fbpx

SAMSTARF ÓLAFS ELÍASSONAR & IKEA LÍTUR DAGSINS LJÓS

IkeaÍslensk hönnun

Heimsþekkti listamaðurinn Ólafur Elíasson og Ikea tóku höndum saman fyrir nokkru síðan með þá sameiginlegu trú að vel ígrunduð hönnun geti skipt sköpum, og þannig hefur Little Sun verkefni Ólafs hafið nýjan kafla, en þar sameinar hann list og vísindi til að gera sólarorku áþreifanlega og aðgengilega fleirum. Little Sun stofnaði Ólafur árið 2012 ásamt danska athafnamanninum Frederik Ottesen með það markmið að bæta lífsgæði fólks og lýsa upp rafmagnslaus heimili með sólarorku. Yfir milljarður manna um allan heiminn hafa ekki aðgang að rafmagni og hefur sólarorkudrifni lampinn Little Sun víða haft góð áhrif, m.a. í dreifbýlum Afríku en einnig vakti hann mikla athygli í listaheiminum og er í dag seldur á mörgum virtustu listasöfnum heims.

Afrakstur samstarfs Ólafs við Ikea sem nú hefur litið dagsins ljós nefnist SAMMANLÄNKAD sem þýðir „tengdur“ á sænsku, og eru tveir sólarknúnir LED lampar sem hannaðir eru til að vekja áhuga okkar á sólarorku og vekja í leiðinni athygli á ójöfnum aðgangi jarðarbúa að orku, frá sjónarhóli listarinnar.

Annar lampinn sameinar lýsingu og hleðslu og er hægt að hafa hangandi eða sem borðlampa. Hægt er að taka ljósgjafann úr standinum og nota sem vasaljós. Að mínu mati mjög fallegur skúlptúr og mjög svo í anda Ólafs. Hinn lampinn er lítið flytjanlegt ljós sem hentar vel utandyra og með gulri ól er hægt að halda á ljósinu eða hengja upp.

„Í minni list nota ég ljós til að móta rými og umhverfi í því skyni að vekja fólk til umhugsunar, hvetja það til að spyrja sig hvernig það upplifir heiminn og tekst á við hann. Ég held að listin geti breytt heiminum með því að beina kastljósinu að máli á borð við aðgang að orku. Ekki aðeins með því að gera það skiljanlegt fyrir hugann, heldur einnig áþreifanlegt í orðsins fyllstu merkingu. Slík reynsla getur leitt til þess að við áttum okkar á innbyrðis tengslum okkar, á því hvað sameinar okkur og hvatt okkur til aðgerða.” Textabrot frá Sameinuðu þjóuðunum Unric.org

Ljósin er nú þegar komin í sölu í mörgum Ikea verslunum víða um heim en eru væntanleg í lok mánaðar eða byrjun maí hér heima. Virkilega fallegt verkefni sem heldur áfram að hafa góð áhrif. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur nánar Little Sun verkefnið með því að smella hér. 

GULLFALLEGT HEIMILI Í AMSTERDAM SEM FYLLIR ÞIG INNBLÆSTRI

Skrifa Innlegg