fbpx

Annað dress: RFF dagur 1

Annað DressChanelFashionLífið MittLúkkRFFShop

Nú er tískuhátíðinni miklu – Reykjavík Fashion Festival – lokið. Þessir tvær dagar sem einkenndust af tísku og tíma með fullt af uppáhalds fólkinu mínu. Ég skemmti mér konunglega og aðstandendur hátíðarinnar eiga skilið fullt af hrósum fyrir frábæra hátíð og þá sérstaklega hann Eyjó vinur minn sem sá um innlendu pressuna og gerði það með glæsibrag!

Í dag eyddi ég mestum deginum í að slaka á. Eftir tvo langa daga er ólétta konan dáldið mikið þreytt og uppgefin svo smá frí var kærkomið. En nú á morgun tekur við mikil eftirvinnsla, fara í gegnum fullt af myndum og endurupplifa fullt af æðislegum augnablikum – hlakka til!

En mig langaði að sýna ykkur dress fyrsta dagsins en eftir slysið varð aðeins erfiðara að finna föt sem kæmust yfir gifsið já og föt sem pössuðu á óléttu konuna en kúlan ákvað að vera risastór alla helgina.

rffdress5

Fyrsta daginn voru þægindin í fyrirrúmi. Ég kíkti í heimsókn í eina af mínum uppáhalds búðum og mér finnst klæðin þaðan fullkomin fyrir svona hátíð – stílhrein, töff og elegant og þægileg fyrst og fremst!

rffdress6

Eins og svo oft áður heillaðist ég af samstæðu dressi inní búðinni – þetta er ekki fyrsta samstæða dressið sem ég klæðist úr versluninni og verður ólíklega það síðasta!

Jakki: SELECTED
Eins og þið sem hafið verið með gifs á hendinni vitið þá getur reynst erfitt að klæða sig í því ástandi. Ekki bara er erfitt að klæða sig í föt maður getur ekki notað helminginn af efri búks flíkunum í fataskápnum. Svo ég var mjög hamingjusöm með víðu ermarnar á jakkanum. Mér finnst munstrið á þessum flíkum sjúklega flott og ég fékk fullt af hrósum fyrir sem manni finnst nú sjaldan leiðinlegt :)

Buxur: SELECTED
Þvílík gleði sem það var að sjá að ég passaði enn í mína stærð – ég veit það er fáranlegt að hugsa svona þegar maður er ólétt komin 18 vikur en mig langaði bara svo að vera í góðum þægilegum buxum sem virkuðu ekki of stórar yfir lærin bara af því ég þurfti að taka stærra í mittið – en mín stærð 38 smellpassaði og buxurnar eru algjört æði. Samstætt dress tvo daga í röð er ekki amalegt fyrir týpu eins og mig.

Bolur: SELECTED
Þarna flæktust málin þar sem bolurinn við dressið þurfti að vera nógu stór til að ná yfir bumbuna. Ég heillaðist af þessum ermalausa bol útaf skemmtilega detailinu um hann miðjan. En það er brotið inná bolinn um hann miðjan og hann tekinn saman í miðjunni. Svo þannig fékk kúlan fallega mótun og sást vel í staðin fyrir að efnið hefði bara teygst allt út yfir kúlunni – en þarna kom svona falleg lögun á bolinn. Fýla þennan maður á heldur aldrei nóg af svona fínni toppum sem henta bæði í leik og starf.

Skór: Bianco
Eins og ég var búin að nefna voru þessir RFF skórnir í ár – ég dýrka þá og kvenlega lúkkið sem þeir gefa fótunum. Skórnir eru támjóoir og með smá hæl svo ég fékk þægindi en mér leið alveg líka eins og pæju!

rffdress7

Hér sjáið þið fínu og fallegu kúluna sem var svo sannarlega stór og mikil um helgina. Við kúlan fögnuðum saman 18 vikum saman á RFF í gær og skemmtum okkur konunglega. Krílið var virkilega hrifið af JÖR sýningunni en það komu mörg kröftug spörk í maganum þegar við fylgdumst með sýningunni – greinilegt að krílið var hrifið af nýjustu hönnun Gumma.

Ég valdi dressið fyrst og fremst vegna þægindanna sem það veitti mér og mér leið líka bara eins og skvísu sem er ekkert endilega auðvelt þessa dagana þegar maður er hormónafull móðir með gifs á hendinni. Ég fýla munstrið í botn og ég sé fyrir mér að hér séu tvær flíkur sem fara sjúklega vel saman og virka líka í sitthvoru lagi. Jakkinn er t.d. flottur við einfaldan svartan kjól og buxurnar eru flottar við einfalda síðerma boli – jafnvel rúllukragaboli.

rffdress3

Ég ákvað að hafa förðunina bara í eins náttúrulegum og frísklegum anda eins og ég gat. Ég tók fram glænýjan Chanel varalit fyrir tilefnið sem ég segi ykkur betur frá í vikunni. En fyrir utan hann er það Miracle Cushion farðinn frá Lancome og nýji Miss Manga Punky maskarinn frá L’Oreal sem eru í aðalhlutverki.

Mér finnst þessi litur á varalitur algjört æði hann er svo vorlegur og sætur.

rffdress4

Sæl og sátt eftir góðan dag en gjörsamlega uppgefin!! ;)

Takk fyrir mig RFF og Harpa – meira um dress dags nr. 2 á morgun ásamt fleiri baksviðs makeup myndum – en ekki hvað!

EH

MAC á RFF: JÖR

Skrifa Innlegg