fbpx

MAC á RFF: JÖR

BaksviðsFashionLúkkMACMakeup ArtistRFF

Listsköpunin var gríðarleg baksviðs á RFF þegar sýning JÖR var undibúin. Yfir 30 fyrirsætur tóku þátt í sýningunni svo undirbúningurinn hófst mjög snemma. Línan var sannarlega glæsileg. Mér finnst svo gaman að hugsa til baka til síðustu tveggja lína en með þeirri þriðju sem var sýnd núna er hægt að sjá hvað þær eru allar virkilega ólíkar en samt einkennast þær allar af JÖR stílnum. Stíliseringin var til fyrirmyndar og ég dýrka hvernig Hrafnhildur lagskiptir dressunum fullkomlega. Ég hvet ykkur til að kíkja á myndir af línunni sem er komnar inná RFF bloggið HÉR.

Förðunin passaði fullkomlega við dressin frá JÖR og hárið sem var í höndum Steinunnar Óskar. Fríða María hannaði lúkkið og ég hló smá þegar ég frétti það frá henni að þær Hrafnhildur hafi upphaflega ætlað að halda þessu voða einföldu í ár. En Fríða er sannarlega með glæsilegt teymi förðunarfræðinga með sér og þær rúlluðu þessu upp. Áherslan var á augun, fyrirsæturnar voru með fullkomna húð sem var skyggð með köldum grábrúnum lit sem fullkomnaði mótun andlitsins. Undir augun var það svartur gel eyeliner sem var settur þétt undir augun og dreginn lítillega niður svo lúkkið varð smá messy en samt á svo fínlegan hátt. Gerviaugnhár voru sett undir augun á stelpunum til að ýkja umgjörð augnanna og svo að sjálfsögðu nóg af maskara.

Förum aðeins yfir það sem gerðist baksviðs….

jörmakeup17

Tvær fyrirsætur gengu sviði með logo línunnar sem er tala 13 málaða yfir andlitið sitt. Ég sá hana Fríðu Maríu ná nýjum hæðum í einbeitingu þegar hún málaði töluna yfir andlit fyrirsætanna fríhendis!

jörmakeup23

Facechartið fyrir sýninguna.

jörmakeup14 jörmakeup20 jörmakeup24 jörmakeup18

Andrea fallega!

jörmakeup19 jörmakeup16 jörmakeup15 jörmakeup13 jörmakeup9

Logoið sem Fríða María málaði á Stefaníu og Rabba.

jörmakeup7 jörmakeup11 jörmakeup12 jörmakeup2 jörmakeup jörmakeup5

Lúkkið kom virkilega vel út eins og þið sjáið hér. Augnhárin voru aðeins þétt saman svo þau voru svona meira oddhvöss.

jörmakeup25 jörmakeup8jörmakeup6

Sýningin var stórkostleg í alla staði og ég hlakka mikið nú þegar að sjá hvað Hrafnhildur og Fríða María föndra saman fyrir næsta ár!

Hvernig finnst ykkur?

EH

MAC á RFF: Sigga Maija

Skrifa Innlegg