fbpx

TRENDNÝTT

IN BLOOM – Girl Power kraftur smitaði salinn

FÓLKKYNNINGSJÁLFBÆR TÍSKA

Tískusýning fatahönnuðarins Hildar Yeoman stóð uppúr á Hönnunarmars fyrir marga. Sýningin fór fram í Höfuðstöðinni, safni Shoplifter í Elliðaárdalnum þar sem öllu var til tjaldað – Girl Power kraftur smitaði salinn en það var Aðalheiður Halldórsdóttir sem sá um sviðsframkomu og dansspor og um stíliseringu sá Edda Guðmundsdóttir. Fyrirsæturnar komu úr öllum áttum – vön módel frá Eskimo í bland við dansara, áhrifavalda og vini Yeoman.

HITI Í HÖFUÐSTÖÐINNI

Hér var ekki stigið feilspor .. 

Myndir tók Hlín Arngrímsdóttir

Hildur Yeoman SS22 – það eru bjartir tímar framundan

,,Við hjá Hildur Yeoman vorum innblásnar af sumrinu og bjartari tíð sem framundan er eftir harða vetur. Okkur langaði að línan snérist um gleði og stuð”

,, Það er mikið um bjarta liti, glitrandi efni og partýflíkur en einnig frábærar flíkur sem henta vel til ferðalaga á fjarlægum slóðum eða íslensk sumarævintýri. Eins og sundffötin okkar sem eru gerð úr endurunnu plasti sem kemur úr hafinu”

Hæfileikaríkt makeup teymi frá NYX Professional Makeup – Sunna Björk hannaði lúkkið

NYX Professional Makeup býður uppá fjölbreytt úrval af förðunarvörum í öllum þeim litum sem þú getur ímyndað þér. Það var því augljóst merki til að vinna með þegar hönnuð voru förðunarlúkk fyrir In Bloom sýninguna hjá Hildi Yeoman.

NYX Professional Makeup eru eins og nafnið gefur til kynna hágæða förðunarvörur sem gefa ekkert eftir og aðstoða þig við að fullkomna þinn makeup stíl. Professional makeup vörur á góðu verði en vörumerkið er eitt það mest selda á Íslandi í dag. Vörumerkið býður uppá fjölbreytt úrval af vörum sem eru vegan en auk þess er merkið cruelty free og leggur áherslu á umhverfisvænar pakkningar.

STELDU STÍLNUM

 

Þetta er sumarlúkk til að leika eftir – NYX Professional Makeup selur litaða eyelinera í öllum litum 

 

Náttúruleg húð með frísklegum ljóma, litaðir eyelinerar sem tónuðu við fallegar flíkurnar voru áberandi sem er einnig trend sem við sjáum koma sterkt fram í sumarförðunum. Litaðir eyelinerar í björtum og áberandi litum setja svo sannarlega sinn stíl yfir förðunina.

Bravó Sunna Björk lead makeup artist &
Sara Dögg Johansen yfirstýra NYX Professional Makeup teymis
Og aðrir: Kara Gunnar, Guðný sif, Ugla, Berglind Dan, Katla, Emilía Björg, Erna, Hlín, Lilja & Rannveig.

VERSLIÐ NYX Professional Makeup HÉR


AFTUR AÐ ÁRI

 

Tónlistaratriði, Bjartar sveiflur með gestasöngkonunum Vöku Agnars úr Inspector Spacetime og Söngkonunni Jófríði JFDR sáu um að loka kvöldinu með glæsibrag ..

//TRENDNET

 

 

 

SUMARSÆT Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg