fbpx

HÖNNUNARMARS // SPEGLAR Í MIKADO

Íslensk hönnun

Speglar í Mikado á HönnunarMars stóð upp úr sem ein af uppáhalds sýningunum sem ég kíkti á. Þar sýndi Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður þrjár útgáfur af flottum speglum úr ryðfríu stáli. Mikado er ein fallegasta verslun borgarinnar og pössuðu speglarnir fullkomlega við glæsilegt verslunarrýmið.

Meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir frá opnunarhófinu – teknar af Laimonas Dom Baranauskas // Sunday & White Studio

Þessir hagnýtu veggskúlptúrar urðu til út frá þrívíðum skissum úr pappa, sem svo voru færðar yfir í tilraunir á ryðfríum stálplötum. Fyrsti spegillinn sem var þróaður var ferningurinn, en hann byrjaði sem áskorun til þess að umbreyta ferningi af pússuðu stáli yfir í eitthvað með meiri karakter. Var það gert án þess að bæta við eða taka úr efninu, og þar af leiðandi ekki búið til neinn úrgangur.”

Fyrir áhugasama þá stendur sýningin eitthvað ööörlítið áfram næstu nokkra daga … svo hafið hraðar hendur og þið náið að kíkja við í fallegu Mikado sem stendur við Hverfisgötu 50.

Til hamingju elsku Theodóra með glæsilegu speglana þína. Vá hvað þeir eru fallegir – og þessi gyllti mætti alveg eignast sinn stað á mínu heimili ♡

HÖNNUNARMARS : NÝTT & LITRÍKT FRÁ 54 CELSIUS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Theodóra

    9. May 2022

    Takk elsku Svana fyrir svona falleg orð, ótrúlega gaman að heyra 🤍