fbpx

HEIMILI ÞAR SEM SKRAUTLISTAR ERU Í AÐALHLUTVERKI

VÁ er líklega það sem við flest hugsum þegar þessar myndir eru skoðaðar af glæsilegu heimili sem staðsett er í Stokkhólmi. Skrautlistar setja mikinn svip á heimilið og hver einasti veggur er sem konfekt fyrir augun skreyttur fallegum listum frá gólfi og uppí loft og útkoman er bæði glæsileg og hlýleg. Svíarnir kunna eins og svo oft áður að útbúa falleg heimili sem veita okkur mikinn innblástur. Sjáið þessa fullkomnu litapallettu í stofunni þar sem loftið er málað í mildum ljósgrágrænum lit á móti hlýjum ljósgráum veggjum og hvítir vegglistarnir og gereftin birta aðeins til og punkturinn yfir i-ið er að lokum gyllt smáatriðin. Ah svo fallegt heimili!

Ég er svo ótrúlega hrifin af hvernig hægt er að leika sér endalaust með lista og þeir gera öll rými glæsilegri. Ég mæli með að skoða þessar myndir vel og sjá hvernig listanir eru notaðir á fjölbreytta vegu, til að skipta upp veggjum, búa til fulningar á hurðir og útkoman er alveg æðisleg.

Ég hef verið að nota hér heima lista og rósettur frá ORAC DECOR sem eru frá Sérefni en úrvalið frá þeim er ótrúlega veglegt og einmitt í þessum anda sem sjá má á myndunum. Þú getur smellt hér til að sjá úrvalið. 

Myndir : Sjöman/Frisk fasteignasala

Þetta heimili er einmitt það sem ég þurfti að skoða til að finna aftur hvatninguna að klára að setja upp listana á okkar heimili ♡

// Ég kann ótrúlega vel að meta hverja deilingu eða smell við hjartað á þær færslur sem þér líkar vel við og það veitir mér mikla hvatningu að halda áfram og svo er auk þess svo miklu skemmtilegra að skrifa blogg þegar fleiri lesa færslunar. Takk fyrir lesturinn ♡

ERNA HRUND SELUR FALLEGA HEIMILIÐ SITT Í SKEKTUVOGI

Skrifa Innlegg