HELGARINNLITIÐ : MEÐ ELEGANT ELDHÚS & TRYLLTAN PALL

Heimili

Ég veit að spáin um helgina lofar ekkert alltof góðu en ég varð svo bálskotin í þessu bjarta og opna heimili sem skartar stærðarinnar sólpalli sem hægt er að ganga út á beint frá stofunni. Undir venjulegum kringumstæðum ættum við auðvitað að vera úti núna að græja og undirbúa garðinn og pallinn fyrir komandi sólardaga – það er jú júní og allt það. En þess í stað fáum við að skoða fallegar myndir af smekklegum útisvæðum í útlöndum. Fyrir áhugasama þá hef ég áður skrifað um smekklegar svalir og má nálgast þá færslu HÉR. 

   

Myndir West East home

Ég vil annars þakka ykkur öll jákvæðu viðbrögðin sem ég fékk fyrir færslu gærdagsins, ég bráðnaði alveg yfir sumum skilaboðum sem ég fékk og það gleður mig að geta veitt einhverjum hvatningu.

Ég eyði minni helgi í bústað – ekki þessum eina sanna heldur ásamt öllum vinkonuhópnum mínum ásamt viðhengjum, 17 stykki takk. Eigið góða helgi!

FORSÍÐUHEIMILIÐ FRÆGA

Heimili

Heimilið sem allir eru að tala um núna er án efa glæsilega heimilið sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa & Híbýla. Hér búa eigendur Borðsins sem er hverfisveitingarstaður og verslun á Ægisíðu. Eftir að hafa skoðað myndirnar vel og vandlega varð ég skyndilega mjög forvitin um veitingarstaðinn sem ég hef aldrei heimsótt og velti fyrir mér hvort hann væri jafn agalega smart. Niðurstaðan var að sjálfsögðu já, þar hefur einnig verið nostrað við hvern krók og koma og prýðir einnig sama fallega ljósakróna heimilið og veitingarstaðinn. “Borðið er fjölskyldufyrirtæki. Hjónin Rakel Eva og Friðrik og Martina og Jón Helgi eru eigendur staðarins ásamt Ómari Stefánssyni matreiðslumeistara og aðalkokki Borðsins. Ómar Stefánsson hefur komið víða við og sækir innblástur sinn í íslenska náttúru og danskar matargerðarhefðir.”

Hvernig væri nú hreinlega að skella sér í bíltúr út á Nes og kíkja við, ég er orðin spennt eftir að hafa legið yfir heimasíðunni þeirra, sjá hér í leit að myndum. En þó ætlum við að byrja á því að skoða myndirnar af þessari hönnunarhöll. Ótrúlegt en satt þá eruð það húsráðendur sjálfir, þau Martina og Jón Helgi sem sáu um alla hönnun á heimilinu sjálf en reka þau einnig hönnunarmerkið Pipistrello þar sem þau hanna vörur og rými. Þau Martina og Jón Helgi hafa augljósa ástríðu fyrir vönduðu handverki og hönnun og sést það glöggt á þeirra fallega heimili. Baðherbergið og eldhúsið er með því fallegra sem ég hef séð og efnisval í innréttingum og blöndunartækjum sýna okkur að hér eru alvöru fagurkerar á ferð og útkoman er listaverki líkust ♡

Takið eftir hvað stofan er skemmtilega skipulögð, hvernig borðstofan, gestastofan/sjónvarpsstofan ásamt lítilli nokkurskonar útsýnisstofu rúmast allar fallega í sama rýminu. Það er gert með því að leggja stórar mottur á gólfið sem afmarkar hverja stofu fyrir sig. Falleg lausn á þessu stóra heimili sem þó virkar svo hlýlegt og er fullt af karakter og sjarma. 

Fyrir ykkur sem eruð áhugasöm um ljósakrónuna fallegu þá er hægt að skoða margar samskonar ljósakrónur í þessum Sputnik stíl hér.

Þvílíkur demantur! Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá fleiri myndir ásamt frekari upplýsingum um þessa glæsilegu fasteign á fasteignavef Vísis, sjá hér. 

NÝTT Í SVEFNHERBERGIÐ: MARMARI

Fyrir heimiliðSvefnherbergi

Ég fékk nýlega senda skemmtilega gjöf frá vefverslun sem opnar innan skamms Twins.is en í pakkanum var “marmara” bakki og kertastjaki. Ég er mjög hrifin af allskyns bökkum og finnst gott að geta flakkað með þá á milli herbergja fyrir ólíka notkun og ákvað að stilla nýja bakkanum upp í svefnherberginu undir skart og nokkrar snyrtivörur.

IMG_1500

IMG_1501

Á myndinni má einnig sjá fallega lampann minn sem amma gaf mér í 25 ára afmælisgjöf (og ég held að hafi aldrei sést áður á blogginu) ásamt Muuto Dots hönkum, Kate Moss plakatið ásamt allskyns öðru punti, meðal annars Chanel bréfpoka sem hún Erna Hrund bjútíséní gaf mér eitt sinn í gríni og hefur fengið það hlutverk að geyma skart. Það vantar ekki smápuntið á þessu heimili:)

IMG_1502

Bakkinn er úr akríl en með marmaraáferð, það er helst að það sjáist á samskeytunum að ekki er um ekta marmara að ræða.

IMG_1505

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

APRÍL ÓSKIR //

Óskalistinn

Með maí rétt handan við hornið er tilvalið að ljúka mánuðinum með fallegum hlutum sem sitja á óskalistanum. “I think you should just go for it” er frekar gott mottó og sérstaklega með útborgunardag á næsta leiti hmmm. Sumir hlutir eiga það til að birtast oftar en einu sinni á óskalistunum mínum en þar má sérstaklega nefna bleiku afmælisútgáfuna af Sjöunni sem er nokkrum númerum of dásamleg. Ég er nú að verða þrítug eftir nokkrar vikur svo hún varð að vera með á myndinni þar sem að flestir mínir afmælisgestir vilja líklega gefa mér gjöf sem kostar tæpar hundrað þúsund krónur;)

april

 

//1. Pastelgrænn ananaslampi sem er í raun næturljós. Ég bind vonir við að sonur minn vilji sofa í sínu rúmi ef hann eignast svona sætt ananasljós. Petit. // 2. Sjöan eina sanna. Epal. // 3. Hversu fínir salt og pipar staukar? Sumarlegir og sætir flamingóar í eldhúsið. Hrím. // 4. Blómavasi sem mig dreymir um, fullkominn undir blómvendina sem ég fæ sirka tvisvar sinnum á ári;) Snúran. // 5. Marmarabakkinn sem ég hef áður talað er með þeim fallegri. Kokka. // 6. Föt, föt, föt, það er aldeilis kominn tími á að hressa aðeins við fataúrvalið og sandalar sitja ofarlega á listanum með hækkandi sól. // Eigið ljúfa helgi! Þangað til næst x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VILTU VINNA ÆÐISLEGA KERTASTJAKA OG MARMARABAKKA?

HönnunVerslað

*Búið er að draga úr leiknum* 

Það voru þær Karen Emilsdóttir og Inga Ragna Ingjaldsdóttir sem höfðu heppnina með sér. Takk fyrir frábæra þátttöku!

Í samstarfi við verslunina Kokku ætla ég að hafa hrikalega veglegan og flottan gjafaleik sem er jafnframt sá fyrsti á árinu hér á blogginu. Þið þekkið flest verslunina Kokku sem hefur verið stafrækt við Laugaveginn undanfarin 15 ár, jú verslunin á nefnilega stórafmæli í ár og þá skal fagna og ætlum við að byrja á einum góðum gjafaleik! Í Kokku fæst nánast allt sem þarf fyrir eldhúsið og til að leggja fallega á borð og eru allar vörurnar sérvaldar og mjög vandaðar. Í rauninni er ótrúlegt hversu mikið vöruúrval er til hjá þeim á þessum nokkru fermetrum en þið ykkar sem ekki hafið kíkt við í þessa perlu þá er það algjört möst, en þau reka einnig öfluga vefverslun, Kokka.is fyrir ykkur sem hafið ekki tök á að koma við. Jansen+co er eitt af fjölmörgum vörumerkjum sem þar fæst en það er ungt hollenskt hönnunarmerki sem er að vekja mikla athygli um þessar mundir með fersku vöruúrvali sínu. Nýlega komu á markað hrikalega flottir og litríkir kertastjakar sem meðal annars hafa birst í Vogue Living ásamt glæsilegum marmarabökkum en það eru einmitt vörurnar sem hægt verður að næla sér í.

JC1199_sf

 

Jansen_co_Serax_platter_medium_White_marble_handle_gold_JC1201_-canvas-64036JC119936JC1200

Það verður að segjast eins og er, þessir marmarabakkar eru með þeim allra fallegustu sem ég hef séð. Fersk hönnun með mikið notagildi og efnisvalið er eitthvað svo hrikalega elegant. Klárlega kominn efst á minn óskalista!

Copper-candleholder-Jansen-Co

12642517_10153813194724376_2642607388742595356_n-1

Svo eru það kertastjakarnir sem kynntir voru nýlega á hönnunarsýningunni Maison&Objet í París og rötuðu þeir beina leið í Vogue Living sem skapaði þvílíka eftirvæntingu. Þeir eru loksins komnir á klakann og eru alveg æðislegir, bæði stakir og nokkrir saman í hóp. Þeir koma í tveimur stærðum og í þessum litum sem sjást hér að neðan.

Kokka

Tveir heppnir lesendur verða dregnir út á föstudaginn og fær annar þeirra marmarabakka frá Jansen+co og hinn heppni fær tvo stóra kertastjaka frá Jansen+co, en báðir vinningarnir eru að andvirði 15.900 kr.

Til að skrá sig í pottinn þá þarft þú að: 

1. Deila þessari færslu og skilja eftir skemmtilega athugasemd þar sem fram kemur hvort þú viljir eignast kertastjaka eða marmarabakka

2. Setja like við Kokku á facebook – sjá hér

Tveir heppnir verða dregnir út á föstudaginn þann 12. febrúar.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

NÝTT UPPÁHALD: INTERÍA

Fyrir heimiliðVerslað

Ég verð alltaf jafn glöð þegar það bætist við úrvalið af fallegum verslunum hér á landi og ég á til með að kynna fyrir ykkur netverslunina Interíu, algjört æði sem verður spennandi að fylgjast með. Hér má sjá brot af vöruúrvalinu og sjá má að þetta er alveg eitthvað sem heillar marga og nú þegar eru komnir nokkrir hlutir á óskalistann minn. Þau eru með ágætt úrval af marmaravörum og þessi marmarakrús er algjör draumur ásamt púðunum, svo væri dagatalið líka á óskalistanum mínum hefði ég ekki nælt mér í sambærilegt á dögunum. Ég mæli með að kíkja á úrvalið, sjá meira á Intería.is

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

DIY: MARMARABORÐ

DIYHugmyndir

Ég var að skrolla í gegnum eina einstaklega smekklega instagram-síðu í kvöld og fór svo langt að ég var komin að jólunum í fyrra:) Nema hvað að ég rak augun í eina skemmtilega breytingu á heimilinu hennar Ingrid (eigandi instagram-síðunnar), hún gjörbreytti eldhúsborðinu sínu með marmarafilmu. Ég hef séð nokkrar útfærslur á breytingum með marmarafilmu en þessi fær að vera ein uppáhalds, sjáið bara!

Screen Shot 2014-11-08 at 11.36.37 PMScreen Shot 2014-11-08 at 10.29.30 PM

Og svo fyrir:

Screen Shot 2014-11-08 at 11.40.54 PM

Þvílíkur munur og vá hvað borðið er fallegt í dag!

Screen Shot 2014-11-08 at 11.34.49 PM

Svo fékk Ikea Besta skenkurinn einnig yfirhalningu.

Ég ræð bara ekki við mig, þetta er eitt það flottasta sem ég hef séð:)

myndir via: @ingridpall

Svo er ég að taka saman innlit á heimilið hennar sem er algjör draumur:)

Annað dress: marmari frá YAS

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumStíllTrend

Ég var gjörsamlega ein taugahrúga þegar ég þrufti að bíða í einn og hálfan dag eftir komu jakkans sem hafði verið efst á óskalistanum mínum í marga mánuði. Jakkinn er frá YAS sem er mitt uppáhalds innan Vero Moda – því hljótið þið að hafa tekið eftir!

Jakkinn einkennist af trylltu marmaraprinti og hann seldist upp á skotstundu þegar hann kom fyrst. Ég var taugahrúga því ég vissi að það kæmi bara einn af hverri stærð í hvora búðina og jakkinn nr 38 í Smáralind varð sem betur fer fyrir mína geðheilsu minn.

veromodamarmari

Jakki: YAS frá Vero Moda, það kom líka kjóll í sama munstri og mig langar eiginlega líka í hann en ég er ekki alveg búin að réttlæta kaupin fyrir mér. En jakkann hef ég notað mikið því hann er fullkominn til að henda yfir svartan alklæðnað.

Hár: Fiskiflétta, ég er í smá átaki að reyna að setja eitthvað í hárið mitt ekki vera alltaf eins og reytt hæna.

Skór: Bianco, ég elska þessa en þeir hafa verið mikið notaðir síðan ég fékk þá en þið ættuð að hafa séð þá bregða fyrir hér og þar á blogginu.

Myndin er tekin í morgun í mátunarklefanum í Vero Moda Smáralind eins og glöggir taka mögulega eftir en ég mætti þar eldsnemma í morgun til að föndra smá – meira um það seinna:)

Fyrir áhugasamar er jakkinn á leiðinni í Vero Moda á morgun…!

EH

Marmaraaugnskuggarnir frá Make Up Store

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Einir girnilegustu augnskuggar sem ég hef augum litið eru án efa marmaraaugnskuggarnir frá Make Up Store. Ég á alla sex sem eru í boði í versluninni og mér finnst þeir allir jafn fallegir og jafn ómissandi. marmarmar6

Þetta eru stakir augnskuggar sem innihalda þó alls konar fallega liti. Augnskuggarnir eru sanseraðir og þegar þeim er blandað saman gefa þeir augunum fallega þrívíddaráferð.

marmarmar5

Þessi litur heitir Volcano og hér blandaði ég saman bláu litunum og setti á augnlokið og bleika litinn setti ég meðfram neðri augnhárunum. Af þeim sem ég hef prófað þá er ég sérstaklega hrifin af þessari litablöndum sérstaklega því það er svo mikið af ólíkum fallegum litum.

marmarmar7marmarmar3

Hér sjáð þið Rosso Asiago, mér finnst þessit litir hrikalega flottir og ég held að þessia augnskuggar muni fara rosalega vel með brúnum litum. Ég blandaði gylltu tónunum saman og setti á augnlokin og náði að pikka upp úr þessum örlitla múrsteinsrauðalit smá skugga til að setja meðfram neðri augnhárunum. Ég þarf aðeins að prófa mig áfram með þennan lit en þetta var fyrsti augnskugginn af þessum marmaraaugnskuggum sem ég fann að ég yrði bara að eignast :)

marmarmarmarmarmar4

Loks er það svo Blue Venato sem mér finnst ótrúlega eigulegur augnskuggi með mikið af köldum litum. Ég er mjög hrifin af því að nota kalda liti. Mér finnst þeir bara fara mér einhvern vegin betur, en það er svo sem ekki langt síðan ég vildi bara vera með hlýja liti :) Hér reyndi ég að næla í lillabláa litinn til að setja á augnlokin en blái blandaðist saman við svo það er blár blær yfir augunum. Ég setti svo fjólubláa litinn meðfram neðri augnhárunum. Þessa liti mun ég nota líka mikið :)

marmarmar2Á næstunni tek ég svo fyrir hina þrjá litina, einn sem er fullkominn fyrir kvöldförðun, annar hermannagrænn og einn skemmtilega marglitur.

Eigið frábæran laugardag – mæli með að þið kíkið inní Make Up Store í Smáralind í dag og nælið ykkur í eins og einn svona marmaraaugnskugga. Ég geymi þessa á snyrtiborðinu mínu, mér finnst þeir bara of fallegir til að fela ofan í kassa ;)

EH