fbpx

Geitaosta ídýfa með basilíku & hunangi

Ertu í geitaosta liðinu?

Hér er annar réttur af þremur sem ég gerði fyrir verkefni hérna úti fyrir John Wm. Macys kex fyrirtækið og ANNA CODORNIU cava. Ég átti að gera forrétti með freyðivíni fyrir hátíðarnar og fékk ég leyfi til þess að deila þeim með ykkur.

Þennan rétt tekur undir 10 mínútum að gera og er frábær forréttur í matarboð.

Hráefni:
1 pakki mjúkur geitaostur
6-7 basílíkulauf
1 msk hunang
1 msk balsamic edik
1 matskeið graskersfræ eða aðrar hnetur

Aðferð:
Smyrjið geitaostinum yfir fallegan bakka eða disk með skeið eða sleif. Saxið basilíku smátt og dreyfið yfir ostinn.
Dropið hunangi og balsamic ediki yfir ostinn og að lokum hnetunum yfir.

Berið fram með kexi eða grissini.

– Marta Rún

Ofnbakaður fetaostur

Skrifa Innlegg