TRYLLT DIY SEM ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SJÁ

DIYFyrir heimiliðHugmyndir

Ég hefði vel getað skipt þessari færslu niður á tvær góðar en ég er svo spennt yfir þessum “DIY” verkefnum að ég verð hreinlega að sýna ykkur þau strax! Við erum að tala um nokkuð vinsæl húsgögn, töffaraleg tímaritahilla og draumasófaborðið mitt á hjólum nema að Ikea bloggið var að sýna hvernig útfæra megi þessi húsgögn úr borðplötum frá þeim – algjör snilld. Sófaborð á hjólum hefur verið í um tvö ár á “to do” listanum mínum langa nema helst með glerplötu, ég er þó að hallast að því að svona svört viðarplata sé alveg málið og það gæti einnig leyst vandamálið sem ég sá við það að vera með glerborð + barn!ikea_diy_magasinhylla_inspiration_1

Einfaldari gerast varla heimatilbúin húsgögn! Hér er einfaldlega keypt borðplata (Säljan) og í þessu tilfelli með marmaraáferð og síðan eru myndarammahillur festar á. Þessar hillur eru draumur fyrir þann sem hefur gaman af því að raða…

ikea_diy_magasinhylla_inspiration_2ikea_diy_magasinhylla_inspiration_3

Myndir : Karl Andersson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_1

Og þá er það sófaborðið sem brátt verður mitt – ég veit vel að ég hef margoft talað um svona borð og ég á það til að endurtaka mig ansi oft með vissa hluti. En þetta borð er jafnvel orðið einfaldara en mig hefði grunað, því þau hjá Ikea einfaldlega límdu hjólin við plötuna (Ekbacken) – ekkert vesen að bora! Ef ég hendi mér ekki í þetta verkefni núna þá veit ég ekki hvað:)

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_2

Myndir : Ragnar Ómarsson via Ikea

ikea_beton_pa_hjul_inspiration_3

Algjör draumur til að stilla upp uppáhalds bókunum í bland við smá punt – LOVE IT!

Hvernig lýst ykkur á?

 svartahvitu-snapp2-1

Montana vs. EKET

HEIMILIÐ MITT

Montana hillur mega sko alveg verða mínar.. en ég var ekki að fara eyða svo miklum pening í tvær fyrirferðalitlar hillur, sem henta jafnvel bara akkurat núna í þetta rými. Kannski myndi ég kaupa þær fyrir framtíðarhúsnæðið.. kannski bara aldrei… allavega kaupi ég þær alls ekki þegar ég finn svona fínar frá IKEA sem líta nánast eins út. Auðvitað eru gæðin talsvert lakari. En þegar kemur að tveimur saklausum hillum þykir mér algjör óþarfi að eyða 110 þúsund krónum í þær. Ég keypti þessar tvær í IKEA og setti þær í forstofuna. Við geymum lykla í öðrum skápnum.

screen-shot-2017-02-18-at-4-57-05-pmscreen-shot-2017-02-18-at-4-56-36-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-45-pm screen-shot-2017-02-18-at-4-56-53-pm

Blómapottinn keypti ég í IKEA, plöntuna í Garðheimum og glerhausinn keypti ég í Bandaríkjunum. Vinur minn hann Eyjó var með mér þegar ég keypti hann. Ég var ólétt og því hélt hann á honum fyrir mig ásamt öðru dóti. Það kom því ekki annað til greina en að skíra glerhausinn Eyjó. Ég rauk að glerhausnum í búðinni.. mér fannst hann geggjaður. Ég er svo sem ekki viss um að Eyjó hafi þótt hann jafn flottur. En mikið sem við hlóum… eflaust var þessi glerhaus búinn að vera til í einhverja mánuði án þess að einhver liti við honum.

Með hurð: fæst hér.
Án hurðar: fæst hér.

karenlind1

New in: White Couch

HomeInterior

I am in nesting mood and finishing our home on step at the time before the twins arrival. We always wanted a big cosy couch to crawl up in and I know maybe white is not the most practical choose when expecting twin boys but IKEA sells covers for the couch and it is washable so we took a chance on having a white couch ;)

Love,

L

SÓFADRAUMUR : IKEA SÖDERHAMN

IkeaÓskalistinn

Þó svo að sófakaup séu ekki efst á forgangslistanum mínum í dag þá kemur það ekki í veg fyrir að ég spái í mínum næstu sófakaupum. Söderhamn frá Ikea hefur verið á óskalistanum mínum í nokkur ár en hann var að koma út rétt eftir að ég fékk mér minn Karlstad sófa sem er einnig frá Ikea, ég hefði annars mögulega valið þann fyrrnefnda enda afar flottur að mínu mati, minimalískur, stílhreinn og töff – ég tala nú ekki um þann möguleika að hægt er að kaupa fölbleikt áklæði á hann þrátt fyrir að ég fengi það seint í gegn. Söderhamn er einingasófi og því hægt að bæta við sófann að vild, sætum, legubekk, armpúða eða skemil. Ég sé fyrir mér þriggja sæta + legubekk í gráu áklæði þar sem hvítt er alltof ópraktískt fyrir mitt heimili.
Living-room_above_760

Living-room_stylizimo_760

Ég hef margoft skoðað þennan sófa og það kom fyrst á óvart hversu þægilegur hann er þrátt fyrir að sætispúðarnir séu þynnri en við erum vön að sjá. Þetta er nefnilega algjörlega sófi til að kúra í yfir bíómynd!Bunadspledd_Andreas-Engesvik_760

Nina hjá Stylizomo blogginu hefur átt sinn Söderhamn í smá tíma og hefur prófað bæði ljóst og dökkt áklæði og komu báðir mjög vel út, mér finnst góður kostur að geta skipt um áklæði á sófa þá bæði til að þrífa en einnig til að breyta til. Því hver veit nema ég fái einn daginn að splæsa í bleika áklæðið á okkar framtíðarsófa. Allar myndirnar eru fengnar frá Ninu hjá Stylizimo.
b2bc85a477a7f6386e8d5626c88a70ba Ég viðurkenni að allir mínir sófar hafa verið frá Ikea, sá fyrsti var Klippan þegar ég var unglingur, næst komu sófarnir á okkar fyrsta heimili en það voru sömu sófar og mamma og pabbi byrjuðu að búa með nema þremur áklæðum síðar, týpan á sófunum hét Tibro en þeir lifa enn góðu lífi í dag 35 árum síðar. Næst var svo Karlstad sófinn góði og ég krossa fingur að ég komist yfir Söderhamn sófa núna í vor en það eru nokkrir hlutir sem sitja á óskalistanum mínum fyrir stofuna og þeir eru allir í stærra lagi.

svartahvitu-snapp2-1

DIY : TRYLLTUR HÖFÐAGAFL

DIYHugmyndirIkea

Hún Pella vinkona mín Hedeby er sú allra smartasta ef ég hef ekki sagt ykkur það milljón sinnum áður. Hún starfar sem stílisti meðal annars fyrir sænska risann Ikea og gerir þar hverja snilldina á eftir annarri. Nýjasta verkið er heimatilbúinn höfðagafl sem er einfaldlega úr málaðri MDF plötu en mesta snilldin er að á bakvið gaflinn eru festar nokkrar myndarammahillur úr Ikea sem er fullkomin lausn fyrir bækur til að grípa í fyrir svefninn. Trixið er þó að mála höfðagaflinn í sama lit og vegginn til að ná fram þessari fallegu dýpt eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_1 ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_2_2

Ljósmyndir: Ragnar Ómarsson via Ikea 

Myndirnar birtust á Ikea blogginu / Ikea Livet Hemma sjá hér. Alveg fullkomið heimaföndur ekki satt? Hvað segið þið var ekki einhver hér að leita sér að næsta DIY verkefni:) Skiljið endilega eftir athugasemd eða smellið á like hnappinn ef ykkur líkaði færslan.

skrift2

– Decorate with Plants –

HomeInterior

When I feel like a change is needed at home I usually start with buying new flowers. For me flowers brings more of a “cosy” feeling to the home and like our home both walls and floors are white and it needs more cosynes to the decoration to make it feel like a home. Most my of flowers I buy at IKEA or a flower wholesale here in Iceland.

 29.01

Poster from Playtype/NORR11, Frame IKEA, Chair Kartell, Flower IKEA, Basket Petit.is (sold out)

29.02 29.03

Flower IKEA / Old Pot / Tray Søstrene Grene

29.06

 

Love,

L

IKEA Í SAMSTARF VIÐ HAY & TOM DIXON!

HönnunIkea

Risa fréttir úr hönnunarheiminum! Ikea tilkynnti fyrr í dag um samstarf þess við bæði HAY og Tom Dixon og á fyrri línan að koma í verslanir í ágúst 2017 (Hay) og seinni línan (Tom Dixon) kemur út í janúar/febrúar 2018. Mjög löng bið en hún verður pottþétt þess virði:) Ég er ekki frá því að þarna sé á ferð nokkur af mínum allra uppáhaldsmerkjum og á ég því von á æðislegri útkomu frá þessum samstörfum, annað er hreinlega ekki hægt. Eitt af nýjustu samstörfunum hjá Ikea er annars Sinnerlig línan frá Ilse Crawford sem heppnaðist einstaklega vel að mínu mati. Það er frábær þróun að fylgjast með öllum þessum spennandi samstörfum hjá hönnunarmerkjum í dag, hvort sem það sé H&M eða IKEA það er alveg sama hversu stór þú ert eða frægur, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt af öðrum:)

tom-dixon-hay-ikea

02_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon 05_IKEA_DDD_HAY_Tom_Dixon

Ég er ofur spennt! En þið?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

IKEA 2016

HönnunIkea

Eins og sönnum hönnunarnörda sæmir þá vakti ég frameftir í gær að skoða fréttasíðu Ikea / ikea.today þar sem hægt er að fylgjast með þróun mála úr innsta hring. Ikea heldur að sjálfsögðu áfram með allskyns spennandi samstörf við þekkta hönnuði en síðasta línan SINNERLIG gerð af Ilse Crawford  í samstarfi við Ikea fór varla framhjá neinum sem les hönnunarblogg. Ég bíð spennt eftir 2017 línunni sem gerð er í samstarfi við Piet Hein Eek og ég krossa fingur að ég verði hrifin af útkomunni því mikið sem mig langar til að eignast hlut eftir þann frábæra hönnuð. PS línan 2017 lumar líka á nokkrum spennandi nýjungum sem ég sá en núna erum við að tala um alltof langt fram í tímann fyrir minn smekk. VIGTIG línan 2016 sem gerð er í samstarf við ástsælu sænsku glerlistakonuna Ingegerd Råman lofar mjög góðu en myndir af henni má sjá hér að neðan. SVÄRTAN línan 2016 lofar einnig mjög góðu en hún er gerð í samstarfi við fatahönnuðinn Martin Bergström og er eitthvað sem ég hlakka mikið til að sjá lokaútkomuna úr.

VIGTIG
first-prototypes-VIKTIGT-1 Skarmavbild-2015-12-29-kl.-17.16.24 first-prototypes-VIKTIGT-2 Viktig-698x1024

Og svo er það SVÄRTAN sem ég get varla beðið eftir að sjá með eigin augum

svartanikeablacktable-731x1024 d345697fa87329212d10038ba8c7c904

Svarthvítu mynstrin eru sérstaklega spennandi og verða eflaust falleg á rúmfötum eins og Martin talar um að verði partur af línunni. Þessi hliðarborð eru líka mjög falleg, minna óneitanlega á Tablo tray table frá Design House Stockholm en falleg eru þau. Þessi stóra skál er líka eitthvað sem ég þarf að skoða nánar!

Er ég nokkuð ein að vera spennt fyrir þessum línum? Ég er mjög hrifin af þessari nýju nálgun hjá Ikea hvernig þessar vörulínur bera ekki þann keim að vera fjöldaframleiddar þrátt fyrir að það séu þær vissulega. Fílingurinn er dálítið að þetta sé “ekta” ef þið vitið hvað ég á við. Það lítur út fyrir spennandi ár hjá vinum mínum í Ikea, og ætli ferðirnar þangað verði ekki ófáar eins og vanalega. “Ég þarf bara að kaupa kerti….”

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

NÆSTU DAGAR

Fyrir heimiliðIkeaSkrifstofa

Þá eru 10 dagar búnir af árinu og ég get ekki sagt annað en að þeir hafi verið mjög viðburðarríkir hjá mér. Við komum heim frá London um helgina og það sem það var gott að byrja árið á smá ferðalagi og mögulega smá búðarrápi þó svo að þetta hafi ekki beint verið verslunarferð. Eitt af mörgum markmiðum sem ég setti mér fyrir árið var þó að kaupa minna og kaupa betra en það stoppaði mig þó ekki að kíkja við í H&M Home og næla mér í nokkra hluti fyrir heimilið sem ég ætla að sýna ykkur í vikunni. Eftir að ég kom heim beið mín þó haugur af verkefnum sem ég er enn að grafa mig í gegnum en í vikunni fer allt aftur á fullt hér á blogginu eftir dálitla blogglægð af persónulegum ástæðum. Það sem er þó helst að frétta er að ég skráði mig í lok síðasta árs í námið sem ég var búin að segja ykkur frá, sjá hér, og er því að byrja í því núna í janúar og mikið sem ég er spennt fyrir að fá þetta nýja verkefni í hendurnar, það er varla til betri leið að byrja nýtt ár en að prófa eitthvað glænýtt og brjóta aðeins upp hversdagsleikann. Ég eignaðist einnig á dögunum draumadagbókina mína frá Munum Dagbók  og það sem ég held að ég muni komast yfir mörg verkefni með þessa dásemd í farteskinu, sýni ykkur hana betur í vikunni!

Þar sem að ég er að blaðra um nýja námið mitt er tilvalið að láta fljóta með myndir af fallegri skrifstofu stíliseraðri af vinkonu minni henni Pellu Hedeby fyrir Ikea livet Hemma, en ég þarf svo sannarlega að taka vinnustofuna mína aðeins í gegn til að geta komið mér vel fyrir þar með skólaverkefnin. Skrifborðið mitt er nefnilega inni í barnaherberginu og hefur það undanfarna mánuði aðeins týnt tilgangi sínum og er í þessum skrifuðu orðum á kafi í barnafötum:)

ikeahippaHINDOinspiration1-768x1024

Pella er alveg meðetta þegar kemur af smart uppstillingum og fallegu litavali.

ikeahippaHINDOinspiration2-768x1024

Hér að neðan eru einnig myndir stíliseraðar af Pellu Hedeby fyrir Ikea livet hemma síðuna, ekki beint skrifstofutengt en þó féll ég alveg fyrir myndaveggnum á bakvið eldhúsborðið. Það er alltaf góð hugmynd að hafa einhverskonar innblástursvegg í vinnurýminu okkar og fylla hann þá af myndum og setningum sem gefa okkur innblástur, gleði eða hugmyndir og um að gera að breyta uppsetningunni á myndunum reglulega til að fá sem mestu úr því.

ikealjusrosaDOCKSTAinspiration1-768x1024 ikealjusrosaDOCKSTAinspiration2-768x1024

 Myndir: Ikea livet hemma / Stílisti: Pella Hedeby

Þessar myndir veita mér svo sannarlega innblástur, núna er það bara að finna tímann til að koma öllum hugmyndunum mínum í verk. Ég vona að þetta nýja ár sé að leggjast vel í ykkur og að þið hafið eitthvað til að hlakka til á komandi mánuðum!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111