fbpx

VETUR INNI Á DÁSAMLEGU HVÍTU HEIMILI

HeimiliStofa

Það snjóar eins og aldrei áður úti og þetta glæsilega hvíta & dálítið vetrarlega heimili er tilvalið að deila með ykkur í dag. Hvít húsgögn og loðin hvít ullamotta á gólfinu sem minnir örlítið á snjóinn, eða er það kannski bara útsýnið út um gluggann hjá mér sem er að villa fyrir mér. Zeppelin ljósið eftir Marcel Wanders frá Flos trónir yfir dásamlegu marmaraborði í hjarta heimilisins – stofunni. Þar er opið inn í eldhús og svefnherbergi og liturinn á veggjunum tengir síðan öll rýmin saman, vá svo fallegur litur!

Hér gæti ég búið,

Djúsí og loðin gólfmottan rammar stofuna algjörlega inn. Við eignuðumst fallega loðna ullarmottu í vetur og ég elska hreinlega að ganga um berfætt á henni – mæli með ♡ Mín er frá Dimm –

Fallegu skrautlistar og rósettur –

Einn daginn mun ég eignast svona sjónvarp sem er eins og listaverk á veggnum þegar slökkt er á því, Samsung Frame? Svo smart –

Bogadregið svefnherbergi er nú dálítill lúxus, og gólfsíðar beige litaðar hörgardínur setja punktinn –

Frábær lausn til að fela ofninn –

Yndislegt barnaherbergið með nóg af skemmtilegum leikhornum –

Myndir : Alvhem fasteignasala

Hversu dásamlega fallegt heimili – hér er allt saman smart. VÁ!

SYKURLAUS & HJARTALAGA LAVA SÚKKULAÐIKAKA Á 30 SEKÚNDUM

Skrifa Innlegg