fbpx

RFF 2017

Another Creation – útlitið

RFF2017

Förðunin fyrir sýningu Another Creation sló í gegn á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi. Förðunin er hönnuð af þeim Söru og Sillu hjá Reykjavík Makeup School ásamt Ýr hönnuði merkisins að sjálfsögðu. Vörurnar frá NYX Professional Cosmetics voru notaðar til að fullkomna lúkkið sem minnti sannarlega á nútímavædda geishu.

Stundum er talað um að less is more en það á þó kannski ekki alltaf við. Í förðun Another Creation fá metallic litir að njóta sín ásamt rauðum tónum. Nýjasta tískutrendið í förðun – drapeing – var áberandi en þá er kinnalitur settur ofan á kinnbeinin og inn eftir andlitinu og uppað gagnauga. Þetta trend mun án efa koma sterkt inn í haust og verður áhugavert að sjá hvernig hin almenna kona mun túlka þetta trend.

1c0a3036

Edda Óskars

Hér sjáið þið fleiri myndir af stemmingunni baksviðs við undirbúning sýningarinnar, við hvetjum ykkur til að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

1c0a3146

Heiða

1c0a3080

Kristín Lív

Förðunin heppnaðist alveg svakalega vel og fullkomnaði sannarlega heildarútlit sýningarinnar hjá Another Creation. NYX Professional Cosmetics vörurnar fengu að njóta sín og artistarnir í teyminu fengu sannarlega að láta ljós sitt skína!

RFF//Trendnet

RFF17 – fólkið á bakvið tjöldin

RFF2017

Það er fullt af fagfólki sem kemur að stórri hátíð eins og Reykjavík Fashion Festival. Þar á meðal eru förðunarfræðingarnir sem passa uppá að allar fyrirsætur haldi sama lúkki sem er skapað af key makeup artistum hátíðarinnar þeim Söru og Sillu í samstarfi við hönnuðina. Í ár var það í höndum útskrifaðra nemenda þeirra frá Reykjavík Makeup School að fullkomna farðanirnar með hjálp NYX Professional Cosmetics.

Við tókum förðunarteymið í smá spjall til að gera upp hátíðina og fá að vita hvað stóð uppúr…

img_4551

Nafn og menntun:
Alexander Sigurður Sigfússon , stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það er svo mikið sem stóð uppúr á RFF, geðveikt flott tækifæri og stór plús í reynslubankann. En það sem ég myndi segja að hafi staðið mest upp úr þessa helgi var hvað það var gaman þegar það voru 15 mínútur í show-ið. Mér finnst gaman að vinna undir pressu og vinn vel þannig og fannst sérstakelga gaman hvað hópurinn vann ótrúlega vel saman þegar þessi móment komu.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Ég myndi segja að uppáhalds förðunin sem ég gerði á RFF hafi verið fyrir Ýr-Another Creation, vegna þess hver litrík og falleg sú förðun var, skærir og fallegir litir sem contrast-a fallega og metal eyelinerar sem fengu alla litadýrðina til að poppa enn meira. Óvenjuleg skemmtileg förðun.

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Ef ég ætti að velja mér uppáhalds vöru frá NYX Professional Cosmetics þá eru það tveir hlutir : Higlight & Contour skyggingar pallettan og Strobe of Genius highlighter pallettan eru mínar uppáhalds vörur frá NYX til að vinna með – báðar vörurnar gera húð og andlitsföll enn fallegri og ég veit ekki hvar ég væri án þessara vara.

_dsf4302

Nafn og menntun:
Klara Ívarsdóttir, stúdent frá Verkmenntaskóla Austurlands, útskrifast af hárgreiðslubraut frá Tækniskólanum núna um jólin og er útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það sem mér fannst standa uppúr var samvinna og skipulag númer eitt, tvö og þrjú, hvað varðaði okkar dagskrá þ.e.a.s. Þessi helgi var bæði lærdómsrík og erfið en ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri.
Við vorum 10, með 5 aðstoðarsnillinga og þekktumst mörg hver ekki neitt. Það tók í mesta lagi 10 mínútur að kynnast öllum og allir sem komu að þessu voru svo ótrúlega hjálpsamir og vildu allt fyrir mann gera. Sara og Silla með allt á hreinu, það er allt svo 120% sem þær gera!!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var klárlega förðunin hjá Ýr – Another Creation en svo stóð förðunin hjá Myrku einnig uppúr. Ýr var með litríka og heldur ýkta förðun sem kom verulega á óvart! Samspilið á milli flíkanna og förðuninnar var skemmtilegt og mjög töff. Myrka hinsvegar, var hin fullkomna húð og ég ELSKA þannig look! Örlítill bleiktóna augnskuggi, uppgreiddar wild augabrúnir og dewy húð er eitthvað sem getur ekki klikkað.

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Það að velja mér einhverja eina uppáhaldsvöru frá NYX er eitthvað sem ég held að ég geti ekki, þær eru nokkrar sem standa uppúr! “Highlight og Contour” pallettan er algjört must!!!! Svo er ég voða veik fyrir einhverju sem er einfalt og þægilegt og finnst “Lid Lingerie” sniðug lausn fyrir fólk (…eins og mig) sem hefur oft lítin tíma en langar samt að vera með flotta augnförðun, mæli með að tékka á “Lid Lingerie” næst þegar þið eigið leið framhjá NYX bás. Til að setja svo punktinn yfir i-ið þá er það “Dewy Mist” en það lætur förðunina endast lengur og maður verður skemmtilega ljómandi án þess að virka sveittur eða blautur.

img_4527

Nafn og menntun:
Sigríður Ása Arnarsdóttir, útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
RFF var frábært, það sem mér fannst standa sem mest uppúr var hversu vel okkar hópur náði að vinna saman þrátt fyrir að þekkjast eiginlega ekki neitt og með öðrum teymum hátíðarinnar. Það er svo stórt tækifæri að fá að taka þátt í svona sýningum og er 100% reynslunni ríkari eftir helgina. Bæði lærdómsríkt og erfitt. Það sem mér fannst skemmtilegast var að vera baksviðs á meðan sýningum stóð og gera seinasta touch-up í flýti rétt áður en módelin stigu á svið. Skipulagið á þessari hátíð var alveg topp, og Sara og Silla í “essinu” sínu með allt á hreinu!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var Ýr – Another Creation í allri sinni litardýrð sem fékk að njóta sín með flíkunum og flottu hárgreiðslunum. Einnig fannst mér förðunin hjá Magneu standa uppúr. Fullkomin húð, uppgreiddar augabrúnir og fallegar vel mótaðar varir með appelsínugulum varalit. Annars fannst mér allt koma vel saman og virkilega töff farðanir!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Mín uppáhalds vara frá NYX er nr.1 Strobe genius highlight pallettan sem fer með mér allt, gaman að geta blandað saman mismunandi litum fyrir mismunandi húðtýpur og look. Algjört must!
Nr.2 á mínum lista er Angel Veil primerinn sem er eitthvað sem ég kynntist ekki fyrr en núna um helgina. Hann er æðisegur primer í alla staði, lengir endingu farðans, jafnar húðina og gerir hana silkimjúka. Síðast en ekki síst er það Lid lingerie, einföld og fljótleg leið til að gera flotta augnförðun.

1c0a2389

Nafn og menntun:
Harpa Rún Helgadóttir stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiholti og útskrifaður förðunarfræðingur fra Reykjavik Make Up School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það sem mer fannst standa uppúr á RFF var bara hvað allt gekk fáránlega vel fyrir sig…það varð aldrei neitt svona panik heldur hjálpuðust bara allir að og ef það kom eitthvað upp þá var það bara tæklað. Fyrir utan hvað þetta var ótrúlega gaman og flott tækifæri….

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Uppáhaldsförðunin mín var klárlega Ýr – Another Creation því hún var svo öðruvísi og meira krefjandi en allar hinar…

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Uppáhalds varan mín fra Nyx eru Lid Lingerie blautu augnskuggarnir, ég elska þá. Svo verð eg að segja Highlight & Contour Pro Palette og Strobe of Genius Highlight pallettan líka :)

rffakaritas

Nafn og menntun:
Karítas Eik Sandholt útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi og förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Þessi helgi var frábær í alla staði, að fá að vera með þessu geðveika teymi alla dagana og vinna með öllum þessum fagmönnum. Ég gæti heldur ekki minnst nógu oft á allan stuðninginn frá Söru og Sillu og hvað þær standa með manni! En allt teymið peppaði hvort annað áfram og öll samvinnan! Það small einhvernegin allt sama og hvað allir voru vel undirbúnir. Þetta er líka geggjað í reynslubankann fyrir okkur öll og gaman að sjá hvað mikið er lagt í svona stórt show , þetta er geggjað tækifæri fyrir alla sem hafa og munu fara í skólann að eiga möguleika á að taka þátt!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mér fannst Ýr- another creation mjög skemmtileg en verð að minnast á Inklaw lookið líka, það var svo töffaralegt og passaði svo vel við allt showið hjá þeim!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Ég kynntist Nyx vörunum ennþá betur um helgina en Highlight & Contour Pro pallettan hefur lengi verið í uppáhaldi. En hún inniheldur marga liti sem er fullkomið fyrir förðunarfræðinga. En ég elska líka pigmentin og Lid Lingerie. Ég prófaði líka NYX blauta eyelinerinn í fyrsta skipti um helgina , hann kom líka skemmtilega á óvart en hann er með mjög mjóann enda og því auðvelt að vinna með hann og ná skarpri eyeliner línu.

rfffanney

Nafn og menntun:
Fanney Dóra Veigarsdóttir, stúdent úr Flensborgarskólanum í Hafnafirði og útskrifaður förðunarfræðingur frá ReykjavíkMakeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það er ótrulega erfitt að velja eitthvað eitt sem stóð uppúr enda var öll helgin bara mögnuð. Að vinna með öðrum nemendum, Söru & Sillu, módelum, hönnuðum, Ölgerðar teyminu og fólkinu sem stóð fyrir RFF var alveg ótrulega skemmtilegt. Áberandi að allir voru með sama markmið að gera hátíðina eins flotta og skemmtilega eins og hægt var. Að vinna í svona pró andrúmslofti var er eitthvað sem er draumur okkar allra og hvað þá með svona skemmtilegu fólki. Sýningarnar voru bara á öðru leveli og eg tel það vera vegna samvinnu og ánægju. Maður var buin að búa sig undir erfitt og stressað andrúmsloft en það kom ekki einu sinni þar sem maður upplifði það!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var Ýr vegna þess hve krefjandi hun var og eg farðaði nokkrar úr þeirri sýningu og það stóð alveg klàrlega uppúr. Það var líka bara svo mikil áskorun að ýta sér ut fyrir ramman. En eg verð líka að minnast á förðunina hja Anítu, falleg húð, flottar varir og sú samvinna bara, við þurftum svo mikið að vinna saman. Það var komið myrkur sem þýddi að tvær þurftu að halda uppi ljósum, ein hélt slánni um módelið þar sem það mátti ekki snerta hárið eða fötin. Við höfðum bara sma stund með módelið a milli tveggja sýninga en það hafði engin áhrif a skapið okkar, það voru allir svo glaðir að hjálpa svo eg gæti klárað förðunina, hversu heppin er maður með þannig fólk?!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Eg hef verið áðdaendi NYX lengi og uppáhalds varan min i augnablikinu er travel kittið. Því þar er HD púðrið sem eg elska, ljóma krem og varasalvinn umtalaði. Allt sem mann vantar i lítilli útgáfu!

_dsf4287

Nafn og menntun:
Helga Sæunn Þorkelsdóttir, útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavík MakeUp School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Mér fannst æði að geta fengið tækifæri til að taka þátt í svona stóru verkefni eins og RFF og gaman að geta kynnst öllu fólkinu sem maður kynntist þessa helgi. Mér fannst geðveikt að fá að vinna undir pressu og reyna á hæfileikana manns, og mér fannst sérstaklega standa upp úr hvað allir voru jákvæðir og öllu var reddað, tala nú ekki um hvað það var sjúklega mikið stuð hjá okkur alla helgina. Sara og Silla eru náttúrulega mestu snillingar sem ég veit og ég gæti ekki beðið um betri fyrirmyndir..
Að fá að vinna með merki sem ég elska svo mikið og leyfa því að njóta sín var líka æði.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Uppáhalds lookið mitt á RFF var kláralega Another Creation vegna þess hversu öðruvísi það var og litríkt. Mér fannst Inklaw líka standa uppúr því förðunin var mismunandi en alltaf töff.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Úff að velja uppáhalds vörurnar mínar frá NYX er svo erfitt afþví ég elska svo margt frá merkinu en það sem stendur upp úr er Gotcha Covered hyljararnir, Strobe Of Genius Palettan og Micro Brow Pencil.

Æðislega flott teymi sem stóð sig svo svakalega vel baksviðs! Við birtum viðtöl við alla förðunarfræðinga sem tóku þátt í Reykjavík Fashion Festival og seinni hluti birtist á morgun :)

RFF//Trendnet

MÓDELSPJALLIÐ – HEIÐA

Sveinsprof-Tiska
Hver er Heiða?
Ég heiti reyndar Ragnheiður, en það eru fáir sem átta sig á því. Fædd árið 1995 og alin upp í Noregi. Fyrrverandi viðskiptafræðinemi sem ætlar að leggja fyrir sig grafíska hönnun í haust. Núna er ég að klára eins árs fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ég er Vog sem þýðir víst að ég er mikill fagurkeri, rómantísk, ábyrg, og skipulögð með sterka réttlætiskennd sem mér finnst lýsa mér ágætlega. Ef ég fæ hugmynd þá verð ég að hrinda henni í framkvæmd strax sem getur verið bæði kostur og ókostur þar sem mikilvægari hlutir fá oft að sitja á hakanum ef ég fæ skemmtilega hugmynd. Ég er yfirleitt ljúf sem lamb og það þarf mikið til að pirra mig, en þegar ég verð reið þá verð ég líka alveg brjáluð.
Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Ég byrjaði 13 ára í tiskuþætti í tímaritinu Júlía og fekk svo samning við Eskimo 14 ára í kjölfar fyrsta Reykjavík Fashion Festival.
jumping-a
h-shadow-02

Áttu þér draumaverkefni?
Draumaverkefnið væri sjálfsagt einhver klikkuð herferð fyrir stórt tískuhús

Eru einhver ákveðin módel sem þú lítur upp til?
Mín uppáhalds fyrirsæta er Karlie Kloss. Hún er flott og heilbrigð og einbeitir sér að því að vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Til að mynda með því að vinna að góðgerðarmálum og að halda námskeið fyrir stelpur í kóðun.
Fyrir gvaða hönnuði varst þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég var að ganga fyrir Myrka, Magnea, Another Creation og Anita Hirlekar í ár. Ég á mjög erfitt með að velja á milli þar sem það var rosalega flott lineup í ár.
Sveinsprof-Tiska
10985929_10206249348215962_304183426460433557_n
Ein flík í fataskápnum sem þú gætir aldrei losað þig við?
Ég á útvíðar, gólfsíðar navy buxur frá Zara með uppábroti sem eru æðislega þægilegar og fallegar við allt. Ég mun ganga í þeim þar til þær fara í sundur!

Hver er þín uppáhalds snyrtivara?
Í augnarblikinu er það contourstick frá Mac. Hingað til hef ég aldrei notað conour en þessi er algjört must have fyrir heilbrigt glow í náttúrulegri förðun.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Borða mjög vel því það er aldrei að vita hve lengi maður þarf að vinna áður en maður fær matarpásu. Ég undirbý húðina sérstaklega vel með skrúbb, olíu o.fl þar sem það er oftar en ekki mikið álag á húðinni í verkefnum og oft skipt um makeup.
Ég byrjaði 13 ára í tiskuþætti í tímaritinu Júlía og fekk svo samning við Eskimo 14 ára í kjölfar fyrsta Reykjavík Fashion Festival.
 thumbsubj10884-879673
thumbsubj10884-255615
Takk fyrir spjallið Heiða, gangi þér allt í haginn!
-Rósa María Árnadóttir

RFF17 – Facechörtin

RFF2017

Það er mikilvægt fyrir förðunarfagfólkið sem vinnur baksviðs á viðburðum eins og Reykjavík Fashion Festival að vera með öll smáatriði á hreinu. Glósur, myndir og vörulistar eru notaðir til að rifja upp minnstu smáatriði en svo er það þetta skemmtilegasta og það eru facechört. Teikningar af förðununum sjálfum þar sem réttar vörur eru notaðar til að móta og fullkomna förðunina á blaði.

Facechörtin fyrir Reykjavík Fashion Festival voru teiknuð af efnilegum listamanni, förðunarfræðing frá Reykjavík Makeup School og einum af meðlimum förðunarteymisins baksviðs honum Alexander Sigurði Sigfússyni. Myndirnar eru algjört augnakonfekt svo meira sé ekki sagt og að sjálfsögðu notar hann vörurnar frá NYX Professional Cosmetics til að fullkomna teikningarnar…

facechart4

Myrka

Áherslan var á fallegri húð, glansandi augu og fallegar varir.

facechart5

Cintamani

Hraust og falleg húð, ljómandi augu sem voru fullkomnuð með Lid Lingerie lit á augunum.

facechart6

Magnea

Glansandi húð eða réttara sagt glossy húð og sjúklega flottar orange tóna varir með mattri áferð.

facechart3

Another Creation

Draumur allra förðunarfræðinga! Lúkk sem er inspirerað frá geishum, hér var allt að gerast og eitt heitasta förðunartrend tískupallanna um þessar mundir – drape-ing – var eitt af áhersluatriðum förðunarinnar.

facechart2

Inklaw

Förðunin tók reyndar breytingum morguninn sem sýninginn var en þetta var upphaflega hugmyndin sem þróaðist svo útí áberandi liner og dökkar varir. En facechartið er svo svakalega flott að það er ekki séns að sleppa því að sýna það!

facechart

Aníta Hirlekar

Falleg, mött húð, náttúruleg augu og vínlitaðar blurri varir. Þetta skemmtilega smáatriði með varirnar vakti sérstaklega lukku!

Sannkölluðu listaverk þessi facechört hjá honum Alexander – hér er listamaður á ferð! Hvernig finnst ykkur?

RFF//Trendnet

RFF: GÖTUTÍSKAN

RFF2017

Við fengum mikinn innblástur frá tískupöllunum í Hörpu um helgina – það er greinilegt að við eigum mikið af hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum. Við á Trendnet deildum með ykkur bloggi í beinni sem og live streami á Instagram, það var ánægjulegt að sjá hversu margir fylgdust með.

Það er eins með þessa tískuviku og þær erlendis, gestir hátíðarinnar veittu okkur líka mikinn innblástur .. við pössuðum okkur á að smella af þeim myndum. Sjáið myndir hér að neðan –

Götutískan á Reykjavík Fashion Festival í ár var virkilega skemmtileg & fjölbreytt. Mikið var um að fólk klæddist merkjavöru: Gucci var áberandi (vinsælasta street-hátískumerkið um þessar mundir), Stussy, Champion, YEEZY & fleira. Margir blönduðu saman fínu við casual – þægindin í fyrirrúmi.

 

x

img_1020

Gummi okkar sem tók allar myndirnar fyrir Trendnet í beinni –

img_0926

Lisa-Marie Mewes & Tim Slotta, frægar Instagram stjörnur en hér sjáum við Lisu með GG Supreme tösku sem er á óskalista margra –

img_0924

Melkorka okkar frá Trendent flott í STUSSY. Gleraugun setja punktinn yfir i-ið.

img_0936

Bryndís Magnúsdóttir fyrirsæta en hún labbaði fyrir MAGNEA

img_0937

Heiða fyrirsæta en hún labbaði meðal annars fyrir Another Creation

img_0939

Stella Briem, Helga & Snjólaug duglegir sjálfboðaliðar á RFF

img_0932

Fanney Ingvars fín & sæt á fyrsta kvöldinu en hún er Press Manger á RFF

img_0930

Bloggarnir Gyða Dröfn, Þórunn Ívars & Kolbrún Anna –

img_0914 img_0918 img_0921 img_0935 img_0943 img_0946

– TRENDKVEÐJUR –

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

MÓDELSPJALLIÐ – JÓNA

6

3

Hver er Jóna Guðbjörg?
Jóna Guðbjörg, oftar kölluð Jóna Citrona. Ég er tvítugt smábæjarblóm, sprottið af Suðurlandsundirlendinu, en el sem stendur manninn í miðbæ Reykjavíkur. Ég er tvíburi, þ.e. stjörnumerkið, og því algjörlega tvískiptur persónuleiki; gömul sál en þó eilífðargelgja, oft mega lazy en svo líka einstaklega ofvirk.

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Einn daginn fékk ég skilaboð á facebook frá starfsmanni Eskimo, um að pilla mér upp á skrifstofu til þeirra í viðtal. Ég sver það ég hefði orðið minna hissa ef að Páfinn hefði hringt með boð um kaffi og kleinur. Þetta var í janúar 2016 þegar ég var rétt nýstigin úr flugvélinni eftir flutninga heim til Íslands frá Hamburg í Þýskalandi. Ég þorði ekki öðru en að hlýða, mætti til þeirra þar sem mér var sagt að ég hefði verið scoutuð og að mér byðist fyrirsætusamningur. Ég þekkti tískuheiminn ekki hið minnsta, en þetta tækifæri var of súrrealískt til þess að segja nei – og ég sé heldur betur ekki eftir því í dag!

4

Þitt stærsta verkefni hingað til?
Ætli það sé ekki að fá að vinna fyrir Vice, en ég kynnti Reykjavík í stuttu myndbandi sem að vísu er enn ekki komið út. Ég elska Vice sjálf svo að mér þótti þetta mjög skemmtilegt. Svo var bara núna í vikunni að koma út tískuþáttur eftir Kára stórvin minn Sverrisson, í ELLE í Rússlandi, sem ég var í, en áður hef ég verið í þætti eftir hann í ELLE í Serbíu, og nokkrum öðrum stórum blöðum í austur Evrópu og Þýskalandi – og einusinni var ég á forsíðu tískublaðs í Tókýó, sem var líka skemmtileg 15 mínútna frægð, enda eru hlutirnir auðveldir þegar maður er stór í Japan, eins og félagar mínir í Alphaville vildu meina.

Áttu þér draumaverkefni?
Mig langar rosalega að sitja fyrir í einhverri flottri herraherferð, þá væntanlega sem strákur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en þegar að lúkkinu mínu er transformað algjörlega fyrir tökur, og að ég fái þá í myndum að túlka og skapa “persónu” eða vibe, sem á jafnvel ekkert skylt við mig sjálfa.

5

Eru einhver ákveðin módel sem þú lítur upp til?
Ég viðurkenni að ég varð algjörlega starstruck þegar ég hitti Cöru Delevingne, mér finnst hún hrikalega skemmtileg týpa. Hún var fyrsta fyrirsætan sem að ég heillaðist af, þá löngu áður en ég byrjaði sjálf í “bransanum”. En það var einfaldlega vegna þess að hún sýnir okkur ekki bara triple-filtered glansmynd af sjálfri sér og sínu lífi. Mér finnst miklu máli skipta að fólk átti sig á að þó svo að listilega stíliseraðar, hárrétt lýstar og samviskusamlega photoshoppaðar myndir af fullkomlega förðuðum og óaðfinnanlega greiddum fyrirsætum birtist í blöðum, þá er lífið þeirra ekkert nær því að vera gullhúðuð Disneymynd en nokkurs annars. Þetta er bara vinnan okkar, oft áhugamál og ástríða líka, en samt bara fyrirvinna eins og hver önnur.

Hvaða hönnuð ert þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég er í sannleika sagt mjög hrifin af öllum hönnuðum sem eru að sýna á hátíðinni í ár, sem gerir það einmitt svo skemmtilegt að vera partur af þessu öllu saman. Það er alltaf skemmtilegra að ganga tískupalla og sitja fyrir í flíkum sem að maður fílar sjálfur.

2

Ein flík í fataskápnum sem þú gætir aldrei losað þig við?
Ég á svona flísteppi sem maður getur klætt sig í. Það er geggjað. En svo erfði ég líka pels frá ömmu minni, Jónu Guðbjörgu eldri sem hún lét sérsauma á sig í Grikklandi in the 50’s – teppið og pelsinn munu fylgja mér í gröfina.

Hver er þín uppáhalds snyrtivara?
Ég er algjör húðumhirðu- og kremaperri, en á svosem ekkert eitt uppáhald, kannski þá helst Locobase fitukrem sem ég nota sem varasalva. Mæli með.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Nægur svefn er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mig, því svona tískusýningadagar eru oft mjög langir, mikil bið og svo mikil og hröð keyrsla þess á milli sem tekur á.

 

 Við þökkum Jónu kærlega fyrir spjallið!

-Rósa María Árnadóttir.

Í BEINNI: INKLAW

Jiiii hvað það var ótrúlega gaman að ganga á pallinum fyrir Inklaw áðan, stemmningin var svo sjúklega skemmtileg! – fatnaðurinn, modelin og allt heildar lúkkið var upp á 10!!
Ég fékk að spurja strákana í inklaw um hönnunarferlið og fleira sem ég má til með að deila ykkur og vona að þið hafið gaman af – þá bæði af svörunum og myndunum sem Gummi okkar tók fyrir okkur..

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna? 

Ég sæki innblásturinn að mestu leiti í tónlist hvort sem það eru myndbönd, textar eða sviðsframkomur.

Mér finnst erfitt að benda á einhvað eitt því fyrir mér getur innblástur komið úr ólíklegustu áttum og mótast af því sem þú sérð, heyrir og upplifir.

Hvað er skemmtilegast við RFF? 

RFF er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að koma merkinu okkar ennþá meira á framfæri. Við viljum líka horfa á línuna sem er til sýnis á RFF sem eins konar byrjun.
Við erum að taka allt það sem hefur virkað fyrir okkur síðustu tvö ár og notum það sem undanfara og undirbúning fyrir þá línu sem við munum sýna á RFF. Hún mun þvi mikið byggjast á best-of pælingunni í bland við nýjar pælingar.

Hvað er íslensk hönnun fyrir þér?

Eitthvað mjög verðmætt og það er ótrúlega gaman hversu mikill uppvöxtur er á íslenskri hönnun!

Hvaða skilyrði leggur þú helst upp með að hönnun þín uppfylli?

Við leggjum mikið upp með þægindum og fólki líði vel í þeim.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?

Þegar ég er var ný búinn að klára fjóra jakka úr sample efni sem við vorum rosalega ánægðir með en föttuðum síðan að til þess að fá meira af efninu þurfum við að kaupa 3000 metra af því….. en þetta reddast!

Áttu þér uppáhalds flík í línunni? Ef svo er, hver og afhverju?

Nei ekki beint einhver ein uppáhaldsflík en ég er mjög hrifinn af nýju joggin buxunum sem við erum að gefa út. En þetta er líka í fyrsta skipti sem ég hef hannað og gert collection af þessari stærðargráðu og var það rosalega krefjandi og skemmtilegt að sjá afraksturinn að lokum.

img_5305

img_5312

img_5319

img_5320

img_5330

img_5338

img_5347

img_5351

img_5358

img_5363

img_5369

img_5372

img_5382

img_5393

img_5400

img_5436

img_5439

img_5440

img_5450

img_5457

img_5472

img_5477

img_5539

img_5552

img_5563

img_5565

img_5571

img_5585

img_5587

img_5594

img_5595

img_5601

img_5603

img_5612

img_5619

img_5658

img_5660

img_5664

img_5670

img_5676

img_5688

img_5695

img_5704

img_5717

img_5721

img_5722

Takk kærlega fyrir mig Inklaw!

Melkorka Ýrr

RFF17 – It’s cocktail time!

RFF2017

Einn af kokteilum tískuhelgarinnar – Reykjavík Fashion Festival – er Campari & Tonic. Drykkurinn sló í gegn í útgáfuteiti Nýs Lífs sem var haldið nú á dögunum á Pablo Discobar. Drykkurinn er einn sá heitasti í Evrópu í dag og er tilvalinn fyrir öll tilefni og þægilegur í undirbúningi.

Liturinn á drykknum einkennir hann svo sannarlega – eldrauður og djúsí – einstaklega mynadtökuvænn!

_mg_8391 _mg_8327_mg_8329

Drykkurinn er einfaldur og tilvalið að leika hann eftir fyrir kvöldið…

Fyllið glasið af ís,
Einn partur Campari,
Tveir partar Thomas Henry Tonic,
Ein limesneið.

Njótið!

RFF//Trendnet