REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL

REYKJAVIK FASHION FESTIVALRFFTÍSKA

Loksins, loksins er miðasala á Reykjavík Fashion Festival hafin!

Þið sem lesið bloggið mitt hafið eflaust séð 1-2 pósta um þessa hátið, þar með vitiði hversu spennt ég er að fara og sjá hvað allir þessir 6 hönnuðir sem eru að taka þátt, hafa upp á að bjóða í Silfurbergi í Hörpu 23.-25.mars.
Hönnunarmars er á sama tíma sem gerir helgina tvímælalaust mun áhugaverðari og enn meira “must” að fara að sjá og upplifa.

rff4

Til að nálgast miða er hægt að fara inn á harpa.is eða tix.is . Mæli ég eindregið með miðakaupum á þetta festival enda er ég sjálf  búin að næla mér í eitt stykki miða!
Reykjavík Fashion Festval er stærsti tískuviðburður sem er haldinn hérna heima, svo er þetta kjörið tækifæri fyrir tískuunnendur sem og aðra, að koma saman í Hörpu 23.-25. mars nk. og fagna íslenskri og sömuleiðis einstakri tísku.

rff1

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebook síðu RFF hér.

Með von um að sjá sem flesta í Hörpu 23.-25.mars(!!)
XX 
Melkorka 

17 JÚNÍ

DAGSINSDRESS

English Version Below

 

 

13487781_10153823184512568_1205700154_n 13480213_10153823184502568_1904171258_n 13474022_10153823184447568_345182027_n   13479798_10153823184492568_1234915339_n

 

Gleðilegur Þjóðhátíðardagur með uppáhalds litla fólkinu mínu fór fram innandyra í Hörpu þetta árið.
Gott kaffi – fullt af plássi til að hlaupa um – og þetta íslenska útsýni gaf mér gleði í hjartað.

 

13459706_10153823184467568_1120550744_n

 

 

Alba:
Kjóll: Iglo+Indi, Leggings: Iglo+Indi, Skór: Hunter

13454067_10153823184472568_31735671_n

Kápa/Dress: VeroModa

Ég notaði nýja kápu sem kjól – það kom skemmtilega vel út.

Nú er það smá dans með bestu vinkonum …
Njótið dagsins og kvöldsins með ykkar fólki!

//

Today we celebrate Independence day here in Iceland. A little bit earlier this was my view – family and the ocean.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Essie í Hörpu!

Annað DressEssieLífið Mittneglur

Vá hvað dagurinn í dag er búinn að vera sjúklega skemmtilegur! Ég er svo heppin að fá að taka þátt í að koma Essie á framfæri meðal íslenskra kvenna og í dag var efnt til veislu í hádeginu á 8. hæð í Hörpu. Ég vissi ekki einu sinni að það væri 8. hæð – lofthrædda ég var smá stressuð en útsýnið var bilun. Salurinn var fullur af glæsilegum aðdáendum merkisins og ég fékk meðal annarra að kynna merkið fyrir þeim. Ég er sprenglærð í Essie fræðum og þekki söguna og litina inn og út. Ást mín á þessu merki er ótrúlega mikil og ég frétti af lesanda sem gerði sér það að verkefni að telja safnið mitt á mynd sem ég birti hér – ég á víst tæplega 90 liti… En ég hef safnað í mörg ár og kaupi alltaf lúkkin að utan ;)

Sökum mikillar vinnu síðustu daga hef ég lítið getað sest við tölvu við skriftir en hér neðst finnið þið loks nöfn damanna sem fá uppáhalds Essie litina mína!

essieharpa2

Ég ákvað að vera voðalega kósý klædd og nýjasta viðbótin í fataskápinn fullkomnaði dressið!

Kimono: Andrea Boutique
Kjóll: VILA
Sokkabuxur: Oroblu
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

Screen Shot 2015-05-06 at 4.40.12 PM

Lakkið sem ég ákvað að skarta í dag er eitt af mínum uppáhalds – Lapiz of Luxury. Það má segja að það sé mjög svipað og Bikini So Teeny nema ekki með léttu glimmeráferðinni sem er í því lakki. Þetta er must have – það segi ég alla vega :)

En ég tók líka fleiri myndir til að deila með ykkur og ég vona að þið hafið gaman af. Svo fæ ég kannski lánaðar myndir sem ljósmyndarar sem voru á svæðinu tóku og deili með ykkur.

Dagurinn er búinn að vera í alla staði frábær og mér þykir líka svakalega vænt um að sólin hafi ákveðið að láta sjá sig. Svo langar mig að bæta við til allra sem komu – takk takk takk! Það var hrikalega gaman að sjá hvað íslenskar konur hafa tekið vel í Essie. Maður veit einhvern vegin ekki hverju maður átti að eiga von á þegar uppáhalds merkið kemur til landsins en vá hvað mér finnst þetta yndislegt og ég er greinilega ekki ein um ást mína :)

En hér koma nöfnin á dömunum þremur…

Screen Shot 2015-05-06 at 5.01.01 PM Screen Shot 2015-05-06 at 5.00.50 PM Screen Shot 2015-05-06 at 5.00.31 PM

Innilega til hamingju dömur – þið megið senda mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvort þið viljið sækja lökkin eða fá þau send og þá hvert :)

En það er greinilegt að ég þarf að efna til fleiri Essie leikja í framtíðinni enda svo sem nóg af gjöfum sem hægt er að gefa.

Njótið dagsins mínar kæru***

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Annað Dress: RFF dagur 2

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumShopStíll

Aftur er annar æðislegur dagur í Hörpu að baki. Annar dagurinn á Reykjavík Fashion Festival var æðislegur og eins og ég hef sagt áður þá var skipulagning hátíðarinnar til fyrimyndar og allt gekk ótrúlega smurt fyrir sig. Ég var svakalega hrifin af sýningum dagsins og skemmti mér konunglega. Eina leiðinlega var þegar allt kláraðist og maður uppgötvaði að það væri alveg ár í næstu hátíð – ég fattaði þá líka að efti þetta ár verð ég orðin gift tveggja barna móðir! Já ég fékk smá sjokk þarna í Hörpu þegar ég fattaði það ;)

En mig langaði að sýna ykkur dress dagsins sem aftur var valið með það í huga að henta óléttri, handleggsbrotinni dömu sem vildi fá að vera smá skvísa!

rffdress5 rffdress6

Jakki: SELECTED
Þessi jakki – ég veit ekki hvað ég á að segja – elska litinn, elska sniðið og elska stílinn. Ég elska líka sérstaklega það að jakkinn hafi komist yfir gifið – ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur!

Skyrta: SELECTED
Þið vitið ekki hvað ég er búin að slefa mikið yfir þessaru skyrtu – bara á hverjum degi síðan hún kom fyrst. Ég á þónokkrar svona blússur úr búðinni og ég elska hverja og eina. Efnið er þægilegt og um kragann er efni með silkiáferð sem gerir hana fínlega. Ég tók hana í stærð 42 til að hafa hana rúma og líka svo hún myndi ná alveg yfir kúluna, klassísk flík sem passar við allt. Fýla að það er auðvelt að klæða hana upp með því að para hana við önnur klæði. Mér finnst hún gera buxurnar og jakkann aðeins fínlegri og þar af leiðandi dressið.

Buxur: SELECTED
Jæja ég veit ég er klikkuð – ólétt í gallabuxum en ef þið mynduð sjá strenginn á þessum mynduð þið skijla mér en strengurinn er bara teygja. Þær eru sjúklega þægilegar á góðu verði og til í fullt af litum ég þarf eiginlega að eignast fleiri svona. Það var ekki fyr en um kvöldið þegar kúlan var orðin enn stærri sem ég þurfti að hneppa frá eins og þið sem fylgist með mér á Instagram sáuð ;)

Skór: Bianco
Ég fann þessa skó inní skáp hjá mér um daginn. Þessa fékk ég í haust en ég elska litinn á þeim. Stundum er maður svo fyndinn með svona – um leið og maður fær nýja skó fara aðrir inní fataskáp og gleymast. Ég ætla ekki að láta það gerast aftur fyrir þessa í bráð. Ég er sjúk í þennan lit og ef ykkur líst vel á hann líka þá eru að koma nýjir skór inní Bianco fyrir helgi í sama lit!

rffdress3

Þið verðið að afsaka en ég bilast stundum yfir þessari bumbu – hún er svo krúttleg. Eins og ég hef sagt áður er hún með sjálfstæðan vilja. En um helgina var hún stór og mikil en í gær og í dag er hún búin að vera voða lítil og pen – finnst þetta voða skemmtilegt.

rffdress2

Ég dýrka landið okkar – myndin er tekin um miðjan dag þar sem sólin lét svo sannarlega sýna sig en um morguninn var hávaðarok og stormur sem reif upp tré með rótum! Birtan inní Hörpu var alveg dásamleg svo það var lítið mál fyrir tvær vinkonur að taka nokkrar dressmyndir af hvor annarri.

rffdress

Ég valdi að vera með eins náttúrulegar farðanir og ég gat báða dagana en valdi mér fallegan varalit í hvort skipti til að gefa andlitinu smá vorlegt yfirbragð. Þennan dag valdi ég uppáhalds varalitinn minn frá MAC sem heitir Please Me. Ég er búin að vera ástfangin af þessum síðan ég fékk hann í gjafapoka á sýningu Ganni á tískuvikunni í Kaupmannhöfn í fyrra. Hann er bleikur með rómantísku yfirbragði og gefur matta áferð – ég dýrka hann og mæli 100% með honum.

Takk fyrir mig RFF og Harpa – sjáumst að ári!

EH

DRESS

DRESS

11072372_10152793660427568_1727499474_n


Þið munið flest hvernig laugardagurinn byrjaði !!? 
Mér var ekki farið að lítast á blikuna horfandi á fljúgandi furðuhluti fyrir utan rúðuna, vitandi til þess að RFF dagur 2 væri handan við hornið.
EN þetta er Ísland. Myndirnar hér að neðan voru teknar seinna um daginn – í blíðviðrinu í Hörpu þegar allt lék í lyndi.

10913664_10152793658952568_1273797181_n 11016617_10152793659112568_1211977428_n

Hattur: GinaTricot/gamall
Leðurjakki: Væntanlegur
Skyrta: Væntanleg
Buxur: AndreA Boutiqe
Skór: WonHundred / GK Reykjavik

Ég er að hlaupa út í myndatöku vegna samstarfsverkefnis sem ég er að vinna – segi ykkur betur frá því asap. Hlakka til!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

Annað dress: RFF dagur 1

Annað DressChanelFashionLífið MittLúkkRFFShop

Nú er tískuhátíðinni miklu – Reykjavík Fashion Festival – lokið. Þessir tvær dagar sem einkenndust af tísku og tíma með fullt af uppáhalds fólkinu mínu. Ég skemmti mér konunglega og aðstandendur hátíðarinnar eiga skilið fullt af hrósum fyrir frábæra hátíð og þá sérstaklega hann Eyjó vinur minn sem sá um innlendu pressuna og gerði það með glæsibrag!

Í dag eyddi ég mestum deginum í að slaka á. Eftir tvo langa daga er ólétta konan dáldið mikið þreytt og uppgefin svo smá frí var kærkomið. En nú á morgun tekur við mikil eftirvinnsla, fara í gegnum fullt af myndum og endurupplifa fullt af æðislegum augnablikum – hlakka til!

En mig langaði að sýna ykkur dress fyrsta dagsins en eftir slysið varð aðeins erfiðara að finna föt sem kæmust yfir gifsið já og föt sem pössuðu á óléttu konuna en kúlan ákvað að vera risastór alla helgina.

rffdress5

Fyrsta daginn voru þægindin í fyrirrúmi. Ég kíkti í heimsókn í eina af mínum uppáhalds búðum og mér finnst klæðin þaðan fullkomin fyrir svona hátíð – stílhrein, töff og elegant og þægileg fyrst og fremst!

rffdress6

Eins og svo oft áður heillaðist ég af samstæðu dressi inní búðinni – þetta er ekki fyrsta samstæða dressið sem ég klæðist úr versluninni og verður ólíklega það síðasta!

Jakki: SELECTED
Eins og þið sem hafið verið með gifs á hendinni vitið þá getur reynst erfitt að klæða sig í því ástandi. Ekki bara er erfitt að klæða sig í föt maður getur ekki notað helminginn af efri búks flíkunum í fataskápnum. Svo ég var mjög hamingjusöm með víðu ermarnar á jakkanum. Mér finnst munstrið á þessum flíkum sjúklega flott og ég fékk fullt af hrósum fyrir sem manni finnst nú sjaldan leiðinlegt :)

Buxur: SELECTED
Þvílík gleði sem það var að sjá að ég passaði enn í mína stærð – ég veit það er fáranlegt að hugsa svona þegar maður er ólétt komin 18 vikur en mig langaði bara svo að vera í góðum þægilegum buxum sem virkuðu ekki of stórar yfir lærin bara af því ég þurfti að taka stærra í mittið – en mín stærð 38 smellpassaði og buxurnar eru algjört æði. Samstætt dress tvo daga í röð er ekki amalegt fyrir týpu eins og mig.

Bolur: SELECTED
Þarna flæktust málin þar sem bolurinn við dressið þurfti að vera nógu stór til að ná yfir bumbuna. Ég heillaðist af þessum ermalausa bol útaf skemmtilega detailinu um hann miðjan. En það er brotið inná bolinn um hann miðjan og hann tekinn saman í miðjunni. Svo þannig fékk kúlan fallega mótun og sást vel í staðin fyrir að efnið hefði bara teygst allt út yfir kúlunni – en þarna kom svona falleg lögun á bolinn. Fýla þennan maður á heldur aldrei nóg af svona fínni toppum sem henta bæði í leik og starf.

Skór: Bianco
Eins og ég var búin að nefna voru þessir RFF skórnir í ár – ég dýrka þá og kvenlega lúkkið sem þeir gefa fótunum. Skórnir eru támjóoir og með smá hæl svo ég fékk þægindi en mér leið alveg líka eins og pæju!

rffdress7

Hér sjáið þið fínu og fallegu kúluna sem var svo sannarlega stór og mikil um helgina. Við kúlan fögnuðum saman 18 vikum saman á RFF í gær og skemmtum okkur konunglega. Krílið var virkilega hrifið af JÖR sýningunni en það komu mörg kröftug spörk í maganum þegar við fylgdumst með sýningunni – greinilegt að krílið var hrifið af nýjustu hönnun Gumma.

Ég valdi dressið fyrst og fremst vegna þægindanna sem það veitti mér og mér leið líka bara eins og skvísu sem er ekkert endilega auðvelt þessa dagana þegar maður er hormónafull móðir með gifs á hendinni. Ég fýla munstrið í botn og ég sé fyrir mér að hér séu tvær flíkur sem fara sjúklega vel saman og virka líka í sitthvoru lagi. Jakkinn er t.d. flottur við einfaldan svartan kjól og buxurnar eru flottar við einfalda síðerma boli – jafnvel rúllukragaboli.

rffdress3

Ég ákvað að hafa förðunina bara í eins náttúrulegum og frísklegum anda eins og ég gat. Ég tók fram glænýjan Chanel varalit fyrir tilefnið sem ég segi ykkur betur frá í vikunni. En fyrir utan hann er það Miracle Cushion farðinn frá Lancome og nýji Miss Manga Punky maskarinn frá L’Oreal sem eru í aðalhlutverki.

Mér finnst þessi litur á varalitur algjört æði hann er svo vorlegur og sætur.

rffdress4

Sæl og sátt eftir góðan dag en gjörsamlega uppgefin!! ;)

Takk fyrir mig RFF og Harpa – meira um dress dags nr. 2 á morgun ásamt fleiri baksviðs makeup myndum – en ekki hvað!

EH

EINN DAGUR Í HÖRPU

Inspiration of the dayMy closetTraveling

Ég náði loksins manninum inn í Hörpuna nú á dögum en þetta var hans fyrsta heimsókn í tónlistarhúsið fagra.
Þrátt fyrir allt þá finnst mér þessi bygging alveg einstaklega falleg og alltaf gaman að koma þar inn, sérstaklega þegar sólin skín. Við vorum svo heppin að fá dýrindis veður einmitt þennan daginn og útsýnið skartaði því sínu fegursta.

IMG_5218IMG_5179IMG_5176IMG_5187IMG_5177IMG_5167IMG_5166IMG_5175IMG_5199Processed with VSCOcam with s3 preset

Elmar klæddist sinni síðsumars uppáhalds blómaskyrtu frá Weekday & Samsoe Samsoe peysu.
ÉG // Frakki – H&M / Gallabuxur&Bolur – Monki / Skór&Sólgleraugu – Topshop / Taska – Louis Vuitton 

..

A day well spent at Harpa concert hall whilst in Reykjavík and what a beauty she is! Stunning architecture which shines thru the best on a bright sunny day, literally. The view is also at it best on a beautiful day like this one.

PATTRA

#SNEAKERBALL_RVK

NIKEVIÐBURÐIR

Á föstudaginn kemur fer fram Sneakerball NIKE í fyrsta skipti á Íslandi. Aðeins þetta eina kvöld verður Norðurljósasalnum í Hörpu breytt í flottasta klúbb Reykjavíkur, í samstarfi við Smirnoff og Somersby. Fram koma;

DJ Margeir  –  Unnsteinn Manuel  –  Ásdís María  –  John Grant  –  Cell7

Það verður ein regla í gildi þetta kvöld: Mættu í þínum fegurstu NIKE skóm.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég er orðin gríðarlega spennt enda sneaker freak út í gegn. Með viðburðinum á að ýta undir sneaker menninguna og hvetja fólk og sérstaklega stelpur til að nota strigaskóna ennþá meira og jafnvel mæta í þeim út á lífið.

Til að komast inn á Sneakerball þarf að framvísa boðskorti. Svo að lesendur Trendnets geti mætt og skemmt sér NIKE style þá ætla ég að gefa nokkra miða á snilldina. Það eina sem þið þurfið að gera er að merkja myndirnar ykkar á instagram með

#TRENDNIKE

og

#SNEAKERBALL_RVK

photo 1

Ég hlakka til að sjá myndirnar sem bætast við fína hashtaggið okkar #TRENDNIKE – ætli við náum upp í 2000 myndir?

Love is in the air..

xx

Andrea Röfn

Á VIT

ALMENNTFÓLKMUSIC

UPPFÆRT 9 juli 2015:

Hópurinn endurtekur leikinn og bíður uppá fleiri sýningar í Hörpu. HÉR er hægt að kaupa miða á þær þrjár sýningar sem í boði eru.

10258578_1478928215657674_8688876889718923799_n
Munið þið eftir því þegar ég deildi með ykkur tískutöku frá Rússlandi? Hér. Þáttakendur í þeirri töku voru hljómsveitameðlimir GusGus ásamt Reykjavik dance production sem brugðu sér í óvanalegt hlutverk þegar þeir sýndu verk sitt, Á VIT, þar í landi.

Á VIT var samið af Reykjavik dance production og Gus Gus og er blanda af danssýningu og tónleikum sem erfitt er að greina á milli.
Verkið hefur ferðast víðs vegar um heiminn þar sem þeim hefur verið tekið fagnandi.
Fyrir tæpum tveimur árum síðan var Á VIT sýnt á klakanum en nú munu þau endurtaka leikinn dagana 8. og 9. maí í Hörpu.
Þið sem ekki vissuð af því getið tryggt ykkur miða: HÉR

Góða helgi og góða skemmtun!

xx,-EG-.

LÍNUR

FASHIONFÓLKFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

Það er endalaust mikið af dagskrá í boði á klakanum þessa dagana. Hönnunarmars bíður uppá eitthvað fyrir alla og það er erfitt að skipuleggja dagatalið.
1947867_10152362119964579_907585653_n

Sýningin, Línur, er samstarfsverkefni hönnuðarins Hildar Yeoman, ljósmyndarans Barkar Sigþórssonar og stílistans Ellenar Lofts. Sýning sem tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum – hvernig vöruúrval hátískunnar er hérlendis miðað við það sem gengur og gerist erlendis.

Íslenskar fyrirsætur sátu fyrir á adamsklæðunum en það var síðan Hildur Yeoman sem sá um að teikna á þær hátískufatnað sem Ellen Lofts fann til í gegnum Internetið.  Áhugavert samstarfsverkefni sem ég hlakka til að kíkja á nánar.

10154333_10152362093214579_539290086_n

Fyrirsæturnar Andrea okkar Röfn og Kolfinna K eru á myndunum fyrir ofan en Fríða María sá um makeup.

Meira: HÉR

xx,-EG-.