fbpx

Ofnbakaður fetaostur

Ég vann verkefni fyrir vinnuna sem ég vinn fyrir úti með John Wm. Macys kex fyrirtækinu og ANNA CODORNIU cava
Við áttum að gera forrétti með freyðivíni fyrir hátíðarnar. Ég geri nokkra mismunandi rétti, stíliseraði myndatökuna og skrifaði uppskriftirnar og ætla ég að deila þeim með ykkur vikurnar fyrir jól. En byrjum á réttinum sem kom mest á óvart.
Ofnbakaður fetakubbur með ólífum, chilipipar, rósmarín og sítrónu. Borðin fram með annaðhvort þunnskornu brauði eða kexi. Fullkomin réttur í saumaklúbb, forréttur eða bara i góðu kósýkvöldi.

Hráefni:
1 Fetakubbur
1/2 bolli extra virgin ólífu olía
Safi úr 1/2 sítrónu
1-2 Bollar af blönduðum ólífum
2 Matskeiðar saxað rósmarín
1/2 Teskeið þurrkaður chilipipar
Svartur pipar

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°
Setjið fetakubbinn í eldfastmót sem þið notið líka til þess að bera fram í.
Hellið ólífu olíunni og sítrónusafanum yfir ostinn og til hliðar, raðið ólífum í kringum ostinn og stráið rósmarín yfir allt. Ég skar nokkrar sneiðar af sítrónunni og setti líka inná milli. Stráið chiliflögum og svörtum pipar yfir allt.
Bakið í ofninum í 20 mínútur eða þangað til osturinn hefur fengið smá lit og er farin að bubbla smá.
Berið fram með kexi eða þunnskornu brauði.

– Marta Rún

 

Ferskt pasta með hvítlaukssteiktum sveppum

Skrifa Innlegg