fbpx

3 MÁNUÐIR SYKURLAUS OG LJÚFFENG SÚKKULAÐIKAKA

Matur & baksturSamstarf

Í dag hef ég verið í meira en 3 mánuði sykurlaus sem hefur verið ansi skemmtileg áskorun sérstaklega í sumarfríinu með börnin. Mig langaði í dag alveg ótrúlega mikið í nýbakaða köku og þá að sjálfsögðu baka ég köku ♡Það breytir engu hvaða dagur er… ef þig langar í köku þá færðu þér köku. Það er orðið langt síðan að ég bakaði eftir þessari uppskrift en ég var með algjört æði fyrir henni fyrir nokkru síðan þegar ég prófaði fyrst að vera sykurlaus (2019). Í dag finn ég að bragðlaukarnir hafa aðeins breyst og ég minnka núna töluvert magnið af gervisætunni og leyfi súkkulaðinu að njóta sín. Það er alveg nauðsynlegt að bera þessa köku fram með þeyttum rjóma og berjum til að vega upp á móti sæta bragðinu. Mmmm.

Ég er mjög stolt að segja frá því að í dag er ég í samstarfi við Valor súkkulaðið – en það raunverulega bjargaði mér frá sykurpúkanum bæði núna og árið 2019 og hef ég keypt mér mjög mikið magn af þessu uppáhalds súkkulaði áður en samstarf hófst. Ég mæli með að prófa, mitt uppáhalds þessa stundina er mjólkursúkkulaðið með möndlum ♡

Ég átti til fersk bláber og frosin hindber sem var mjög ljúffengt með rjómanum.

UPPSKRIFT

  • 175 g  mjúkt smjör
  • 80 g  /   Sukrin Gold (gervisæta – til í bakstursdeild / ég set minna magn).
  • 3 egg
  • 40 g   /  1/3 bolli kakó
  • 175 g / sykurlaust súkkulaði frá Valor (samstarf) – Uppskriftin segir amk 75% dökkt súkkulaði, ég hef prófað bæði með mjólkursúkkulaði og dökku og finnst það vera smekksatriði hvort þú viljir. Fyrir þau ykkar sem eruð ekki alveg sykurlaus þá mæli ég einnig með sykurminni súkkulaðinu frá Valor, dökkt súkkulaði með minna sykri en flestar tegundir. Þú finnur Valor í flestum betri verslunum en besta úrvalið er í Fjarðakaup, Nettó og Bónus (allar tegundir). 
  • 75 g  /  3/4 bolli möndlumjöl. 

Aðferð:

    1. Hitaðu ofninn í 180 gráður.

    2. Bræddu súkkulaðið. Yfir vatnsbaði eða á afþýðingu í örbylgjuofni.

    3. Blandaðu saman mjúku smjöri, hægt að mýkja á afþýðingu, bættu svo við sætunni, eggjum og kakói. Ég nota þeytara – einnig hægt að nota blandara, matvinnsluvél eða hrærivél.

    4. Bættu við súkkulaðinu og möndlumjöli og hrærðu vel saman þar til deigið er þykkt og mjúkt.

    5. Settu bökunarpappír í mót og inní ofn. Ég nota miðlungsstórt eldfast mót, eða lítið hringform þar sem uppskriftin er ekki mjög stór.

    6. Bakið í 25 mín en ég fylgist vel með kökunni og tek yfirleitt út aðeins fyrr:)

      Leyfðu kökunni að kólna áður en þú tekur hana úr forminu. Kakan verður mjög mjúk þegar hún er heit, en stífnar svo þegar hún kólnar. 

// Uppskrift upprunalega frá Sugarfree Londoner en smá breytt. Uppskriftin er merkt “Fabulously fudgy Keto brownies” en þó tek ég fram að ég fylgi engu sérstöku matarræði, er alls ekki ketó og borða bara 100% venjulegan mat eins og allir aðrir en les þó vel á umbúðir og sneiði hjá því sem er með viðbættum sykri í. Einfaldara gæti það ekki verið!

Færslan er unnin í samstarfi við Valor á Íslandi. 

Verði ykkur að góðu! 

Smelltu á flokkinn efst í færslunni til að sjá fleiri sykurlausar uppskriftir! Fyrir ykkur sem hafið áhuga að verða sykurlaus er ykkur velkomið að hafa samband að sjálfsögðu. Ég verð einnig að mæla með þessari einföldu og léttu köku hér – sykurlaus kaka með súkkulaði – sem er algjört æði.

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

DIY // SJÓNVARPSSKENKURINN FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg