fbpx

TRENDNÝTT

SKAPA FÖTIN MANNINN? LJÓSMYNDASÝNING Í HÖRPU

FÓLKKYNNING

Á Menningarnótt þann 24. ágúst opnar ljósmyndasýningin Skapa fötin manninn fyrir utan Hörpuna í dag.

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og Kraftur hafa tekið höndum saman og sett upp ljósmyndasýningu þar sem módelin eru ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Módelin eru stíleseruð af Sigrúnu Ástu Jörgensen og eru í tískufatnaði frá ýmsum aðilum. Förðun er eftir Söru Dögg Johansen hjá Reykjavík Makeup School.

Við vörpum fram spurningunni „Skapa fötin manninn?“ þar sem við erum að velta því fyrir okkur hvað er það sem grípur athygli okkar fyrst. Eru það fötin, ör eða annað? Oft reyna þeir sem bera ör eða merki þess að hafa gengið í gegnum erfiðleika  að fela merki þess með fatnaði eða fylgihlutum. En með þessari sýningu langar Kára að gera akkúrat öfugt þ.e. opna fyrir örin eða gera þau sýnileg í bland við fatnað. Þannig að fólk geti borið örin með stolti þar sem þau eru vitnisburður um þeirra sigra en ekki eitthvað sem það á að fela.”

 „Það er alveg hreint einstakt að fá Kára Sverriss til liðs við okkur en hann hefur meðal annars verið að taka ljósmyndir fyrir Glamour, L’officiel, Elle og fleiri. Við erum honum og öllum hinum sem komu að sýningunni ótrúlega þakklát en þau eru öll að gefa vinnu sína,“ segir Hulda enn fremur. “

Ljósmyndasýningin er hluti af afmælisári Krafts en í ár fagnar félagið 20 ára starfsafmæli.

Sjón er sögu ríkari – Trendnet mælir með að fólk mæti í Hörpu í dag klukkan 14:00 eða næstu daga – sýningin stendur út miðjan septembermánuð.

Meira: HÉR

//
TRENDNET

VOGUE SKRIFAR UM MEST SPENNANDI SUNDLAUG OKKAR ÍSLENDINGA

Skrifa Innlegg