fbpx

Geitaosta ídýfa með basilíku & hunangi

Ertu í geitaosta liðinu?

Hér er annar réttur af þremur sem ég gerði fyrir verkefni hérna úti fyrir John Wm. Macys kex fyrirtækið og ANNA CODORNIU cava. Ég átti að gera forrétti með freyðivíni fyrir hátíðarnar og fékk ég leyfi til þess að deila þeim með ykkur.

Þennan rétt tekur undir 10 mínútum að gera og er frábær forréttur í matarboð.

Hráefni:
1 pakki mjúkur geitaostur
6-7 basílíkulauf
1 msk hunang
1 msk balsamic edik
1 matskeið graskersfræ eða aðrar hnetur

Aðferð:
Smyrjið geitaostinum yfir fallegan bakka eða disk með skeið eða sleif. Saxið basilíku smátt og dreyfið yfir ostinn.
Dropið hunangi og balsamic ediki yfir ostinn og að lokum hnetunum yfir.

Berið fram með kexi eða grissini.

– Marta Rún

Ofnbakaður fetaostur

Ég vann verkefni fyrir vinnuna sem ég vinn fyrir úti með John Wm. Macys kex fyrirtækinu og ANNA CODORNIU cava
Við áttum að gera forrétti með freyðivíni fyrir hátíðarnar. Ég geri nokkra mismunandi rétti, stíliseraði myndatökuna og skrifaði uppskriftirnar og ætla ég að deila þeim með ykkur vikurnar fyrir jól. En byrjum á réttinum sem kom mest á óvart.
Ofnbakaður fetakubbur með ólífum, chilipipar, rósmarín og sítrónu. Borðin fram með annaðhvort þunnskornu brauði eða kexi. Fullkomin réttur í saumaklúbb, forréttur eða bara i góðu kósýkvöldi.

Hráefni:
1 Fetakubbur
1/2 bolli extra virgin ólífu olía
Safi úr 1/2 sítrónu
1-2 Bollar af blönduðum ólífum
2 Matskeiðar saxað rósmarín
1/2 Teskeið þurrkaður chilipipar
Svartur pipar

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°
Setjið fetakubbinn í eldfastmót sem þið notið líka til þess að bera fram í.
Hellið ólífu olíunni og sítrónusafanum yfir ostinn og til hliðar, raðið ólífum í kringum ostinn og stráið rósmarín yfir allt. Ég skar nokkrar sneiðar af sítrónunni og setti líka inná milli. Stráið chiliflögum og svörtum pipar yfir allt.
Bakið í ofninum í 20 mínútur eða þangað til osturinn hefur fengið smá lit og er farin að bubbla smá.
Berið fram með kexi eða þunnskornu brauði.

– Marta Rún

 

Ferskt pasta með hvítlaukssteiktum sveppum

Ferskt pasta með hvítlaukssteiktum sveppum
Fyrir 2

Núna er sveppatímabil og allt morandi í sveppum. Á Íslandi er sveppatímabilið ekki eins áberandi og á Spáni. Á Íslandi mæli ég með að reyna að kaupa þá allavega 2-3 tegundir, t.d. portobello og kastaníusveppi. Mér finnst svo passa vel að hafa ferska tómata með sveppunum. Hér fyrir neðan er svo fullkomið haustpasta með góðu rauðvíni.

Hráefni:
2 hvítlauksgeirar
¼ rauður chilli
200 g af blönduðum sveppum
150 g grænmetiskraftur eða sveppakraftur
200 g ferskt pasta, tagliatelle
8-10 litlir tómatar
1 lúka smátt söxuð fersk steinselja
Ólífuolía
Salt & pipar
Parmesan ostur

Aðferð:

Byrjið á því að saxa hvítlaukinn og ferska chilli piparinn. Skerið sveppina i þunnar sneiðar.

Hitið 2 msk af ólífuolíu á miðlungshita á pönnu, bætið hvítlauknum og chilli piparnum. Steikið í eina mínútu, bætið sveppunum við og saltið og piprið. Steikið í 3-4 mínútur og bætið grænmetiskraftinum og steikið í 5 mínútur saman þangað til að sveppirnir eru orðnir mjúkir og krafturinn hefur helmingast.

Á meðan sveppirnir eru að steikjast sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Skerið tómatana til helminga og saxið steinseljuna. Bætið pastanu við á sveppapönnuna og blandið öllu vel saman. Ef það vantar vökva bætið þá við smá af pastavatninu. Bætið tómötunum og steinseljunni við. Berið fram með parmesan osti og svörtum pipar.

mið-austurlenskt lambakjöt með bökuðu graskeri

Ég er mikið fyrir mið-austurlenskan mat og hef fjárfest í nokkrum matreiðslubókum um þess konar matargerð. Kryddin og brögðin af matnum koma alltaf jafn skemmtilega á óvart. Þó að flest alla daga geri ég frekar einfaldan mat með fáum hráefnum þá finnst mér skemmtilegast og best þegar ég hef tíma til að gera eitthvað nýtt og dunda mér að elda.

Ég eldaði heima lambakjöt með bökuðu graskeri. Okkur fannst það alveg ótrúlega gott og við gátum ekki hætt að borða! Ég tók myndir og setti á Instagram reikninginn minn og ég veit að nokkrir bíða spenntir eftir þessari uppskrift.

Fyrir 4 – lambalæri og marinering
800 g af lambalærisneiðum (lambaprime eða hvaða bitum sem þér finnst góðir)
6 msk olífuolía
1 tsk túrmerik
3 tsk cumin
1 tsk kanill
2 tsk salt
3 hvítlausgeirar, skornir þunnt

Krydd & Chili dressing eftir eldun
1 rauður chili, smáttsaxaður og fræhreinsaður
1 lúka saxaður kóríander (20g)
1 tsk þurrkuð mynta (eða 1 msk smátt söxuð fersk mynta)
safi frá ½ lime
8 msk olífuolía
salt & pipar

Setjið lambakjötsneiðarnar í stóra skál með olíunni, kryddunum úr efri uppskriftinni, salti og hvítlauknum og blandið vel saman. Setið plastfilmu yfir of setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 1 klst. því lengur því betra.

Fyrir dressinguna á lambið: Blandið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til.

Steikið, grillið eða ofnbakið lambið (fer auðvitað eftir hvaða bita þið eruð með).
Ég steikti lambið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið fyrir meðalsteikt kjöt.

Raðið á disk og hellið dressingunni yfir.

Ofnbakað grasker með pistasíupestó, fetaosti og granatepli.
Fyrir 2 ef rétturinn er aðalréttur
Fyrir 4 sem meðlæti

1 miðlungsstærð squash (grasker), skorið í helming langsum.
2 msk olífuolía
150 g fetaostur
100 g granateplafræ
salt & pipar

Stillið ofninn á 180°. Dreifið olíu vel yfir allt graskerið, saltið og piprið.
Setjið í eldfast mót eða ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 45-50 mínútur.
Þið sjáið að það sé tilbúið þegar endarnir eru aðeins farnir að dökkna og ef þið stungið er hníf í gegnum að hnífurinn fari auðveldlega í gegn.

Pistasíupestó

100g pistasíuhnetur
70 g parmesan ostur
Lúka af ferskum kóríander, saxaður smátt
Lúka af ferskri steinselju
Safi úr 1 sítrónu
3 msk chiliolía (hægt að nota venjulega ólífuolíu)

Það er best að nota matvinnslu vél, en hérna úti á ég hana ekki til þannig ég notaði mortel. Ef þú átt hann ekki til getur þú reynt að saxa allt eins smátt og þú getur og blandað saman í skál.

Byrjið á því að mauka pistasíuhneturnar og parmesanostinn saman, næst fersku kryddjurtirnar, olíuna og sítrónusafann. Smakkið til með salti, pipar og meiri sítrónu.

Setjið pestó yfir graskerið, rífið fetaost yfir og að lokum stráið granateplafræjum yfir allt.

-Marta Rún

Pares Balta Vínekran

Ég svara tölvupóstum í hverri viku um Barcelona, hvað eigi a sendi eigandinn mér póst  að hann væri búin að fá mikið af heimsóknum frá Íslendingum sem ég er mjög ánægð með. Meira að segja fyrirtæki í árshátíðarferðir.  Hann sjálfur er ótrúlega heillaður af Íslandi og hefur ferðast nokkrum sinnum sjálfur til Íslands þannig hann tekur sérstaklega vel á móti þeim gestum sem hann veit að eru Íslendingar.

Ég hef sjálf farið þangað 4 sinnum síðan ég flutti til Barcelona og ég þekki orðið vel til. Mig langaði því til að deila þessum meðmælum mínum.

Það sem heillar mig hvað mest við Pares Balta, fyrir utan hvað mér finnst vínin frá þeim ótrúlega góð, er að öll vínin eru 100% lífræn og framleiðslan er “bio-dynamic”. Það tók Pares Balta mörg ár að fá vottaðan stimpil fyrir að vera lífræn frá Evrópusambandinu enda eru mikið af reglum og óvæntum heimsóknum á hverju ári sem þarf að fylgja. Margir halda að lífræn vín séu bara einungis innihaldið en það er tekur til allt frá því að vínberjatrénu er plantað og þangað til flaskan er opnuð. Það er engin áburður notaður sem eitrar jarðveginn fyrir skordýrum eða sveppum heldur eru lífrænar leiðir notaðar eins og til dæmis kindur sem eru þarna fyrir yfir ákveðin tímann látið borða arfa og gras og ýmsar plöntur sem fæla illgresi frá.

Þegar þið sjáið fyrir ykkur vínekrur röð í röð og sjáið bara hreina mold og ekkert gras, strá eða arfa þá er búið að eitra fyrir því. Hvert fer það? Jú í plöntuna og skemmir náttúruna og líf í kring.

Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég drekki bara 100% lífræn vín en ég reyni að gera það því mér líður betur. Hefur þú fengið hausverk eftir 1-2 vínglös? Prufaðu hvort lífræn vín virki!

Heimspekin er í raun hringrás lífsins. Að hugsa vel um jörðina því það er verið að taka frá jörðinni. Engin efni, eitur eða inngrip á  og náttúran sér um að veita þeim vínberin. Ef það rignir lítið eitt árið og uppskeran ekki mikil þá er það náttúran sem sér um það.

Það sem er líka merkilegt Pares Balta að það eru tvær víngerðarkonur sem stjórna öllu, það er  mjög sjaldgjæft í víngeiranum. Þannig female power!

Til að heimsækja þarf að taka lest sem tekur það rétt um klukkutíma frá miðborg Barcelona því þarf engin að keyra eftir vínsmökkun!

Heimsóknin sem ég mæli með er að taka bílferðina þar sem er keyrt um vínekruna, upp í fjall skoðað náttúruna og hvað svæðið hefur upp á að bjóða og svo endað í vínsmökkun. Einnig er hægt að panta mat aukalega eins og við stelpurnar gerðum.
Hluta af vínunum er hægt að finna á Íslandi í ríkinu og á veitingastöðum.

Ég fór síðast með Arnóri, vinafólki okkar frá Íslandi og tveimur spænskum vinkonum og það var æðisleg ferð!
Þá sá einn af eigendunum hann Joan um ferðina ásamt dóttur sinni þar sem var keyrt uppá topp og skálað.


Á heimasíðunni hjá Pares Balta getur þú fundið allar upplýsingar.

Þessi færsla er ekki gerð í samstarfi við fyrirtæki heldur einungis af áhuga og vinskap sem hefur myndast.

Hefur þú farið? Láttu mig endilega vita hvað þér fannst hérna í athugasemdum? Mér þætti gaman að heyra!

Lambalæri í indversku ívafi

Þetta er alveg frábær uppskrift af lambalæri með indversku ívafi.  Þó að ég sé mikið fyrir klakkískt lambalæri með brúnuðum kartöflum, baunum og heitri sósu þá er gott að breyta stundum til.  Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi og vera með létt meðlæti og kalda sósu og fór ég þá í netleiðangur og fann nokkrar hugmyndir.

Mér persónulega fannst lambið ótrúlega gott og öðruvísi og kóríander og myntusósan passa mjög vel við ásamt léttu og fersku meðlæti.

Marinering
150g hreint jógúrt
1 þumall af fersku smátt söxuðum engifer
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1 msk tómatapúrri
safi úr 1/2 lime
1 tsk cumin
1 tsk túrmerik
1 tsk þurrkað chilli
1 handlúka af ferskum söxuðum kóríander

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál. Saltið og piprið lambalærið og makið svo mareneringunni yfir allt lærið og setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða yfir nótt. Takið það svo út úr ísskápnum hálftíma áður en það á að fara inn í ofn á 180°

Best er að nota kjöthitamæli til að tryggja að lærið verði hæfilega eldað. Ég fer eftir leiðbeningum frá lambakjöt.is

Meðalsteikingartímar fyrir lambasteik við 160-180°C hita:

Mjög-lítið steikt, 20-25 mínútur fyrir hvern 500 g og kjarnahiti 45-50°C

Lítið steikt 25-30 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 55-60°C

Meðal steikt 30-35 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 60-65°C

Vel steikt 30-40 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 70-75°C

Gegnsteikt 40-45 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 75-80°C

Myntu, kóríander & mangó jógúrtsósa

Mér fannst þessi passa rosalega vel með lambinu og gæti passað vel með góðu grillkjöti eða á salat.

1 lúka smátt söxuð mynta
1 luka smátt saxaður kóríander
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 msk mango chutney
1 msk lime safi
2 dollur júgúrt eða eins og 1 bolli
Klípa af salti

Ég gerði sætkartöflumús með smjöri, limesafa, salti og pipar og bar það með undir lærinu.

Mér finnst betra að skera stóra bita af beininu og skera það svo í sneiðar heldur en að skera beint af lærinu.

Ofnbakaður Lax með hunangssinneps gljáa

Uppskriftina gerði ég í vinnunni fyrir verkefni fyrir fyrirtæki sem selur allskonar tegundir af sinnepi og ég átti að koma með uppskrift og myndir fyrir samfélagsmiðla sem væri ekki of flókið. Hér var útkoman, vinnufélagarnir voru mjög sáttir!

Laxinn:

1 laxaflak
3-4 matskeiðar gróft eða fínt dijon sinnep
1-2 tsk hunang
1 pressaður hvítlaukur
1 tsk paprika
1/2 tsk svartur pipar

Hitið ofninn 200°

Blandið sinnepi, hunangi, hvítlaukninum, papriku og piparnum saman í skál.
Setjið laxinn í eldfast mót með bökunarpappír eða álpappír undir. Þurrkið aðeins af laxinum með eldhúspappír og dreifið vel úr sinnepsósunni yfir.
Bakið í ofninum í 15-20 mínútur, athugið með hann efir 15 mínútur með því að stinga gaffli í fiskinn, ef hann losnar aðeins upp með fram gafflinum er hann tilbúinn.

Tómata og kúrbíts-salat

4 msk olífuolía
1 msk hunang
Safni úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
2-3 miðlungstærð kúrbítur skotinn þunnt eða í litla bita. (ég keypti svona kúrbíts spagettí í búðinni sem virkar líka)
1 box kirsuberjatómatar

Hrærið saman olífu olíu, sítrónusafa, hunangi, salti og pipar í litla skál.
Skerið tómatana í helming og setjið í skál með kúrbítnum og hellið salat dressingunni yfir og blandið vel saman.
Leggið yfir laxaflakið og berið fram.

Viltu sjá fleiri einfalda fiskirétti?
Láttu mig vita!

Marta Rún

Stökkar kartöflu klessur

Það er oft sem ég bý til uppskriftir en mér finnst líka ótrúlega gaman að deila með lesendum uppskriftum sem ég prufa frá ýmsum matreiðslubókum og bloggum. Hér er uppskrift af skemmtilegu meðlæti úr bókinni hennar Chrissy Teigan Cravings.

Ég er mikið fyrir sterkan mat og ég er mikill aðdáandi Buffalo sósu! Gefur þá til kynna að mér hafi fundist þessi réttur góður!
Gott meðlæti getur oft verið aðal atriðið að góðri máltíð!

Kartöflur:
1-1.5 kíló litlar kartöflur
1/2 bolli olía
1 tsk salt
1 tsk pipar
Lúka af smátt saxaðri steinselju eða graslauk
Buffalo sósa að eigin vali.

Gráðostasósa:
1/4 bolli sýrður rjómi
1/2 bolli mulinn gráðostur
2 msk mæjónes
Salt og pipar

Aðferð:
Hrærið saman sýrðum rjóma, gráðosti og mæjónesi ásamt svörtum pipar. Hrærið þangað til þið eruð komin með rétta áferð af sósu og smakkið til.

Kartöflu Klessur

Hitið ofninn í 200°

Sjóðið kartöflurnar í 10-12 mínútur í söltuðu vatni þangað til þú getur aðeins potað í þær með gaffli.
Sigtið vatnið frá og leggið til hliðar í nokkrar mínútur þangað til þær hafa þornað og kólnað aðeins.

Raðið þeim á ofnplötu með bökunarpappír, notið gaffal til þess að rétt kremja þær niður. Þó að þær haldist saman en fari ekki í sundur þannig farið varlega. Hellið olíu yfir, saltið og piprið.

Setjið í ofninn í 15-20 mínútur þangað til þær eru orðnar gullbrúnar og stökkar.

Þegar þær eru tilbúnar færið þær á stóran disk, hellið smá Buffalo sósu yfir og svo gráosta sósu hér og þar á diskinn.
Stráið yfir steinselju eða söxuðum graslauk.

GRILLAÐUR KJÚKLINGUR MEÐ FERSKJUM OG MOZZARELLA


Hér á Spáni eru ferskju tímabil og það er allt stútfullt af þeim á öllum mörkuðum og ávaxtabúðum. Margar gerðir og tegundir sem ég hef aldrei séð áður. Ég ákvað að leita að einhverjum góðum rétt með ferskjum og fékk innblástur fyrir þennan.
Þessi réttur gæti í raun og ekki verið einfaldari, örfá og fersk hráefni sem vinna vel saman.

4 kjúklingabringur eða pakki kjúklingalundir
1 msk olía
Salt og pipar
Ferkur mozzarella ostur
3 ferskjur, skornar í þunnar sneiðar
1 lúka fersk basílíka
Balsamik sýróp

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í sneiðar, hellið oilu yfir sneiðarnar og saltið og piprið. Skellir bitnum á gill eða grillpönnu (auðvitað hægt að nota hvaða pönnu sem er)
og steikið í 6-7 mínútur á hvorri hlið.

Raðið kjúklingasneiðunum á disk með ferskum mozzarella sneiðum. Dreifið ferskju sneiðum yfir allt og hellið balsamik sýrópi yfir allt saman. Að lokum saxið basilíkuna yfir allt saman og berið fram.

Gott getuð verið að hafa salat og sætar kartöflur með til hliðar.

*Með þessum rétt finnst mér bæði létt rauðvín og hvítvín passa vel saman.

Helgar hamborgarinn


Það er jafnast fátt á við góðan hamborgara og margir eiga eflaust sinn uppáhalds borgara. Það er líka viss stemning sem skapast að bjóða fólki í góða hamborgaraveislu, einfaldur matur sem flestum þykir góður. Hér er ég með eina frábæra uppskrift af lúxus hamborgara sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. En það sem gerir hann að „lúxus“ borgara er beikon-rauðlaukssultan.

Beikonsultan: 

300 g beikon
1 rauðlaukur
2 msk púðursykur
2 msk balsamic edik
1 msk dijon sinnep
3 msk vatn

Aðferð:

  1. Skerið beikonið niður í þunna strimla og steikið í góðum potti við miðlungs háan hita í 15-20 mínútur eða þar til beikonið er að verða stökkt.
  2. Farið með eldhúsrúllu í pottinn og reynið að ná mestu fitunni upp úr pottinum.
  3. Setjið lauk út í pottinn og steikið í 10 mínútur.
  4. Látið sykur, vatn, balsamik edik, og sinnep út í og látið suðuna koma upp og látið malla í tæpan klukkutíma.

Áferðin á sultunni á þá að vera orðin klístuð. Leyfið sultunni aðeins að kólna.
Ef þú vilt hafa sultuna vel maukaða, getur þú sett hana í matvinnsluvél. Persónulega þykir mér betra að hafa hana smá „chunky“.

Sultan er sett á neðra hamborgarabrauðið ásamt ruccola salati og rauðlauk.
Rauðlaukurinn er betri ef hann fær aðeins að liggja í rauðvíns-ediki.

Góður og þykkur nautaborgari er steiktur með salti og pipar og camenbert ostur settur ofan á síðustu mínúturnar.

Að lokum er tsk af dijon sinnepi blandað saman við mæjónes og sósan sett á efra brauðið og borgaranum lokað.

Berið fram með frönskum kartöflum með trufflusalti og parmesan osti.

Góða helgi!