fbpx

HELGIN

HELGINLÍFIÐNEW INOUTFIT

Góða kvöldið til ykkar eftir smá sjálfskipað “sumarfrí” frá Trendnet hjá undirritaðri. ;) Ég biðst afsökunar á fjarveru minni en ég ætla að koma sterk inn eftir smá frí hér með! Ég vona að þið hafið haft það sem allra best það sem af er sumri. Við fjölskyldan höfum verið mikið á flakkinu, farið í nokkrar sumarbústaðarferðir ásamt draumaferð á Snæfellsnesið um síðustu helgi sem er efni í bloggfærslu sem kemur von bráðar. Ég fékk margar fyrirspurnir um staði sem við heimsóttum á Snæfellsnesinu sem ég vil glöð deila með ykkur og gaman að geta látið upplýsingarnar hér á bloggið. Góð tips fyrir þá sem ætla að heimsækja fallegasta stað landsins í sumar! Ferðahugur minn er í hæðstu hæðum í augnablikinu en ég vil helst vera sem minnst heima hjá mér. Ég er afar spennt fyrir ferðalögum innanlands í sumar!

Helgin var dásamleg. Gærdagurinn byrjaði á afar ljúffengum hádegismat í sólinni á Duck & Rose, við enduðum á að eyða öllum deginum í miðbænum. Hittum vini og röltum á milli hina ýmsu staða – ótrúlega mikið líf í fallegu miðborginni okkar á þessum fallega degi. Við enduðum daginn heima í grilli. Meiriháttar dagur.

Kjóll: ZARA
Leðurjakki: Moss x Fanney Ingvars / Galleri 17
Skór: ZARA

Ég fékk nokkar fyrirspurnir út í kjólinn minn á Instagram – en hann (og skórnir) eru hvoru tveggja afar góð úsölukaup sem ég gerði í Zöru í síðustu viku. Kjóllinn er fullkominn með stækkandi bumbu og virkar einnig frábærlega auðvitað þegar ég er búin að eiga. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði mitt go-to óléttu dress í sumar, síður kjóll og leðurjakki! Þægindi út í eitt en á sama tíma nokkuð huggulegt. ;)

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

2x OUTFIT

Skrifa Innlegg