fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: INKLAW

Jiiii hvað það var ótrúlega gaman að ganga á pallinum fyrir Inklaw áðan, stemmningin var svo sjúklega skemmtileg! – fatnaðurinn, modelin og allt heildar lúkkið var upp á 10!!
Ég fékk að spurja strákana í inklaw um hönnunarferlið og fleira sem ég má til með að deila ykkur og vona að þið hafið gaman af – þá bæði af svörunum og myndunum sem Gummi okkar tók fyrir okkur..

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna? 

Ég sæki innblásturinn að mestu leiti í tónlist hvort sem það eru myndbönd, textar eða sviðsframkomur.

Mér finnst erfitt að benda á einhvað eitt því fyrir mér getur innblástur komið úr ólíklegustu áttum og mótast af því sem þú sérð, heyrir og upplifir.

Hvað er skemmtilegast við RFF? 

RFF er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að koma merkinu okkar ennþá meira á framfæri. Við viljum líka horfa á línuna sem er til sýnis á RFF sem eins konar byrjun.
Við erum að taka allt það sem hefur virkað fyrir okkur síðustu tvö ár og notum það sem undanfara og undirbúning fyrir þá línu sem við munum sýna á RFF. Hún mun þvi mikið byggjast á best-of pælingunni í bland við nýjar pælingar.

Hvað er íslensk hönnun fyrir þér?

Eitthvað mjög verðmætt og það er ótrúlega gaman hversu mikill uppvöxtur er á íslenskri hönnun!

Hvaða skilyrði leggur þú helst upp með að hönnun þín uppfylli?

Við leggjum mikið upp með þægindum og fólki líði vel í þeim.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?

Þegar ég er var ný búinn að klára fjóra jakka úr sample efni sem við vorum rosalega ánægðir með en föttuðum síðan að til þess að fá meira af efninu þurfum við að kaupa 3000 metra af því….. en þetta reddast!

Áttu þér uppáhalds flík í línunni? Ef svo er, hver og afhverju?

Nei ekki beint einhver ein uppáhaldsflík en ég er mjög hrifinn af nýju joggin buxunum sem við erum að gefa út. En þetta er líka í fyrsta skipti sem ég hef hannað og gert collection af þessari stærðargráðu og var það rosalega krefjandi og skemmtilegt að sjá afraksturinn að lokum.

img_5305

img_5312

img_5319

img_5320

img_5330

img_5338

img_5347

img_5351

img_5358

img_5363

img_5369

img_5372

img_5382

img_5393

img_5400

img_5436

img_5439

img_5440

img_5450

img_5457

img_5472

img_5477

img_5539

img_5552

img_5563

img_5565

img_5571

img_5585

img_5587

img_5594

img_5595

img_5601

img_5603

img_5612

img_5619

img_5658

img_5660

img_5664

img_5670

img_5676

img_5688

img_5695

img_5704

img_5717

img_5721

img_5722

Takk kærlega fyrir mig Inklaw!

Melkorka Ýrr

Í BEINNI: ANOTHER CREATION

Skrifa Innlegg