RFF: GÖTUTÍSKAN

RFF2017

Við fengum mikinn innblástur frá tískupöllunum í Hörpu um helgina – það er greinilegt að við eigum mikið af hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum. Við á Trendnet deildum með ykkur bloggi í beinni sem og live streami á Instagram, það var ánægjulegt að sjá hversu margir fylgdust með.

Það er eins með þessa tískuviku og þær erlendis, gestir hátíðarinnar veittu okkur líka mikinn innblástur .. við pössuðum okkur á að smella af þeim myndum. Sjáið myndir hér að neðan –

Götutískan á Reykjavík Fashion Festival í ár var virkilega skemmtileg & fjölbreytt. Mikið var um að fólk klæddist merkjavöru: Gucci var áberandi (vinsælasta street-hátískumerkið um þessar mundir), Stussy, Champion, YEEZY & fleira. Margir blönduðu saman fínu við casual – þægindin í fyrirrúmi.

 

x

img_1020

Gummi okkar sem tók allar myndirnar fyrir Trendnet í beinni –

img_0926

Lisa-Marie Mewes & Tim Slotta, frægar Instagram stjörnur en hér sjáum við Lisu með GG Supreme tösku sem er á óskalista margra –

img_0924

Melkorka okkar frá Trendent flott í STUSSY. Gleraugun setja punktinn yfir i-ið.

img_0936

Bryndís Magnúsdóttir fyrirsæta en hún labbaði fyrir MAGNEA

img_0937

Heiða fyrirsæta en hún labbaði meðal annars fyrir Another Creation

img_0939

Stella Briem, Helga & Snjólaug duglegir sjálfboðaliðar á RFF

img_0932

Fanney Ingvars fín & sæt á fyrsta kvöldinu en hún er Press Manger á RFF

img_0930

Bloggarnir Gyða Dröfn, Þórunn Ívars & Kolbrún Anna –

img_0914 img_0918 img_0921 img_0935 img_0943 img_0946

– TRENDKVEÐJUR –

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

RFF ANNAÐ KVÖLDIÐ: OUTFIT

LÍFIÐLOOKTÍSKA

img_3071 Síðustu dagar eru búnir að vera viðburðaríkir & skemmtilegir. Það var æðislegt á RFF í gær en þeir hönnuðir sem sýndu í gær voru Another Creation, INKLAW & Aníta Hirlekar. Allir þessir hönnuðir sýndu æðislega sýningu í gær í Hörpu en verð ég að segja að INKLAW stóð upp úr! Í heildina var hátíðin geðveik & vona ég að þeir sem komust ekki í ár gátu fylgst með hátíðinni á bæði Trendnet live á Instagram & í beinni á Trendnet.is!

En outfit gærkvöldsins var; Pels frá Feldur Verkstæði, samfella frá H&M, buxur frá mömmu(Vintage), belti frá Topshop & skórnir voru frá Vagabond.

Takk fyrir mig RFF & vonandi sjáumst við aftur eftir ár!

x
img_3076img_3075 img_3077

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

Í BEINNI: ANÍTA HIRLEKAR

RFF2017

Aníta Hirlekar lokaði kvöldinu með litríkri sýningu! Kvöldið var æðislegt í alla staði, takk kærlega fyrir okkur RFF! x

Vonum að þið hafið notið RFF 2017 bloggsins hérna á Trendnet. Sjáumst að ári (vonandi)! x

img_5759 img_5762 img_5767 img_5768 img_5770 img_5774 img_5778 img_5781 img_5783 img_5784 img_5789 img_5790 img_5793 img_5805 img_5806 img_5807 img_5808 img_5814 img_5815 img_5817 img_5818 img_5829 img_5831 img_5833 img_5836 img_5837

RFF FYRSTA KVÖLDIÐ: OUTFIT

LÍFIÐLOOKTÍSKA

Í kvöld var fyrsta kvöldið á Reykajvík Fashion Festival en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á RFF. Kvöldið var æðislegt í alla staði en þeir hönnuðir sem voru í kvöld voru Myrka, Cintamani & Magnea. Allir þessir hönnuðir voru með geggjaða sýningu & hlakka ég til morgundagsins en þá munu Another Creation, Inklaw & Aníta Hirlekar sýna hönnun sína í Hörpu.

Ég mæli eindregið með að þið fylgist með RFF 2017 á Trendnet en þar erum við Rósa, Melkorka, Hrefna & ég að blogga í beinni.

En oufit kvöldsins var; Vintage LEVI’S gallajakki, skyrta frá H&M, buxur frá Topshop, skór frá Topshop, belti frá GUCCI, veski frá Michael Kors & hálsmen frá SPÚÚTNÍK! Sjáumst á RFF eða allavega á RFF blogginu!

x

img_3036img_3038img_3033

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

OUTFIT INNBLÁSTUR FYRIR RFF:

RFF2017

Nú fer að styttast í Reykjavík Fashion Festival & fer maður að huga að fatnaði fyrir hátíðina.. En mig langar að vinna með skyrtur, oversized jakka, GUCCI, bláar gallabuxur & embroidered. Ég hef alltaf haft mikin áhuga á Street Style fatnaði en ég & kærasti minn munum taka myndir af götutískunni á RFF í ár fyrir Trendnet!

Sjáumst á RFF!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL

REYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins, loksins er miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin!

Þið sem lesið bloggið mitt hafið eflaust séð 1-2 pósta um þessa hátið, þar með vitiði hversu spennt ég er að fara og sjá hvað allir þessir 6 hönnuðir sem eru að taka þátt, hafa upp á að bjóða í Silfurbergi í Hörpu 23.-25.mars.
Hönnunarmars er á sama tíma sem gerir helgina tvímælalaust mun áhugaverðari og enn meira “must” að fara að sjá og upplifa.

rff4

Til að nálgast miða er hægt að fara inn á harpa.is eða tix.is . Mæli ég eindregið með miðakaupum á þetta festival enda er ég sjálf  búin að næla mér í eitt stykki miða!
Reykjavík Fashion Festval er stærsti tískuviðburður sem er haldinn hérna heima, svo er þetta kjörið tækifæri fyrir tískuunnendur sem og aðra, að koma saman í Hörpu 23.-25. mars nk. og fagna íslenskri og sömuleiðis einstakri tísku.

rff1

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu RFF hér.

Með von um að sjá sem flesta í Hörpu 23.-25.mars(!!)
XX 
Melkorka 

HÖNNUÐURNIR Á RFF N°7

OUTFITREYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Margir hafa beðið spenntir eftir því að fá að heyra hvaða íslensku hönnuðir taki þátt í ár en
Faganefnd Reykjavík Fashion Festival hefur valið 6 hönnuði og vörumerki til þess að koma fram og sýna sín verk í Hörpu þann 23.-25 mars nk.

Hönnuðir/Vörumerki eru eftirfarandi:

Aníta Hirlekar

Inklaw

Another Creation

Myrka

Cintamani

Magnea


Það verður mjög gaman að sjá afrakstur þeirra í lok mars – en miðasalan á viðburðinn hefst síðar í mánuðinum!
Ég ætla að fara og sjá, en þið?

X
Melkorka

 

Annað dress: RFF dagur 1

Annað DressChanelFashionLífið MittLúkkRFFShop

Nú er tískuhátíðinni miklu – Reykjavík Fashion Festival – lokið. Þessir tvær dagar sem einkenndust af tísku og tíma með fullt af uppáhalds fólkinu mínu. Ég skemmti mér konunglega og aðstandendur hátíðarinnar eiga skilið fullt af hrósum fyrir frábæra hátíð og þá sérstaklega hann Eyjó vinur minn sem sá um innlendu pressuna og gerði það með glæsibrag!

Í dag eyddi ég mestum deginum í að slaka á. Eftir tvo langa daga er ólétta konan dáldið mikið þreytt og uppgefin svo smá frí var kærkomið. En nú á morgun tekur við mikil eftirvinnsla, fara í gegnum fullt af myndum og endurupplifa fullt af æðislegum augnablikum – hlakka til!

En mig langaði að sýna ykkur dress fyrsta dagsins en eftir slysið varð aðeins erfiðara að finna föt sem kæmust yfir gifsið já og föt sem pössuðu á óléttu konuna en kúlan ákvað að vera risastór alla helgina.

rffdress5

Fyrsta daginn voru þægindin í fyrirrúmi. Ég kíkti í heimsókn í eina af mínum uppáhalds búðum og mér finnst klæðin þaðan fullkomin fyrir svona hátíð – stílhrein, töff og elegant og þægileg fyrst og fremst!

rffdress6

Eins og svo oft áður heillaðist ég af samstæðu dressi inní búðinni – þetta er ekki fyrsta samstæða dressið sem ég klæðist úr versluninni og verður ólíklega það síðasta!

Jakki: SELECTED
Eins og þið sem hafið verið með gifs á hendinni vitið þá getur reynst erfitt að klæða sig í því ástandi. Ekki bara er erfitt að klæða sig í föt maður getur ekki notað helminginn af efri búks flíkunum í fataskápnum. Svo ég var mjög hamingjusöm með víðu ermarnar á jakkanum. Mér finnst munstrið á þessum flíkum sjúklega flott og ég fékk fullt af hrósum fyrir sem manni finnst nú sjaldan leiðinlegt :)

Buxur: SELECTED
Þvílík gleði sem það var að sjá að ég passaði enn í mína stærð – ég veit það er fáranlegt að hugsa svona þegar maður er ólétt komin 18 vikur en mig langaði bara svo að vera í góðum þægilegum buxum sem virkuðu ekki of stórar yfir lærin bara af því ég þurfti að taka stærra í mittið – en mín stærð 38 smellpassaði og buxurnar eru algjört æði. Samstætt dress tvo daga í röð er ekki amalegt fyrir týpu eins og mig.

Bolur: SELECTED
Þarna flæktust málin þar sem bolurinn við dressið þurfti að vera nógu stór til að ná yfir bumbuna. Ég heillaðist af þessum ermalausa bol útaf skemmtilega detailinu um hann miðjan. En það er brotið inná bolinn um hann miðjan og hann tekinn saman í miðjunni. Svo þannig fékk kúlan fallega mótun og sást vel í staðin fyrir að efnið hefði bara teygst allt út yfir kúlunni – en þarna kom svona falleg lögun á bolinn. Fýla þennan maður á heldur aldrei nóg af svona fínni toppum sem henta bæði í leik og starf.

Skór: Bianco
Eins og ég var búin að nefna voru þessir RFF skórnir í ár – ég dýrka þá og kvenlega lúkkið sem þeir gefa fótunum. Skórnir eru támjóoir og með smá hæl svo ég fékk þægindi en mér leið alveg líka eins og pæju!

rffdress7

Hér sjáið þið fínu og fallegu kúluna sem var svo sannarlega stór og mikil um helgina. Við kúlan fögnuðum saman 18 vikum saman á RFF í gær og skemmtum okkur konunglega. Krílið var virkilega hrifið af JÖR sýningunni en það komu mörg kröftug spörk í maganum þegar við fylgdumst með sýningunni – greinilegt að krílið var hrifið af nýjustu hönnun Gumma.

Ég valdi dressið fyrst og fremst vegna þægindanna sem það veitti mér og mér leið líka bara eins og skvísu sem er ekkert endilega auðvelt þessa dagana þegar maður er hormónafull móðir með gifs á hendinni. Ég fýla munstrið í botn og ég sé fyrir mér að hér séu tvær flíkur sem fara sjúklega vel saman og virka líka í sitthvoru lagi. Jakkinn er t.d. flottur við einfaldan svartan kjól og buxurnar eru flottar við einfalda síðerma boli – jafnvel rúllukragaboli.

rffdress3

Ég ákvað að hafa förðunina bara í eins náttúrulegum og frísklegum anda eins og ég gat. Ég tók fram glænýjan Chanel varalit fyrir tilefnið sem ég segi ykkur betur frá í vikunni. En fyrir utan hann er það Miracle Cushion farðinn frá Lancome og nýji Miss Manga Punky maskarinn frá L’Oreal sem eru í aðalhlutverki.

Mér finnst þessi litur á varalitur algjört æði hann er svo vorlegur og sætur.

rffdress4

Sæl og sátt eftir góðan dag en gjörsamlega uppgefin!! ;)

Takk fyrir mig RFF og Harpa – meira um dress dags nr. 2 á morgun ásamt fleiri baksviðs makeup myndum – en ekki hvað!

EH

DRESS

DRESSLÍFIÐ

11059452_10153032247776311_5676229533466441350_n

Reykjavik Fashion Festival hófst í gær, á glæsilegri athöfn sem ég lét mig ekki vanta á.

DSCF6215

DSCF6216
Ég var á hlaupum allan daginn og bætti því bara við mig aukahlutum og rauðu á varirnar rétt fyrir brottför.

Hattur: Lindex
Uppáhalds biker leðurjakki: Væntanlegur
Rauður blazer: SecondHand
Klútur: Hildur Yeoman (kem að hennar sýningu fljótlega)
Gallabuxur: Acne
Skór: Focus

Takk fyrir mig! Nú er bara að halda áfram.

Er einmitt í þessum “töluðu” að henda mér út úr húsi á fyrstu sýningu hátíðarinnar – Sigga Maja sýnir klukkan 20:00 og svo JÖR strax á eftir. Fylgist með “Bloggi í beinni” HÉR. Og á Nova Snapchat (novaisland) þar sem ég verð með yfirhöndina næstu klukkutímana og þangað til annaðkvöld.

Sjáumst í Hörpu (!) og á Snapchat

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR