fbpx

TRENDNÝTT

VOGUE SKRIFAR UM MEST SPENNANDI SUNDLAUG OKKAR ÍSLENDINGA

FÓLK

Það rennur íslenskt blóð í æðum Mosha Lundström Halbert sem skrifar fyrir VOGUE skemmtilega grein um sundvenjur Íslendinga og vekur athygli á spennandi og heillandi nýjung. Hún segjast ekki vera að tala um Bláa Lónið sem sé orðið fullt af háværum túristum með andlitsmaska að taka “selfie” – hún er nefnilega að tala um nýju GeoSea sundlaugina á Húsavík.

Hún sagðist hafa lagt í roadtrip með ekta íslenskt nesti – Djúpur, Nocco og skyr (þjóðréttir nútímans).

Sundlaugin er einstaklega vel heppnuð og heiðurinn að hönnuninni á BASALT arkítektastofa. GeoSea er byggt inní 1260 ára gamalt hraunið á jarðhitasvæði og fellur hönnunin fallega inní landslagið.

Við hvetjum ykkur til að lesa þessa skemmtilegu grein á VOGUE.com – HÉR. Þar má einnig finna söguna af því hvernig jarðhitinn fannst upprunalega á þessu svæði á Húsavík.

//TRENDNÝTT

HÉR FÆRÐU SKÓNA HANS BRAD PITT ÚR "ONCE UPON A TIME IN HOLLYWOOD"

Skrifa Innlegg