fbpx

BÓKIN Á ÓSKALISTANUM // BÚSTAÐIR

BækurÍslensk heimili

Bókin á óskalistanum mínum er Bústaðir eftir smekkhjónin þau Höllu Báru Gestsdóttur innanhússhönnuð og Gunnar Sverrisson ljósmyndara og er bókin væntanleg í verslanir í lok vikunnar.

Í bókinn má finna yfir 200 myndir af 17 bústöðum allt í kringum Ísland og mun hún án efa veita mikinn innblástur. Á föstudaginn nk. verða þau Halla Bára og Gunnar stödd í Jólagleði í Haf Store frá kl. 17-20 og kynna bókina – ég mæli svo sannarlega með heimsókn og mögulega að blikka þau til að árita bókina ♡

Tilvalið í jólapakkann fyrir þau sem kunna vel að meta fallega heimili – og bústaði!

Myndir : Gunnar Sverrisson

Bókin kemur til með að fást hjá Epal, Eymundsson og Haf store ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

DRAUMAHEIMILI INNANHÚSSHÖNNUÐS Í STOKKHÓLMI

Skrifa Innlegg