VOGUE GIRLS

FÓLK

English Version Below

Ég mæli með nýrri grein sem fór í loftið á Vogue.com fyrr í dag. Innihaldið er íslenskt en þar talar blaðamaður við 10 geggjaðar konur sem eru að gera það gott innan bransans. Ég þekki nokkrar persónulega og fylgist með öðrum úr fjarska og get verið sammála því að þetta er flottur hópur kvenna sem situr fyrir svörum. Allar fá þær spurningar sem snúa að Reykjavík með einum eða öðrum hætti: Her spot, Must-see, Café society, Fish fix, Icelandic inspo, Shop talk, Icelandic guilty pleasure og fleira. Frábær grein til að fá tips eða til að deila með útlenskum vinum (ég mun án efa nota í slíkt .. )

Meira: HÉR

//
Vogue is featuring Icelandic women from the fashion industry in a new article called “The Nordic Cool Girl’s Guide to Reykjavik”. Perfect guide for people who wants to visit our capital. You can read some of the answers below and the whole article here.

Steinunn Eyja

Go-to excursion: “The Westfjords is my favorite place for an escape from the city.”

Helga Ólasdóttir

Icelandic inspo: “The colors of the sky and sea here—every day I look at it and it has a lot of influences on my style and my line, color-wise.”

Saga Sig

How to be Icelandic: “Every day you must go to our swimming pools. My favorite ones are Vesturbæjarlaug or Neslaug.”

Brynja Jónbjarnardóttir

Beauty remedy: “I always use the cream and serum from Icelandic brand Bioeffect — its products have been a total lifesaver for my skin.”

Erna Bergmann

Fashion find: “The Icelandic brand Aftur for their beautiful upcycled and recycled clothing and sustainable fashion selection. They have the perfect slogan: ‘Recycle or die!’ ”

Álfrún Pálsdóttir

Restaurants: “We have so many new ones now, but my longtime favorite is Fiskmarkaðurinn. They have good meat and fish and the best sushi.”

Dóra Júlía

Art scene: “I love the Harpa,” she says of the glistening Henning Larsen and Olafur Eliasson–designed cultural institution and concert hall, which resembles a glacier. “I think it’s a really cool monument for Icelandic arts.”

Glowie

Look: “I’ve always been unafraid to be different. I look for things that no one else here is wearing. I shop a lot of vintage stores. I only wear retro Buffalo platform shoes now. I love the ’90s—that’s my favorite style decade. When I was younger, people would say I was a mixture of Rihanna and Beyoncé. But I don’t want to be the next anybody. I want to be the first Glowie.”

Jóhanna Maggy

Beauty fix: “Icelandic fresh air and mountain rain beading down your face. It doesn’t rain down here—it rains sideways. It’s the best facial you can have.”

 

Myndir/Photos: Saga Sig

Konur sem veita innblástur. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT VETRARBRÚÐKAUP Í VOGUE

FASHIONFÓLKINSPIRATION

English version below

Ég er að huga að brúðkaupsdegi á næsta ári og janúar kemur alveg eins til greina. Þessar myndir sem birtust á vefsíðu Vogue í dag veita mikinn innblástur.

Mosha Lundström Halbert og Aidan Butler giftu sig á Íslandi á gamlárskvöld. Íslendingar hjálpuðu til við að gera atburðinn einstakan eins og sjá má á frábærum myndum þar sem Hildur Erla fangaði stemninguna. Theodóra Mjöll sá um hárið og Harpa Káradóttir um förðunina.

Athöfnin og veislan fóru fram í Gamla Bíó, sem var sett í rómantískan búning. Meira: HÉR

Untitled 26 b2 vb2 v222 vt vj v22 v33 v21 v20 v18 v17 v15 v14 v12 v11 v10 v9 v8 v7 v5 v4 v3 v1 v

//

Me and my fiancé are looking for the right date to have a wedding in Iceland. January is an option and this Icelandic winter wedding inspired me. I would maybe do it differently but it’s very romantic time of the year as you see in these pictures, taken by Hildur Erla at New Years Eve in Reykjavik.  Read more about it on Vogue’s website: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

AFHVERJU BROSIR ÞÚ ALDREI?

FASHIONFÓLK

Afhverju brosir þú aldrei …
… er ein af 73 spurningum sem blaðamaður Ameriska Vogue fær svar við þegar hann heimsækir hina frægu og frábæru Victoriu Becham til London. Viðtalið er tekið upp í nýrri verslun fatahönnuðarins og fyrrverandi kryddpíu.

Það er eitthvað við hana Victoriu sem heillar mann – hún kann að hafa húmor fyrir sjálfri sér þó svipbrigðin sýni yfirleitt annað. Kynnist henni betur á nokkrum mínútum hér fyrir neðan. Svör sem þið hafið örugglega ekki heyrt frá henni áður. Ég vissi til dæmis ekki að hún byggi við hliðiná Valentino … aldeilis !

Pressið á P L A Y:

Svona hraðaspurningar eru svo skemmtilegar og verða einhvernveginn persónulegri en venjuleg viðtöl. Frábær vinkill hjá Vogue. HÉR getið þið horft á sambærilegt viðtal við Söruh Jessicu Parker sem ég deildi með ykkur snemma á síðasta ári.

xx,-EG-.

 Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

VOGUE COVER: SEPTEMBER ISSUE

FASHIONFÓLKMAGAZINE

September issue er handan við hornið en hjá VOGUE og reyndar glanstímaritum yfir höfuð, en það er orðin hefð fyrir því að leggja örlítið meiri vinnu í útgáfu þess mánaðar. Viðskiptavinir tímaritanna, þar á meðal ég, bíða því yfirleitt spenntari eftir þessari útgáfu sem einmitt eru að detta í búðirnar þessa dagana. The-Instagirls-Mario-Testino-Vogue-September-2014-01The-Instagirls-Mario-Testino-Vogue-September-2014-02

Í Vogue september Issue, sem stundum er kallað símaskrá fyrir þær sakir hversu þykkt og veigamikið það er, munu níu þekkt andlit hátískunnar prýða forsíðurnar – “Instagirls”.
Fyrirsæturnar Karlie Kloss, Cara Delvigne ásamt fleirum sem hafa verið sýnilegar síðasta misserið stilla sér upp í línu sem við höfum reglulega séð frá Vogue í gegnum tíðina.
Árið 1947 var hugmyndin framkvæmd í fyrsta sinn af ljósmyndaranum Irving Penn þegar hann myndaði 12 þekktar fyrirsætur þess tíma.

Forsíðufyrirsætur  - september 2014
Forsíðufyrirsætur  – september 2014

covermodelmay2009
Forsíðufyrirsætur – maí 2009

cover-model-may-2007
Forsíðufyrirsætur – maí 2007

Forsíðufyrirsætur - september 2004
Forsíðufyrirsætur – september 2004

Forsíðufyrirsætur - nóvember 2000

Forsíðufyrirsætur – nóvember 2000

Forsíðufyrirsætur - nóvember 1999
Forsíðufyrirsætur – nóvember 1999

Forsíðufyrirsætur - maí 1992

Forsíðufyrirsætur – maí 1992

Forsíðufyrirsætur - maí 1947
Forsíðufyrirsætur – maí 1947

_

Fallegar … og ólíkar. Eigið þið einhverja uppáhalds?

xx,-EG-.

Victoria Beckham FYRIR VOGUE

Victoria-Beckham-Vogue-UK-August-2014-01

Victoria-Beckham-Vogue-UK-August-2014-02

Victoria Becham prýðir forsíðu breska Vogue í ágúst. Hlutverk frú Becham á myndunum er óraunverulegt miðað við það sem við þekkjum af henni, glansdrottningunni sjálfri.
Tvær forsíður fara í sölu og klæðist Victoria Prada á þeirri fyrri og Chanel á seinni.

Lúkkin að neðan eru til fyrirmyndar en mér finnst stíliseringin sérstaklega viðeigandi fyrir veðrið sem júlí hefur boðið okkur á klakanum uppá. Við ættum því að getað náð okkur í ágætis innblástur fyrir næstu gráu daga.

victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-11victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-5 victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-7 victoria-beckham-by-patrick-demarchelier-for-vogue-uk-august-2014-10

 

Fabjúlös að mínu mati.

xx,-EG-.

VOGUE PARIS MAY 2014

EDITORIALFASHIONMAGAZINE

b06
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss lætur mig spennast upp fyrir komandi sumarstundir í nýjum myndaþætti sem hún deilir með Andreeu Diaconu fyrir maí hefti Vogue Paris.

Litrík sundföt stíleseruð sportlega af Clare Dhelens.
Gilles Bensimon 
tók myndirnar.

Ég læt mig dreyma … Bara örlítið lengur.

b20 b18 b04 b05 b08 b12 b16 b17 b15 b14 b10 b09

Hversu dásamlegt er andrúmsloftið!!
_

Fröken Kloss birti þetta myndbrot á Instagram í gærkvöldi með orðunum:

“I am excited to share my new @VogueParis May editorial! I had so much fun shooting this with@gillesbensimonofficial @dhelens@damienboissinothair and @christellecocquet in#St.Barth Who’s ready for summer? I know I am!”

Bless …. ég er farin út að hlaupa!

xx,-EG-.

SARAH JESSICA PARKER FYRIR VOGUE

FÓLKHOMEMAGAZINE

sarah-jessica-parker-vogue-video
Sarah Jessica Parker
bauð blaðamanni Vogue heim til sín(!) á dögunum þar sem hún var tekin í frábært viðtal. Viðtal sem gekk út á 73 hraðaspurningar af ýmsum toga. Frá spurningum eins og “hversu lengi hefur þú lifað?” til spurninga eins og “ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú”? Hún svaraði öllum spurningunum af hógværð og kom virkilega vel út úr hverri einni og einustu þeirra á meðan hún skottaðist um sjarmerandi íbúð sína.
Eina spurningin sem hún svaraði ekki var um “flatbotna skó eða hæla?” Þar gaf hún blaðamanni svipinn ,,right back at you”.  og fannst spurningin greinilega asnaleg.

136652 136707 136664 sjp14f-5-web sjp14f-2-web sjp14f-6-web sjp14f-4-web sjp14f-3-web

Að mínu mati hefur Parker sjaldan litið betur út. Það er ekki að sjá á henni að hún eigi aðeins rúmt ár í fimmtugt – trúiði því!?

Eins gaman og það er að hlusta á þetta sérstaka viðtal þá er ekki síður dásamlegt að fá að kíkja í heimsókn á persónulegu nótunum  inná fallegt heimili sjálfrar Söruh Jessicu Parker í New York borg. Þið eruð örugglega sammála mér þar.
Íbúð með heimilislegt andrúmsloft þar sem allir fermetrar eru nýttir. Hvar fær maður hvítt borðtennnisborð?

Takk Vogue!

xx,-EG-.

Vogue

Lífið MittTrend

Hafið þið tekið eftir því hvað Beanie húfur með einhvers konar nafni hafa notið mikilla vinsælda uppá síðkastið? Fyrsta svona beanie húfa sem ég man eftir er líklega Comme Des Fuck Down húfan sem annar hver bloggari skartaði á tímabili. Nú er komið nýtt trend sem eru Vogue húfur og ég uppgötvaði fyrir tilviljun að ég lumaði á einni slíkri húfu sem ég var búin að steingleyma ofan í skúffu hjá mér þar sem hún hefur legið síðan ég tók svona skyndikaup fyrir nokkrum mánuðum síðan.

image (2) vogue3 b9eed94d185861755e65dcdbf9aae17c xivpr2-l vogue-1 e 20256202-origpic-aa9e82

Jább ég á eina svona góða Vogue húfu og ég get ekki ákveðið mig hvort þetta sé flott eða ekki því eins og ég segi þá voru þetta alveg hugsunarlaus kaup. Ég stunda alltof mörg þannig sérstaklega þegar varan kostar ekki mikið en mig minnir að húfan hafi kostað um $10.

Screen Shot 2014-02-05 at 1.33.44 PM

Húfan hefur hvílt sig í skúffunni aðallega vegna þess að ég fékk svo fallega húfu frá Feld í jólagjöf frá syninum sem ég nota mikið. Svona beanie húfu með felddúsk sem mér finnst svo falleg.

Ætli ég sé jafnvel bara fórnarlamb bloggaratrends – hvað segið þið af eða á?

EH