fbpx

FALLEGAR HÖLDUR OG SKÁPAHURÐIR FRÁ SUPERFRONT

DIYFyrir heimilið

Superfront er sænskt hönnunarfyrirtæki sem býður upp á fallegar höldur, skápahurðir og fleiri vörur sem er sérstaklega hannaðar fyrir Ikea innréttingar. Ótrúlega sniðug lausn til að fá þetta sérhannaða útlit fyrir minni pening. Ég hef áður skrifað um Superfront en þá aðeins til innblásturs þar sem þau sendu þá ekki til Íslands. En gleðifréttir fyrir ykkur sem ekki vissuð en núna hægt að panta til Íslands. Ég hef verið að leita að hentugum höldum fyrir skápa í forstofuna okkar sem eru festar að innan svo ekki þurfi að bora í spegilinn og fann fallegar stílhreinar höldur hjá Superfront sem ég hef áhuga á að panta mér. Sendingarkostnaður er um 44 evrur svo það gæti verið góð hugmynd að panta með fleirum til að spara kostnað.

Sjáðu meira hjá Superfront.com

Sjá þessar fallegu innréttingar, ég er með augun á nokkrum hurðum líka sem væri gaman að setja inná baðherbergið. En það fær þó að bíða betri tíma –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // LÁTRASTRÖND

Skrifa Innlegg