HÆGELDAÐIR LAMBASKANKAR Í RAUÐVÍNSSÓSU

Þessi réttur getur ekki passað betur undir svokallaðan “comfort food” flokk. Þetta er réttur til að vera með á veturna og drekka með góðu rauðvíni. Hægeldaðir lambaskankar þannig að þeir detta af beinunum í rauðvínssósu bornir fram með kartöflumús.

Hráefni
4 lambaskankar
salt og pipar
3 tsk olífuolía
1 bolli smátt saxaður laukur
1 bolli smátt saxaðar gulrætur
1 bolli smátt saxað sellerí
3 hvítlauksgeirar
2 og hálfur bolli rauðvín (þú vilt frekar hafa rauðvín sem eru aðeins þyngri)
800 g hakkaðir tómatar í dós
2 msk tómatapúrra
2 bollar kjúklingasoð
2 tsk þurrkað timían
2 lárviðarlauf

Aðferð
Hitið ofninn í 180°. Þurrkið lambaskankana aðeins með pappír og saltið og piprið þá alla vel.
Finnið til stóran pott eða stórt fat með loki. Steikið lambaskankana á háum hita þangað til þeir eru orðnir brúnir á öllum hliðum og færið yfir á disk. Lækkið hitann í miðlungshita og bætið við smá olíu. Steikið laukinn og hvítlaukinn í pottinum í 2 mínútur og bætið síðan gulrótunum og selleríinu ofan í pottinn og steikið í aðrar 5 mínútur.
Bætið við rauðvíninu, kjúklingasoðinu, tómötunum, tómatapúrrunum, timían og lárviðarlaufinu. Hrærið og blandið saman. Bætið síðan lambaskönkunum í pottinn og fáið allt til að byrja að malla saman. Setjið lok á pottinn og setjið inní ofn í 2 klst og aðrar 30 mínútur án þess að hafa lokið.

Setjið kartöflumús á disk og leggið lambaskankann ofan á. Kreistið vel allt grænmetið og rauðvínssósuna sem er eftir í pottinum og hrærið vel saman og smakkið hvort það vanti smá salt eða pipar. Hellið síðan sósunni yfir í sósufat eða skál og hellið yfir lambaskankann.
Marta Rún

HEIMAGERÐ PASTASÓSA

MEATLESS MONDAYPASTA


Ég persónulega man ekki hvenær ég keypti síðast tilbúna pastasósu og hef í mörg ár gert hana sjálf. Mér þykir þessi sósa alltaf best og geri ég hana reglulega með hvaða pasta sem er. Hún er mjög einföld að gera og miklu hollari. Ég geri oftast þessa stóru uppskrift þó að ég sé oftast að elda fyrir 2 en ég set hana þá í frysti og hita hana upp næst þegar ég geri pasta.

Hráefni: í stóra uppskrift
4 X 400 g heilir tómatar í dós
3 hvítlauksgeirar
½ ferskur Chillí-pipar
Ein lúka af ferskri basilíku
Salt & Pipar

Aðferð:
Setjið tómatana í skál og sigtið vökvann úr dósunum frá. Brjótið tómatana upp í höndunum.

Fyllið eina dós af vatni og hellið í skálina. Saxið hvítlaukinn og chillí-piparinn smátt. Takið laufin af basilíkunni og saxið gróflega. Notið stóra pönnu og hitið hana með ólífuolíu á miðlungshita. Steikið hvítlaukinn og chillí-piparinn í 2 mínútur, bætið síðan tómötunum og basilíkunni við. Saltið og piprið og fáið suðuna til að koma upp. Lækkið síðan hitann niður og leyfið sósunni að malla í 30 mínútur eða þangað til að hún er orðin þykk og tilbúin.

Þessi sósa gerir alla einfalda pastarétti af lúxusmat og svo ennþá meiri lúxus og rífa parmesan ost yfir.
Þessi réttur passar einnig vel fyrir meatless monday í dag !

Marta Rún

SVÍNALUND MEÐ GEITAOSTA FYLLINGU

Matur


Þessi réttur er alveg fullkomin á svona vetrarkvöldi með góðu rauðvíni. Heitur réttur sem er stútfullur af brögðum !
Mér þykir fyllt svínalund ótrúlega góður matur og er dugleg að prófa mig áfram með allskonar fyllingar. Svínalund er frekar ódýrt kjöt og heil lund er mjög bragðgott kjöt. Lundin á það til að verða þurr og bragðlaus við eldun. Þess vegna fylli ég þær alltaf og vef svo annaðhvort beikoni eða parmaskinu utan um lundina. Þannig bý ég til smá fitulag utan um kjötið til að halda rakanum inni.

Í fyllinguna nota ég nú bara oftast það sem ég á til í heima eins og til dæmis fetaost, parmesan ost, hnetur, t.d. furuhnetur, sólþurrkaða tómata, kryddjurtir, sveppi, lauk, spínat og ólífur. Um að gera að nota bara það sem þú átt til og þér dettur í hug og vera óhrædd við að prufa þig áfram.

Fylling:
Geitaostur (getur notað hvaða ost sem er ef þú ert ekki fyrir geitaost eins og t.d camenbert eða fetaost)
Grilluð paprika
Sólþurrkaðir tómatar
Spínat
Valhnetur
Beikon

Byrjaðu á því að sjóða spínatið í 1 mínútu og kældu það síðan undir köldu vatni. Þurrkaðu það með því að kreista vökvan frá og saxaðu það síðan smátt og settu í skál. Skerðu sólþurrkuðu  tómatana smátt, grillaðar paprikur og valhnetur.
Blandaðu þessu öllu saman í skál með smá olíu, salti og pipar.

Svínalundina skar ég í tvennt. Skerðu í miðjuna og svo út í hliðarnar og reyndu að fletja hana út eins mikið og þú getur en passaðu að skera ekki í alveg í gegn eða alveg út í endana. Notaðu lítinn hníf og skerðu rólega. Byrjaðu á því að raða fyllingunni ofan á lundina og raðaðu svo nokkrum geitaostasneiðum yfir. Að lokum klemmdu hana aðeins saman og rúllaðu beikonsneiðum í kringum hana.

Í pott eða eldfast mót settu 1 dós af kjúklingabaunum með smá olíu, salti, pipar og smá rósmarín. Leggðu svínalundirnar ofan á kjúklingabaunirnar. Lokaðu pottinum eða settu álpappír yfir og settu inn í ofn í 45 mínútur við 180° gráður. Taktu lokið af síðustu 10 mínúturnar.

Kjúklingabaunirnar draga í sig allann kraftinn frá kjötinu, fyllingunni og beikoninu og verða alveg ótrúlega góðar. Ég bauð uppá létt salat með lundinni en fyllingin og kjúklingabaunirnar eru líka alveg nóg með. Ég átti smá rauðlauksultu sem passaði líka vel með. Ef þér finnst vanta sósu getur þú gert einhverskonar sósu með en það er mikill kraftur og bragð af lundinni svo mér finnst óþarfi að hafa sósu með þó það sé auðvitað hægt.

Marta Rún

BALSAMIC LAX MEÐ KÚS KÚS

Matur


Balsamic Lax með kúskús
Uppskriftin er fyrir 2

Ótrúlega góður réttur sem er fullkomin fyrir matarboð þar sem er sett á diskinn fyrir alla. Þar sem makinn minn borðar ekki fisk eru spænsku vinkonurnar mínar vitlausar í þennan rétt.

Hráefni
2 laxaflök með roðinu
Balsamic gláji/Balsamic sýróp
Salt og pipar
Sítróna
1 bolli kúskús
2 bolli vatn
6-7 sólþurrkaðir tómatar smátt skornir
1 rauðlaukur smátt skorinn
1 fetakubbur eða 1 dós af fetaosti
1 lúka sökuð steinselía


Lax
Þurrkið aðeins af laxinum með eldhúspappír, saltið og piprið laxaflökin með smá chilli ef þið viljið.
Kveikið undir hellu á meðalhita með smá olíu og byrjið á að setja laxinn á roðinu á pönnuna og lækkið aðeins í hitanum.
Eldið laxinn án þess að snerta hann þar til hann er farin að vera ljósbleikur um 3/4 af leiðinni upp frá roðinu eða um það bil 6 til 7 mínútur. Snúðu flakinu við og eldaðu í nokkrar mínútur í viðbót. Best er að nota góðan spaða og nota gaffal til að styðja flakið við meðan þið snúið honum svo hann brotni ekki í sundur.
Þegar laxinn er tilbúin og ekki of þurr þá á hann að vera í 62 gráðum.
Slökkvið undir hellunni og kreistið smá sítrónu yfir.

KúsKús
Eldið kúskúsinn eftir leiðbeiningum á pakkanum þegar hann er tilbúin færið hann í stóra skál  og hellið olíu yfir og hrærið hann aðeins til með smá salti og pipar. Rífið fetaostinn ofan í skálina ásamt rauðlauknum, sólþurrkuðum tómmötun og lúku af saxaðari steinselíu. Kreistið smá sítrónu yfir og hrærið öllu saman.

Setjið kúskúsinn á disk, laxinn ofan á og kreistið svo balsamic gljáa yfir laxinn og smá steinselíu.
Ótrúlega góður, ferskur og léttur réttur sem er fullkomin með góðu hvítvíni að mínu mati.

Marta Rún

 

MOZZARELLA OG TÓMATA PASTA/ 15 MÍNÚTNA RÉTTUR

MaturMEATLESS MONDAYPASTA

Þessi réttur er mjög einfaldur og fljótlegur í framkvæmd og inniheldur fá hráefni sem vinna vel saman. Freskur Mozzarella ostur, tómatar og basilika er salat sem við þekkjum flest öll en hérna bætum við spaghetti við og útkoman er dásamleg.
Uppskrift fyrir 2

Hráefni:
3 hvítlauksgeirar
¼ ferskur chilli pipar eða ½ tsk þurrkaður chilli pipar
400 g kirsuberjatómatar
ólífuolía
salt & pipar
lúka af ferskri basilíku
200 g pasta
1 poki litlar mozzarella kúlur eða einn mozzarella bolti

Aðferð:
Skerðu hvítlaukinn og chilli-piparinn í þunnar sneiðar og tómatana í fernt. Hitaðu pönnu við miðlungshita og settu 3 matskeiðar af olíu út á pönnuna og steiktu hvítlaukinn  og chilli-piparinn í 2 mínútur. Bættu tómötunum útá pönnuna, ásamt basilikunni, salti og pipar. Bættu við smá soðnu pasta vatni og láttu malla saman í 10 mínútur.

Eldaðu spaghetti eftir leiðbeiningum þangað til það er al dente eða þannig það þurfi aðeins að bíta í það og það sé ekki alveg soðið í gegn. Sigtið vatnið frá og bætið smá af soðinu útá pönnuna og slökkvið undir hitanum. Bætið helmingnum af mozzarella kúlunum útí pastað og blandið öllu vel saman. Raðið nokkrum mozzarella kúlum svo yfir í lokinn með ferskri basilíku og parmesan osti.

Fleiri 15 mínútna rétt ? Láttu mig vita !
Marta Rún

MILANESE KJÚKLINGUR FYLLTUR MEÐ MOZZARELLA

KJÚKLINGURMatur


Þessi uppskrift er úr nýjustu matreiðslubók Chrissy Teigan og er hún mjög cheesy og góð! Þetta er í raun og veru eins og stökkur mozzarella-sticks kjúklingur, þarf að selja þetta eitthvað betur? Ég mæli mikið með að prófa þessa uppskrift.
Uppskrift fyrir: 4

Hráefni:
4 kjúklingabringur
1 tsk cayenne pipar
Salt & pipar
100 g hveiti
4 egg
100g rasp
1 mozzarella kúla
Olía
1 poki klettasalat
kirsuberjatómatar
parmesan
olía
Balsamik edik


Aðferð:

Hitið ofninn á 160°. Leggið plastfilmu ofan á bretti og kjúklingabringurnar svo ofan á, setjið einnig plastfilmu ofan á. Notið kjöthamar eða tóma vínflösku til þess að berja bringurnar niður í jafn þunnar sneiðar. Passið bara að berja þær ekki of fast þannig að þær rifni. Saltið og piprið bringurnar og kryddið með smá cayenne pipar.

Finnið til 3 djúpa diska. Setjið hveiti í eina skálina ásamt salti, pipar og cayenne. Eggin í aðra skálina með smá salti og hrærið saman. Setjið síðan raspið í síðustu skálina með smá salti og pipar.

Rífið mozzarella ostinn í litla bita og skiptið í fjóra skammta. Raðið einum hlutanum í miðja bringu, notið fingurgómana og bleytið endana á kjúklingunum með vatni og stráið síðan smá hveiti yfir og lokið bringunni.

Takið síðan lokuðu bringurnar og veltið upp úr hveiti, þaðan í eggin og að lokum uppúr raspinu. Hitið upp pönnu á háum hita með 2 cm af olíu. Steikið báðar hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær verða orðnar fallega gullbrúnar. Setjið þær á ofnplötu með smjörpappír og klárið að elda í ofninum í 15 mínútur.

Finnið til stóran disk og setjið klettasalat og tómata á disk og stráið ólífuolíu og balsamikediki yfir. Skerið síðan kjúklinginn í sneiðar og raðið á diskinn og stráið parmesan yfir.

Marta Rún

RÆKJU TACO AÐ HÆTTI KYLIE JENNER

Ég sá fyrir ekkert svo löngu viðtal við Kylie Jenner þar sem hún nefndi að upphaldsmaturinn sinn væri shrimp tacos. Hún gerði myndband af því á appinu sínu sem ég sá svo á YouTube. Í þeirri uppskrift voru samt sem áður tilbúnar kryddblöndur frá fyrirtækjum sem voru ef til vill að borga fyrir myndbandið. Ég gerði smá rannsóknarvinnu með hvað var í þessum kryddblöndum og prufaði mig áfram. Ég bauð fólki í mat og allir voru þvílíkt ánægðir með útkomunina. Þessa uppskrift á ég klárlega eftir að gera aftur og aftur.
Myndbandið frá henni má finna hér.

Hráefni:
800g ferskar rækjur
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cumin krydd
1/2 tsk chillikrydd
2 stórir laukar
Rifinn ostur
Ferskur kóríander
blaðlaukur
3 lime
Sýrður rjómi
2 avocado
Fersk salsa sósa eða í krukku
litlar tortilla pönnukökur
4-5 tómatar
Olía
Salt og pipar

Taco skeljar
Ég fékk alveg ótrúlega mikið af athugasemdum eftir að ég setti á Instagram story hvernig taco skeljarnar eru búnar til og héðan í frá mun ég alltaf gera taco á þennan hátt.Veldu pönnu sem er aðeins stærri en pönnukökurnar, settu 3 matskeiðar af olíu á pönnuna og stilltu á háan hita. Notaðu tangir til þess að beygja pönnukökuna í taco-skeljaform og steiktu eina hlið í einu í 30 sek hvor. Gott er að nota töngina á milli til þess að búa til smá bil á meðan þú steikir pönnukönuna. Þú ert nánast að djúpsteikja pönnukökuna og svo skiptiru um hlið og leggur á stóran disk með eldhúspappír sem sogar í sig olíuna og gerir hana ennþá stökkari. Pönnukakan verður þar af leiðandi stökk að utan en ennþá pínu mjúk að innan. Ég er að segja ykkur það, þetta á eftir að breyta mexíkóska lífinu ykkar.

Rækjumix
Byrjið á því að skera rækjurnar í 3 bita hvor og setjið í skál. Kryddið með 1 tsk papriku, 1 tsk cumin, 1/2 tsk chillikrydd, salt og pipar og blandið öllu vel saman með skeið. Skerið laukinn og tómatana í litla bita og steikið á pönnu á miðlungshita í 3 mínútur eða þangað til laukurinn fer að verða aðeins glær. Bætið við ferskum kóríander og 1/2 kreistri lime. Bætið þá við rækjunum og blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur eða þar til þær eru appelsínugular.

Meðlæti
Berið fram með avokado og fersku guacamole og salsasósu.
Osti, snakki, sýrðum rjóma, blaðlauk og lime.
Ég er mikill aðdáandi Corona, lime og Mexico matar.
Ef þú ert með meira fjör þá mæli ég líka með Margarítum en það má finna uppskrift af einni slíkri.

Marta Rún

UPPÁHALDS PASTAÐ ! SPAGHETTI CACIO E PEPE

MaturPASTA

Ertu ekki að grínast hvað þetta er gott pasta? Ég er alveg búin að skipta Carbonara út fyrir þessa uppskrift. Þetta er minn go to réttur þegar það er lítið til í ísskápnum og tekur enga stund að gera. Cacio e Pepe er klassískur ítalskur réttur og þýðir hreinlega ostur og pipar.

Uppskriftin er eftir uppáhaldið mitt Chrissy Teigan úr matreiðslubókinni hennar Cravings sem ég mæli mikið með, fullt af frábærum uppskriftum og húmor. Klassískt cacio e pepe er bara með parmesan og svörtum pipar en í hennar uppskrift bætir hún nokkrum hráefnum við sem gerir þetta fyrir mitt leyti betra.

Uppskriftin er fyrir 4
Hráefni 

400 g spagettí
Olífu olía
1 pakki beikon
4 hvítlauksgeirar
1 teskeið chiliflögur
1 teskeið ferskur svartur pipar
Safi út 1/2 sítrónu+smá börkur
1 og 1/2 bolli rifinn parmesan
3-4 lúkur klettasalat

Aðferð

Byrjið á því að sjóða spagettí í saltvatni eftir leiðbeiningum fyrir al dente en þegar þú bítur í það og það er ennþá pínu stökkt sem er oftast um 1-2 mínútur minna en pakkinn segir til. Mikilvægt er að geyma eins og 1 bolla af pastavatninu áður en þið sigtið vatnið frá.

Finnið til stóra pönnu og steikið beikonbitana þangað til þeir eru orðið stökkir og brúnir, eða um það bil 7-9 mínútur. Bætið við ólífuolíu á pönnuna ásamt hvítlauknum, chilliflögunum, og svörtum pipar og hitaðu saman í rúma 1 mínútu.

Bætið við safanum úr sítrónunum og hellið síðan pastanu yfir á pönnuna og blandið öllu saman. Setjið parmesanostinn yfir í nokkrum skrefum og hrærðu ásamt nokkrum matskeiðum af pastavatninu sem þú geymdir með.
Það hjálpar til með að fá parmesanostinn til að festast betur við pastað.
Bætið við klettasalatinu í restina og blandið saman.
Saltið og piprið meira eftir smekk.
Berið fram með meira af parmesan og chilliflögum fyrir þá sem vilja.

Marta Rún

SÍTRÓNU & SAFFRAN KJÚKLINGUR

KJÚKLINGURMatur

Æðislegur miðausturlenskur réttur sem bragðast dásamlega. Fá hráefni sem passa ótrúlega vel saman. Þessi réttur er mikið eldaður á mínu heimili og hefur slegið í gegn í matarboðum. Ég gerði lét einu sinni kjúklinginn marenerast í alveg 6 tíma og það varð töluvert betra heldur en þegar ég var með hann um eina klukkustund.
Saffran kryddið getur verið dýrt og mæli ég með að heyra í krydd og tehúsinu eða sérverslunum til að bera saman verð.
Fyrir 4-6

Hráefni

  • 4 laukar, skornir í helming og síðan í þunnar sneiðar
  • Safi úr 5 sítrónum
  • 4 msk ólífuolía
  • 1 tsk túrmerik
  • 400 g grískt jógúrt
  • 2 tsk salt
  • 1 klípa á saffran þráðum
  • 3 msk heitt vatn
  • 6 kjúklingabringur, skornar í sirka 5 cm sneiðar

Aðferð
Finnið til stóra skál og setjið laukinn, sítrónusafann, ólífu olíuna, túrmerik, jógúrtið og saltið í skálina og blandið öllu vel saman. Ef þið eigið til mortel þá kremjið þið saffranþræðina í duft ef ekki kremjið það saman í lítilli skál með skeið. Hellið 3 msk af heitu vatni og látið standa í 5-10 mínútur. Bætið kjúklingnum í skálina og blandið vel við jógúrtblönduna. Hellið saffran vatninu útí og hrærið saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið marinerast inní ísskáp í að lágmarki 1 klst, því lengur því betra.  Þegar kjúklingurinn hefur marinerast settu hann þá í eldfast mót með bökunarpappír undir svo að laukurinn brenni ekki við botninn. Bakaðu kjúklinginn við 200° í 18-20 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með grjónum, salati eða bökuðum pítubrauðum til að rífa niður og dýfa í sósuna.

Þennan rétt gerði ég skref fyrir skref á instagram hjá mér sem þú getur fundið myndbandið af ef þú ert í vandræðum undir easy chisken.
@martaarun

 

GRILLAÐ LAMBAKJÖTSSALAT

Matur

Það eru fullt af góðum leiðum við það að borða góða steik heldur en einungis með kartöflum og sósu. Þótt það um sumar eða vetur passar þetta salat alltaf við. Það er bæði fallegt og ótrúlega gott. Grillaðar fíkjur eru ótrúlega góðar og karamellast við grillið eða grillpönnuna og passa vel við lambakjötið og ferska mozzarella ostinn.

Hráefni
1 lambafillet
1 ferskja
1 kúrbítur
Salatblanda
1 mozzarella kúla
rauðlaukur

Salatdressing
1 lítil dós grískt jógúrt
safi frá hálfri sítrónu
1 tsk Dijon sinnep
1 msk olífuolía
klípa af salti
saxaðar ferskar kryddjurtir ég nota dill en þú getur notað þær jurtir sem þér þykir góðar.

Finnið til stóran disk eða skál og veljið þá salatblöndu sem ykkur þykir best til að nota, skerið laukinn í þunnar sneiðar og rífið mozzarella kúluna í litla bita yfir salatið. Finnið til grillpönnu eða hitið upp í grillinu ykkar. Saltið og piprað lambakjöti og steikið á heitri pönnunni eða grillinu eins og þið viljið hafa með, eldað medium/medium rare finnst mér passa vel. Leggið til hliðar og leyfið því að hvílast. Lækkið í hitanum skerið kúrbít í hálfmána sneiðar og steikið í nokkrar mínútur þangað til það er komið með fallegar grillrendur. Þá næst skuluð þið skera fíkjurnar niður í sneiðar og grillað þær líka á pönnunni þar til þær hafa fengið fallegar grillrendur.
Blandið öllum hráefnum saman í skál fyrir dressinguna og smakkið til. Raðið öllu yfir salatblönduna með smá salatdressingu ásamt því að bera dressinguna með til hliðar.
Saltið og piprið yfir salatið og berið fram.

Þætti gaman að vita ef þú prufar einhverja uppskrift hérna á Trendnet :)
-Marta Rún