HVAÐ Á AÐ GERA Í BARCELONA?

Ég svaraði á dögunum viðtali á mbl.is um Barcelona. Ef að ég hefði tölu yfir þeim tölvupóstunum og spurningum sem ég hef fengið sent um Barcelona þá myndi ég segja ykkur hana. Hvað á að borða, hvað á að gera? hvaða staðir eru í kring? Hvað eru bestu vínin og ég gæti haldið endalaust áfram. Hér er brot af viðtalinu sem þið getið nálgast allt hér inná vef mbl.is.

Hver er eftirlætis veitingastaðurinn þinn?

Það er mér ótrúlega erfitt að velja einn uppáhalds veitingastað því þeir eru svo margir. Einn staður sem við förum alltaf aftur og aftur á er tapas staðurinn Vinitus sem býður uppá ferska rétti dagsins á hverjum degi ásamt klassískum tapas á matseðli.

Eftirlætissafn?

Í Barselóna getur þú farið allskonar söfn. Það er mjög stórt og þekkt Picasso safn í Born  hverfinu. Það er hægt að fara inní þekktustu byggingar Gaudí og það er hægt að tala lest á Salvador Dali safnið.

Eftirlætis kaffihús ?

Það kaffihús sem ég nýt mín best að setjast niður og njóta er Café Jaime Beriestein.  Það er innanhúsarkitekt sem rekur þennan ótrúlega fallega veitingastað og kaffihús. Svo rekur hann litla lífstílsbúð sem hægt er að labba inn í af veitingastaðnum og versla meðal annars alla þá fallegu hluti sem eru inn á veitingastaðnum.

Hvað er ómissandi að sjá ?

Mér þykir alltaf jafn skrýtið að heyra að fólk fari til Barcelona og skoði ekki kirkjuna Sagrada Família . Þetta meistaraverk Antoni Gaudí er ein þekktasta bygging heims en fjöldinn allur af fallegum byggingum eftir hann má sjá um borgina. Það sem ég hef líka alltaf verið að mæla með við fólk er að taka stutta lestaferð úr miðborginni og koma við í fallegu vínhéruðunum í kring, fara í heimsókn um vínekru og smökkun.

Hvað er að gerast í borginni á næstunni ?

Ég fæ ótal fyrirspurnir um hvað eigi að gera, hvað eigi að sjá, borða og hugmyndir af ferðum fyrir fólk. Í sumar ætla ég mér að hjálpa hópum, vinkonum, vinum eða hvað eina að skipuleggja þeirra draumaferð til Barselóna.
Hvort sem markmiðið sé að versla og borða góðan mat eða fara í dagsferðir um vínekrur með mig sem fararstjóra. Læra allt um sögu tapas og/eða að elda þá eða nokkra daga ferðir um strandarbæi nálægt borginni til að slappa af í paradís. Hægt er að senda mér tölvupóst á netfangið martarun@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

HIN FULLKOMNA HUMARSÚPA

Klassísk íslensk humarsúpa er eitt það besta sem ég fær en ég hafði aldrei lagt í það að gera hana sjálf. Ég skoðaði lengi uppskriftir og margar mismunandi leiðir. Mig langaði til þess að gera hana frekar klassíska og púslaði ég nokkrum saman. Þegar kom að því að smakka hana til þá fannst mér vanta eitthvað örlítið við hana og kom Mamma með þá frábæru hugmynd að bæta við tsk af chillisultu sem var til í ísskápnum og passaði það svona svakalega vel við. Smá sæta og hiti við súpuna sem setti algjörlega punktinn yfir i-ið.

Hráefni fyrir 4
800 g humar
8 msk smjör
2 msk ólífuolía
2 smátt saxaðar gulrætur
2 smátt saxað sellerí
1 stór laukur smátt saxaður
2 msk tómatpúrra
2 tsk paprikukrydd
Salt
Pipar
2,5 líter sjávarrétta eða fiskisoð
2 hvítlauksgeirar
1 msk karrý
1 tsk chillisulta
Rjómi
Þurrt hvítvín
Graslaukur

Aðferð
1. Byrjið á því að taka humarinn úr skelinni. Mér þykir best að brjóta hliðarnar og klippa svo lengjuna og losa kjötið frá. Finnið til stóran pott og bræðið 1 matskeið af smjöri við miðlungshita.Steiki skeljarnar, gulræturnar, sellerí og hálfan lauk í 5-8 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið aðeins mjúkt. Bætið við tómatapúrra, paprikukryddi salti og pipar og steikið saman í aðrar 2 mínútur. Bætið við fiskisoðinu og látið malla saman í minnstakosti 1,5 klukkutíma. Sigtið síðan soðið frá.

2. Notið sama pott þegar þið hafið sigtað soðið frá. Bræðið 3 matskeiðar smjör og steikið hinn helminginn af lauknum og hvítlaukinn í 3-5 mínútur eða þangað til laukurinn er orðin aðeins mjúkur. Bætið við karrýkryddinu og steikið í rúma mínútu í viðbót. Bætið við 1 bolla af rjómanum, hvítvíninu og chillísultunni við og sjóðið saman á lágum hita í 15-20 mínútur. Bætið þá við soðinu og látið malla saman í aðrar 30 mínútur.

3. Þeytið restina af rjómanum þangað til hann er léttþeyttur. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita. Saltið og piprið humarhalana á báðum hliðum og steikið í 3-5 mínútur.
Setjið súpu í skál, nokkra humarhala,þeyttan rjóma og saxaða seinsellíju eða graslauk.

Marta Rún

TRYLLTUR KJÚKLINGABORGARI MEÐ HEIMAGERÐRI BBQ SÓSU


Mér þykir ótrúlega gama að deila með ykkur uppskriftum sem ég prófa. Þessi uppskrift slóg algjörlega í gegn og er að finna í uppskriftabók eftir Chrissy Teigen. Rifinn kjúklingur í heimagerðri BBQ sósu á hamborgarabrauði með hrásalati. Þetta eru nokkur hráefni og tekur smá tíma að elda þennan rétt en það er vel þess virði. Það kannast ef til vill margir við Pulled Pork samloku en þessi réttur er í raun afar svipaður nema í staðinn fyrir svínakjöt er notaður kjúklingur. Mér fannst þessi réttur persónulega betri!
Uppskrift fyrir 6

Hráefni fyrir kjúklinginn
575g úrbeinuð kjúklingalæri
1 sátt saxaður laukur
3 hvílauksgeirar
2 msk tómatapúrri
125 ml tómatsósa
85 ml tómata sósa (heinir tómatar hakkaðir í sósu í dós)
60 ml eplaedik
2 msk púðursykur
1 tsk sinnepsduft
1 tsk þurrkaður chilli
60 ml vatn
Salt & pipar
Olía
Hamborgarabrauð

Hráefni fyrir hrásalatið
225 g hvítkál
225 g rauðkál
1 gulrót
Sirka 10 cm af blaðlauki eða 3 ræmur vorlaukur
150 g ananas í dós, smátt saxaður
180 ml mæjónes
2 msk. eplaedik
salt & pipar

BBQ Kjúklingurinn
Aðferð:

Saltið og piprið kjúklinginn vel á báðum hliðum. Finnið til stóran pott og hitið hann á miðlungshita með olíu. Steikið kjúklinginn á báðum hliðum þar til hann hefur fengið gullbrúnan lit. Betra er að gera það í nokkrum skömmtum ef potturinn er ekki nógu stór fyrir allan kjúklinginn. Færið kjúklinginn síðan yfir á disk.

 1. Bætið smátt söxuðum lauk í sama pott og steikið hann í 10 mínútur eða þangað til hann er orðinn gullbrúnn. Bætið þá hvítlauknum útí og steikið í 2 mínútur til viðbótar.
 2. Þar næst bætið þið tómatpúrrunni við og steikið í aðrar 2 mínútur.
 3. Tómatsósa, 60 ml af vatni, eplaedik, púðursykur, chillikrydd, sinnepsduft, salt og pipar er síðan skellt út í pottinn. Blandið öllu vel saman og hækkið í hitanum og fáið suðuna upp. Lækkið síðan hitann og látið malla í 5 mínútur eða þangað til að sósan hefur þykknað.

Bætið kjúklingum við í pottinn ásamt öllum safanum sem hefur myndast á disknum. Látið kjúklinginn malla í sósunni á lágum hita í klukkutíma. Fylgist með inná milli og ef sósan er of þykk þá bætið þið við örlitlu vatni inná milli. Takið af hitanum  og leyfið kjúklingum aðeins að kólna. Finnið til tvo gaffla og rífið kjúklinginn niður í ræmur.

Hrásalat aðferð:

 1. Smátt saxið hvítkálið, rauðkálið, gulrótina og ananasinn í stóra skál. Blandið saman mæjónesi, eplaediki, salti og pipar í aðra skál og hellið síðan yfir í stóru skálina og blandið öllum hráefnunum saman. Setjið inní ísskáp á meðan kjúklingurinn er að eldast.
 2. Setjið kjúklinginn á hamborgarabrauð, hrásalatið yfir og lokið.
  Fullkomin uppskrift fyrir helgina.
  Ég er orðin svöng að vinna í þessari færslu!
  Marta Rún

GETIÐ ÞIÐ HJÁLPAÐ MÉR MEÐ BA RITGERÐINA MÍNA?


Kæru lesendur mig langar til að athuga hvort þið gætuð gefið ykkur 5 mínútur eða svo til þess að taka þátt í spurningakönnun fyrir BA verkefnið mitt. Þessi spurningakönnun er hluti af lokaritgerð minni við Háskólann á Bifröst. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á trúverðugleika áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Mér fannst þá frábært að geta nýtt mér lesendur Trendnet til þess að hjálpa mér að fá fleiri þátttöku.
Athugið að þið eruð ekki skyldug til að svara einstökum spurningum eða spurningakönnuninni í heild sinni þó er öll þátttaka vel þegin. Fullri nafnleynd er heitið og ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir ekki hika við að hafa samband á netfangið martaa16@bifrost.is

Með fyrirfram þakklæti og von um góða þátttöku.
Marta Rún Ársælsdóttir

SMELLIÐ HÉR FYRIR NEÐAN TIL ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdwBUQ5FvHBOsGQS_Sl9N7CnIYghymDHxACn7w0ws6Nm5WMgA/viewform?usp=sf_link

IRISH COFFEE & SJÖSTRAND
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Sjöstrand.

Ef það er einhver heitur drykkur sem klikkar ekki í kuldanum er það Irish Coffee.
Drykkur sem er einnig fullkomin sem eftirréttur í matarboði. Þennan drykk lærði ég að elska í Vestmannaeyjum þar sem hann virðist vera einn af uppáhalds drykkjum þeirra sem ég þekki. Það er einfalt að gera drykkinn sjálfan og auðvelt að gera marga í einu.

Hráefni:
Sterkt og gott kaffi. Hér mæli ég með einni uppáhellingu af N°6 eða N°8 Lungo vegna það er ætlað löngum kaffibolla.
3 cl viskí
2 tsk púðursykur
Létt þeyttur rjómi, mér finnst mikilvægt að þeyta hann ekki mikið heldur rétt láta hann þykkjast.
Dökkt súkkulaði

Gott er að byrja því að hella heitu vatni í hvert glas og leyfa því að standa í nokkrar mínútur til þess að hita glasið.
Hellið 2 tsk púðursykri í hvert glas og síðan heitum kaffibolla í og hræra saman þangað til að púðursykurinn hefur leysts upp.
Hellið 3 cl vískí úti kaffið og hrærið saman. Hellið 3 msk af rjóma ofan i kaffið og rífið smá dökkt súkkulaði yfir.
Skál í kuldan á Íslandi!
Marta Rún

FRÁBÆRT KJÚKLINGASALAT

KJÚKLINGUR


Salat með ofnbökuðu graskeri, granatepnum með hvítlauks og balsamic dressingu.
Ég studdist við uppskrift úr bókinni hennar Chrissy Teigan Hungry for more sem ég fjárfesti í  nýlega. Ég er alltaf að leita mér að fjölbreyttum og óhefðbundum leiðum til þess að gera góð salöt. Salat þurfa nefnilega ekki alltaf að vera leiðinleg og einhæf.

Salatdressingin sem ég gerði og breytti aðeins er sú besta sem ég hef fengið og er búin að gera hana síðan á öll salöt sem ég er með í meðlæti. Það gæti verið erfitt að finna grasker eða svo kallað buttersquas á Íslandi og er þá hægt að nota sætar kartöflur í staðinn. Ég var með kjúklingalundir í salatinu sem ég steikti á pönnu með olíu, rósmarín, salti og pipar.

Hráefni
Grasker/Sætar kartöflur
3 msk ólífuolía
600 g grasker/sætar kartöflur skrældar og skornar í 1 cm teninga
1 tsk salt
½ tsk pipar
½ tsk cayenne pipar

Stillið ofninn á 200°
Setjið alla teningana í skál og hellið olíu, salti, pipar og cayenne pipar og blandið öllu vel saman. Finnið til ofnskúffu eða stórt eldfast mót og setjið bökunarpappír í botninn. Raðið teningunum í mótið og bakið i 15 mínútur. Takið út ofninum, snúið aðeins við og hrærið í og setjið aftur í ofninn í 10-15 mínútur þangað til þeir eru orðnir aðeins brúnir og stökkir. Látið aðeins kólna áður en þeir fara á salatið.

Salatblanda
Klettasalat eða hvaða salatblanda þér finnst góð
½ granatepli
½ þunnt skorin rauðlaukur
graskersfræ eða einhverskonar hnetublanda
100 g geitaostur

Dressing
2 msk balsamic edik
1 msk dijon sinnep
1 msk hunang
1 pressaður hvítlauksgeiri
3 msk ólífu olía
salt og pipar

Allt hrist vel saman i krukku, ég gerði tvöfalda uppskrift og setti á salatið og var með til hliðar ef einhvern vildi meira sem og jú allir gerðu.

Marta Rún

SPÆNSKUR KJÚKLINGUR

KJÚKLINGURMatur


Núna hef ég komið með uppskrift af spænskum þorskrétti og spænsku lambalæri og núna er komið af spænskum ofnbökuðum kjúklingi. Þið getið smellt á nöfnin til þess að fara beint í uppskriftina. Það er ekki mikið af hráefnum í þessum rétti en þau passa öll ótrúlega vel saman. Chorizo pulsan er stútfull af brögðum og krafti sem springa út þegar hún er elduð og mikið notuð við spænska matargerð.

Hráefni:
1.5 kg kartöflur, skrældar og skornar niður í 2.5 cm sneiðar
4 sítrónur
1 lúka af steinselju
2 kg heill kjúklingur
300 g Chorizo pulsa
2 hvítlauksgeirar
Olía
Salt & pipar

Aðferð:
Hitið ofninn í 220°. Sjóðið vatn í potti, setjið kartöflurnar og 2 af sítrónunum í og sjóðið saman í 5 mínútur. Sigtið vatnið frá og búið til fullt af litlum götum í sítrónurnar. Ástæðan fyrir því er að þið setjið þær inní kjúklinginn og þá lekur safinn úr sítrónunum sem gefur bragð og sítrónurnar hitna og kjúklingurinn eldast hraðar. Saman bragðast þetta og lyktar betur.

Skerið stönglana af steinseljunni og setjið inní kjúklinginn með sítrónunum. Saltið og piprið kjúklinginn ásamt kartöflunum. Skerið Chorizo pulsurnar í ½ cm sneiðar. Finnið til eldfast mót og setjið bökunarpappír yfir og ýtið í formið þangað til að það liggur niðri og stendur aðeins uppúr. Setjið kartöflurnar og ¾ af Chorizo sneiðunum í botninn ásamt smá af smátt saxaðri steinselju og olíu. Setjið kjúklinginn ofan á kartöflurnar  og inn í ofn í 1 klukkutíma og 20 mínútur.

Á meðan kjúklingurinn eldast gerið þá smá dressingu til að hafa með, rífið sítrónubörkinn niður af hinum tveimur sítrónunum, ásamt smátt saxaðri steinselju, pressuðum hvítlauksgeirum, salti, pipar og olíu.

Síðustu 15 mínúturnar af kjúklingum raðið þá restinni af chorizo pulsunni ofan á kjúklinginn.

Þegar kjúklingurinn er eldaður takið hann út, úr mótinu og leggjið til hliðar. Setjið kartöflurnar aftur inní ofninn í nokkrar mínútur til að gera þær stökkar.

Kartöflurnar verða hrikalega bragðgóðar eftir að paprikubragðið, og olíurnar frá Chorizo pulsunni. Chorizo pulsurnar verða á sama tíma stökkar og bragðgóðar.
Ef það er einhver olía og kraftur eftir í mótinu hellið þá annað hvort yfir kjúklinginn þegar þið eruð búin að skera hann niður eða yfir kartöflurnar.

Skerið í kjúklinginn niður í bita og berðu fram með kartöflunum og dressingunni yfir.
Gott er að bera fram með klettasalati eða ferskum tómötum og rauðlauk.

Marta Rún

HÉRNA ÆTTI FRÍIÐ AÐ HEFJAST

Þessi færsla er í samstarfi við Park Inn by Radisson.

Mér var boðið að koma og nýta mér vetrartilboð Park Inn by Radisson í Keflavík þegar ég var á leiðinni aftur til Barcelona þar sem ég er búsett. Hótelið er að kynna sérstakt vetrartilboð sem mér þykir ótrúlega sanngjarnt og sniðugt. Ég var áður búin að heyra af þessu tilboði frá fjölskyldumeðlimi sem hafði nýlega nýtt sér það og var mjög ánægður.
Ég vil fá að nefna að þegar ég tek tilboðum eins og þessu þar sem efni færslunnar á að vera álit mitt á mat og/eða veitingastöðum þá samþykki ég það að sjálfsögðu með þeim fyrirvara um að ég sé ánægð með mat og þjónustu. Ég vil að umsagnir mínar geti nýst lesendum og að þeir geti treyst mér og mínum meðmælum.

Tilboðið er eftirfarandi:

Tveggja rétta kvöldverður (aðalréttur og eftirréttur) á veitingastaðnum Library Bistro/Bar
Gisting á hótelinu Park Inn by Radisson.
Morgunverðarhlaðborð á hótelinu.
Allt að þriggja vikna geymsla fyrir bílinn í hituðum bílakjallara.
Og að lokum skutl upp á Keflavíkur flugvöll.

Verð:
Gisting og kvöldverður fyrir tvo kr. 28.700
Gisting og kvöldverður fyrir einn kr. 21.000
Tilboðið gildir út apríl.

Ég skoðaði að gamni hvað það kostar að geyma bílinn upp á Keflavíkurflugvelli. Þar er bíllinn geymdur úti og ein vika kostar um 12.250 kr. og tvær vikur 21.700 kr.
Þannig mér finnst að taka þetta tilboð ef geyma á bílinn í raun og veru ekki vera spurning.

Ég og Arnór komum seinni partinn á hótelið, skiluðum töskunum uppá herbergi og tókum drykk á Happy Hour sem er 15-19.Svo settumst við niður á veitingastaðinn og pöntuðum matinn. Við bættum reyndar við forréttum í tilboðið því fékk ég mér graflax með bjórbrauði, salati og piparrótasósu og Arnór fékk sér lamba tartar með klettasalati, parmesan osti og chilli mæjó


Í aðalrétt pantaði ég mér grillaðan lax með kartöflumús, grænmeti og hollandaise sósu og Arnór grillað lamba innralæri með rauðrófum, kartöflum og béarnaise sósu.Bæði lax og lambakjöt í forrétt og aðalrétt en við vorum bæði ákveðin í að fá okkur eitthvað sem við myndum ekki fá auðveldlega úti í Barcelona. Matseðilinn var einnig með mikið úrval af góðum samlokum, salati og vegan möguleikum.
Ég er ættuð úr Keflavík og á vini þar sem eru allir mjög ánægðir með veitingastaðinn. Sanngjarnt verð fyrir góðan mat.

Í eftirrétt fékk ég mér Espresso Martini en Arnór fékk sér Daim crème brulée með saltkaramellu ís.


Morgunverðarhlaðborðið var einnig vel útilátið og flott.
Þegar við vorum tilbúin til brottfarar var okkur síðan skutlað upp á flugvöll.


Ég vil þakka Park Inn Radisson kærlega fyrir okkur og ég vona að fleiri nýti sér þetta tilboð. Mér finnst þetta sérstaklega sniðugt fyrir fólk sem er utan af landi og á ef til vill flug snemma um morguninn.
Maturinn, gistingin og þjónustan fær allavega toppmeðmæli frá  mér.

Marta Rún

NÝ KAFFIVÉL + KAFFIDRYKKIR

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Sjöstrand kaffi.

Kaffivélin okkar á Íslandi gaf upp öndina í desember og var óhugsandi að koma heim í allan desember ekki með gott kaffi.
Fjölskyldunni langaði að prufa að vera með hylkja kaffivél og var því ekki erfitt að selja þeim hugmyndina að fá fallegu kaffivélina frá Sjöstrand. Kaffivélin er auðvitað alveg ótrúlega falleg en kaffið kom mér persónulega virkilega á óvart þar sem ég drekk mikið kaffi og er mjög “snobbuð” þegar kemur að því að fá gott kaffi. Það sem spilaði líka ótrúlega mikin þátt var að kaffihylkin eru umhverfisvæn og eyðast í náttúrunni sem er ekki eins og hjá flestum fyrirtækjum.
Kaffivélin sem ég fékk var þessi hér og getið þið fengið fleiri upplýsingar um hana heimasíðunni hjá þeim.

Það er hefð hjá okkur á jólunum að gera góða heita fullorðins kaffidrykki í jólaboðum sem eftirréttur og yfir jólamyndum og hentaði það því mjög vel. Ég ætla næstu vikur að deila með ykkur nokkrum kaffidrykkjum sem henta samt sem áður allt árið á Íslandi þótt jólin séu búin. Fullorðins kaffidrykki og góðum lúxus heitum kaffidrykkjum.

Sá fyrsti er vinsæll og einn af mínum uppáhalds kokteilum Espresso Martini. Ég geri hann mjög oft í eftirrétt fyrir hin ýmsu matarboð og slær það alltaf í gegn. Ég hef alltaf verið með nákvæmlega sömu uppskrift eftir ítalinn Gennaro Coltado og getur þú horft á myndbandið hér. Í drykkinn þarf espresso skot og þá mæli ég með með Sjöstrandkaffihylkjunum N°1 eða N°5 þar sem þau eru ætluð fyrir espresso kaffidrykki.

Hráefni:
50 ml vodki
25 ml Kahlúa kaffilíkjör
1 Espresso skot
1 msk skykursýróp
Klakar

*Sykursýróp er 1 bolli sykur á móti einum bolla vatni. Hitað saman á eldavel með lágum hita þangað til sykurinn hefur leyst upp.

Aðferð:
Finnið til kokteilaglas og fyllið með klökum til að kæla glasið á meðan þið mixið drykkinn.
Setjið vodka, Kahlúa , sykusýróp og 1 espresso í kokteilahrisstara og fylltu upp með klökum.
Hrisstið, hrisstið og hrisstið.
Hellið klökunum úr kokteilaglasinu og hellið drykkjum í glasið en aðskiljið frá klökunum.
Skreytið með kaffibaunum eða súkkulaðispæni.

Marta Rún

ÍTALSKT KJÚKLINGASALAT


Þetta salat er eitt af mínum uppáhalds og geri ég það frekar oft. Mér finnst rosa gott að vera með stökkan kjúkling í salati og geri ég það oft með mismunandi salatblöndum, pítu og vefjum.

Hráefni
2 kjúklingabringur eða pakki af kjúklingalundum
1 egg
hveiti
brauðrasp
1 tsk oregano
salt & pipar
Salatblanda
½ rauðlaukur
5-6 sólþurrkaðir tómatar
Grænar eða svartar ólífur
Fetaostur
Balsamik gljái

Aðferð
Taktu til þrjá diska, hrærðu saman egg í einum með smá salt og pipar, hveiti í næsta og brauðrasp, salt, pipar og oregano í þann þriðja.

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar niður í ræmur.
Dýfið þeim í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í brauðraspblönduna.

Setjið eins og 3 matskeiðar af olíu á pönnu og fáið pönnuna á miðlungs til háan hita.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrúnar á báðum hliðum og leggið síðan á grind eða á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.

Ég á mikið til af allskonar salat uppskrifum, er áhugi fyrir fleiri þannig ?
Marta Rún