fbpx

VINSÆLASTA ELDHÚSIÐ Á PINTEREST // HJÁ ATHENU CALDERONE

Eldhús

Athena Calderone er innanhússhönnuður, bókahöfundur, bloggari og smekkkona mikil. Hún er höfundur bókarinnar Live Beautiful sem slegið hefur í gegn hjá hönnunarunnendum um allan heim. Eldhúsið á heimili fjölskyldunnar í Brooklyn nýtur einstaklega mikilla vinsælda á Pinterest og er gjarnan kallað fallegasta eldhús í heiminum (það prýðir jafnframt kápuna á Live Beautiful bókinni) en núna má sjá myndir af sumarhúsaeldhúsinu hennar í Hamptons og er það svo sannarlega ekkert síðra en það fyrrnefnda.

Calacatta marmari spilar stórt hlutverk í báðum eldhúsum og vekur sérstaka athygli hvernig marmarinn nær uppá vegg og toppurinn er skrauthillan úr marmara þar sem listaverk njóta sín í bland við eldhúsmuni. Eldhúsin eru ekkert svo ólík þrátt fyrir ólíka litapallettu.

Skoðum myndirnar af þessum einstaklega fallegu eldhúsum, byrjum á því í Hamptons.

Hér að neðan má svo sjá eldhúsið í Brooklyn heimili hennar,

Myndir via Pinterest 

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

3 MÁNUÐIR SYKURLAUS OG LJÚFFENG SÚKKULAÐIKAKA

Skrifa Innlegg