fbpx

HÖNNUNARMARS : NÝTT & LITRÍKT FRÁ 54 CELSIUS

Íslensk hönnun
HönnunarMars er í fullum gangi og ótrúlega mikið af spennandi sýningum að sjá! Ég tók saman nokkrar áhugaverðar sýningar HÉR fyrir áhugasama. Sýningin Litrík íslensk hönnun í Epal Skeifunni er skemmtileg og þar heilluðu mig ný og litrík kerti úr smiðju 54Celsius sem Þórunn Árnadóttir stendur meðal annars að baki.
“Þetta byrjaði allt saman með kisu-kerti sem hafði að geyma beinagrind innan í vaxinu. Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Dan Koval leiddu saman hesta sína í að koma kertinu í framleiðslu og sölu og hafa selt hin geysivinsælu Pyropet kerti í yfir 30 löndum um allan heim síðan árið 2014. Þórunn og Dan framleiða nú ýmiskonar önnur kerti og vörur í samstarfi við aðra hönnuði og listamenn undir merkjum 54 Celsius, þar sem áherslan er á einstaka hönnun og gæði. Þeirra markmið er að finna nýja möguleika í kertum í nútímalegu samhengi. Hér má sjá nokkrar af nýjustu vörum 54Celsius, ásamt Pyropet í nýjum litum.”
Ég get ekki beðið eftir að þessi Wiggle kerti komi í verslanir og brass kertastjakarnir eru gordjöss –

HÖNNUNARMARS 2022 HEFST Í DAG!

Skrifa Innlegg