fbpx

HÖNNUNARMARS 2023 – HVAÐ SKAL SJÁ?

Íslensk hönnun

HönnunarMars er loksins hafinn og eins og síðustu þrjú ár þá er hátíðin ekki haldin í mars heldur í maí sem er að mínu mati miklu skemmtilegri tími til að vera úti að leika sér og labba á milli sýninga. Ég er nú þegar búin að drekka í mig íslenska hönnun sl. tvo daga og með helgina framundan er tilvalið að deila með ykkur mínum tipsum! Ég tók saman fyrir ykkur nokkrar sýningar sem ég mæli með að kíkja á um helgina en fyrir þá sem vilja baða sig í HönnunarMars þá er hægt að skoða dagskrána í heild sinni hér.

Hér má einnig sjá HönnunarMars tips í boði Andreu okkar –

UPPSPRETTA – VEST, Ármúli 17

“Uppspretta er samvinnuverkefni Bjarna Sigurðsson og Áslaugar Snorradóttur í Vest. Sýningin samanstendur af grófum og mjúkum handgerðum kökudiskum og skálum á fæti úr smiðju Bjarna, sem Áslaug veitir líf á einstakan máta. Keramikverkin vaxa upp á víð á dreif, blómin springa út þess á milli og mynda ævintýralega stemningu.”

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd Epal Skeifunni

“Sýningin Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd sýnir áhugaverða hönnun eftir hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig erlendis.” Sýnendur: Arkitýpa, Anna Thorunn, Gæla, Ihanna Home, Urð, Dögg Design, Chuck Mack, Kormákur og Skjöldur ásamt Minarc. – Ath. Síðasti dagur sýningar er á laugardaginn”

 

ÁSMUNDARSALUR

Það er alltaf gaman að heimsækja Ásmundarsal og tilvalið að taka svo röltið niður Skólavörðustíginn á fleiri sýningar. “Átján hönnunarstúdíó frá Reykjavík og Seattle velta fyrir sér og túlka þýðingu orðsins „saman“ í gegnum persónulega reynslu, hugmyndir eða efnislega túlkun. Á sýningunni eru níu verkefni sem öll eru samstarfsverkefni hönnuða frá Reykjavík og Seattle, þar sem bæði ferlið og útkoman er túlkun þeirra á því hvað „saman“ þýðir. “

Smelltu hér til að skoða allar sýningarnar í Ásmundarsal.

BLÍÐUR LJÓMI – Gallerí Port, Laugavegi

“Hanna Dís Whitehead sýnir hér nýtt safn af verkum með áherslu á tvo staðbundna efniviði sem báðir finnast innan 3 km. radíuss við vinnustofu hennar í Nesjum, Hornafirði – hafra strá og ull. Á sýningunni má sjá fleti spónlagða með handlituðum hafra stráum, þæfða ull sem staðgengil viðar í húsgögnum auk annarra tilrauna með efniviðinn.”

BREEZE – Yeoman, Laugavegi.

“Hildur Yeoman kynnir nýja sumarlínu á HönnunarMars og bíður í partý föstudaginn 5. maí í verslun sinni Yeoman, Laugavegi 7.”

HAFNARTORG

Á Hafnartorgi er ótrúlega mikið um að vera og margar spennandi sýningar að sjá. Ég mæli t.d. með að kíkja við í Mikado, GK Reykjavík, FÍT sýninguna, Handverk, Fólk Reykjavík og margt fleira. Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar eða skelltu þér á röltið og rambaðu inn á skemmtilegar sýningar í miðbænum.

„Af jörðu“ – Hverfisgata 50

“Á sýningunni má sjá glasagarða frá Vessel, húsgagnahönnun frá VIGT og Granítsmiðjunni ásamt sjónrænni nálgun Graen Studio á viðfangsefninu.” Ég er spennt að sjá þessa sýningu en hún er staðsett þar sem Mikado var áður.

GRANDI

BESPOKE RUGS – Sjöstrand Granda

“Kynnt verður lína af handunnum tuftuðum gólfmottum. Motturnar eru hannaðar af Lilý Erlu Adamsdóttur. Innblástur í hönnunina sækir hún í nátturuna; heiðarlyng, mosa og íslenskar bergtegundir. Hægt verður að panta mottu úr línunni en framleiðslan verður staðbundinn, hæg og handgerð.”

KIOSK – Grandagarði

Nýtt og fallegt frá Anitu Hirlekar og fleira fallegt. “Við fögnum komandi sumri og sýnum það nýjasta sem er í boði hjá merkjum Kiosk Granda.”

Smelltu hér til að sjá hvað er meira um að vera á Granda 

HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS – Garðabæ

“Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.”

SAFNAHÚSIР– Hverfisgötu

“Á HönnunarMars munu nemendur í gullsmíði við Tækniskólann sýna skart sem unnið er í tengslum við listaverkin á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkefni nemendanna var að skoða sýninguna, velja sér listaverk og vinna skartgrip út frá því. Hér er á ferðinni örsýning sem sýnir vel þá grósku sem á sér stað í námi gull- og silfursmíðinnar á Íslandi.”

GERÐARSAFN – Kópavogur

“ÞYKJÓ opnar sýningu í Gerðarsafni með fjölbreyttum hönnunarvörum teymisins; frá búningum til húsgagna og upplifunarhönnunar fyrir börn. ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarteymi sem sérhæfir sig í hönnun fyrir börn og fjölskyldur.”

Þetta og svo miklu miklu meira – sjá hér! 

Eigið góða helgi ♡

 

HEIMILI ÞAR SEM SKRAUTLISTAR ERU Í AÐALHLUTVERKI

Skrifa Innlegg