fbpx

MAC á RFF: Sigga Maija

FashionLúkkMACMakeup ArtistRFF

RFF hófst með miklu fjöri í gær og var það Sigga Maija sem startaði hádeginu með nýju FW15 línunni sinni. Línan var virkilega falleg, sniðin glæsilega gerð og mér fannst nokkrar flíkur sérstaklega standa uppúr. Þið getið séð brot af línunni á RFF blogginu HÉR.

Ég fylgdist vel með öllu sem fram fór baksviðs en það var hún Guðbjörg Huldís sem hannaði tímalaust og klassískt lúkk fyrir sýninguna sem einkenndist af kvenlegum áherslum og fullkominni húð. Augun voru förðuð með fallegum ferskjutón og þéttur eyeliner var meðfram efri augnhárunum. Fallegar ljómandi glimmeragnir voru undir augunum sem gripi og köstuðu birtu frá sér á fágaðan máta þegar fyrirsæturnar löbbuðu ganginn. Á vörunum voru þær með þéttan ferskjulitaðan varalit sem var síðan hlaðin glærum glossi sem einnig kom fallega út í ljósinu.

Eigum við ekki bara að sjá myndir af því sem fram fór baksviðs…!

smmakeup20

Guðbjörg fer yfir demo af förðuninnni fyrir teymið sitt.

 

smmakeup23

Ég hef svo gaman af svona facechörtum!

smmakeup19 smmakeup18

Förðunin alveg að verða tilbúin hér á eftir að bæta glossinum á og gera loka touch up.

smmakeup17 smmakeup16 smmakeup15 smmakeup14 smmakeup13

Allir fygljast vel með svo auðvelt verði að herma eftir því það er að sjálfsögðu mikilvægt að allir séu eins.

smmakeup12 smmakeup11 smmakeup10 smmakeup9 smmakeup8 smmakeup7 smmakeup6 smmakeup5

Þóra Kristín leggur lokahönd á augnförðun einnar fyrirsætunnar.

smmakeup4

Fyrirsæturnar voru með fallegt nude naglalakk.

smmakeup3

Edda Óskars í dekri!

smmakeup2 smmakeup

Svo náði ég einni eftir sýninguna – förðunin kom ótrúlega vel út á pallinum og passaði svo vel við bæði línuna og hárið sem hún Theodóra okkar hannaði!

Glæsilegt í alla staði og hún Guðbjörg er bara svo klár í svona fallegum og kvenlegum förðunum. Virkilega skemmtilegir litir sem hún valdi að nota og húðin er bara fullkomin.

Næst er það svo JÖR sem kemur inn seinna í dag – svo er bara að vona að maður komist inní Hörpu í dag vegna veðurs, ég krosslegg fingur.

EH

Ísak fer á kostum fyrir Hildi Yeoman!

Skrifa Innlegg