fbpx

FALLEGT & LITRÍKT HEIMA HJÁ HÖNNU STÍNU

Íslensk heimili

Á þessum bjarta og sólríka degi er tilvalið að deila með ykkur einu glæsilegasta heimili landsins. Hér býr Hanna Stína innanhússhönnuður ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirðinum. Heimilið hefur farið víða og meðal annars prýtt forsíðu Húsa og Híbýla ásamt því að birtast í þættinum Heimsókn þar sem það vakti mikla athygli. Heimilið er einstaklega vel hannað, persónulegt, skemmtilega litríkt og gefur ótal margar góðar hugmyndir.

Frekari upplýsingar um þetta glæsilega einbýlishús sem nú er komið á sölu má finna á fasteignavef Mbl.is en myndirnar birtust á Smartlandi og var það Gunnar Sverrisson sem tók myndirnar.

Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Gunnar Sverrisson 

Hér gæti ég svo sannarlega búið, einstaklega smekklegt heimili og ég hreinlega elska litavalið hjá Hönnu Stínu.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HALLA BÁRA SPJALLAR UM HÖNNUN & HEIMILI

Skrifa Innlegg