fbpx

MARKERAD EFTIR VIRGIL ABLOH FER Í SÖLU Á MORGUN – SVONA GETUR ÞÚ EIGNAST VÖRU

SAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við IKEA á Íslandi

Nú er komið að því – MARKERAD línan eftir Virgil Abloh fer í sölu í IKEA á morgun! Þið sem ætlið að næla ykkur í vörur úr línunni þurfið að vera á tánum – meiri upplýsingar um það neðst í færslu.

Virgil, sem hefur klifið hratt upp metorðastigann síðustu ár, er nú einn eftirsóttasti hönnuður heims og mikill áhrifavaldur í þessum heimi. Virgil hefur unnið með stærstu vörumerkjum heims og virðast hæfileikar hans og sköpun sér engin takmörk eiga. Hann notar vinnuna sína til að kanna samspil nútímasjónlista og hönnunarkúltúrs og notar bakgrunn sinn í tískuheiminum til að hræra saman hámenningar – og götulist. Ég birti áhugavert viðtal við Virgil um samstarf hann við húsgagnarisann fyrr í vikunni – HÉR.

Virgil hefur þetta að segja um MARKERAD línuna:

„Hverjum hlut á að fylgja stolt. Ég vill að góð hönnun sé aðalástæðan fyrir því að fólk velji MARKERAD.“

Hér að neðan sjáið þið allar vörur línunnar og með fylgir verð og umsögn um hverja þeirra frá hönnuðinum sjálfum.

Stóllinn – 19.950 kr:

„Línan snýst um að draga hversdagslega hluti fram í sviðsljósið og færa þeim aukið vægi. Þegar við bætum hurðastoppara við fót á venjulegum stól sköpum við eitthvað óvænt, einhverja truflun“  
– Virgil Abloh

Sófarúmið – 49.850 kr:

„Draumar rætast á meðan þú vakir“  – Virgil Abloh                                                                                                                                              

Borðið – 39.950 kr:

Hugmyndin er sprottin úr skandinavískum módernisma frá 1950. Uppsetning og hráefni gefa borðinu létt yfirbragð og auðvelda samsetningu. Innbyggðir blindnaglar auðvelda fólki að smella fótunum á – án annarra tækja eða tóla.  – Virgil Abloh                                                                                            

Hvíta mottan – 9.990 kr:

“Kvittunin er vörumerki í sjálfu sér sem hefur verið breytt í list. Mér finnst að mottan geti bæði verið á gólfi og vegg – hvort sem er þá vekur hún athygli á sögu IKEA.  – Virgil Abloh                                                                                            

Græna mottan – 19.990 kr:

„Það eru alltaf undirliggjandi skilaboð í því sem ég geri. Örlítil írónía – og mannlegt eðli.“ – Virgil Abloh

Spegillinn – 24.950 kr:

Einkennandi og slétt yfirborð spegilsins er afbakað – spegillinn öðlast nýtt hlutverk og vekur upp hughrif.  – Virgil Abloh

Glerskápurinn – 29.950 kr:

Hirslur eiga ekki bara að fela óreiðuna, heldur einnig sýna hver þú ert. Notaðu glerskápinn til að miðla þínum persónuleika.  – Virgil Abloh

Klukkan – 3.990 kr:

Klukkan varð óvart til  þegar hönnunarteymið var í vinnusmiðju. Hugmyndin spratt út frá þrívíddarprentaðri fyrirmynd fyrir væntanlega IKEA línu. – Virgil Abloh

Pokarnir – 1.690/1990 kr:

Með því að setja orðið í gæsalappir, tekur Virgil Abloh það úr samhengi og ögrar áhorfandanum. Hver er hinn raunverulegi munur á poka og listaverki? – Virgil Abloh

Myndin – 11.990 kr:

Virgil vottar Leonardo da Vinci virðingu sína með upplýstri mynd af Mona Lisa. Útkoman brúar bilið milli notagildis og listar. Myndin er með baklýsingu og usb tengi – er þá hægt að hlaða símann í myndinni? Áhugavert!

Fleiri vörur úr línunni eru síðan sængurverasett (3.990 kr), púðaver (1.690 kr) og verkfærakassi (1.490).

Ég ætla að enda færsluna á að velja mitt uppáhald – ég fékk smá valkvíða því það er margt sem kallar á mig og ég er vægast sagt mjög peppuð fyrir þessu samstarfi. Ég elska þessi samstörf hönnuða við stóru fyrirtækin sem gefa okkur færi á að nálgast þeirra vörur og handbragð á viðráðanlegu verði.

Svona eignist þið vöru úr línunni:

MARKERAD línan kemur í sölu þann 1. nóvember í takmörkuðu upplagi og verður staðsett á sjálfsafgreiðslulagernum. Fyrirkomulagið verður þannig að hver viðskiptavinur getur keypt þrjá hluti úr línunni, þar af aðeins eina mottu á meðan birgðir endast.

Ég myndi velja:
Pokarnir (must), Spegillinn (trylltur), Sófarúmið (æðislegt), Græna mottan (list) …. þrír hlutir, telur pokinn nokkuð? vona ekki.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PROJECT ?

Skrifa Innlegg