls kyns fróðleiksmola er varða húðumhirðu. Undir @hudlaeknastodin á Instagram.

Takk þið sem nenntuð að lesa alla leið hingað!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: @fanneyingvars

IKEA BARNAELDHÚS FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg