fbpx

Essie í Hörpu!

Annað DressEssieLífið Mittneglur

Vá hvað dagurinn í dag er búinn að vera sjúklega skemmtilegur! Ég er svo heppin að fá að taka þátt í að koma Essie á framfæri meðal íslenskra kvenna og í dag var efnt til veislu í hádeginu á 8. hæð í Hörpu. Ég vissi ekki einu sinni að það væri 8. hæð – lofthrædda ég var smá stressuð en útsýnið var bilun. Salurinn var fullur af glæsilegum aðdáendum merkisins og ég fékk meðal annarra að kynna merkið fyrir þeim. Ég er sprenglærð í Essie fræðum og þekki söguna og litina inn og út. Ást mín á þessu merki er ótrúlega mikil og ég frétti af lesanda sem gerði sér það að verkefni að telja safnið mitt á mynd sem ég birti hér – ég á víst tæplega 90 liti… En ég hef safnað í mörg ár og kaupi alltaf lúkkin að utan ;)

Sökum mikillar vinnu síðustu daga hef ég lítið getað sest við tölvu við skriftir en hér neðst finnið þið loks nöfn damanna sem fá uppáhalds Essie litina mína!

essieharpa2

Ég ákvað að vera voðalega kósý klædd og nýjasta viðbótin í fataskápinn fullkomnaði dressið!

Kimono: Andrea Boutique
Kjóll: VILA
Sokkabuxur: Oroblu
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

Screen Shot 2015-05-06 at 4.40.12 PM

Lakkið sem ég ákvað að skarta í dag er eitt af mínum uppáhalds – Lapiz of Luxury. Það má segja að það sé mjög svipað og Bikini So Teeny nema ekki með léttu glimmeráferðinni sem er í því lakki. Þetta er must have – það segi ég alla vega :)

En ég tók líka fleiri myndir til að deila með ykkur og ég vona að þið hafið gaman af. Svo fæ ég kannski lánaðar myndir sem ljósmyndarar sem voru á svæðinu tóku og deili með ykkur.

Dagurinn er búinn að vera í alla staði frábær og mér þykir líka svakalega vænt um að sólin hafi ákveðið að láta sjá sig. Svo langar mig að bæta við til allra sem komu – takk takk takk! Það var hrikalega gaman að sjá hvað íslenskar konur hafa tekið vel í Essie. Maður veit einhvern vegin ekki hverju maður átti að eiga von á þegar uppáhalds merkið kemur til landsins en vá hvað mér finnst þetta yndislegt og ég er greinilega ekki ein um ást mína :)

En hér koma nöfnin á dömunum þremur…

Screen Shot 2015-05-06 at 5.01.01 PM Screen Shot 2015-05-06 at 5.00.50 PM Screen Shot 2015-05-06 at 5.00.31 PM

Innilega til hamingju dömur – þið megið senda mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvort þið viljið sækja lökkin eða fá þau send og þá hvert :)

En það er greinilegt að ég þarf að efna til fleiri Essie leikja í framtíðinni enda svo sem nóg af gjöfum sem hægt er að gefa.

Njótið dagsins mínar kæru***

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Leit að innblástri fyrir RMJ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sirra Guðna

  6. May 2015

  Flotta flotta vinkona mín!

 2. Kolbrún Hrafnkels

  7. May 2015

  hæhæ
  var að spá hvar munu lökkin vera til sölu??