FALLEGASTA SNYRTIVÖRUVERSLUNIN : NOLA

HönnunÍslensk hönnun

Ykkur gæti þótt það óvenjulegt að ég skrifi um snyrtivöruverslun en þessi fallega íslenska verslun er svo einstaklega vel hönnuð (og bleik) að ég hreinlega get ekki sleppt því að birta þessar myndir. Við erum að tala um NOLA sem er staðsett á Höfðatorgi en það voru þau Karitas og Hafsteinn hjá HAF sem hönnuðu verslunina í fyrra en þó voru þessar myndir aðeins teknar núna nýlega og eru þær alveg brakandi ferskar.

Þvílík draumaverslun og alveg er ég viss um að þessar myndir eigi eftir að flakka víða og veita mörgum innblástur. Ég fer alveg á flug þegar ég sé svona bleik og falleg rými. Enn ein fjöður í hatt HAF hjóna sem innan skamms opna sína fyrstu verslun – ég fæ að segja ykkur betur frá því sem fyrst. En þið getið byrjað að ímynda ykkur hversu falleg sú verslun verður!

Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson 

Hversu dásamlega falleg er þessi verslun og hönnunin alveg á heimsmælikvarða ♡ Það er hún Karin Kristjana Hindborg sem á Nola og ef ykkur langar til að sjá vöruúrvalið þá mæli ég með Nola.is eða að kíkja hreinlega í heimsókn. Ef ykkur líkaði við þessa færslu megið þið gjarnan smella á like-hnappinn eða á hjartað hér að neðan. Eigið góða helgi!

SVONA KEMUR INNANHÚSSHÖNNUÐUR SÉR FYRIR Á 44 FM

Heimili

Ætli það sé ekki ólíklegt að rekast á heimili innanhússhönnuðs og fá engar hugmyndir eða innblástur fyrir sitt eigið heimili? Þeir eru nefnilega almennt örlítið betri en við hin að hugsa í lausnum og nýta einnig hvern fermetra sérstaklega vel. Hér er um að ræða ekki nema 44 fm íbúð sem sænski innanhússhönnuðurinn Joakim Walles býr í hjarta Stokkhólms. Þegar fermetrar eru af skornum skammti þarf aldeilis að hugsa í lausnum og hér hefur Joakim tekist að koma sér einstaklega vel fyrir í þessari fallegu stúdíóíbúð. Sérsmíðuð opin hilla er notuð til að hólfa niður aðalrýmið og býr þannig til svefnherbergi sem er í senn vinnurými, hrikalega góð lausn og svo elegant þar sem á hillunum sitja allskyns listaverk og hönnunarbækur og verður því úr einskonar gallerí veggur.

Íbúðin var upphaflega hólfuð niður en Joakim reif allt út og endurskipulagði sem eitt opið rými.

Myndir via Nordic Design / Adam Helbaoui

Virkilega fallegt heimili og vel skipulagt. Við fyrstu sýn hefði ég giskað á að Joakim væri nokkuð fullorðinn maður miðað við val á innbúi og innréttingum svo það kom mér smávegis á óvart að sjá að hann er á mínum aldri. Einnig er skemmtilegt að sjá hvað íbúðin hefur breyst mikið á 5 árum eins og sjá má í þessu innliti hér. 

FORSÍÐUHEIMILIÐ FRÆGA

Heimili

Heimilið sem allir eru að tala um núna er án efa glæsilega heimilið sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa & Híbýla. Hér búa eigendur Borðsins sem er hverfisveitingarstaður og verslun á Ægisíðu. Eftir að hafa skoðað myndirnar vel og vandlega varð ég skyndilega mjög forvitin um veitingarstaðinn sem ég hef aldrei heimsótt og velti fyrir mér hvort hann væri jafn agalega smart. Niðurstaðan var að sjálfsögðu já, þar hefur einnig verið nostrað við hvern krók og koma og prýðir einnig sama fallega ljósakróna heimilið og veitingarstaðinn. “Borðið er fjölskyldufyrirtæki. Hjónin Rakel Eva og Friðrik og Martina og Jón Helgi eru eigendur staðarins ásamt Ómari Stefánssyni matreiðslumeistara og aðalkokki Borðsins. Ómar Stefánsson hefur komið víða við og sækir innblástur sinn í íslenska náttúru og danskar matargerðarhefðir.”

Hvernig væri nú hreinlega að skella sér í bíltúr út á Nes og kíkja við, ég er orðin spennt eftir að hafa legið yfir heimasíðunni þeirra, sjá hér í leit að myndum. En þó ætlum við að byrja á því að skoða myndirnar af þessari hönnunarhöll. Ótrúlegt en satt þá eruð það húsráðendur sjálfir, þau Martina og Jón Helgi sem sáu um alla hönnun á heimilinu sjálf en reka þau einnig hönnunarmerkið Pipistrello þar sem þau hanna vörur og rými. Þau Martina og Jón Helgi hafa augljósa ástríðu fyrir vönduðu handverki og hönnun og sést það glöggt á þeirra fallega heimili. Baðherbergið og eldhúsið er með því fallegra sem ég hef séð og efnisval í innréttingum og blöndunartækjum sýna okkur að hér eru alvöru fagurkerar á ferð og útkoman er listaverki líkust ♡

Takið eftir hvað stofan er skemmtilega skipulögð, hvernig borðstofan, gestastofan/sjónvarpsstofan ásamt lítilli nokkurskonar útsýnisstofu rúmast allar fallega í sama rýminu. Það er gert með því að leggja stórar mottur á gólfið sem afmarkar hverja stofu fyrir sig. Falleg lausn á þessu stóra heimili sem þó virkar svo hlýlegt og er fullt af karakter og sjarma. 

Fyrir ykkur sem eruð áhugasöm um ljósakrónuna fallegu þá er hægt að skoða margar samskonar ljósakrónur í þessum Sputnik stíl hér.

Þvílíkur demantur! Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá fleiri myndir ásamt frekari upplýsingum um þessa glæsilegu fasteign á fasteignavef Vísis, sjá hér. 

DRAUMAHEIMILI Í UNDRALANDI

HeimiliÍslensk hönnun

Undraland er mögulega fallegasta götuheiti landsins og er núna til sölu þar stórglæsilegt heimili mikils smekkfólks. Algjört draumaheimili að mínu mati og mikið lagt í innanhússhönnun þess með fallegum innréttingum og smekklegum lausnum. Hér hefur verið nostrað við hvert rými og hafa húsráðendur augljóslega góðan smekk og áhuga fyrir hönnun. Þrátt fyrir að húsið sé mjög stórt þá er mjög hlýlegur andi hér inni sem getur verið vandasamt verk í stóru húsi, allir hurða og gluggakarmar hafa verið málaðir svartir sem er hrikalega smart og ásamt dökkum innréttingum gerir það heimilið hlýlegra. Gömul tekk húsgögn með sál í blandi við vel valda hönnun og plöntur verður útkoman svona líka frábær, kíkjum í heimsókn!

0df4719a9926199990fb9f20d1290f5582d1dfc1 ed64b38dc8404b0130717e54e28da98785c5a6051e783c022deea89bfedb60e034c774b6b6c98a65 c5a6ef0b036eb02af1b22798d4d9fadcce4e67b155af49d4c9a67379994ec15278943ded778000f2a13185e56be8a44019db3d02695335a4036f29ca     85a87557a24b458de8360c1a074a1c7fb6403f23   742c1126acb1f30f2bb2d70d37ba77c7c220b376    d8a042d8515ecb8372eb91d0974f768458fc761e96568d4d512713af746d232a43da03a4d9014a23 4622411c48da555cef11aa340d9299c15f199edd

Baðherbergið er sérstaklega fallegt , með innréttingar í stíl við eldhúsið ásamt marmaraplötu. Takið eftir litlu smáatriðunum sem gera svo mikið fyrir heildar lúkkið, lítill vasi með blómum, ilmstangir og fallegar sápur.

57809492030f7cc325e3064bfee1321c52e658e1   618c0be244f4eea431ffe13b9f1308a143c4cffe   d3275219bf73bcf0436adb094e7a39fc496680ad

Hrikalega flott og skemmtileg barnaherbergi.

eeb958e8b7b98da7c86673e96cb8dfd907981fc789d01098451176f91a3c485658b8bf2a25d5594e

Myndir via Mbl.is/fasteignir

Fyrir áhugasama þá má finna fleiri myndir ásamt upplýsingum hér! Ég gæti hugsað mér að pakka niður strax í dag og flytja í þetta dásamlega hús, ég er alveg bálskotin.

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT: SJARMERANDI MEÐ FALLEGRI HÖNNUN

Heimili

Í dag er ég komin heim endurnærð eftir ferðalag norður um helgina í brúðkaup hjá mágkonu minni og sit við tölvuna á meðan sonurinn tekur lúr og skoða efni síðustu viku á “netrúntinum” mínum. Það er eitt heimili sem ég vil endilega sýna ykkur, það er svo sannarlega í þessum ástsæla skandinavíska stíl en þó með persónulegu yfirbragði og hlýlegt. Hér búa hjónin þau Tintin Bäckdahl sem starfar sem læknir og Marcus Badman sem starfar einmitt sem innanhússarkitekt -það er sumsé karlmaðurinn á þessu heimili sem er smekkmaðurinn að þessu sinni og hann kann sko sitt fag. Hér má finna gott bland af fallegri hönnun í bland við antík, Montana vírahillur ásamt flottu Artek stólunum eftir Alvar Aalto, það hefur ekki mikið borið á þeim hér heima þó svo að þeir séu alveg einstaklega flottir. Gólfsíðu þykku gardínurnar í svefnherberginu er síðan eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér heim til mín til að loka dagsbirtuna úti á nætunar…

Njótið –

hemmahos6-700x934SFD226BDE1B0AE34E41BCCAD3EBBFD8263A_xLivingroom-with-daybed-700x467hemmahos12-700x941

Ég er alveg sjúk í þetta eldhús, fíla hvað loftið og veggir eru hafðir hráir

SFD28D9729BFFB7485BABAD47D2B40179A2_x

SFD8D59D25EAADA4C45B448CEB1A9142C7A_xSFDCF759F6AA1054A4D8B1971216E05C4D7_xSFD8126C5D3F84B4328B53C42D8BE52497D_x

Verner Panton er greinilega í uppáhaldi á þessu heimili, vírahillurnar hans frá Montana ásamt Flower Pot lampanum fræga skreyta m.a. stofuna

Wooden-wall-cabinets-700x467

Einfaldur upphengdur Ikea skápur

SFDB4F23D274AEF447D929E9E02A2BA3D1B_x

Borðstofusettið er frá Artek og AJ standlampinn stendur fyrir sínu, ég er hrifin af “galleríinu” sem fær einfaldlega að standa uppvið vegginn

SFD8F2888A148BF4724A70D747047CAF881_x

Hjónin töluðu um í viðtali á síðasta ári að guli sófinn hafi þurft mikla sannfæringu en þau gætu ekki verið ánægðari með valið í dag

SFD77CB9A115DA2447E817E7B79956C4D5A_x

Það sem að mér þykir skemmtilegast við þetta heimili er að ég get alls ekki bent á alla hlutina og nefnt hvaðan þeir eru, -sem ég venjulega er ansi lunkin í

SFDAD86CA6A0A754B91B21EAB92F6162A32_x

Þessi mynd gefur mér hugmynd hvar ég eigi að hengja upp Flensted svana-óróann minn:)

hemmahos8-700x934

Smart stílisering á baðherberginu, við byrjum oft og endum daginn okkar á baðherberginu -um að gera að hafa smá lekkert

SFD0AB992F35BFB4CA8BD7B559E9C8B0B77_x-copySFDF7EC83C616AD4D7EB9CBC5F34B3ED827_x

Myndir via 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

FALLEGASTA BAÐHERBERGI ÍSLANDS?

BaðherbergiÍslensk hönnun

Ég á til með að deila með ykkur þessum myndum af fallegasta baðherbergi sem ég hef nokkurn tímann séð. Á þessu heimili býr innanhússarkitektinn Katrín Ísfeld og að sjálfsögðu hannaði hún baðherbergið sitt sjálf og er útkoman stórglæsileg! Notkun á litum í rýminu er nokkuð óvenjuleg og jafnvel loftið er málað í bleikum lit sem smellpassar við litapallettuna sem samanstendur af bleikum, bláum, gráum og grænum litatónum. Myndirnar tók ljósmyndarinn Rakel Ósk Sigurðardóttir en hún er algjör snillingur í sínu fagi. Ég get horft á þessar myndir aftur og aftur og er sannfærð um að hér sé mætt eitt fallegasta baðherbergi á Íslandi.

12743802_1283071928373429_7302854916499070627_n

Litapallettan einkennist af mjúkum og notalegum litum.

12745741_1283071921706763_8301819837149587180_n 12670927_1283071918373430_6035816484733928992_n 12743560_1283072038373418_7992553075891002684_n

 Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir 

 Myndirnar sá ég fyrst á facebook síðu Stúdíó Ísfeld – Innanhússarkitekt, en þar er hægt að fylgjast með Katrínu Ísfeld og hennar verkum, mæli með því fyrir hönnunaráhugasama!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Á ÓSKALISTANUM: BÓKIN INNI

BækurÍslensk hönnunÓskalistinn

Í dag kemur út bókin Inni sem sýnir yfirlit yfir hönnun Rutar Káradóttur síðustu árin og er gefin út af Crymogeu. Það þarf vart að kynna Rut fyrir ykkur en hún ber að mínu mati höfuð og herðar yfir flesta aðra innanhússarkitekta og er algjör fyrirmynd fyrir þá sem vilja feta þessa braut. Frá því að ég heyrði fyrst af útkomu þessar bókar vissi ég að ég yrði að næla mér í eintak, þetta er bókin til að hafa ofan á stofuborðinu og fletta upp í aftur og aftur það er ég viss um. Að minnsta kosti skyldueign fyrir okkur heimilis og hönnunarunnendur.

rut-bok.235350 850060

Ljósmyndarinn er enginn annar en Gunnar Sverrisson sem er einn reynslumesti ljósmyndari landsins þegar kemur að innanhússhönnun og smekklegum heimilum svo það er hreinlega ekkert við þessa bók sem gæti klikkað. Núna tel ég niður þar til að ég fæ mitt eintak í hendurnar, svo spennt er ég…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

SKYNDIÁKVARÐANIRNAR

PersónulegtSkrifstofa

Ég á það til að taka mjög oft skyndiákvarðanir, eiginlega of oft. Og jafnvel í málum sem skipta mig gífurlega miklu máli eins og þegar ég ákvað að flytja heim frá Hollandi, þá hringdi ég daginn eftir í fjölskylduna mína og tilkynnti þeim að ég væri hætt í skólanum og þá var mér ekkert haggað. Og ef mig langar í vinnu þá sendi ég einfaldlega póst á stjórnanda þess fyrirtækis á innan við hálftíma því annars gæti mér hreinlega snúist hugur. Ég ætla svo sem ekki að telja upp allar skyndiákvarðanir sem ég hef tekið því ég veit ekki hvað ykkur þætti um mig eftir þann lestur. En fjölskyldan mín er orðin vön þessu og stundum eru skyndiákvarðanir langbestar! Núna er ég að spá í að skrá mig aftur í skóla, en ég veit ekki hvort það sé sniðugt að taka slíka skyndiákvörðun? Ég hef nefnilega ekki almennilega fundið mig í því sem ég er að gera og er búin að vera leitandi í frekar langan tíma núna í fullri hreinskilni og ekki vitað hvert ég vilji stefna. Ég kláraði nám í vöruhönnun fyrir nokkrum árum en af og til hefur sú hugsun læðst að mér hvort að það nám hafi verið það rétta fyrir mig þó svo að námið nýtist mér ágætlega í dag. Ég hef nefnilega óbilandi áhuga á innanhússhönnun og fæ af og til fyrirspurnir að taka slík verkefni að mér, en mér finnst mér skorta upp á vissa fagþekkingu til að geta tekið slíkt að mér. Það er víst ekki nóg að hafa bara áhuga, það þarf líka að kunna til verka. Ég er þegar byrjuð að skoða skóla, en er að reyna að sitja á mér að drífa mig ekki að taka þessa ákvörðun, næsta önn hefst nefnilega 1.nóvember! En hversu gaman væri nú að fara aftur í skóla:)

Nokkrar flottar vinnuaðstöður í tilefni þess! Frá Pinterest síðu Svart á hvítu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HEIMILI TÍSKUSKVÍSU Í SVÍÞJÓÐ

Þetta fallega heimili er í eigu hinnar sænsku Jenny Hjalmarson Bolden sem gengur einnig undir nafninu Fru Stilista á Instagram, þið kannist kannski nokkur við skvísuna en ég hef áður birt myndir af heimilinu hennar enda er það eitt af þeim fallegri. Hún Jenny er einstalega smekkleg dama bæði þegar kemur að innanhússhönnun og tísku en hún rekur litla tískuverslun, Studio Stilista í smábænum Råå í Helsingborg, þangað væri mjög gaman að kíkja því fötin og fylgihlutirnir sem hún velur inn í búðina sína eru alveg í takt við heimilið, algjört æði.Screen Shot 2015-06-21 at 23.46.06

Þetta ljós hefur verið á óskalistanum mínum í mörg ár, Zettel’z eftir meistara ljósanna Ingo Maurer.

Screen Shot 2015-06-21 at 23.52.39 Screen Shot 2015-06-21 at 23.50.50 Screen Shot 2015-06-21 at 23.48.38 Screen Shot 2015-06-21 at 23.47.22 Screen Shot 2015-06-21 at 23.46.29 hemma-hos-fru-stilista-stol hemma-hos-fru-stilista-2 hemma-hos-fru-stilista-ovanvaning hemma-hos-fru-stilista-sovrum hemma-hos-fru-stilista-badrum-2 hemma-hos-fru-stilista-badrum hemma-hos-fru-stilista-arbetsrum-2 hemma-hos-fru-stilista-arbetsrum hemma-hos-fru-stilista-vardagsrum

Gullfallegt heimili!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI HÖNNUÐAR

Heimili

Hér má sjá ótrúlega fallegt og líflegt heimili innanhúss og garðahönnuðsins Dorthe Kvist. Stíllinn á heimilinu er skandinavískur með bóhemísku ívafi, það er nóg af plöntum í hverju horni en Dorthe er sérfræðingur þegar kemur að plöntum og görðum. Hún leggur mikla áherslu á persónulegan stíl og gæði og vill að bæði hlutir og plöntur endist lengi.

eventyr1-ykoIFUDSbaHWZPS1NHL96Aeventyr8-lGjOd10YH-rTm-V-oTmQhQ

 Sniðug heimatilbúin hilla úr leðurbandi og tréspítu.

eventyr2-A_3VlghJNHTrVuYmyIumUAeventyr11-Qx2hqp53YlbG-izBNLuqmQ eventyr3-fk9JDdEL9wX5EkbD7kU9JQ eventyr4-q8j2CiAvrAHwsbOStqsRvg eventyr5-olXZnG8e1Gv57vBseX9EJA eventyr6-yU5iEfpRB7h_HLLUHfhh3A eventyr9-DJ7gUlJr_nxAtnGNb0qN4w

Þetta heimili fær alveg 5 af 5 mögulegum stjörnum, ofsalega fallegt heimili með persónulegum sjarma. Nokkrar hugmyndir þarna sem mætti tileinka sér, litirnir, veggpuntið og svo auðvitað allar fínu plönturnar sem gefa heimilinu svo mikið líf.


Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421