Scintilla er eitt vandaðasta merki landsins. Næstkomandi helgi mun Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla, sýna fyrstu fatalínu merkisins á Reykjavik Fashion Festival, nánar tiltekið þann 14. mars kl. 16.10 í Hörpu. Lítill fugl hvíslaði því að mér að fatalínan sé ansi smekkleg og því líklegt að Scintilla verði áberandi á RFF í ár. Fatalínan er litrík og grafísk í anda Scintilla en það combo er alveg málið. Lögð verður áhersla á lounge wear og eru flíkurnar að mestu jersey- og prjónafatnaður. Eins er lögð mikil áhersla á gæði og gott organic efni. Ég hlakka rosalega til að sjá fatalínuna en verð því miður að fylgjast með í gegnum internetið þar sem ég verð fjarri góðu gamni.
Scintilla er með breitt vöruúrval og sýni ég eitthvað af því hér að neðan (myndirnar voru fengnar af heimasíðu og facebook-síðu Scintilla). Ef ykkur langar til að sjá vörurnar með berum augum mæli ég með heimsókn í Scintilla sem er til húsa að Skipholti 25.
Hér að ofan má sjá sýnishorn af nokkrum flíkum ásamt treflum en restina fáum við að sjá um helgina á RFF.
Það má segja að handklæðin séu í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru úr 100% lífrænum bómul með grafísku mynstri. Gæðin leyna sér ekki við viðkomu. Finnst ykkur þau ekki dásamlega falleg? Mig langar mikið til að eignast bleiku eða gulu í nokkrum eintökum. Ég hef alltaf pælt mikið í baðherbergjum enda býr stór hluti fjölskyldu minnar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir því að vera með falleg handklæði sem og fylgihluti á baðherbergjum. Þið ættuð að sjá baðherbergið hjá ömmu minni, það er draumi líkast. Með Scintilla handklæðunum má því auðveldlega breyta sæmilegu baðherbergi í algjöra dásemd.
Ilmkertin eru innblásin af einstöku landslagi Vestfjarðanna. Kertin eru lífræn.
Þvílík dýrð sem Fox blanket er. Þess má til gamans geta að Fox blanket er framleitt í Skotlandi á sama stað og ullarvörur Louis Vuitton. Lífstíðareign sem er vert að setja ofarlega á óskalistann!
Sængurver og pakkningar. Pakkningarnar eru eftir Milja Korpela.
Í dag var frumsýnd nýja plakatlínan þeirra í Galleria Reykjavik en hér að ofan má sjá tvö þeirra. Eflaust kannast allir við gömlu plakötin? Ég á eitt sem bíður eftir því að fá ramma utan um sig.
Ef þið eruð jafn hrifin af merkinu mæli ég með að fylgja þeim á facebook og líta á heimasíðuna þeirra.
Kærar kveðjur,
Skrifa Innlegg