fbpx

RFF 2017

MÓDELSPJALLIÐ – HEIÐA

Sveinsprof-Tiska
Hver er Heiða?
Ég heiti reyndar Ragnheiður, en það eru fáir sem átta sig á því. Fædd árið 1995 og alin upp í Noregi. Fyrrverandi viðskiptafræðinemi sem ætlar að leggja fyrir sig grafíska hönnun í haust. Núna er ég að klára eins árs fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ég er Vog sem þýðir víst að ég er mikill fagurkeri, rómantísk, ábyrg, og skipulögð með sterka réttlætiskennd sem mér finnst lýsa mér ágætlega. Ef ég fæ hugmynd þá verð ég að hrinda henni í framkvæmd strax sem getur verið bæði kostur og ókostur þar sem mikilvægari hlutir fá oft að sitja á hakanum ef ég fæ skemmtilega hugmynd. Ég er yfirleitt ljúf sem lamb og það þarf mikið til að pirra mig, en þegar ég verð reið þá verð ég líka alveg brjáluð.
Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Ég byrjaði 13 ára í tiskuþætti í tímaritinu Júlía og fekk svo samning við Eskimo 14 ára í kjölfar fyrsta Reykjavík Fashion Festival.
jumping-a
h-shadow-02

Áttu þér draumaverkefni?
Draumaverkefnið væri sjálfsagt einhver klikkuð herferð fyrir stórt tískuhús

Eru einhver ákveðin módel sem þú lítur upp til?
Mín uppáhalds fyrirsæta er Karlie Kloss. Hún er flott og heilbrigð og einbeitir sér að því að vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Til að mynda með því að vinna að góðgerðarmálum og að halda námskeið fyrir stelpur í kóðun.
Fyrir gvaða hönnuði varst þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég var að ganga fyrir Myrka, Magnea, Another Creation og Anita Hirlekar í ár. Ég á mjög erfitt með að velja á milli þar sem það var rosalega flott lineup í ár.
Sveinsprof-Tiska
10985929_10206249348215962_304183426460433557_n
Ein flík í fataskápnum sem þú gætir aldrei losað þig við?
Ég á útvíðar, gólfsíðar navy buxur frá Zara með uppábroti sem eru æðislega þægilegar og fallegar við allt. Ég mun ganga í þeim þar til þær fara í sundur!

Hver er þín uppáhalds snyrtivara?
Í augnarblikinu er það contourstick frá Mac. Hingað til hef ég aldrei notað conour en þessi er algjört must have fyrir heilbrigt glow í náttúrulegri förðun.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Borða mjög vel því það er aldrei að vita hve lengi maður þarf að vinna áður en maður fær matarpásu. Ég undirbý húðina sérstaklega vel með skrúbb, olíu o.fl þar sem það er oftar en ekki mikið álag á húðinni í verkefnum og oft skipt um makeup.
Ég byrjaði 13 ára í tiskuþætti í tímaritinu Júlía og fekk svo samning við Eskimo 14 ára í kjölfar fyrsta Reykjavík Fashion Festival.
 thumbsubj10884-879673
thumbsubj10884-255615
Takk fyrir spjallið Heiða, gangi þér allt í haginn!
-Rósa María Árnadóttir

RFF17 - Facechörtin

Skrifa Innlegg