fbpx

GRILLAÐUR KJÚKLINGUR MEÐ FERSKJUM OG MOZZARELLA


Hér á Spáni eru ferskju tímabil og það er allt stútfullt af þeim á öllum mörkuðum og ávaxtabúðum. Margar gerðir og tegundir sem ég hef aldrei séð áður. Ég ákvað að leita að einhverjum góðum rétt með ferskjum og fékk innblástur fyrir þennan.
Þessi réttur gæti í raun og ekki verið einfaldari, örfá og fersk hráefni sem vinna vel saman.

4 kjúklingabringur eða pakki kjúklingalundir
1 msk olía
Salt og pipar
Ferkur mozzarella ostur
3 ferskjur, skornar í þunnar sneiðar
1 lúka fersk basílíka
Balsamik sýróp

Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í sneiðar, hellið oilu yfir sneiðarnar og saltið og piprið. Skellir bitnum á gill eða grillpönnu (auðvitað hægt að nota hvaða pönnu sem er)
og steikið í 6-7 mínútur á hvorri hlið.

Raðið kjúklingasneiðunum á disk með ferskum mozzarella sneiðum. Dreifið ferskju sneiðum yfir allt og hellið balsamik sýrópi yfir allt saman. Að lokum saxið basilíkuna yfir allt saman og berið fram.

Gott getuð verið að hafa salat og sætar kartöflur með til hliðar.

*Með þessum rétt finnst mér bæði létt rauðvín og hvítvín passa vel saman.

Helgar hamborgarinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1