HEIMA: IKEA NÝJUNGAR

HOME

English Version Below

Þið sem fylgið mér á Instgram fenguð óvenjulega hlið af mér í vikunni þegar ég sýndi mikið frá heimili mínu. Um er að ræða IKEA ferð fyrri daginn þar sem ég ákvað á staðnum að taka út mínar uppáhalds vörur í versluninni. Daginn eftir hélt ég áfram þar sem ég sýndi tvær af þeim vörum sem fóru með mér heim. Í kjölfarið fékk ég svakaleg viðbrögð, þau mestu síðan að ég byrjaði á Instagram story sem er kannski vísbending um að ég eigi að breyta mínu bloggi yfir í heimilisblogg – watch out Svana ;) Ég vaknaði allavega á miðvikudegi með fjöldan allan af fyrirspurnum frá allskonar fólki, sem er auðvitað bara frábært, ykkur er alltaf velkomið að senda mér línu.

Eins og oft þá ætlaði ég ekki að kaupa neitt sérstakt í þessari IKEA ferð heldur aðallega að komast aðeins frá tölvunni og í smá jólaskap með fjölskyldunni og bragða á kjötbollunum frægu. Planið fór út um gluggann því ég keypti auðvitað slatta af hlutum (nokkra eftir íslenska hönnuði) og tvær stærri, fyrirfram jólagjafir – eitthvað sem er búið að vera á “to buy” listanum í lengri tíma. Bæði mjög góð kaup sem ég ætla að segja ykkur betur frá.

Þetta er mitt heima .. orðið voða kósý –

1. TEPPI –

Teppið er því miður ekki til á Íslandi .. svo það komi strax fram. Þið eruð samt mörg sem búið erlendis sem lesið bloggið mitt svo ég vona að það verði ekki allir leiðir. Þetta tiltekna teppi heitir IBSKER og mun mögulega koma í sölu á Íslandi næsta sumar ef allt gengur eftir (upplýsingar sem ég fékk hjá IKEA á Íslandi). Ég er voða glöð með það í mína stofu, nú er hún mun betur innrömmuð en áður. Teppi búa til svo hlýlegt yfirbragð og þetta er sérstaklega notalegt, úr 100% ull og á því að hreinsa sig sjálft að einhverju leiti.
Einhverjir eiga þó eftir að fussa yfir því að ég sé að kaupa mér hvítt teppi með tvö börn á heimilinu (annað undir 2 ára) eeeen maður verður að lifa svolítið á brúninni ekki satt?

2. Borðstofuborð

Við Gunni erum búin að láta okkur dreyma um nýtt borð í lengri tíma. Við höfum setið við sama borðið síðan að við fluttum til Svíþjóðar fyrir 8 og hálfu ári síðan og fannst kominn tími til að endurnýja. Svo það fylgi sögunni þá var gamla borðið af loppemarkaði og kostaði um 2000kr. Ekki að það sé neitt slæmt en það átti samt að vera bráðabirgða kaup .. fyrir löngu síðan.

Draumaborðið er frá Norr11 en fjárhagurinn sagði okkur alltaf að bíða örlítið með þau kaup. Við erum vissulega ekki í framtíðarhúsinu og því verður að vanda valið þegar kemur að stærri kaupum fyrir heimilið. Við höfðum augastað á IKEA borði þegar samtarf milli sænsku snillana og dönsku HAY fór í sölu fyrr í haust. Við létum þó ekki verða af því að að fara í verslunina að skoða borðið heldur dáðumst bara af því á myndum. Í þessari IKEA ferð mundum við eftir því aftur en það var hvergi sjáanlegt enda kláraðist þessi lína hratt á sínum tíma. Allt kom fyrir ekki en borðið beið okkar svo í niðurlækkuðu deildinni við kassana þar sem sýningareintakið (í toppstandi!) var komið á sölu á 40% afslætti. Við því ekki lengi að slá til! Borðstofuborð fyrir 15.000 krónur fór með okkur heim og mér finnst það gullfallegt!

___

Þetta eru aðrar vörur sem heilluðu – inná bað, í barnaherbergið, sniðugar gjafir, falleg ljós og svo framvegis og auðvitað allt á ótrúlegu verði.

Bergþóra hjá Farmers Market á heiðurinn af þessum púðum –

Teppið góða –

Ég keypti tvö svona box – annað þeirra fyllti ég strax af tímaritum sem áður voru á gólfinu.

Íslenskt jólaskraut eftir Jón Helga vöruhönnuð –

 

 

Ég þarf greinilega að vera duglegri að birta myndir frá heimili mínu þar sem þið virðist mörg hafa áhuga á slíku. Áramótaheit fyrir 2018 … og það styttist heldur betur í það árið.

Vonandi héldu einhverjir út og lásu þennan langa bloggpóst alla leið. Skál fyrir ykkur!

//

My very long blog about my Ikea trip this week. To make a long story short we made some surprise purchase – dining table and a light rug for the living room. We are so happy with both of them! I also tried to show you some good ideas that you can find for good price.

God bless IKEA – most of the time at least, sometimes the trips becomes disaster.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

JÓLAINNLIT HJÁ IKEA

HeimiliIkea

Við fjölskyldan kíktum í Ikea í vikunni til að kaupa piparkökuhús – þó svo að eitt og annað læðist alltaf líka með. Ég er alltaf jafn hrifin af jólunum hjá þeim, jólaskreytingarnar eru sérstaklega fallegar og svo nældi ég mér líka í svartan innpökkunarpappír, ég er hrifnust af einföldum jólapappír sem er svo skreyttur með borðum og fleiru. Eftir að ég kom heim var það fyrsta sem ég gerði að kíkja inn á Livet Hemma Ikea síðuna sem ég held svo mikið upp á og fann þar þetta fallega jólalega innlit. Það er reyndar ekkert jólatré að þessu sinni, enda fæst ykkar komin með tréð upp. En ljósaseríur, stjörnur og grænar greinar gefa líka jólastemmingu.

Aðeins 16 dagar til jóla svo það er alveg tímabært að við “jólum” yfir okkur.

Myndir via Ikea Livet hemma 

Ég er sérstaklega hrifin af gærupúðunum sem er partur af vetrarlínunni í ár og takið svo eftir hvað himnasængin er falleg skreytt með seríum, einfalt en rómantískt ♡

Örlítið jólaskraut

HEIMILIÐ MITT

.. ég er svo sem ekki mikið fyrir að skreyta inni hjá mér en aftur á móti finnst mér æðislegt þegar hús eru skreytt utandyra… Fallegast þykir mér að setja óendanlega mikið af seríu á eitt tré, eins og sést gjarnan í miðbænum. Ég er mjög hrifin af hvítri seríu og finnst fátt jólalegra.

Ég keypti nokkrar greinar í gær og skellti í vasa.. ótrúlega einfalt en minnir mann samt á að jólin eru handan hornsins. Svo kemur í ljós hvor vinni slaginn, meira jólaskraut eða ekki? ..ég vil minna en Davíð meira :)

Efsta mynd

Vasi: Dora Maar
Stórt kerti: Ikea
Jólatré: Söstrene Grene
Salt og piparskálar: Dora Maar
Marmarabakki: Marshalls
Greni: Bónus

Neðsta mynd:

Bakki: VIGT
Kerti: Altariskerti VIGT
Glerkrukka: Undan Yankee Candle kerti


HOME DETAILS

GRIKKLANDHEIMAINTERIORPERSÓNULEGT

Ég er búin að vera allt of lengi að koma þessaru færslu hérna inn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er smá, ogguponsu, pínulítið stressuð að ýta á publish. Ég hef aldrei sett inn færslu sem inniheldur myndir af heimilinu mínu! En ég setti könnun í Instagram stories um daginn þar sem ég spurði hvort fólk hefði áhuga á svona færslu og 99% svöruðu já.

Við Arnór erum búin að koma okkur vel fyrir hérna í Grikklandi en við fluttum hingað í júlí. Íbúðin okkar er mjög stór og björt og gæti auðveldlega rúmað miklu fleiri húsgögn og muni, en við höfum allan tímann passað okkur að fylla íbúðina ekki af dóti. Maður veit aldrei hvenær kemur aftur að því að flytja, panta flutningaþjónustu og pakka niður. Svo er ekkert sjálfsagt að við munum búa í jafn stóru húsnæði á næsta áfangastað.

Ég tók bara details myndir í þetta skiptið af hinum ýmsu hlutum heima hjá okkur. Ætla að taka fram hvaðan flestir hlutirnir eru en ef það er eitthvað sem ég gleymi eða þið hafið spurningar um, ekki hika við að skilja eftir comment eða senda mér línu.

Bakki: Zara homeSpegill: HAYPlöntuboxið og pottarnir eru frá Ferm Living. Ég pantaði hér.Uppáhalds hluturinn minn á heimilinu. Perlufíll sem ég fékk í jólagjöf þegar við héldum jólin í Cape Town í Suður Afríku fyrir tveimur árum. Ég verð þar aftur þessi jól og hlakka til að eignast fleiri fallegar minjar þaðan.Stólana keyptum við hérna í Aþenu. Þeir eru frá danska merkinu BoConcept og heita Adelaide. Ég er svo ótrúlega ánægð með þá! Hægt að skoða þá nánar hér. Hef líklega aldrei verið jafn væmin í mér og þegar ég pantaði þetta plakat. Þetta er bara svo fallegt og okkur finnst mjög gaman að rifja upp hvar og hvernig við hittumst fyrst :-) Lampann fékk ég á markaði í Cape Town, vasinn er úr Zara home og kollurinn IKEA. 

Ef þið höfðuð gaman af blogginu endilega smellið á like eða hjartað! Mér þætti mjög vænt um það.

Andrea Röfn

Fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

10 ÓSKIR FYRIR VETURINN

Óskalistinn

Áður en ég dembi mér í árlegu jólagjafahugmyndirnar þá mátti ég til með að setja einn óskalista saman fyrir mig – 10 óskir. Ég hef undanfarið verið nokkuð sparsöm og er orðin mjög passasöm upp á það hvaða hlutir bætast við heimilið okkar. Það er þó erfitt að vera sparsamur þegar manni vantar hreinlega hluti eins og í mínu tilfelli núna en þar má nefna krem, maskara, húfu, jógahandklæði og annað fínerí – sem er klárlega nauðsynlegt fyrir sálina eða er það ekki annars?

// Húfa frá COS, ég hef átt eins í bleiku en týndi henni því miður. // Svartar morgunverðaskálar frá Bitz sem ég er nýbyrjuð að safna, fást t.d. í Dúka, Snúrunni og Bast. // Kertastjaki og glervasi frá Ikea, sé fyrir mér að það sé fallegt að setja smá jólapunt ofan í. // Steingrá rúmföt frá Winston Living, sá líka svona kolsvört sem eru væntanleg – hrikalega flott. Sjá meira úrval hér. // Hvatningararmband frá Daniel Sword, ég gæti hugsað mér fleiri í safnið, Dúka. // Tyrkneskt handklæði frá TAKK home, sjá sölustaði hér. // Ég er lítið fyrir að prófa endalaust af snyrtivörum, ef ég finn eitthvað sem er gott þá vil ég nota það áfram. Clinique eru góðar vörur og eruð þið að sjá hvað þessar umbúðir eru fallegar á litinn♡// Mjúkur og loðinn púði frá Ikea. // Gyllt ígulker sem borðpunt, einstaklega fallegt og svo öðruvísi en við sjáum oft, frá Winston Living.

BLEIKUR DAGUR ♡

HeimiliPersónulegt

Bleiki dagurinn getur ekki verið annað en einn af mínum uppáhalds dögum. Bleiki dagurinn er vissulega gerður til þess að vekja athygli á bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini hjá konum og ótrúlegt að sjá hvað margir taka þátt í að vekja athygli á þessu fallega og góða málefni. Ég skellti mér í kimono skreyttum bleikum blómum og með bleikan trefil en gleymdi þó varalitnum og naglalakki sem var á planinu en það mætti þó segja að það sé bleiki dagurinn alla daga ársins á mínu heimili. Ég elska jú bleikann eins og þið mörg vitið nú þegar – ég deili því bleikum heimilismyndum í tilefni dagsins.

Ég er alltaf mikið spurð út í sófaborðið mitt, en það er úr Svartan línunni frá Ikea sem kom í takmörkuðu upplagi, sófinn Söderhamn er einnig frá Ikea og toppaði ást mína á bleikum.

Ég er fyrst núna að sjá hvað Finnsdóttir vasinn er skakkur í hillunni haha.. Hillan er hinsvegar Besta frá Ikea og ég sleppti að setja á hurð. Við skulum kalla þetta verkefni í vinnslu. Þessi gullfallegi spegill er eftir vinkonu mína Auði Gná sem hannar undir nafninu Further North – hægt að kaupa spegilinn hér. 

Blóm í vasa gera svo mikið fyrir heimilið, þessi komu með mér heim eftir heimsókn til ömmu í gær sem fagnaði 80 ára afmæli og þurfti að losna við nokkra blómvendi ♡

Þessi fallegu silkiblóm fékk ég nýlega í Byko og mér finnst þau æðisleg, ég er nefnilega að reyna að minnka óþarfa eyðslu og ég var farin að leyfa mér ansi oft blómvendi. Þessi uppfylla að miklu leyti þörf mína fyrir að hafa falleg blóm í vösunum mínum:)

Þið skiljið bara eftir línu ef það er eitthvað annað sem ykkur langar til að vita.

TALIÐ NIÐUR : IKEA X HAY

Ikea

Það eru aðeins nokkrir dagar í það að samstarf Ikea og HAY verði frumsýnt en 5. október er dagurinn! Ef þið eruð með augun á ákveðnum hlutum þá mæli ég með því að mæta tímalega til að tryggja ykkur það sem ykkur langar í, ef ég væri á landinu á fimmtudaginn 5. október þá yrði ég sú fyrsta til að mæta. Ég held sérstaklega mikið upp á bæði hönnunarfyrirtækin og á ýmislegt frá báðum aðilum og varð yfir mig glöð þegar ég fyrst frétti af þessu samstarfi. Ikea x Hay línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, stærri húsgögn, sófar og stofuborð ásamt skrautmunum og þar má einnig nefna klassíska Ikea pokann í nýjum litum.

“Þó að IKEA og HAY starfa innan sama geira, snérist samstarfið ekki um að sameina tvo andstæðinga, heldur nýta sköpunargáfu og reynslu í sterku samstarfi. IKEA er með yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslu, en HAY hefur ástríðu fyrir hönnun og YPPERLIG er niðurstaða þessarar samvinnu. Þegar vandamál komu upp á meðan samstarfinu stóð voru þau leyst á fljótlegan og auðveldan hátt – og í anda IKEA átti það sér iðulega stað á verksmiðjugólfinu. Í gegnum ferlið voru fyrirtækin tvö stöðugt að ögra hvort öðru, stöðugt að fínpússa hverja vöru þar til báðir aðilar voru ánægðir. Niðurstaðan er vörulína full af stílhreinum hversdagsvörum hönnuðum til að vera notaðar og elskaðar ár eftir ár.”

  

    

Myndir: Ikea og Livet Hemma 

Þetta samstarf er algjör draumur og heldur betur biðarinnar virði. Sófinn á síðustu myndinni kemur vissulega ekki á næstu mánuðum en hann varð að fá að fylgja með enda algjör meistarasmíði. Ég er með augun á nokkrum hlutum, og er spennt að sjá hvort eitthvað verði eftir þegar ég kem aftur heim úr ferðalaginu. Ég krossa fingur x

HANN ER MÆTTUR! IKEA BÆKLINGURINN 2018 ♡

Ikea

IKEA bæklingurinn kemur með haustið það er alveg á hreinu – minn rataði inn um lúguna mína í gær og hjartað tók auka slag. Það kemur fáum á óvart sem hafa lesið bloggið lengi að ég hreinlega elska IKEA og er ég nú þegar búin að fletta hverri síðu tvisvar sinnum. Á næstu dögum munu þið líklega öll vera komin með ykkar bækling í hendur – og þið megið bíða spennt því þessi er algjört æði. Rauði þráðurinn í gegnum allan vörulistann er þemað Gefðu lífinu pláss þar sem horft er út fyrir hefðbundnar uppsetningar á heimilinu – en ég get ekki sleppt því að nefna fallega bleika litinn sem einkennir bæklinginn að þessu sinni. Ég á tvo uppáhalds IKEA hluti í stofunni minni og þeir eru einmitt báðir bleikir, því var vel við hæfi að taka mynd af bæklingnum þar – hjá bleika Söderhamn sófanum mínum og bleika Hella Jongerius vasanum ♡

Ég valdi nokkrar myndir úr bæklingnum til að sýna ykkur og er nú þegar búin að setja nokkra hluti á óskalistann minn.

Núna er haustið komið – takk IKEA!

HAY X IKEA : FYRSTU FRÉTTIR

Hönnun

Ypperlig heitir línan sem er afrakstur samstarfs HAY og Ikea og verður frumsýnd í október. Ég hef beðið mjög spennt eftir þessu samstarfi því um er að ræða mín uppáhaldsmerki + verslun. Um er að ræða fallega línu af húsgögnum og smáhlutum í mínimalískum stíl, sófi, hillur, kertastjakar og fleira. Hillurnar vekja athygli mína en þær minna mjög á vinsælu Woody hillurnar frá HAY en verða þá núna líklega á lægra verði…

Þetta er aðeins brot af línunni hér að ofan, ég er mjög spennt fyrir framhaldinu! Hvernig lýst ykkur á?

HAUSTIÐ 2017 HJÁ IKEA

Ikea

Þvílíkur dásemdardagur – haldið þið ekki að Ikea hafi verið að senda frá sér stórkostlegar myndir af því sem við eigum von á í haust. Stíliseringin er ólík því sem við höfum séð áður og stemmingin smá suðræn með flamingo fuglum og tropical laufum ásamt sterkum og djúpum litum og elegant yfirbragði. Ég er vissulega komin með nokkra hluti á lista hjá mér eftir að hafa rennt yfir þessar myndir og get ekki beðið eftir að skoða þessar vörur í haust.

Myndir via Ikea

Ný og spennandi húsgögn, falleg víragrind undir myndir og minnismiða, gyllt hnífapör, leðurhöldur á innréttingar, nýjar mottur, lampar og svo margt annað fallegt. Hvernig finnst ykkur?