fbpx

AFMÆLISDAGURINN MINN

AFMÆLIFERÐALÖGLÍFIÐOUTFITSAMSTARF

Góða kvöldið. <3 Ég átti afmæli í síðustu viku, 24. september nánar tiltekið og fagnaði 29 árum. Síðasta árið sem “tuttuguogeitthvað”, sturluð staðreynd! Ég er ótrúlega mikið afmælisbarn og vill helst eyða deginum með öllu mínu fólki, fjölskyldu og vinum. Afmælisdagurinn í ár var því frábrugðinn öðrum að því leiti að ég er kasólétt á hápunkti kórónuveirufaraldurs. Ég hélt því aðeins öðruvísi upp á daginn í ár en hann var engu að síður dásamlegur í alla staði! Við Teitur ákváðum að sameina afmælistrít og svokallað “babymoon” fyrir okkur verðandi tveggja barna foreldrana. Það var dásamlegt að komast aðeins í burtu tvö og slaka á áður en að litli strákurinn í bumbunni mætir á svæðið innan skamms.

Afmælisdagurinn byrjaði sumsé á hádegismat á Duck & Rose, þaðan brunuðum við beinustu leið út úr bænum og var leiðinni haldið á Hótel Geysi. Hótel Geysir bauð okkur upp á þessa sannkölluðu draumadvöl og er ég þeim ótrúlega þakklát fyrir að gera daginn minn ógleymanlegan. Hótelið opnaði í fyrra og er þetta eitt allra fallegasta hótel sem ég hef augum litið. Hérlendis og erlendis leyfist mér að segja. Hönnunin og öll smáatriði fanga augað og ég elska það. Það má með sanni segja að við Teitur séum uppfull af hönnunar innblæstri eftir dvöl okkar á Hótel Geysi. Það er svo gaman að gista á slíkum hótelum, vá og aftur vá. Við gistum í dásamlegri svítu og nutum okkar í botn. Fórum í göngutúra, borðuðum ljúffengan afmælismat, fengum morgunmatinn upp á herbergi og slökuðum á eftir allra bestu getu í þessu drauma umhverfi.

Jakki: Zara
Vesti: Monki
Skyrta: Lindex
Buxur: & other stories
Skór: Geysir

Eftir að ég birti þessar myndir á Instagram fékk ég ótal margar spurningar út í hvaða úlpa þetta væri sem ég klæddist. Þessi fallega úlpa var búin að vera lengi á óskalistanum en þetta er Askja frá 66° Norður. Hún er dásamleg og verður mikið notuð í göngutúrum vetrarins. 

Fallega, fallega hótelherbergi.

Afmælisbarnið á leið í dinner á Hótel Geysi.

Kjóll: H&M
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór 


Morguninn eftir, fengum morgunmatinn upp á herbergi. Dásamlegt og covid-vænt á sama tíma! ;)


Check out. Okkur langaði alls ekkert heim nema þá í þeim tilgangi til að sækja dóttur okkar. Endurnærð eftir dásamlega dvöl á Hótel Geysi. <3 Hjartans þakkir fyrir okkur og takk fyrir að gera afmælisdaginn minn dásamlegan.

Það beið okkar hinsvegar enn meira afmælisdekur þegar við keyrðum í bæinn en við brunuðum beint á Natura Spa á Loftleiðum. Þar áttum við dásamlega stund saman í svokölluðu paradekri sem Natura Spa voru svo dásamleg að bjóða okkur upp á. 50 mínútna paranudd, drykkur og ostabakki. Hin fullkomna stund til að upplifa með makanum og sannkallaður drauma endir á afmælis-sólarhringnum okkar. <3

Öðruvísi afmælisdagur en engu að síður fullkominn. Draumur að snúa honum upp í smá foreldra trít fyrir okkur Teit þar sem tveggja barna foreldra titillinn bíður okkar innan skamms. Ég er gengin tæpar 38 vikur svo litli maðurinn mun eflaust heilsa okkur á næstu 2-3 vikum. Næstu dagar og vikur munu því fara í undirbúning og að mestu leiti sjálfskipaða sóttkví. Þessir tímar eru mjög skrítnir fyrir okkur að því leiti að stutt er í settan dag og því mikið í húfi. Það er skelfileg tilhugsun að hugsa út í það að Teitur gæti mögulega misst af fæðingunni ef að við greinumst eða þurfum að sitja sóttkví. Við þurfum því að passa okkur vel og vona það allra besta!

Ótrúlega skrítið ár að baki en þakklæti fyrir góða heilsu og dásamlegu stækkandi fjölskylduna mína er mér allra mikilvægast og trompar allt annað. Seinasta árið sem tuttugu og eitthvað, let’s go! <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

Skrifa Innlegg