fbpx

Lambalæri í indversku ívafi

Þetta er alveg frábær uppskrift af lambalæri með indversku ívafi.  Þó að ég sé mikið fyrir klakkískt lambalæri með brúnuðum kartöflum, baunum og heitri sósu þá er gott að breyta stundum til.  Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi og vera með létt meðlæti og kalda sósu og fór ég þá í netleiðangur og fann nokkrar hugmyndir.

Mér persónulega fannst lambið ótrúlega gott og öðruvísi og kóríander og myntusósan passa mjög vel við ásamt léttu og fersku meðlæti.

Marinering
150g hreint jógúrt
1 þumall af fersku smátt söxuðum engifer
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1 msk tómatapúrri
safi úr 1/2 lime
1 tsk cumin
1 tsk túrmerik
1 tsk þurrkað chilli
1 handlúka af ferskum söxuðum kóríander

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum saman í skál. Saltið og piprið lambalærið og makið svo mareneringunni yfir allt lærið og setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða yfir nótt. Takið það svo út úr ísskápnum hálftíma áður en það á að fara inn í ofn á 180°

Best er að nota kjöthitamæli til að tryggja að lærið verði hæfilega eldað. Ég fer eftir leiðbeningum frá lambakjöt.is

Meðalsteikingartímar fyrir lambasteik við 160-180°C hita:

Mjög-lítið steikt, 20-25 mínútur fyrir hvern 500 g og kjarnahiti 45-50°C

Lítið steikt 25-30 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 55-60°C

Meðal steikt 30-35 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 60-65°C

Vel steikt 30-40 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 70-75°C

Gegnsteikt 40-45 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 75-80°C

Myntu, kóríander & mangó jógúrtsósa

Mér fannst þessi passa rosalega vel með lambinu og gæti passað vel með góðu grillkjöti eða á salat.

1 lúka smátt söxuð mynta
1 luka smátt saxaður kóríander
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 msk mango chutney
1 msk lime safi
2 dollur júgúrt eða eins og 1 bolli
Klípa af salti

Ég gerði sætkartöflumús með smjöri, limesafa, salti og pipar og bar það með undir lærinu.

Mér finnst betra að skera stóra bita af beininu og skera það svo í sneiðar heldur en að skera beint af lærinu.

Ofnbakaður Lax með hunangssinneps gljáa

Skrifa Innlegg