fbpx

DRAUMAHEIMILI INNANHÚSSHÖNNUÐS Í STOKKHÓLMI

EldhúsHeimili

Það hafa birst óvenjumörg íburðarmikil heimili hér á blogginu undanfarið, þar sem lúxus ræður ríkjum og konungleg smáatriði skreyta heimilið. Ætli ég sé undir áhrifum þáttanna The Crown, en það er horft á fátt annað en þessa frábæru þætti á mínu heimili haha. Ég stóðst að minnsta kosti ekki mátið að deila með ykkur myndum af þessu glæsiheimili og lofa að það næsta verður ögn meira í okkar stíl ♡

Hér býr Emma Blomquist, innanhússhönnuður og stílisti búsett í Stokkhólmi ásamt fjölskyldu sinni. Eldhúsið er algjörlega í uppáhaldi hjá mér, stílhreint og allt svo vandað – eigum við að ræða þetta helluborð og innbyggða viftuna. Draumur!

 Myndir // Wrede.se

Vandað og fallegt heimili. Ef ég ætti litla stelpu þá væri þetta dásamlega dúkkuhús sem stendur í glugganum svo sannarlega komið á óskalistann ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

VILTU VINNA MASKADEKUR?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Daníel

    4. December 2019

    Hrikalega flott eyja!