SWIMSLOW

Á fimmtudaginn frumsýndi Erna Bergmann nýja sundfatamerkið sitt sem ber nafnið Swimslow. Erna hannar sundbolina sjálf en þeir eru framleiddir á Ítalíu úr endurunnu hráefni. Þannig vill hún lágmarka umhverfisáhrif tengd framleiðslunni, sem mér þykir virkilega falleg og rétt hugsjón.

Sýningin var partur af Hönnunarmars og ég var ein fyrirsætanna sem gengu fyrir Ernu. Þetta var virkilega flott sýning og mikið af fólki sem mætti. Sundbolirnir eru ekki bara fallega hannaðir og saumaðir heldur eru þeir líka mjög klæðilegir og þægilegir. Mér brá smá þegar hún rétti mér hvítan sundbol til að ganga í, en núna langar mig bara í hann!

Myndirnar tók Laimonas Dom Baranauskas –

img_7655 img_7677 img_7744 img_7770 img_7778 img_7846 img_7859 img_7952 img_7953 img_7957 img_7961 img_7974 img_7980 img_7983 img_7989 img_7994 img_8000 img_8020 img_8137

Innilega til hamingju, elsku Erna <3

xx

Andrea Röfn

101 NIGHTS BY STURLA ATLAS

HÖNNUNARMARSHÚRRA REYKJAVÍK

Í dag milli 5 og 7 munu Sturla Atlas standa fyrir Hönnunarmars-viðburði í Húrra Reykjavík. Kynntur verður til leiks 101 Nights ilmurinn, sem er liður í samstarfi Sturla Atlas, Sigga Odds og Kjartans Hreinssonar. Ilmurinn er gerður samhliða útgáfu á nýjasta mixtape Sturla Atlas sem ber sama nafn, 101 Nights. Ég prófaði ilminn í gær og hann er virkilega vel heppnaður.

Endilega kíkið hingað í búðina og fáið ykkur drykk og nýjan ilm! Meira hér.

17389186_1451915611533243_865048566946223277_o

xx

Andrea Röfn

HÖNNUNARMARS: HVAÐ SKAL SJÁ?

Hönnun

Jú haldið þið ekki að HönnunarMars sé enn á ný mættur á svæðið í öllu sínu veldi. Það er því um að gera að reima á sig skóna því dagskráin sem ég var að skoða er stútfull af spennandi viðburðum fyrir hönnunarþyrsta. Mér tókst enn á ný að bóka mig til útlanda á sama tíma og hátíðin er og verð því fjarri góðu gamni en ætla þó að reyna að sjá sem mest áður en ég fer. Fyrir áhugasama þá má skoða dagskrána í ár hér.

Í kvöld opnar sýningin “Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd” í Epal Skeifunni sem mig langar til að sjá en þar eru nokkrar vinkonur mínar að sýna. Ég viðurkenni að ég hefði gjarnan viljað líka fara á Design Diplomacy Siggu Sigurjóns og Ingu Sempé sem er á sama tíma, sjá meira um það hér.

Ég er líka mjög spennt fyrir sýningunni á Kjarvalsstöðum sem opnaði fyrir stuttu sem heitir “Dæmisögur, vöruhönnun á 21. öld” en hún mun þó standa lengur en bara Hönnunarmars svo ég er róleg. Sýningin Roundabout Baltic PLUS Iceland í Norræna húsinu er einnig spennandi, en það er alþjóðleg hönnunarsýning með munum eftir um 50 hönnuði frá átta löndum sem eru sameinuð af strandlínu Eystrasaltsins, auk íslenskra hönnuða. Í Hörpu verður svo sýningin Íslensk húsgögn og hönnun, á sýningunni gefur að líta þversnið af því sem er nýjast í íslenskri hönnun og húsgagnaframleiðslu.

Ég er mjög spennt fyrir Ceci n’est pas un meuble í Ásmundarsal sem er á vegum elsku Auðar Gnáar snillings – Islanders fagnar ársafmæli og af því tilefni hefur verið efnt til samvinnu við valinn hóp myndlistarmanna. Hver og einn listamaður hefur fengið sama húsgagnið í hendur og fullt frelsi til að skapa úr því verk. Er hér verið að endurverkja samtal sem hefur víða um heim átt sér stað milli hönnunar og myndlistar.

Sýning Þórunnar Árna, Hljóðaform í Safnahúsinu hljómar áhugaverð, sem og Austurland: make it happen again sem haldin verður á KEX hostel. ANGAN upplifun er eitthvað sem ég væri til í að upplifa, og 1+1+1 óútreiknanleg hönnun og hugdetta er einnig áhugavert en þeirra fyrri samstörf hafa verið mjög flott. 1+1+1 er tilraunaverkefni þriggja hönnuða frá Íslandi (Hugdetta), Svíþjóð (Petra Lilja) og Finnlandi (Aalto+Aalto). Einnig langar mig að kíkja á Happical hjá Happie Furniture og MeeTing Þóru Finnsdóttur í Kirsuberjatrénu.

Swimslow Ernu Bergmann verður án efa flott, samstarf Hildar Yeoman+66 norður, og sýningin Stóll í Hönnunarsafninu er eitthvað sem ég vil sjá verandi mikill stólasafnari sjálf. Ég tek það fram að þessi listi sem ég er að taka saman er ekki tæmandi og það er svo ótalmargt annað frábært að sjá!

vasi_2_anna

Uppáhalds Anna Þórunn sýnir á samsýningunni í Epal nokkrar nýjar vörur.

screen-shot-2017-03-21-at-19-48-03

Spennandi lína frá Ernu Bergmann.

17352137_1621912144505066_3424281062312845147_n

Shapes of sound / Hljóðaform er spennó!

17352468_10155157276638011_8208681070033456281_n

screen-shot-2017-03-21-at-20-04-59

Skyldu endilega eftir athugasemd með þínum topp 3 sýningum sem þú vilt sjá! Við sjáumst svo kannski á HönnunarMars, eða þessa fáu daga sem ég næ að sjá:)

Gleðilegan HönnunarMars!

svartahvitu-snapp2-1

DRAUMAHÖNNUN FRÁ FINNSDÓTTIR

Íslensk hönnunUppáhalds

Ein af þeim sýningum sem stóðu uppúr hjá mér á HönnunarMars var í versluninni Snúrunni þar sem Finnsdóttir sýndi ásamt Further North og Pastelpaper. Þóra Finnsdóttir kom til landsins í tilefni sýningarinnar en hún sýndi í ár einstök keramík verk sem sum hver voru með því fallegra sem ég hef séð og heildarmyndin var ævintýralega falleg, flest af keramíkinu er þó ekki í framleiðslu og var aðeins hannað fyrir sýningar sem er synd því það var svo dásamlegt. Ég hitti Þóru í Snúrunni og spjallaði aðeins við hana, viðtalið birtist á dögunum hjá Glamour, sjá hér, en ég vil að sjálfsögðu líka birta það hér:) Ég hitti einnig annan hönnuða Omaggio vasanna frægu á HönnunarMars, meira um það síðar!

AR-160319587

Hver er þinn bakgrunnur?
„Ég útskrifaðist úr Danmarks Design skólanum sem keramíkhönnuður árið 2009 en ég stundaði áður nám við líffræði. Ég var alltaf að búa eitthvað til úr leir en leit þó aðeins á það sem áhugamál í frítíma þrátt fyrir að það var það sem mig langaði til að gera. Það var ekki fyrr en eftir að ég eignaðist barn að ég fékk annan fókus og skipti þá um nám.”

Hvernig kom Finnsdottir til?
„Ég byrjaði á að gera Pipanella línuna fyrir árlegan jólamarkað í skólanum, það eru litlir blómavasar sem ég stimplaði með ólíku mynstri sem ég fékk frá öllum mögulegu hlutum meðal annars sápu, tölum eða belti. Pipanella vasarnir seldust rosalega vel og það var þá sem ég uppgötvaði ég að það var eitthvað sérstakt við það sem ég var með í höndunum. Ég byrjaði þá að skoða hluti á flóamörkuðum, ódýrt dót og gamalt, eitthvað sem enginn myndi banna mér að nota áfram í mína hönnun. Mér þótti spennandi að vinna með gamalt dót með sögu, gamlir hlutir sem fáir vildu eiga og gefa þeim nýtt líf. Það var byrjunin á Finnsdóttir, að breyta einhverju sem var þegar til, í eitthvað allt annað og gefa því nýtt líf.

-Þarna tekur Þóra upp kertastjaka frá Finnsdóttir og útskýrir að partur af honum sé afsteypa af rjómasprautu og hinn partur þess var afsteypa af lítilli nuddrúllu úr tréi.

„Það er þó mikilvægt að fólk sjái ekki beint hvað þetta var áður, hluturinn er kannski kunnulegur á einhvern hátt en þú veist ekki hvernig. Það gerir hann skemmtilegan og spennandi, og það fannst mér einnig spennandi hugmynd að vinna með.”

Þarna stóðst ég ekki mátið og fékk Þóru þá til að útskýra fyrir mér úr hverju blómavasinn sem ég á væri gerður úr. “Partur af vasanum er afsteypa af glerskermi, litlu plastbarnadóti sem hægt var að stafla, glerskál á hvolfi og tvær glerskálar sem liggja saman og mynda hringlaga form.” Þetta hefði mig aldrei grunað, en vasinn er jú algjörlega gordjöss og ennþá skemmtilegra að vita núna söguna á bakvið hann. 

V2-160319587

Hvernig myndir þú lýsa þinni hönnun? 
“Hún sker sig úr fjöldanum, ég vil að mín hönnun segi sögu en hefur jafnframt notagildi og er eitthvað sem þú vilt skoða og halda áfram að skoða. Hún er smá skrítin, ekki “of nice” og vekur þig til umhugsunar.”

V3-160319587

Ertu meðvituð um vinsældir Finnsdóttir á Íslandi? „Finnsdóttir vörurnar eru mjög vinsælar hér, það er eitthvað sérstakt í gangi á Íslandi varðandi vinsældirnar og hjartað mitt hlýnar við viðbrögðunum. Þó svo að ég hafi alltaf búið í Danmörku þá er Ísland mitt annað heimili og er partur af mér.“

Takk fyrir spjallið Þóra! Þess má geta að hún hefur búið nánast allt sitt líf í Danmörku og talar þó furðu góða íslensku þrátt fyrir það:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

66°NORÐUR X OR TYPE

ÍSLENSK HÖNNUN

English version below

10647813_10153586772297568_2131402999_n

Góðan daginn .. héðan.

Ég get því miður ekki tekið þátt í Hönnunarmars að miklu leiti þetta árið. Eins mikið og ég myndi vilja það.
Í dag tek ég þátt í hátíðinni með 66°Norður og Or Type með því að bera þessa fínu íslensku húfu á höfði inn í helgina. Um er að ræða nýja útgáfu af húfukollunni vinsælu og nýtt letur sem er sérhannað af Or Type fyrir 66°Norður. Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands.

Mín húfa kom í póstinum í gær og herra Jónsson “stal henni” úr póstkassanum og svona var hann þegar ég hitti mína menn í hádegisdeiti. Ég gæti trúað því að hann eigi eftir að nota hana meira en ég, enda myndarlegur með meiru.

IMG_3819
Manuel fékk enga 66 húfu að þessu sinni en er sætur með sína íslensku hönnun frá Ígló&Indí

IMG_3815

 

 

 

 

66 stendur fyrir 66°Norður – Or stendur fyrir Or Type – og 90 stendur fyrir 90 ára afmæli Sjóklæðagerðarinnar.

IMG_3816

Í dag verður sérstök kynning á húfunni milli kl. 17 og 19 á Skólavörðustíg 12. Tilvalið að koma þar við fyrir þá sem ætla að þræða sýningar dagsins. Svana á Svart á Hvítu er með puttan á púlsinum varðandi hvað er í boði og deilir hverjum degi fyrir sig á blogginu: HÉR

//

66°North made a special winter beanie with the Icelandic font designer Or Type. The collaboration is a part of Design March in Iceland and will be launched today at Skólavörðustígur 12 in Reykjavík.

I got mine in the post yesterday but Gunnar stole it right from the post box. He was wearing it yesterday in our first outside lunch this year. The spring is very welcome!

More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

HÖNNUNARMARS: DAGUR 2

Íslensk hönnun

Ég má til með að birta eina færslu með viðburðum dagsins + kvöldsins þrátt fyrir að nokkrar opnanir séu þegar hafnar. Ég vona að þið séuð byrjuð að njóta HönnunarMars og alls þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Núna kl.17.30 hófst formleg setning HönnunarMars í Hafnarhúsinu sem er alltaf gaman að kíkja á en á sama tíma opna 3 spennandi sýningar í húsinu. Mér tókst að næla mér í hita í gær og mun því alfarið missa af deginum í dag sem mér þykir alveg hrikalegt enda nokkrir vinir mínir með opnunarhóf á eftir. Ég tók þó saman nokkrar sýningar sem eru extra spennandi ásamt því að birta heildar lista yfir allar opnanir í dag/kvöld.

Keramik í Kokku: Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík hefur undanfarin ár verið í samstarfi við þýsku postulínsverksmiðjuna Kahla. Nemendur deildarinnar hafa heimsótt verksmiðjuna og sum verkefni þeirra hafa endað þar í framleiðslu. Verkefni nemenda verða til sýnis í Kokku sem einnig selur vörur frá Kahla.

kokka.080941

Í dag opnaði Hlín Reykdal verslun á Fiskislóð 75 með pomp og prakt. Hátíðleg stemmning og léttar veigar, opnunin stendur til 20:00 og því er enn séns að kíkja á opnunina

12814168_10153537533473507_4880397193454911664_n

Willow Project opnaði rétt áðan kl.17:00 í Sjóminjasafninu en það er hrikalega spennandi verkefni unnið af nemendum á þriðja ári í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Þess má geta að Theódóra okkar fyrrverandi “Trendnetingur” er partur af þessu verkefni.

Screen Shot 2016-03-10 at 17.34.38

RE7, Íslensk húsgögn og hönnun, og Iðnaður eru þrjár spennandi sýningar sem allar eru staðsettar í Hafnarhúsinu og opnuðu kl.17.30.

RE7: Frá Kaupmannahöfn kemur Dögg Design með nýjustu línu sína Roots og Hrafnkell Birgisson sýnir borðlampana Tools You Light, HAF Studio kynnir nýjan koll og geymslubox úr sinni smiðju, Kjartan Oskarsson Studio sýnir nýja útgáfu af HALO lampanum HALO Mirror, Design by Gróa sýnir stólinn Into the Blue og ljósin Wooly og hönnunarstúdíóið White Cubes sýnir nýstárleg ljós. Að auki verður frumútgáfa af stólnum Hófnum eftir Jóhann Ingimarsson (Nóa) til sýnis. Íslensk húsgögn og hönnun: Sýnendur eru AGUSTAV, Axis, Á. Guðmundsson, G.Á. húsgögn, Sólóhúsgögn, Syrusson og Zenus. Sýningarstjóri og hönnuður er Theresa Himmer, grafískur hönnuður er Snæfríð Þorsteinsdóttir.  Iðnaður er spennandi sýning sem félag íslenskra gullsmiða standa fyrir.

12809800_188490531524811_7387574460933254169_n

11406439_1839960532896813_8724720703023415712_o

Hannesarholt! 6 spennandi sýningar opna núna kl.18:00, þar má nefna North Limited sem er samstarfshópur þriggja íslenskra hönnuða, þeirra Guðrúnar Valdimarsdóttur, Þórunnar Hannesdóttur og Sigríðar Hjaltdal. Stíll North Limited er bæði nýstárlegur og hlýr þar sem vörur hönnuðanna blandast vel saman í eina heild og sameina notagildi, fegurð og tímalausa fagurfræði. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12744418_1181954748538078_6053367446244059098_n

Stöðlakot: Í fallegum húsakynnum Stöðlakots mun fjölbreytileg íslensk og finnsk hönnun vera til sýnis. Þar verður einnig örsmá búð þar sem hægt verður að kaupa fyrstu eintökin.Að sýningunni standa Ragnheiður Ösp, IHANNA HOME, Sonja Bent, ANNA ÞÓRUNN, Reykjavík Raincoats, Hring eftir hring,  MARÝ, Arc-Tic Watches og Katariina Guthwert. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12800165_10153474754952496_920362098534510486_n

Weaving DNA er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins og vinkonu minnar Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson. Í sýningunni Hiding Colour eru litbrigði úr Reykjavík falin í hefbundnum skoskum textíl sem er samstarf hönnuðanna og Knockando Woolmill. Opnunarpartýið hefst kl.18:00

12642500_10153838875631215_6247512928709458719_n

EldhúsMars er lítil en skemmtileg sýning staðsett í Hrím Eldhús, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, kynnir kryddjurtapottinn “Lífæð” og Theodóra Alfreðsdóttir, kynnir matarstell fyrir tvo sem staflast upp í Totem. Opnunarpartý hefst kl.19:00.

12734096_947885795246742_2958389678046638962_n

Hér að neðan má sjá alla þá viðburði sem hófust í dag, en eins og með allar sýningarnar þá standa þær fram á sunnudag ef þið skylduð ekki komast á opnanirnar eins og ég:)

15:00 | Silfur, gull og íslenskt grjót, Anna María Design, Skólavörðustíg 3                                                       

16:00 | Hlín Reykdal, Fiskislóð 75                                             

17:00 | Keramik í Kokku, Kokka, Laugavegi 47                               

17:00 | Helga Ósk, Erling Gullsmiður Aðalstræti 10             

17:00 | , Klapparstíg 11                                     

17:00 | Úr viðjum víðis / Willow ProjectSjóminjasafnið í Reykjavík, Hornsílið, Grandagarði 8

17:30 | Opnun HönnunarMars 2016, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14   

17:30 | RE 7, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17:30 | Íslensk húsgögn og hönnun, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14

17:30 | Iðnaður, Hafnarhúsið, Tryggvagötu 14          

17.30 | GREYKJAVÍK, NORR11, Hverfisgötu 18a               

18:00 | KRAUM, Aðalstræti 10                                    

18:00 | Þjóðarsálin, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Falinn skógur, framhald, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | North Limited, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saana ja Olli, Hannesarholt, Grundarstígur 10    

18:00 | Lífæð, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Saga Kakala kynnir Gyðjur, Hannesarholt, Grundarstígur 10      

18:00 | Samskot, Stöðlakot              

18:00 | Silfra, Geysir skólavörðustíg 7           

18:00 | Or Type Reading Room + Video Hailstorm (VHS)Mengi, Óðinsgötu                     

18:00 | Sturla Aqua, Húrra Reykjavík, Hverfisgötu 50   

18:00 | Weather: Part I, Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4               

18:00| Weaving DNA, Hiding Colour     Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4      

19:00 | 15/15, Steinunn Studio, Grandagarði 17     

19:00 | EldhúsMars, Hrím Eldhús, Laugavegi 32           

20:00 | Minjaverur, Fóa, Laugavegur 2                    

21:00 | Showroom Reykjavík haust/vetur 2016/17, Ráðhús Reykjavíkur                    

       Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HÖNNUNARMARS : DAGUR 1

HönnunarMars er að skella á! Í dag er fyrsti dagurinn en þrátt fyrir að hátíðin sé sett formlega á morgun þá eru ótrúlega margar opnanir í dag. Það eru þrjár opnanir í dag sem ég er sérstaklega spennt fyrir en ég birti þó einnig lista með öllum opnunum sem ég fékk sendan frá Hönnunarmiðstöðinni svo þið getið valið úr það sem þið viljið sjá.

Þær sýningar sem ég get ekki beðið eftir að sjá eru í Epal, Snúrunni og Spark, ekki það að ég sé ekki spennt fyrir hinum sýningunum síður en svo. Ég hreinlega ætla að spara orkuna fyrir komandi daga enda mikið stuð framundan:)

bylgjur.040347

Opnunarpartý í Epal verður í dag á milli kl. 17:00-19:00. Þar sýna þeir frábært úrval af splunknýrri íslenskri hönnun eftir marga okkar bestu hönnuði, ásamt því að frumsýna verkið Bylgur: undir íslenskum áhrifum sem er samvinnuverkefni 6 hönnuðar frá Íslandi og Danmörku sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð mjög langt í sínu fagi.

finnsdottir samsurium mm foto 2016

Opnunarpartý í Snúrunni verður í dag á milli kl.18:00-20:00. Þar verða sýndar nýjungar frá Finnsdóttir, Further North og Pastelpaper. Ég hitti einmitt Þóru Finnsdóttur í gær í Snúrunni og tók viðtal við hana, þvílíkur talent. Það sama má þó segja um hina sýnendurna, meira um þessa sýningu síðar!

111.040435

Opnunarpartý í Spark design space verður í dag kl.20:00. Þar verður frumsýnt tilraunarverkefnið 1+1+1 sem er samstarfsverkefni þeirra Hugdettu, Aalto +aalto og Petru Lilju. Verkefnið hlaut jafnframt viðurkenningu „Bjartasta vonin“ í flokknum Vöruhönnun ársins á Hönnunarverðlaunum Reykjavík Grapevine 2016.

 

Hér að neðan má sjá allar opnanir dagsins í dag, og það er af nægu að taka! Ef þið klikkið á heiti sýningarinnar þá farið þið yfir á viðburðinn sjálfann og getið lesið ykkur til um sýningarnar.

16:00 | Primitiva – safn verndargripa, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Keramikhönnun á frímerkjum, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Veggtjöld, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | Þýðingar, Safnahúsið, Hverfisgata 15

16:00 | SEB Animals, GK Reykjavík, Skólavörðustíg 6

17:00 | Mirroring Moments, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Flóð, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Spot, Spot 2 & Spor, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Borg og Skógur, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Fyrirsjáanleg borgarleg óreiða, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Við- fangs-efni, Lækningaminjasafnið/ Seltj.nes

17:00 | Sound Of Iceland, Bergstaðastræti 10 A

17:00 | BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Endless Colours of Icelandic Design, Opnunarpartý Epal, Skeifunni 6

17:00 | Efnasamband, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Leiðin  heim, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | NANOOK „betur sjá augu en auga“, Aurum, Bankastræti 4

17:00 | Frímínútur / Prestar, Gallerí Grótta, Eiðistorg

17:00 | Þinn staður – okkar bær, Hafnarborg/ Strandgötu 34 Hafnafj

17:00 | Þríund / Triad, Hönnunarsafn, Garðatorgi 1

18:00 | Kyrrð, Hverfisgata 71A

18:00 | AURUM vinnur með Göngum saman, Aurum, Bankastræti 4

18:00 | By hand, Snúran, Síðumúla 21

19:00 | Connecting Iceland, Norræna Húsið, Sturlugötu 5

19:30 | FÍT keppnin 2016 – Grafísk hönnun á Íslandi, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | The Art of Graphic Storytelling, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Places of Origin. Polish Graphic Design in Context.  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Wights / Supernatural spirits Vættir / yfirnáttúrulegar verur,  Sjávarklasinn, Grandagarði 16

19:30 | Mæna, Sjávarklasinn, Grandagarði 16

20:00 | 1+1+1, Spark, Klapparstíg 33

20:00 | Leið 10, Hlemmur Square, Laugav. 105

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HÖNNUNARMARS: HÚFUKOLLUR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN
 
Það er óhætt að segja að nóg sé um að vera á Hönnunarmars og á þeim tískudögum sem nú standa yfir hér í borginni. Í dag eru ýmsir viðburðir í gangi og mikilvægt að skipuleggja sig vel til að ná að sjá sem mest.
66°Norður mun launch-a samstarfsverkefni með vöruhönnuðnum Þórunni Árnadóttur í dag klukkan 17:00. Um er að ræða uppfærð útgáfa af geysivinsælu húfukollunum. Ég heyrði í Þórunni hljóðið – hver er konan á bakvið hönnunina og hvernig kom samstarfið til.
 Hver er Þórunn Árnadóttir? 
Ég vinn sjálfstætt sem vöruhönnuður í Reykjavík. Ég vinn í allskonar mjög fjölbreyttum verkefnum, drifnum áfram af forvitni, tilraunagleði og áhuga á ýmisskonar fyrirbærum, efnum og aðferðum. Ég útskrifaðist með BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og MA í Design Products við Royal College of Art í London árið 2011. Ég er auk þess aðalhönnuður og stofnandi PyroPet Candle Company, ásamt Dan Koval.

Hvernig kom til að þú varst fengin í verkið? 

Þau hjá 66°N höfðu samband við mig. Þau höfu séð eitthvað af því sem ég hef verið að gera og fannst spennandi að fá mig í þetta verkefni. Þau gáfu mér mjög frjálsar hendur við hönnunina á húfunni, en upphaflega var ætlunin bara að hanna eina nýja útgáfu. En þeim leist svo vel á þessar þrjár tillögur að þau ákváðu að láta framleiða þær allar.
CS5dl-nX14GE4RcDZWAlZr35IyhqXEb2zh8VIB52XJs
Hvaðan kom innblásturinn?

Innblásturinn kom frá uppruna 66°N; sjómennskunni. Á tveimur húfunum er mynstur sem er gert úr höfninni, skipum, mávum, vitum, og á þeirri þriðju er þorskur. Í þorskahúfunni er líka smá tilvísun líka í PyroPet: þegar kannturinn er uppbrettur prýðir þorskur hann, en beinagrindin hans kemur í ljós þegar kannturinn er brettur niður. (Það er hægt að nota hana á báða vegu.)2svD0yrytPmdNzjLpJRtm27bT0co9u2rIa2RZUrFC0s,22rm0RxI9wVuvm6jjVGMWWSKWvBe_kbWR5OrPHk3E1g

Eitthvað á döfinni?

Já, ég er nú bara á fullu núna í Hönnunarmarsfjöri! Á Hönnunarsafninu stendur yfir sýning á verkefninu “Austurland: Designs from Nowhere” sem ég tók þátt í á síðasta ári og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands 2014. Þar verður hægt að sjá Sipp og Hoj! línuna mína sem varð til úr því verkefni. Sipp og Hoj! verður auk þess til sýnis í Sjávarklasanum á sýningunni “1200 Tons”. Svo er ég er að sýna glænýtt PyroPet kerti í 7 verslunum víðsvegar um borgina, (Spark, Hrím, Epal, Aurum, Kraum, Minja og Mýrin) en þar mun einn fugl rísa upp úr öskunni á hverjum degi Hönnunarmars hátíðarinnar, (eins og Fönix!). Það er líka Instagram leikur í gangi, þar sem hátíðargestir eru hvattir til að deila myndum af Bíbí og merkja með #pyropetbibi. Ég mun svo velja flottustu myndina á Sunnudagskvöldinu og mun eigandi flottustu myndarinnar fá eitt stykki Bíbí í verðlaun!_

Svona samstörf eru falleg á báða boga. Hlakka til að skoða húfurnar betur seinna í dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

GESTABLOGGARI SVART Á HVÍTU: SIGGA ELEFSEN

Þá er komið að því að kynna til sögunnar gestabloggara Svart á hvítu yfir HönnunarMars. Sigga Elefsen er bæði afskaplega mikil smekkdama, á hrikalega flott og litríkt heimili (ef þið eruð heppin þá birtir hún kannski mynd þaðan), hún er einnig vinkona mín en við kynntumst eftir að hafa eignast barn um svipað leyti. Bloggið gæti ekki verið í betri höndum og ég vona að þið takið vel á móti henni.

Hver er Sigga Elefsen? Ég er 25 ára hönnunarnemi (í pásu) – Ég er frá Siglufirði en bý í Hafnarfirði með „litlu“ fjölskyldunni minni sem samanstendur af mér og Arnari, 6 mánaða gamalli dóttur okkar henni Birtu og hundunum Tobba og Hnetu. Ég er mikill fagurkeri, mikið náttúrubarn og hef mikla þörf fyrir að skapa. Eins og staðan er í dag vinn ég á yndislegum vinnustað með frábæru fólki, ég er svo heppin að fá að vera partur af teyminu hennar Andreu sem rekur AndreA Boutique á Strandgötunni í Hafnarfirði.

11051226_10153660376498332_366929688_n

Hefur þú mikinn áhuga á hönnun? Já, ég hef rosalega mikinn áhuga á hönnun og öllu því sem gerir lífið fallegra. Mestan áhuga hef ég þó á vöruhönnun almennt (með sérstaka áráttu fyrir fallegum stólum, formföstum hlutum og skálum).
Húsgagnasmíði er samt fyrsta ástin og fyrsti draumurinn, það er eitthvað við handsmíðuð húsgögn sem heillar mig uppúr skónum. Þau eru svo persónuleg og hafa öll sína eigin litlu sál.

Fylgist þú vel með HönnunarMars hátíðinni? Ég hef verið dugleg að reyna að fara á eins margar sýningar á Hönnunarmars eins og ég kemst yfir frá því að ég flutti til Reykjavíkur fyrir 4 árum síðan. Það er svo gaman að fylgjast með því hvað við eigum marga flotta hönnuði á litla Íslandinu okkar.

Hvernig leggst HönnunarMars í þig þetta árið? Ekkert smá vel ! það er ótrúlega mikið af flottum sýningum í boði og greinilegt að það verður ströng dagskrá að hlaupa á milli staða til að sjá sem flest. Ég vona nú samt að veðrið verði almennilegt, svona til tilbreytingar ;)

Hvaða sýningum ert þú spenntust fyrir í ár? Jahá, þú spyrð ekki um lítið ! Ég bara hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Grafísk hönnun er að heilla eitthvað extra mikið þetta árið og þar er ég spenntust fyrir Andstæðar TÝPUR, Paper Collective, Merkisdagar, FÍT keppnin 2015 og svo hlakkar mig til að sjá nýju plakata línuna frá Scintilla.
Í Vöruhönnun er ég spennt að sjá hvað hefur bæst við ævintýraheim Tulipop, verður gaman að kíkja í Jökla á Laugarvegi. Inngangur að efni er líka rosalega spennandi sýning og efnið sem hönnuðurnir hafa verið að vinna með er ótrúlega spennandi, hlakka mikið til að kynna mér það. Að sjálfsögðu er ég sjúklega spennt fyrir allri húsgagnasmíði sem verður til sýnis í EPAL og er fagur hópur af hönnuðum sem sýna þar. Samsýning hönnuða í Syrusson hönnunarhúsi er eitthvað sem ég ætla heldur ekki að missa af.

11063241_10153660376468332_280506104_n

Plakat úr nýrri línu Scintilla.

Skiptir HönnunarMars miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati? Hönnunarmars skiptir gríðalega miklu máli fyrir íslenska hönnuði sem eru að reyna að koma sér á framfæri. Ég hugsa að þú fáir ekki betra tækifæri á Íslandi til þess að sýna vöruna þína, fá umfjöllun og athygli. Svo er það auðvitað frábær factor hversu mikið af fólki kemur til með að skoða vöruna þína yfir þessa helgi sem myndi kannski venjulega ekki koma inná vinnustofuna þína eða rekast á vöruna þína á netinu.

Áttu þér uppáhalds íslenskan hönnuð? Já, ég á mér uppáhalds Íslenskan hönnuð. Hún tekur reyndar ekki þátt í HönnunarMars en hún er algjör ofur kona þrátt fyrir það. Uppáhalds hönnuðurinn minn er Andrea Magnúsdóttir. Andrea er flott kona, brjálæðslega mikill töffari og flott fyrirmynd fyrir manneksju eins og mig sem dreymir um að hanna undir sínu eigin nafni. Alltaf glöð og jákvæð og veit nákvæmlega hvað hún vill og lætur ekkert stoppa sig í því að láta drauma sína rætast.

11039469_10153660376563332_540165894_n

Mynd frá AndreA

Hvað fékk þig til að ákveða að gerast gestabloggari yfir HönnunarMars? Þetta var voða spontant hugmynd til að setja sjálfa mig útfyrir þægindarammann og að prufa nýja hluti. Það hefur verið leynidraumur í langan tíma að vera hönnunarbloggari svo að ég ákvað að henda mér í djúpulaugina, vera hugrökk og prufa !

Takk fyrir að leyfa mér að vera með, gleðilegan HönnunarMars og munum að brosa útí lífið :)