fbpx

OUTFIT

NEW INOUTFITSAMSTARF

Jæja, núna er mánuður í settan dag hjá mér og spenningurinn sannarlega farinn að gera vart við sig. Hreiðurgerðin hefur verið á blússandi siglingu hjá okkur hjúum undanfarið sem gerir það sem koma skal svo töluvert raunverulegra og eykur spenninginn umtalsvert. Þetta eru svo guðdómlegir tímar. Við höfum breytt báðum barnaherbergjunum mikið undanfarnar vikur og ég hlakka til að sýna ykkur frá því hér á blogginu.

Við ákváðum að gera okkur glaðan dag um helgina, bumbumamman viðruð og fjölskyldan skellti sér í brunch og fleira fínerí. Eins og ég hef áður komið inn á þá fer þeim tilfellum sem maður nennir að klæða sig upp ört fækkandi svona á lokametrunum svo að það er eins gott að festa það á filmu þegar ég nenni að rembast við að skvísa mig í gang. ;)

Ég var nýbúin að eignast nýja flík sem ég fékk senda að gjöf frá Bergi Guðna og 66 Norður sem ég var svo spennt að klæðast. Ég hef lengi fylgst með því sem Bergur er að gera en hann er ótrúlega efnilegur fatahönnuður sem er að gera svo flotta hluti, ég hvet ykkur til að fylgjast með honum. Hann hannaði flíkur ásamt hönnunarteymi 66 Norður sem allar tilheyra AW20 línu 66. Ég fékk sendar tvær peysur sem hann hannaði sem tilheyra línunni, Torfajökull cropped Turtleneck og Dyngja Hoodie. Flíkurnar eru farnar í sölu í verslunum 66 og eru væntanlegar í vefverslun. Flíkurnar eru limited svo fyrstur kemur, fyrstur fær! Ég klæddist Torfajökull cropped Turtleneck um helgina og fékk ótal margar spurningar á Instagram út í hvaða peysa þetta væri og hvar hana væri að finna! Ég skil ykkur ofsalega vel – hún heillaði mig upp úr skónum. Mér finnst detail-arnir á henni sturlaðir og ég sé auðveldlega fyrir mér að klæða hana upp og niður. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað hún fór vel við þröngan kjól með bumbuna út í loftið. Eins og ég segi, detailarnir á ermi og aftan á hálsi setja punktinn yfir i-ið. Peysuna ættuð þið að finna í verslunum 66 og vonandi von bráðar í vefverslun. Tjekk it out.

Peysa: Torfajökull cropped turtleneck / 66 Norður
Jakki: Zara
Kjóll: H&M
Skór: Pavement / GS Skór
Sokkabuxur: Tvö Líf

Torfajökull peysan er fyrsta flíkin af Torfajökull capsule-inu en við eigum einnig von á að sjá hettupeysu á næstu dögum og svo koma jakkar og kápur í svipuðum dúr eftir mánuð. Mikið er ég spennt að sjá það! Dyngja og Torfajökull eru báðar unnar úr endurunnum bómul og eru svo fallegar. Dyngja kemur í þremur litum, svörtum, bleikum og sægræn-bláum. Ég hlakka til að fylgjast með þessum flíkum droppa hver á eftir annari.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Skrifa Innlegg