fbpx

TRENDNÝTT

Arnar Mār Jōnsson – ÍSLENSKUR FATAHÖNNUÐUR Á UPPLEIÐ

SJÁLFBÆR TÍSKA

Arnar Már Jónsson er íslenskur hönnuður sem virðist vera að skjóta sér uppá stóra sviðið í heimi tískunnar. Merkið hans, Arnar Mār Jōnsson, hefur fengið verðskuldaða athygli og umfjöllun hjá Vogue og fleiri miðlum.

Arnar stofnaði vörumerkið árið 2017 ásamt félaga sínum, Luke Stevens, eftir útskrift þeirra úr Royal Collage of Art.

Flíkurnar eru innblásnar af Íslandi og þessu blessaða verðurfari, sem ómögulegt er að spá fyrir um. Tæknilegar flíkur úr hágæða efnum sem ná að sameina hátísku, íþróttir, útivist og þægindi.

Við elskum að sjá íslensku nöfnin á flíkunum – Spegilsletta Overcoat, Oroi Trousers, Angurapi Tracktop eða Smjorhnutur Bag.

Hægt er að kynna sér SS22 og FW22 línur Arnar Mār Jōnsson hjá Vogue – HÉR.

Þeir sem vilja fara enn lengra og versla sér flík, hátísku fyrir aktívan íslenskan lífstíl, geta meðal annars fundið flíkur á vefsíðunni TRÈS BIEN – HÉR.

Þið finnið hann á Instagram – HÉR.

Áfram Ísland !!

//TRENDNÝTT

IN BLOOM - Girl Power kraftur smitaði salinn

Skrifa Innlegg