fbpx

RFF 2017

RFF17 – fólkið á bakvið tjöldin

RFF2017

Það er fullt af fagfólki sem kemur að stórri hátíð eins og Reykjavík Fashion Festival. Þar á meðal eru förðunarfræðingarnir sem passa uppá að allar fyrirsætur haldi sama lúkki sem er skapað af key makeup artistum hátíðarinnar þeim Söru og Sillu í samstarfi við hönnuðina. Í ár var það í höndum útskrifaðra nemenda þeirra frá Reykjavík Makeup School að fullkomna farðanirnar með hjálp NYX Professional Cosmetics.

Við tókum förðunarteymið í smá spjall til að gera upp hátíðina og fá að vita hvað stóð uppúr…

img_4551

Nafn og menntun:
Alexander Sigurður Sigfússon , stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það er svo mikið sem stóð uppúr á RFF, geðveikt flott tækifæri og stór plús í reynslubankann. En það sem ég myndi segja að hafi staðið mest upp úr þessa helgi var hvað það var gaman þegar það voru 15 mínútur í show-ið. Mér finnst gaman að vinna undir pressu og vinn vel þannig og fannst sérstakelga gaman hvað hópurinn vann ótrúlega vel saman þegar þessi móment komu.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Ég myndi segja að uppáhalds förðunin sem ég gerði á RFF hafi verið fyrir Ýr-Another Creation, vegna þess hver litrík og falleg sú förðun var, skærir og fallegir litir sem contrast-a fallega og metal eyelinerar sem fengu alla litadýrðina til að poppa enn meira. Óvenjuleg skemmtileg förðun.

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Ef ég ætti að velja mér uppáhalds vöru frá NYX Professional Cosmetics þá eru það tveir hlutir : Higlight & Contour skyggingar pallettan og Strobe of Genius highlighter pallettan eru mínar uppáhalds vörur frá NYX til að vinna með – báðar vörurnar gera húð og andlitsföll enn fallegri og ég veit ekki hvar ég væri án þessara vara.

_dsf4302

Nafn og menntun:
Klara Ívarsdóttir, stúdent frá Verkmenntaskóla Austurlands, útskrifast af hárgreiðslubraut frá Tækniskólanum núna um jólin og er útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það sem mér fannst standa uppúr var samvinna og skipulag númer eitt, tvö og þrjú, hvað varðaði okkar dagskrá þ.e.a.s. Þessi helgi var bæði lærdómsrík og erfið en ég er svo ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri.
Við vorum 10, með 5 aðstoðarsnillinga og þekktumst mörg hver ekki neitt. Það tók í mesta lagi 10 mínútur að kynnast öllum og allir sem komu að þessu voru svo ótrúlega hjálpsamir og vildu allt fyrir mann gera. Sara og Silla með allt á hreinu, það er allt svo 120% sem þær gera!!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var klárlega förðunin hjá Ýr – Another Creation en svo stóð förðunin hjá Myrku einnig uppúr. Ýr var með litríka og heldur ýkta förðun sem kom verulega á óvart! Samspilið á milli flíkanna og förðuninnar var skemmtilegt og mjög töff. Myrka hinsvegar, var hin fullkomna húð og ég ELSKA þannig look! Örlítill bleiktóna augnskuggi, uppgreiddar wild augabrúnir og dewy húð er eitthvað sem getur ekki klikkað.

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Það að velja mér einhverja eina uppáhaldsvöru frá NYX er eitthvað sem ég held að ég geti ekki, þær eru nokkrar sem standa uppúr! “Highlight og Contour” pallettan er algjört must!!!! Svo er ég voða veik fyrir einhverju sem er einfalt og þægilegt og finnst “Lid Lingerie” sniðug lausn fyrir fólk (…eins og mig) sem hefur oft lítin tíma en langar samt að vera með flotta augnförðun, mæli með að tékka á “Lid Lingerie” næst þegar þið eigið leið framhjá NYX bás. Til að setja svo punktinn yfir i-ið þá er það “Dewy Mist” en það lætur förðunina endast lengur og maður verður skemmtilega ljómandi án þess að virka sveittur eða blautur.

img_4527

Nafn og menntun:
Sigríður Ása Arnarsdóttir, útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
RFF var frábært, það sem mér fannst standa sem mest uppúr var hversu vel okkar hópur náði að vinna saman þrátt fyrir að þekkjast eiginlega ekki neitt og með öðrum teymum hátíðarinnar. Það er svo stórt tækifæri að fá að taka þátt í svona sýningum og er 100% reynslunni ríkari eftir helgina. Bæði lærdómsríkt og erfitt. Það sem mér fannst skemmtilegast var að vera baksviðs á meðan sýningum stóð og gera seinasta touch-up í flýti rétt áður en módelin stigu á svið. Skipulagið á þessari hátíð var alveg topp, og Sara og Silla í “essinu” sínu með allt á hreinu!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var Ýr – Another Creation í allri sinni litardýrð sem fékk að njóta sín með flíkunum og flottu hárgreiðslunum. Einnig fannst mér förðunin hjá Magneu standa uppúr. Fullkomin húð, uppgreiddar augabrúnir og fallegar vel mótaðar varir með appelsínugulum varalit. Annars fannst mér allt koma vel saman og virkilega töff farðanir!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Mín uppáhalds vara frá NYX er nr.1 Strobe genius highlight pallettan sem fer með mér allt, gaman að geta blandað saman mismunandi litum fyrir mismunandi húðtýpur og look. Algjört must!
Nr.2 á mínum lista er Angel Veil primerinn sem er eitthvað sem ég kynntist ekki fyrr en núna um helgina. Hann er æðisegur primer í alla staði, lengir endingu farðans, jafnar húðina og gerir hana silkimjúka. Síðast en ekki síst er það Lid lingerie, einföld og fljótleg leið til að gera flotta augnförðun.

1c0a2389

Nafn og menntun:
Harpa Rún Helgadóttir stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiholti og útskrifaður förðunarfræðingur fra Reykjavik Make Up School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það sem mer fannst standa uppúr á RFF var bara hvað allt gekk fáránlega vel fyrir sig…það varð aldrei neitt svona panik heldur hjálpuðust bara allir að og ef það kom eitthvað upp þá var það bara tæklað. Fyrir utan hvað þetta var ótrúlega gaman og flott tækifæri….

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Uppáhaldsförðunin mín var klárlega Ýr – Another Creation því hún var svo öðruvísi og meira krefjandi en allar hinar…

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Uppáhalds varan mín fra Nyx eru Lid Lingerie blautu augnskuggarnir, ég elska þá. Svo verð eg að segja Highlight & Contour Pro Palette og Strobe of Genius Highlight pallettan líka :)

rffakaritas

Nafn og menntun:
Karítas Eik Sandholt útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi og förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Þessi helgi var frábær í alla staði, að fá að vera með þessu geðveika teymi alla dagana og vinna með öllum þessum fagmönnum. Ég gæti heldur ekki minnst nógu oft á allan stuðninginn frá Söru og Sillu og hvað þær standa með manni! En allt teymið peppaði hvort annað áfram og öll samvinnan! Það small einhvernegin allt sama og hvað allir voru vel undirbúnir. Þetta er líka geggjað í reynslubankann fyrir okkur öll og gaman að sjá hvað mikið er lagt í svona stórt show , þetta er geggjað tækifæri fyrir alla sem hafa og munu fara í skólann að eiga möguleika á að taka þátt!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mér fannst Ýr- another creation mjög skemmtileg en verð að minnast á Inklaw lookið líka, það var svo töffaralegt og passaði svo vel við allt showið hjá þeim!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Ég kynntist Nyx vörunum ennþá betur um helgina en Highlight & Contour Pro pallettan hefur lengi verið í uppáhaldi. En hún inniheldur marga liti sem er fullkomið fyrir förðunarfræðinga. En ég elska líka pigmentin og Lid Lingerie. Ég prófaði líka NYX blauta eyelinerinn í fyrsta skipti um helgina , hann kom líka skemmtilega á óvart en hann er með mjög mjóann enda og því auðvelt að vinna með hann og ná skarpri eyeliner línu.

rfffanney

Nafn og menntun:
Fanney Dóra Veigarsdóttir, stúdent úr Flensborgarskólanum í Hafnafirði og útskrifaður förðunarfræðingur frá ReykjavíkMakeup School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Það er ótrulega erfitt að velja eitthvað eitt sem stóð uppúr enda var öll helgin bara mögnuð. Að vinna með öðrum nemendum, Söru & Sillu, módelum, hönnuðum, Ölgerðar teyminu og fólkinu sem stóð fyrir RFF var alveg ótrulega skemmtilegt. Áberandi að allir voru með sama markmið að gera hátíðina eins flotta og skemmtilega eins og hægt var. Að vinna í svona pró andrúmslofti var er eitthvað sem er draumur okkar allra og hvað þá með svona skemmtilegu fólki. Sýningarnar voru bara á öðru leveli og eg tel það vera vegna samvinnu og ánægju. Maður var buin að búa sig undir erfitt og stressað andrúmsloft en það kom ekki einu sinni þar sem maður upplifði það!

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Mín uppáhalds förðun á RFF var Ýr vegna þess hve krefjandi hun var og eg farðaði nokkrar úr þeirri sýningu og það stóð alveg klàrlega uppúr. Það var líka bara svo mikil áskorun að ýta sér ut fyrir ramman. En eg verð líka að minnast á förðunina hja Anítu, falleg húð, flottar varir og sú samvinna bara, við þurftum svo mikið að vinna saman. Það var komið myrkur sem þýddi að tvær þurftu að halda uppi ljósum, ein hélt slánni um módelið þar sem það mátti ekki snerta hárið eða fötin. Við höfðum bara sma stund með módelið a milli tveggja sýninga en það hafði engin áhrif a skapið okkar, það voru allir svo glaðir að hjálpa svo eg gæti klárað förðunina, hversu heppin er maður með þannig fólk?!

Hver er uppáhalds varan þín frá NYX Professional Cosmetics?
Eg hef verið áðdaendi NYX lengi og uppáhalds varan min i augnablikinu er travel kittið. Því þar er HD púðrið sem eg elska, ljóma krem og varasalvinn umtalaði. Allt sem mann vantar i lítilli útgáfu!

_dsf4287

Nafn og menntun:
Helga Sæunn Þorkelsdóttir, útskrifaður förðunarfræðingur úr Reykjavík MakeUp School.

Hvað fannst þér standa uppúr á RFF?
Mér fannst æði að geta fengið tækifæri til að taka þátt í svona stóru verkefni eins og RFF og gaman að geta kynnst öllu fólkinu sem maður kynntist þessa helgi. Mér fannst geðveikt að fá að vinna undir pressu og reyna á hæfileikana manns, og mér fannst sérstaklega standa upp úr hvað allir voru jákvæðir og öllu var reddað, tala nú ekki um hvað það var sjúklega mikið stuð hjá okkur alla helgina. Sara og Silla eru náttúrulega mestu snillingar sem ég veit og ég gæti ekki beðið um betri fyrirmyndir..
Að fá að vinna með merki sem ég elska svo mikið og leyfa því að njóta sín var líka æði.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Uppáhalds lookið mitt á RFF var kláralega Another Creation vegna þess hversu öðruvísi það var og litríkt. Mér fannst Inklaw líka standa uppúr því förðunin var mismunandi en alltaf töff.

Hver var uppáhalds förðunin þín á RFF og afhverju?
Úff að velja uppáhalds vörurnar mínar frá NYX er svo erfitt afþví ég elska svo margt frá merkinu en það sem stendur upp úr er Gotcha Covered hyljararnir, Strobe Of Genius Palettan og Micro Brow Pencil.

Æðislega flott teymi sem stóð sig svo svakalega vel baksviðs! Við birtum viðtöl við alla förðunarfræðinga sem tóku þátt í Reykjavík Fashion Festival og seinni hluti birtist á morgun :)

RFF//Trendnet

MÓDELSPJALLIÐ - HEIÐA

Skrifa Innlegg